Debbie skrifaði:
Hi, Can I use a circular needle instead of double pointed needles?
10.07.2017 - 22:17DROPS Design svaraði:
Hi Debbie, You can use a short circular needle as long as you have enough stitches and, I agree that is easier than using double pointed needles. However, around the cuffs and some of the way up the sleeves you will need to use double pointed needles as there are not enough stitches to be able to work in the round on the sleeves. Kind regards, Deirdre
11.07.2017 - 06:36
Monica skrifaði:
Vorrei sapere se è prevista anche la versione maglione, grazie e complimenti per i bellissimi modelli
10.07.2017 - 21:20DROPS Design svaraði:
Buonasera Monica. Sì verrà pubblicata anche la versione maglione. Non sappiamo la data esatta, ma è previsto. Controlli il sito per gli aggiornamenti. Grazie e buon lavoro!
10.07.2017 - 22:53
Caroll Donegani skrifaði:
It is great to see raglan shoulder shaping that continues the pattern. Wish more of the colour work sweaters did this as I do not like the underarm bulk of drop shoulders
18.06.2017 - 11:53
Gabriele skrifaði:
Ein dezentes Muster ,aber schick für den Herbst.
03.06.2017 - 15:36
Angelique skrifaði:
Very cute and stylish!
02.06.2017 - 16:05
Arendal Cardigan#arendalcardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með köðlum og laskalínu úr DROPS Puna, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. S
DROPS 181-25 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu hvoru megin við A.1. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.1 þannig (= 8 nýjar lykkjur í hvert skipti sem aukið er út). Prjónið fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, það á ekki að myndast gat. ÚTAUKNING (á við um hliðar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki í hlið. Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa) og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, það á ekki að myndast gat. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerk er staðsett mitt á milli þessa lykkja), prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroffið á kraga mælist 3 cm, fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu með ca 8 cm á milli hverra. Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni (séð frá réttu), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman og 1 lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, frá miðju að framan, ofan frá og niður. PEYSA: Fitjið upp 120-128-132-136-144-144 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Puna. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan þannig – frá réttu: 5 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT! Haldið áfram með stroff í 4 cm. Síðasta umferð er frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í fyrstu umferð er fækkað um 2 lykkjur jafnt yfir = 118-126-130-134-142-142 lykkjur. Prjónið síðan þannig – frá réttu: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón, 11-12-13-15-16-18 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum (= þessar 7 lykkjur verða 13 lykkjur), 18-20-20-18-20-16 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 22-24-26-30-32-36 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 18-20-20-18-20-16 slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 11-12-13-15-16-18 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón = 142-150-154-158-166-166 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið, svo að ekki myndist gat og kantar að framan eru prjónaðir slétt. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón (= kantlykkjur að framan), 4-5-6-8-9-11 lykkjur sléttprjón (= vinstra framstykki), A.1 (= 27 lykkjur), 4-6-6-4-6-2 lykkjur sléttprjón (= ermi), A.1, 8-10-12-16-18-22 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), A.1, 4-6-6-4-6-2 lykkjur sléttprjón (= ermi), A.1, 4-5-6-8-9-11 lykkjur sléttprjón (= hægra framstykki) og endið með 5 kantlykkjum með garðaprjóni (= kantlykkjur að framan). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ PRJÓNA! Haldið áfram með þetta mynstur, jafnframt er aukið út hvoru megin við A.1 fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út í annarri hverri umferð (= í hverri umferð frá réttu) 21-24-27-30-32-35 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir allar útaukningar eru 310-342-370-398-422-446 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur eins og áður (án útaukninga) þar til stykkið mælist 22-24-26-29-30-33 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 50-54-58-63-68-73 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóni (= undir ermi), prjónið 90-98-106-116-126-136 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóni (= undir ermi) og prjónið þær 50-54-58-63-68-73 lykkjur sem eftir eru (= vinstra framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 206-222-242-262-286-310 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 5 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT. Haldið áfram með A.1 yfir 20-20-20-20-22-22 lykkjur í mynstri sem eru eftir á framstykki/bakstykki, en í annarri hverri umferð (= hverri umferð frá réttu) er slegið 1 sinni uppá prjóninn á ytri hlið á hverju A.1 (= að miðju að framan og miðju að aftan) og prjónaðar eru 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við prjónamerkin í hlið. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð. Lykkjufjöldinn er sá sami, en lykkjurnar í A.1 koma smá saman að fækka að hlið á peysu og það verða fleiri og fleiri lykkjur í sléttprjóni. Þegar ekki nægilega margar lykkjur eru í A.1 til að mynda 6-lykkju kaðla eru þessar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni, JAFNFRAMT er fækkað um 3 lykkjur jafnt yfir hvern kaðal, ekki er lykkjum fækkað yfir köðlum með 2 lykkjum (munið eftir að auka út á ytri hlið á A.1 og fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerkin). Þegar lykkjum hefur fækkað í A.1 eru 182-198-218-238-262-286 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjón og garðaprjón yfir lykkjur í kanti að framan. Nú eru 48-52-57-62-68-74 lykkjur á hvoru framstykki og það eru 86-94-104-114-126-138 lykkjur á bakstykki. Þegar stykkið mælist 15-15-15-15-15-15 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING! Aukið svona út með 5 cm millibili alls 4 sinnum = 198-214-234-254-278-302 lykkjur. Þegar stykkið mælist 32-32-32-31-32-31 cm er prjónuð 1 umferð brugðið frá röngu og aukið er út um 42-46-50-54-58-62 lykkjur jafnt yfir (kantur að framan heldur áfram í garðaprjón og ekki er aukið út yfir þessar lykkjur) = 240-260-284-308-336-364 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: 5 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, endurtakið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. Prjónið stroff í 2 cm, fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna/sokkaprjóna. Setjið 60-68-74-78-80-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stutta hringprjóna 4,5 og fitjið að auki upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur mitt undir ermi = 68-76-84-88-92-96 lykkjur í umferð. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur – stykkið er nú mælt héðan! Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2-2-2-2-2-4 cm fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið lykkjum með 3-2-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 12-15-18-19-20-21 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Þegar ermin mælist 38-36-35-33-32-30 cm er aukið út um 4-6-8-6-8-10 lykkjur jafnt yfir = 48-52-56-56-60-64 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar ermin mælist 43-41-40-38-37-35 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #arendalcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 181-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.