DROPS / 183 / 8

How To Be A Christmas Tree by DROPS Design

Prjónuð peysa með jólatré, heklaðri stjörnu og dúskum. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Alpaca og DROPS Brushed Alpaca Silk og dúskum úr DROPS Eskimo.

Leitarorð: jól, peysur,

DROPS Design: Mynstur z-802
Garnflokkur A + C og E eða C + C (garndúskar)
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS ALPACA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
200-250-250-300-300-350 g litur 3620, rauður
50 g í allar stærðir litur 7815, grænn/turkos
50 g í allar stærðir litur 2923, sinnepsgulur
Og notið:
DROPS BRUSHED ALPACA SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
125-150-150-175-175-200 g litur 07, rauður
50 g í allar stærðir litur 11, skógargrænn
Og notið:
DROPS ESKIMO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki E)
50 g í allar stærðir litur 01, natur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá:
"Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.
"Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.
"Garnmöguleiki (Garnflokkur E)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 6 – eða þá stærð sem þarf til að 14 lykkjur og 16 umferðir með sléttprjóni með 1 þræði af hvorri tegund verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HEKLUNÁL NR 3 – fyrir stjörnu.
DROPS HEKLUNÁL NR 6 – fyrir ljósakeðjur.

FYLGIHLUTIR: 10 rauðar jólakúlur ca 25 mm að þvermáli.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (4)

100% Alpakka
frá 792.00 kr /50g
DROPS Alpaca uni colour DROPS Alpaca uni colour 792.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Alpaca mix DROPS Alpaca mix 836.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta

77% Alpakka, 23% Silki
frá 704.00 kr /25g
DROPS Brushed Alpaca Silk uni colour DROPS Brushed Alpaca Silk uni colour 704.00 kr /25g
Gallery Spuni
Panta

100% Ull
frá 484.00 kr /50g
DROPS Eskimo uni colour DROPS Eskimo uni colour 484.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo mix DROPS Eskimo mix 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo print DROPS Eskimo print 594.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 10164kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.

PERLUPRJÓN:
UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin *, endurtakið frá *-*.
UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur.
Endurtakið umferð 2.

JÓLATRÉ:
Jólatréð er prjónað með sléttprjóni með 1 þræði grænn/turkos Alpaca + 1 þræði skógargrænum Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir), aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður.
Til þess að koma í veg fyrir langa þræði á bakhlið þegar mynstrið er prjónað er prjónað með 3 dokkum (með 2 þráðum). Þ.e.a.s. hafður er 1 þráður rauður Alpaca + 1 þráður rauður Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir) á annarri hlið á stykki, 1 þráður grænn/turkos Alpaca + 1 þráður skógargrænn Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir) í miðju á stykki og 1 þráður rauður Alpaca + 1 þráður rauður Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir) á annarri hlið á stykki. Til þess að koma í veg fyrir göt í litaskiptunum verður að vefja þræðina saman um hvern annan þegar skipt er um lit.

ÚTAUKNING (á við um ermar):
Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo að ekki myndist gat.
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 72-76-82-90-98-106 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði rauðum Alpaca + 1 þræði rauðum Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið 5 umferðir PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 6 og prjónið sléttprjón með 3 lykkjum með perluprjóni á hvorri hlið á stykki. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 12-14-13-14-13-14 cm setjið 1 prjónamerki í hvora hlið sem merkir klauf.
Í næstu umferð frá réttu er mynstur prjónað þannig:
UMFERÐ 1-3: Prjónið 3 lykkjur með perluprjóni, prjónið 8-10-11-15-17-21 lykkjur með sléttprjóni, prjónið 50-50-54-54-58-58 lykkjur JÓLATRÉ – sjá útskýringu að ofan, prjónið 8-10-11-15-17-21 lykkjur með sléttprjóni og 3 lykkjum með perluprjóni.
UMFERÐ 4-5: Prjónið 3 lykkjur með perluprjóni, prjónið 9-11-12-16-18-22 lykkjur með sléttprjóni, prjónið 48-48-52-52-56-56 lykkjur jólatré (= 2 lykkjur færri á jólatré), prjónið 9-11-12-16-18-22 lykkjur með sléttprjóni og 3 lykkjur með perluprjóni.
UMFERÐ 6-8: Prjónið 3 lykkjur með perluprjóni, prjónið 10-12-13-17-19-23 lykkjur með sléttprjóni, prjónið 46-46-50-50-54-54 lykkjur jólatré (= 2 lykkjur færri á jólatré), prjónið 10-12-13-17-19-23 lykkjur með sléttprjóni og 3 lykkjur með perluprjóni.
Endurtakið síðan umferð 4-5, en í hvert skipti eru prjónaðar 2 lykkjur færri á jólatré.
Þegar stykkið mælist 48-49-50-51-52-53 cm fellið af 3 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 66-70-76-84-92-100 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, með 3 lykkjur með perluprjóni á hvorri hlið. Þegar eftir eru 2 lykkjur jólatré eru prjónaðar 3 umferðir yfir þær. Stykkið mælist ca 51-53-55-56-58-59 cm. Prjónið síðan með 1 þræði rauðum Alpaca + 1 þræði rauðum Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir) yfir allar lykkjur.
Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm setjið miðju 16-18-18-20-20-20 lykkjurnar á band fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af í hverri umferð frá hálsi þannig: 2 lykkjur 2 sinnum = 21-22-25-28-32-36 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm. Prjónið hina öxlina alveg eins.

BAKSTYKKI:
Fitjið upp 72-76-82-90-98-106 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði rauðum Alpaca + 1 þræði rauðum Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið 5 umferðir með perluprjóni. Skiptið yfir á hringprjón 6 og prjónið sléttprjón með 3 lykkjur perluprjón á hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 12-14-13-14-13-14 cm er sett 1 prjónamerki í hvora hlið sem merkir klauf. Haldið áfram með sléttprjón og perluprjón. Þegar stykkið mælist 48-49-50-51-52-53 cm fellið af með 3 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 66-70-76-84-92-100 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og 3 lykkjur með perluprjóni á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm fellið af miðju 22-24-24-26-26-26 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 21-22-25-28-32-36 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm. Prjónið hina öxlina alveg eins.

ERMI:
Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 31-32-34-35-36-37 lykkjur á sokkaprjón 5,5 með 1 þræði rauðum Alpaca + 1 þræði rauðum Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið 5 umferðir perluprjón. Skiptið yfir á sokkaprjón 6 og setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar = mitt undir ermi. Prjónið síðan sléttprjón. Þegar stykkið mælist 7-7-6-6-6-7 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING að ofan. Aukið svona út með 6½-5½-5½-4½-3½-3 cm millibili alls 7-8-8-9-10-11 sinnum = 45-48-50-53-56-59 lykkjur. Þegar stykkið mælist 49-48-47-45-43-41 cm fellið af 6 lykkjur mitt undir ermi (= 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið smá ermakúpu fram og til baka með sléttprjóni. Fellið af lykkjur í byrjun hverrar umferðar á hvorri hlið þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-6 lykkjur 2 sinnum, fellið síðan af þær lykkjur sem eftir eru. Stykkið mælist ca 51-50-49-47-45-43 cm. Prjónið aðra ermi alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma. Saumið ermar í. Saumið hliðarsaum niður að klauf.

KANTUR Í HÁLSI:
Prjónið upp frá réttu ca 60-68 lykkjur (meðtaldar lykkjur af bandi að framan) á stuttan hringprjón 5,5 með 1 þræði rauðum Alpaca + 1 þræði rauðum Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 60-66-66-66-68-68 lykkjur. Prjónið perluprjón hringinn í 5 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

STJARNA:
Heklið 6 loftlykkjur með heklunál 3 með sinnepsgulu Alpaca og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Haldið áfram hringinn með mynstri eftir mynsturteikningu A.1. Þegar A.1 er lokið er klippt frá og endi festur. Stjarnan mælist ca 6 cm að þvermáli.

LJÓSAKEÐJUR:
Klippið 4 langa þræði sinnepsgulu Alpaca og heklið með öllum 4 þráðunum með heklunál 6 þannig: Heklið eina loftlykkjuumferð ca 9 cm (látið vera eftir ca 10 cm þráð bæði í byrjun og í lok loftlykkjuumferðar, þessir þræðir eru notaðir í frágang). Heklið síðan snúru 16 cm, 22 cm og 23 cm alveg eins.

DÚSKUR:
Gerið 5 dúska með Eskimo ca 5 cm að þvermáli (látið vera ca 10 cm af þráðarenda, þessir endar eru notaðir í frágang).

FRÁGANGUR:
Sjá mynd. Saumið stjörnuna fasta efst á tréð með smáu, fínu spori. Leggið 4 ljósakeðjurnar jafnt yfir niður þversum yfir tréð, með stystu keðjuna efst. Deilið þráðarendanum í tvennt, dragið þá í gegn hvoru megin við lykkju og út á bakhlið á flíkinni. Hnýtið fastan hnút á bakhlið og klippið afganginn frá. Gerið það sama við allar keðjurnar. Festið 3 dúska á aðra hliðina á trénu og 2 dúska á hina hliðina á trénu. Festið þá yfir enda á hverri ljósakeðju. Festið 1 jólakúlu í efstu ljósakeðjuna, 2 jólakúlur í næstu ljósakeðju, 3 jólakúlur í næstu ljósakeðju og 4 jólakúlur í neðstu ljósakeðju.

Mynstur

= loftlykkja
= fastalykkja á milli 2 stuðlahópa
= stuðull um loftlykkjuhringinn/loftlykkjuboga
= umferðin byrjar með 3 loftlykkjum og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð
= umferðin byrjar með 1 loftlykkju og endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun umferðar
= 6 loftlykkjur, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér


Monika Opočenská 23.09.2018 - 19:54:

Dobrý den,\\\\r\\\\nbohužel jsem upletla přední stranu podle návodu a asi celou špatně. Píše se, opakujte 4-8. řadu ( o 2 oka vánočního stromečku méně). Zároveň se ve 4.řadě plete o 2 oka vánočního stromečku méně a v 6.řadě taktéž o 2 oka vánočního stromečku méně. Z toho mi vyplývá, že na 4-8.řadu je celkem o 4 oka vánočního stromečku méně. Prosím o dodatečné vysvětlení, jak jsem to měla plést? Děkuji

Sabrina 21.03.2018 - 23:15:

Hallo, I like this pattern so much! I would like to knit a jumper with a subject "coming out". But I would like to knit something not strictly related to Christmas. I have also seen another (similar) project with a snow man. Are you planning to publish another pattern with a different subject? Thanks

DROPS Design 06.04.2018 kl. 09:31:

Dear Sabrina, your request have been forwarded our design team. Sign up our newsletter and/or follow us on Facebook to not miss any new pattern. Happy knitting!

Jane 15.12.2017 - 18:16:

The instructions for the front say "Repeat rows 4-8 but every time work two stitches less of Christmas tree." This is wrong - should it be 'repeat rows 6-8' OR 'every time work four stitches less of Christmas tree'. I've tried to zoom in to the photo to see if it is three rows before each decrease or two and three alternating, but I just can't see. Could you confirm please?

DROPS Design 18.12.2017 kl. 08:03:

Dear Jane, when repeating row 4-8 work 2 sts less on Christmas tree, ie on next both rows work only 44 sts for the Christmas tree, then on next both rows work 42 sts for the Christmas tree and so on, and at the same time work 1 more st red on each side of Christmas tree. Happy knitting!

Esther Van De Geijn 12.12.2017 - 10:24:

Hallo, ik ben groot fan van jullie patronen! Maar nu heb ik sinds een paar jaar een breimachine en zou ik graag een aantal patronen voor de machine vinden. Hebben jullie die ook? Of zouden jullie die willen maken? Ik merk dat het aantal machinebreisters weer aan het groeien is, dus dit zou een goede markt zijn. :-)

DROPS Design 13.12.2017 kl. 18:08:

Hallo Esther, Er zijn op dit moment geen plannen om patronen voor de breimachine te publiceren, maar bedankt voor je tip. Het is doorgegeven aan de afdeling design!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 183-8

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.