Angela Braithwaite skrifaði:
Finished in time for Christmas
31.12.2024 - 00:04
Laureen skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends la section pour les manches, notamment pour les diminutions. Faut-il diminuer X fois sur les rangs restants de A1 ou doit-on également continuer sur A4 ? De plus, comment se repérer sur A1 au niveau des diminutions (pas de maille centrale indiquée sur le diagramme). Il est également indiqué de tricoter les dernières mailles de A4a sur les premières du tour puis tricoter 19 mailles de A4a? Il faut reprendre 2 fois A4a ? Merci beaucoup
28.04.2024 - 17:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Laureen, les diminutions sous les manches sont à faire x fois tous les x cm en fonction de la taille mais indépendamment du jacquard. Lorsque A.1 est terminé, tricotez A.4, puis tricotez A.4 et continuez en rouge, en jersey. Bon tricot!
29.04.2024 - 09:56
Petra skrifaði:
Hallo, das Muster A4 für den Ärmel hat drei rote Reihen bis das Geweih des Rentiers beginnt. Das Muster A2 für den Rumpf hat keine roten Reihen bis das Geweih des Rentiers beginnt. Das bedeutet, dass der Abstand zwischen dem Ende von A1 und dem Beginn des Geweihs des Rentiers unterschiedlich ist. Ist das so gewollt? Viele Grüße
19.01.2024 - 09:51DROPS Design svaraði:
Liebe Petra, stricken Sie genauso viele Runden mit rot vor die Rentiere, so sind beide Muster gleich. Viel Spaß beim stricken!
19.01.2024 - 15:49
Petra skrifaði:
Hallo, ist es richtig, dass ich beim Rumpf und an den Ärmeln unterschiedlich viele rote Reihen zwischen der letzten weißen Reihe von A1 und dem Beginn des Rentiers habe? Am Rumpf sind es 3 rote Reihen und am Ärmel 5 rote Reihen.
18.01.2024 - 21:39DROPS Design svaraði:
Liebe Petra, nach der Verteilung muss das diagram A.1 weiter gestrickt werden, Das Muster ist das gleiche beim Rumpf und Ärmel. Viel Spaß beim stricken!
19.01.2024 - 09:20
Katerina skrifaði:
Hello! I don't understand how to decrease sts of the sleeves so as not to break the pattern. Or will the sleeves' pattern be broken anyway?
06.09.2023 - 16:44DROPS Design svaraði:
Dear Katerina, when you decrease mid under sleeve, the pattern will be broken because of the decrease - work as many stitches as possible in pattern, but just make sure to line up diagrams (so that you will work less stitches in pattern at the beg / end of the rounds). Happy knitting!
07.09.2023 - 09:09
Katerina skrifaði:
Hello! I made the elevation in back of neck (size XXL). Now the back and front have a different leight (the leight of back = 30 cm, and leight of front = 27 cm). My next step - to separate the sleeves from the torso at a 30 cm from the cast-on edge, according to instructions . But I'm not sure how exacltly to measure the length. Should the piece be measured along the back or along the front cast-on edge (should the leight of front = 30 cm)? Thank you!
03.09.2023 - 13:36DROPS Design svaraði:
Dear Katerina, you should measure from the cast on edge in the mid front. Happy knitting!
03.09.2023 - 23:43
Keterina skrifaði:
Hello! Is this pattern suitable for knitting a sweater for man?
28.07.2023 - 17:33DROPS Design svaraði:
Hi Katerina, it’s not very difficult to convert women's size to men’s size. The biggest difference will be the length of sleeves and body. Start working on the women size that you think would fit across the chest. The additional length will be worked right before you cast off for the armhole/sleeve cap. If the pattern is worked top-down you can add the length right after the armhole or before the first decrease on sleeve. Regarding additional yarn amount, this will depend on how much length you add, but it is better with a skein too many than too few. Happy knitting!
29.07.2023 - 09:36
Ema skrifaði:
Jo napot, probalom megerteni hogyan lehet szaporitani a kerek raglan pulover koteseben a minta kozben de sajnos elege hianyosan van le irva itt. Kerhetnek esetleg egy ertheto, reszletes leirast, azaz mikor - hany soronkent kell szaporitani, hany szemnekent kell szaporitani es hogyan kell szaporitani a norvegmintaban ugy hogy esztetikus legyen, mert ez igy erthetelen. Valaszukat elore is koszonom!
12.02.2023 - 09:58
Alison Mccourt skrifaði:
Hi I've knitted upto the start of the reindeer pattern ive been knitting from mid back in rounds do I change to side to knit in rounds ? Ty
21.11.2022 - 00:18DROPS Design svaraði:
Dear Alison, the markers on the sides are only for taking measurements for the body. You continue working from the mid back. Happy knitting!
21.11.2022 - 01:14
Veronika skrifaði:
Hallo, Ich finde diesen Pulli top, leider habe ich schon eine Frage, nach der ersten Zunahme nach den Pfeil ist die Maschenzahl 234,wenn ich sie nach dem Muster durch 4 teile geht es nicht auf, müsste es nicht 232 Maschen sein? Oder beende ich das Muster einfach mitten im Mustersatz🤔 Danke für die Hilfe
14.06.2022 - 23:03DROPS Design svaraði:
Liebe Veronika, danke für den Hinweis, unser Design Team wird das noch mal prüfen - aber sicher können Sie das schon mal so z.B. arrangieren: bei dem 1. Pfeil lieber 46 Maschen zunehmen und bei dem 2. Pfeil nur 40, so haben Sie wieder die 276 Maschen und das Muster kann in der Runde passen. Viel Spaß beim stricken!
15.06.2022 - 09:12
Season Greetings#seasongreetingssweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa / jólapeysa með hringalaga berustykki og norrænu mynstri, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Karisma. Stærð S - XXXL.
DROPS 183-5 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 148 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 9,3. Í þessu dæmi er aukið út á eftir ca 9. hverja lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum er prjónuð ca 8. og 9. hver lykkja slétt saman. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum aftan á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það strekkist á því. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Það er hægt er að prjóna upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur og þá verður berustykkið hærra að aftan. Hægt er að sleppa við þessa upphækkun, þá verður hálsmál alveg eins að framan og að aftan – sjá útskýringu á upphækkun neðar í uppskrift. Eftir berustykki er fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Fram- og bakstykki skiptis við klauf og prjónað er síðan fram og til baka. Ermar eru prjónaðar í hring á hringprjón/sokkaprjóna ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 148-148-152-156-160-164 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með litnum rauður. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= miðja að aftan). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-20-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 164-168-172-178-184-190 lykkjur. Prjónið nú upphækkun aftan í hnakka eða farið áfram í að prjóna berustykki ef ekki er óskað eftir upphækkun. UPPHÆKKUN Í HNAKKA: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Prjónið 13-13-14-14-15-15 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki. Snúið, herðið á þræði og prjónið 26-26-28-28-30-30 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 39-39-42-42-45-45 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 52-52-56-56-60-60 lykkjur brugðið til baka. Haldið áfram með að prjóna yfir 13-13-14-14-15-15 lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls 104-104-112-112-120-120 lykkjur, snúið og prjónið sléttar lykkjur aftur fram að miðju að aftan. BERUSTYKKI: = 164-168-172-178-184-190 lykkjur. Prjónið síðan mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1 og aukið út jafnt yfir í hverri umferð merktri með ör í mynsturteikningu eins og útskýrt er að neðan – lesið MYNSTUR, LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Ör-1: Aukið um 28-28-32-34-40-44 lykkjur = 192-196-204-212-224-234 lykkjur. Ör-2: Aukið um 24-28-32-32-40-42 lykkjur = 216-224-236-244-264-276 lykkjur. Ör-3: Aukið um 20-24-28-34-36-40 lykkjur = 236-248-264-278-300-316 lykkjur. Ör-4: Aukið um 20-24-24-26-36-36 lykkjur = 256-272-288-304-336-352 lykkjur. Ör-5: Aukið um 28-28-24-20-24-20 lykkjur = 284-300-312-324-360-372 lykkjur. Ör-6: Aukið um 22-24-18-24-18-18 lykkjur = 306-324-330-348-378-390 lykkjur. STÆRÐ S - M: Lesið áfram frá ALLAR STÆRÐIR. STÆRÐ L - XL: ÖR-7: Aukið um 12-18 lykkjur = 342-366 lykkjur. STÆRÐ XXL: ÖR-7: Aukið um 18 lykkjur = 396 lykkjur. ÖR-8: Aukið um 12 lykkjur = 408 lykkjur. STÆRÐ XXXL: ÖR-7: Aukið um 18 lykkjur = 408 lykkjur. ÖR-8: Aukið um 18 lykkjur = 426 lykkjur. ÖR-9: Aukið um 14 lykkjur = 440 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið til og með síðustu umferð í þinni stærð. Stykkið mælist ca 24-25-26-28-30-32 cm frá uppfitjunarkanti (ef þessu máli hefur ekki verið náð er haldið áfram án útaukninga að réttu máli – en ekki lengra en að næst síðustu umferð í A.1 – stillið af að næsta umferð sem á að prjóna eftir að réttu máli hefur verið náð sé prjónuð einungis með einum lit). Prjónið næstu umferð í A.1 þannig: Prjónið 47-48-50-56-63-68 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 60-66-72-72-78-84 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-6-12-12-12 nýjar lykkjur (= hlið), prjónið 93-96-99-111-126-136 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 60-66-72-72-78-84 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-6-12-12-12 nýjar lykkjur (= hlið) og prjónið síðustu 46-48-49-55-63-68 lykkjur (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 198-204-210-246-276-296 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-12-12-12 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið (= 99-102-105-123-138-147 lykkjur á fram- og bakstykki) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið síðan áfram til og með síðustu umferð í A.1 í öllum stærðum. Þegar A.1 er lokið á hæðina er prjónuð 1 umferð með litnum rauður þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 196-206-216-246-272-292 lykkjur. Prjónið síðan mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.2 þannig: ** Prjónið A.2a (= 5 lykkjur), * A.2b (= 18 lykkjur), A.2c (= 1 lykkja) *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-1-2-2 sinnum, prjónið A.2b (= 18 lykkjur), prjónið * A.2d (= 5 lykkjur), A.2e (= 5 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 1-2-2-4-1-2 sinnum, prjónið A.2d (= 5 lykkjur) alls 1-0-1-0-1-1 sinni, prjónið A.2f (= 18 lykkjur), prjónið * A.2c (= 1 lykkja), A.2f (= 18 lykkjur) * prjónið frá *-* alls 1-1-1-1-2-2 sinnum og prjónið A.2g (= 4 lykkjur) **, endurtakið frá **-** 1 sinni til viðbótar. Haldið áfram þar til A.2 er lokið á hæðina. Prjónið 1 umferð með litnum rauður og jafnið lykkjufjöldann til 198-204-210-246-276-294 lykkjur með því að auka/fækka lykkjum jafnt yfir. Prjónið síðan mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.3 (= 33-34-35-41-46-49 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör er lykkjufjöldinn jafnaður til 196-204-212-248-276-296. Haldið áfram þar til A.3 er lokið á hæðina (= 49-51-53-62-69-74 mynstureiningar með 4 lykkjum). Héðan er prjónað sléttprjón með litnum rauður. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-33-33 cm frá prjónamerki er stykkinu skipt upp í hlið fyrir klauf og fram- og bakstykki er prjónað til loka fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 99-102-105-123-138-147 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón með 4 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-43-43 cm, skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 23-24-25-31-32-35 lykkjur jafnt yfir = 122-126-130-154-170-182 lykkjur. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 4 lykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt og 4 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið svona í 2 cm. Skiptið til baka yfir á hringprjón 4,5 og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 42-43-44-45-45-45 cm. FRAMSTYKKI: = 99-102-105-123-138-147 lykkjur. Prjónið á sama hátt og bakstykki. ERMI: Ermin er prjónuð í hring. Setjið til baka lykkjur af þræði á stuttan hringprjón/sokkaprjón 4,5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-12-12-12 nýjum lykkjum undir ermi (haldið áfram með mynstureiningu A.1 eins og áður) = 66-72-78-84-90-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi (= mitt í 6-6-6-12-12-12 lykkjum sem prjónaðar voru upp mitt undir ermi) – hér byrjar næsta umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Þegar stykkið mælist 2 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum með 3-2½-2-2-1½-1½ cm millibili alls 12-14-16-18-20-22 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Haldið áfram hringinn eftir A.1 yfir allar lykkju þar til mynstureiningin er lokið á hæðina. Setjið 1 prjónamerki mitt ofan á ermi = miðju lykkja. ATH: Prjónið nú mynstureiningu A.4, en vegna fækkun lykkja mitt undir ermi verður að stilla mynstrið af, það er gert þannig: Teljið út lykkjur hvoru megin við miðjulykkju ofan á ermi og stillið af hversu margar lykkjur eru í fyrstu mynstureiningu af A.4a í umferð og hversu margar lykkjur eru í síðustu mynstureiningu í umferð af A.4c. Þ.e.a.s. prjónið mynstur þannig: Prjónið þann fjölda lykkja sem er pláss fyrir í A.4a, prjónið A.4a (= 19 lykkjur), A.4b (= 9 lykkjur, sjá stjörnu í mynsturteikningu = miðjulykkja), A.4c (= 19 lykkjur) og prjónið þann fjölda lykkja sem er pláss fyrir í A.4c. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka er prjónað mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.3 – stillið af að fyrsta lykkja í mynsturteikningu verði mitt ofan á ermi. Þegar A.3 er lokið á hæðina er haldið áfram í sléttprjón og með litnum rauður. Þegar stykkið mælist 38-38-38-37-35-34 cm frá prjónamerki mitt undir ermi er skipt yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónuð er 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-6-4-6-4 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 42-42-42-41-39-38 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seasongreetingssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 183-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.