Loredana skrifaði:
Buongiorno, vorrei lavorare il vestitino con i ferri dritti cucendolo sul dietro. Secondo voi è possibile? Grazie Loredana
27.03.2018 - 08:56DROPS Design svaraði:
Buongiorno Loredana, può lavorare il vestitino in piano con la cucitura sul dietro, aggiungendo 1 maglia di vivagno per la cucitura. Tenga presente che dovrà adattare le spiegazioni e la lavorazione del motivo alla lavorazione in piano. Buon lavoro!
27.03.2018 - 10:48
Jo skrifaði:
Salve, ho un piccolo dubbio i diagramma vanno letti da destra a sinistra e dopo da sinistra a destra?. Per esempio: 1 fila (leggo da destra a sinistra) 2 fila ( da sinistra a destra) e così via.
21.03.2018 - 15:37DROPS Design svaraði:
Buongiorno Jo. Quando lavora in tondo, legge i diagrammi sempre da destra verso sinistra. Quando lavora avanti e indietro, legge la prima riga (e tutti i ferri sul diritto del lavoro) da destra verso sinistra; la seconda riga (e tutti i ferri sul rovescio del lavoro) da sinistra verso destra. Buon lavoro!
21.03.2018 - 17:19
Anna skrifaði:
Buonasera Non ho capito perché ci sono 3 motivi di a 2 Io ho avviato 204 maglie Grazie
09.03.2018 - 17:06DROPS Design svaraði:
Buonasera Anna, deve seguire il diagramma A.2 corrispondente alla taglia che sta lavorando. Se ha avviato 204 maglie, sta lavorando la taglia 6/9 mesi (68/74 cm), per cui deve seguire il diagramma che corrisponde ai cm della sua taglia, cioè 68/74. Buon lavoro!
09.03.2018 - 17:21
Serafina#serafinadress |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll fyrir börn úr DROPS Alpaca með gatamynstri og garðaprjóni. Stærð 0-4 ára.
DROPS Baby 31-17 |
|||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 (fyrst A.2a, svo A.2b og A.2c) Veldu mynstur fyrir rétta stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um úrtöku jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 168 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 28. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 27. og 28. hver lykkja saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um handveg): Fækkið lykkjum innan við 3 kantlykkjur með garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á undan 3 kantlykkjum þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir 3 kantlykkjum þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handveg, síðan er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Kantur í hálsmáli er prjónaður fram og til baka. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 168-180-204-228 (252-276) lykkjur á hringprjón 3 með Alpaca. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 84-90-102-114 (126-138) lykkjur, prjónamerkin merkja hliðar á stykki. Prjónið A.1 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 14-15-17-19 (21-23) sinnum á breidd). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 8 cm. Prjónið síðan A.2 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 14-15-17-19 (21-23) sinnum á breidd). Í umferð merktri með ör er lykkjum fækkað jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1. Í hvert skipti sem fækkað hefur um 12 lykkjur er prjónuð 1 mynstureiningu færri af A.2 á breiddina. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð eru 108-120-132-156 (156-180) lykkjur í umferð (= 54-60-66-78 (78-90) lykkjur hvoru megin við prjónamerkin). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNIÐ MYNSTUR JAFNFRAMT ÞVÍ SEM FELLT ER AF FYRIR HANDVEG ÞANNIG: MYNSTUR: Haldið áfram með mynstur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina er stykkið prjónað áfram í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Stykkið mælist ca 27-27-33-33 (39-39) cm. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 24-26-31-36 (41-44) cm, prjónið þannig: Prjónið 9 lykkjur garðaprjón, prjónið mynstur/garðaprjón eins og áður, en fækkið um 4-4-4-8 (2-6) lykkjur jafnt yfir þar til eftir eru 9 lykkjur á undan næsta prjónamerki, prjónið 18 lykkjur garðaprjón, prjónið mynstur/garðaprjón eins og áður, en fækkið um 4-4-4-8 (2-6) lykkjur jafnt yfir þar til eftir eru 9 lykkjur í umferð, endið með 9 lykkjur garðaprjón = 100-112-124-140 (152-168) lykkjur alls (= 50-56-62-70 (76-84) lykkjur hvoru megin við prjónamerkin). Prjónið svona áfram þar til stykkið mælist 25-27-32-37 (42-45) cm. Fækkið lykkjum fyrir handveg þannig: Fellið af fyrstu 6 lykkjur, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið mynstur þar til eftir eru 9 lykkjur á undan næsta prjónamerki, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, fellið af næstu 12 lykkjur, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið mynstur eins og áður þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 3 lykkjur garðaprjón og fellið af síðustu 6 lykkjur. Nú er framstykki og bakstykki prjónað til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: Stykkið er nú prjónað fram og til baka. = 38-44-50-58 (64-72) lykkjur. Haldið áfram með mynstur og 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Fækkið síðan um 1 lykkju fyrir handveg innan við 3 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2! Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3-4-5-4 (4-5) sinnum = 32-36-40-50 (56-62) lykkjur. Þegar stykkið mælist 32-34-40-46 (52-56) cm fellið af miðju 16-18-22-24 (26-26) lykkjur fyrir hálsmáli = 8-9-9-13 (15-18) lykkjur á hvorri öxl. Hvor öxl er nú prjónuð hvor fyrir sig. VINSTRI ÖXL: Prjónið sléttprjón með 3 lykkjur garðaprjón út að handveg eins og áður þar til stykkið mælist alls 34-36-42-48 (54-58) cm. Fellið af með brugðnum lykkjum frá röngu. Síðar á að sauma þessa öxl við vinstri öxl á framstykki. HÆGRI ÖXL: Prjónið sléttprjón með 3 lykkjur garðaprjón út að handveg eins og áður þar til stykkið mælist alls 34-36-42-48 (54-58) cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá röngu. Síðar á að sauma tölur í þessa öxl. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 30-32-37-42 (48-51) cm. Nú eru felldar af miðju 10-12-16-16 (18-18) lykkjur fyrir hálsmáli = 11-12-12-17 (19-22) lykkjur á hvorri öxl. Hvor öxl er nú prjónuð til loka fyrir sig. HÆGRI ÖXL: Fellið af 1 lykkju í hverri umferð frá hálsmáli alls 3-3-3-4 (4-4) sinnum = 8-9-9-13 (15-18) lykkjur. Þegar stykkið mælist 32-34-40-46 (52-56) cm prjónið áfram í sléttprjóni með 3 lykkjur í garðaprjóni út að handveg. Þegar stykkið mælist 34-36-42-48 (54-58) cm fellið af fyrir 2 hnappagötum frá réttu þannig: Prjónið 1-1-1-2 (3-3) lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 hnappagat), prjónið 2-2-2-4 (5-8) lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 hnappagat), endið með 1-2-2-3 (3-3) lykkjum með garðaprjóni. Fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð (= frá röngu). VINSTRI ÖXL: Fellið af 1 lykkju í hverri umferð frá hálsmáli alls 3-3-3-4 (4-4) sinnum = 8-9-9-13 (15-18) lykkjur. Prjónið áfram í sléttprjóni með 3 lykkjum í garðaprjóni út að handveg eins og áður þar til stykkið mælist alls 34-36-42-48 (54-58) cm. Fellið af með brugðnum lykkjum frá röngu. Síðar á að sauma þessa öxl við vinstri öxl á bakstykki. FRÁGANGUR: Saumið tölur í hægri öxl á bakstykki. Saumið saman vinstri öxl með lykkjuspori. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Byrjið við hægri öxl á bakstykki og prjónið upp 46-70 lykkjur í kringum hálsmáli, frá réttu. Prjónið 3 umferðir slétt, fellið af með sléttum lykkjum, passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #serafinadress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 31-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.