Gerry skrifaði:
Your answer doesn't help! It says in the section headed READ THE WHOLE OF THE NEXT SECTION BEFORE CONTINUING! ..... Continue the pattern as before (without increases) until the piece measures 22-24-26-29-30-33 cm from the cast-on edge. But this should either have an extra 4cm added for the rib, or it should say measures 22-24-26-29-30-33 cm from the end of the rib, not from the cast on edge. It is incorrect in the jumper pattern as well.
27.01.2021 - 14:51DROPS Design svaraði:
Dear Gerry, but I thought you already worked body, sorry if I didn't understand properly your first question. The 22-24-26-29-30-33 cm are measured from cast on row, ie with the neck edge - the 4 cm in the chart are for the shoulder. But you are welcome to make yoke longer if you wish to. Happy knitting!
27.01.2021 - 15:33
Gerry skrifaði:
I am about to unravel all of the body section back to the division for the sleeves. The pattern give the measurement to the cast on edge. However, the schematic shows this to exclude the 4cm rib. Does this need correcting??
27.01.2021 - 12:59DROPS Design svaraði:
Dear Gerry, pattern is right, measurements under body are given from the beginning of body see THE PIECE IS NOW MEASURED FROM HERE - this means body is 32-32-32-31-32-31 cm + 2 cm rib = 34-34-34-33-34-33 cm + 22-24-26-29-30-33 cm yoke + 4 cm shoulder = 60-62-64-66-68-70 cm in total from shoulder to cast off edge. Hope this will help. Happy knitting!
27.01.2021 - 13:22
Mrs C Harknett skrifaði:
Why when we ask for English (UK) we get Us Norwegin. Very confusing when reading patterns which should be in English all the way down etc
29.11.2020 - 13:33DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Harknett, the original pattern is in Norwegian, that's the reason why it's shown as the main language. When you choose the language under the pattern, you can select the English UK version to follow that one. Happy knitting!
29.11.2020 - 18:26
Kelly skrifaði:
Hallo, ik heb jullie patroon een beetje aangepast (ipv ribbelsteek en knopen heb ik een vlecht rand aan beide kanten gebreid) maar nu komen mijn aantallen natuurlijk iet meer uit :( ik vraag me nu af : als je na 27cm breien het breiwerk op hulpdraden moet zetten, WAAR dit juist gebeurd. VOOR A1, ih midden van A1, na A1...
02.11.2020 - 20:08DROPS Design svaraði:
Dag Kelly,
Het werk wordt dan gesplitst en het lijf wordt apart verder gebreid en daarna worden de mouwen gebreid. Aan de hand van het aantal steken dat je op het achterpand hebt, kun je naar beide zijkanten uittellen welke steken je precies van de mouwen op hulpdraden moet zetten.
03.11.2020 - 13:07
Suma skrifaði:
I am very confused between the size shown and pattern stitches. As per the measurements shown, the neck width is (size S) 17x2=34 cm. As per the gauge (2.1 stitches US 6 needles)the CO should be 31x2.1 = 71 stitches + 10 Band = 81 stitches. But the pattern says CO=120 stitches - WHY? Also, after the neck rib, the stitches are increased to 132 (142-10). WHY? Also, as per the size chart, bust is 86 cm (round) = 181 stitches -- where is this number in the pattern.
06.06.2020 - 18:37DROPS Design svaraði:
Dear Suma, tension is measured in stocking stitch but neck is worked in rib - rib tighten work, ie you need much more stitches with rib than with stocking stitch for same width. You then have to increase to keep correct width when starting cables. Make sure your tension is right and keep it all the way, to get the same measurements as in the measurement chart. Happy knitting!
08.06.2020 - 08:34
Anja skrifaði:
Hallo Liebes Drops-Team! Rumpfteil: Mache ich grade einen Fehler? Wie komme ich von 242 M auf 218 M, wenn doch gleichzeitig zu- und abgenommen wird? Die gleichmäßig verteilten Abnahmen hab ich gemacht...dann bin ich bei 230M. Aber dann hab ich immer noch 12 M zu viel! Ich hoffe, ihr könnt mir helfen! Liebe Grüße Anja
02.12.2019 - 10:26DROPS Design svaraði:
Liebe Anja, haben Sie auch die Abnahmen in Zöpfen gestrickt? Wenn nicht mehr genug Maschen in A.1 vorhanden sind, um 6 Maschen zu verzopfen, diese Maschen glatt rechts stricken, GLEICHZEITIG je 3 Maschen gleichmäßig verteilt über diesen Zöpfen abnehmen, es wird nicht bei den Zöpfen aus 2 Maschen abgenommen (nicht vergessen, an der Außenseite von A.1 zuzunehmen und beidseitig jedes Markierungsfadens abzunehmen). . Viel Spaß beim stricken!
02.12.2019 - 10:50
Ragnhildur skrifaði:
Góðan dag. Ég skil ekki alveg hvort kaðlarnir me 2 lykkjum eigi að halda áfram niður bolinn eða hvað?
17.08.2019 - 11:59DROPS Design svaraði:
Blessuð. Litlu kaðlarnir halda áfram niður bolinn. Gangi þér vel.
10.09.2019 - 23:35
Annie JANICKI skrifaði:
Bonjour, pour passer de 134 m à 158 m on a "1 jeté, 1m endroit" 3 fois puis 1 m endroit donc 10 m et 9 jetés mais vous indiquez "ces 7 m sont augmentées à 13 m" et là c'est que je suis perdue!!! Merci pour votre réponse
26.05.2019 - 01:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Janicki, les 7 mailles (après les 15 m end) vont se tricoter ainsi: *1 jeté, 1 m end* x 3 (= on a maintenant 6 m au lieu de 3), 1 m end, *1 jeté, 1 m end* x 3 (= on a maintenant 6 m au lieu de 3), vous avez maintenant: 6 + 1 + 6 m = 13 m au-desssus des 3 + 1 + 3 m du rang précédent. Bon tricot!
27.05.2019 - 10:21
Scherrer skrifaði:
Je suis en train de faire ce gilet et j'ai un problème au niveau du dos et devant. Il est dit que quand il n'y a plus assez de mailles pour faire les torsades, il faut tricoter les mailles en jersey et diminuer de 3m au dessus de chaque torsade , ce qui fait donc 8x 3 diminuer par rang. Es ce exact? Merci pour votre réponse
16.03.2019 - 20:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Scherrer. C'est correct. Grace a cette demarche, l'ouvrage ne sera trop large au pied des torsades. Bon travail!
18.03.2019 - 08:21
Agnes skrifaði:
To get to 198s on the body do you decrease all the 24 stitches on the same row
25.02.2019 - 17:59DROPS Design svaraði:
Dear Agnes, you will decrease 12 sts a total of 2 times, ie you will first dec 3 sts in each cable in A.1 towards mid under sleeve (when there are not enough sts to work these cables because of the decrease), then you will decrease 3 sts in the remaining cable in A.1 some rows later when there will be not enough sts to work these cables. Happy knitting!
26.02.2019 - 10:26
Arendal Cardigan#arendalcardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með köðlum og laskalínu úr DROPS Puna, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. S
DROPS 181-25 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu hvoru megin við A.1. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.1 þannig (= 8 nýjar lykkjur í hvert skipti sem aukið er út). Prjónið fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, það á ekki að myndast gat. ÚTAUKNING (á við um hliðar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki í hlið. Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa) og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, það á ekki að myndast gat. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerk er staðsett mitt á milli þessa lykkja), prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroffið á kraga mælist 3 cm, fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu með ca 8 cm á milli hverra. Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni (séð frá réttu), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman og 1 lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, frá miðju að framan, ofan frá og niður. PEYSA: Fitjið upp 120-128-132-136-144-144 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Puna. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan þannig – frá réttu: 5 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT! Haldið áfram með stroff í 4 cm. Síðasta umferð er frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í fyrstu umferð er fækkað um 2 lykkjur jafnt yfir = 118-126-130-134-142-142 lykkjur. Prjónið síðan þannig – frá réttu: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón, 11-12-13-15-16-18 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum (= þessar 7 lykkjur verða 13 lykkjur), 18-20-20-18-20-16 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 22-24-26-30-32-36 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 18-20-20-18-20-16 slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 11-12-13-15-16-18 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón = 142-150-154-158-166-166 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið, svo að ekki myndist gat og kantar að framan eru prjónaðir slétt. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón (= kantlykkjur að framan), 4-5-6-8-9-11 lykkjur sléttprjón (= vinstra framstykki), A.1 (= 27 lykkjur), 4-6-6-4-6-2 lykkjur sléttprjón (= ermi), A.1, 8-10-12-16-18-22 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), A.1, 4-6-6-4-6-2 lykkjur sléttprjón (= ermi), A.1, 4-5-6-8-9-11 lykkjur sléttprjón (= hægra framstykki) og endið með 5 kantlykkjum með garðaprjóni (= kantlykkjur að framan). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ PRJÓNA! Haldið áfram með þetta mynstur, jafnframt er aukið út hvoru megin við A.1 fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út í annarri hverri umferð (= í hverri umferð frá réttu) 21-24-27-30-32-35 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir allar útaukningar eru 310-342-370-398-422-446 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur eins og áður (án útaukninga) þar til stykkið mælist 22-24-26-29-30-33 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 50-54-58-63-68-73 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóni (= undir ermi), prjónið 90-98-106-116-126-136 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóni (= undir ermi) og prjónið þær 50-54-58-63-68-73 lykkjur sem eftir eru (= vinstra framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 206-222-242-262-286-310 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 5 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT. Haldið áfram með A.1 yfir 20-20-20-20-22-22 lykkjur í mynstri sem eru eftir á framstykki/bakstykki, en í annarri hverri umferð (= hverri umferð frá réttu) er slegið 1 sinni uppá prjóninn á ytri hlið á hverju A.1 (= að miðju að framan og miðju að aftan) og prjónaðar eru 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við prjónamerkin í hlið. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð. Lykkjufjöldinn er sá sami, en lykkjurnar í A.1 koma smá saman að fækka að hlið á peysu og það verða fleiri og fleiri lykkjur í sléttprjóni. Þegar ekki nægilega margar lykkjur eru í A.1 til að mynda 6-lykkju kaðla eru þessar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni, JAFNFRAMT er fækkað um 3 lykkjur jafnt yfir hvern kaðal, ekki er lykkjum fækkað yfir köðlum með 2 lykkjum (munið eftir að auka út á ytri hlið á A.1 og fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerkin). Þegar lykkjum hefur fækkað í A.1 eru 182-198-218-238-262-286 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjón og garðaprjón yfir lykkjur í kanti að framan. Nú eru 48-52-57-62-68-74 lykkjur á hvoru framstykki og það eru 86-94-104-114-126-138 lykkjur á bakstykki. Þegar stykkið mælist 15-15-15-15-15-15 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING! Aukið svona út með 5 cm millibili alls 4 sinnum = 198-214-234-254-278-302 lykkjur. Þegar stykkið mælist 32-32-32-31-32-31 cm er prjónuð 1 umferð brugðið frá röngu og aukið er út um 42-46-50-54-58-62 lykkjur jafnt yfir (kantur að framan heldur áfram í garðaprjón og ekki er aukið út yfir þessar lykkjur) = 240-260-284-308-336-364 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: 5 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, endurtakið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. Prjónið stroff í 2 cm, fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna/sokkaprjóna. Setjið 60-68-74-78-80-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stutta hringprjóna 4,5 og fitjið að auki upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur mitt undir ermi = 68-76-84-88-92-96 lykkjur í umferð. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur – stykkið er nú mælt héðan! Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2-2-2-2-2-4 cm fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið lykkjum með 3-2-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 12-15-18-19-20-21 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Þegar ermin mælist 38-36-35-33-32-30 cm er aukið út um 4-6-8-6-8-10 lykkjur jafnt yfir = 48-52-56-56-60-64 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar ermin mælist 43-41-40-38-37-35 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #arendalcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 181-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.