Mirella Curcio skrifaði:
Buongiorno , quante maglie bisogna aumentare ai lati del maglione tra i 2 segni ? grazie
31.12.2021 - 07:00DROPS Design svaraði:
Buongiorno Mirella, deve aumentare 1 maglia a ogni lato di tutti i segnapunti ad ogni giro di aumenti, quindi 8 maglie in totale. Buon lavoro!
31.12.2021 - 08:50
Kat skrifaði:
Kuidas ma saan varrukal kasvatusi teha ilma, et mustrit ära ei rikuks ? Praeguse seisuga on mul kõrvuti 3 pr ja 3 ph?
27.12.2021 - 02:38DROPS Design svaraði:
Tere Kat! Mõned silmused lähevad jah mustrist välja, aga edaspidi kootakse uued silmused jälle mustrisse. Head kudumist!
30.12.2021 - 22:35
Kat skrifaði:
Tere Minu kampsuni üldpikkus peab olema 84 cm. Kas oskate öelda, kuna ma peaksin varrukad lisama ? Kui ma vaatan orginaale mõõtmeid, ma sain aru , et XL suuruse puhul on alt osast kuni kaenlaauguni 45 cm ja kaenlaaugust üles on 29 cm ? Kas ma saan õieti aru, et ma peaksin siis varrukad lisama kui mu kudum on 84 cm -29 cm = 55 cm ?
25.12.2021 - 08:18DROPS Design svaraði:
Tere Kat! Just nii. 10 cm rohkem, kui juhendis. Head kudumist!
27.12.2021 - 00:12
Mary Jane skrifaði:
Hi, it’s Mary Jane again. I apologize for the question I just sent about the increase row. I just went back and read some questions and I see that Matt had asked this question and you answered it. Thank you ! I am extremely happy with the help provided with pattern. Great customer care !
02.12.2021 - 22:13DROPS Design svaraði:
Glad to read that you finally get it :) And just do not hesitate to come back if you have any further question. Happy knitting!
03.12.2021 - 08:23
Mary Jane skrifaði:
Hi, I am at the increase row in the pattern.. How do you work the 2 new stitches into the k2,p2 pattern? I have 4 k st at the markers. Do I continue to k4 for 2 rnds, then p4 on the next 2 rnds..etc…to keep the rest of that pattern in sinc.? Mj
02.12.2021 - 22:07DROPS Design svaraði:
Dear Marie Jane, sorry, I'm a bit confused which 2 new stitches you are talking about, could you please tell more?
03.12.2021 - 08:22
Valerie Delfosse skrifaði:
Magnifique modèle ! Merci
30.11.2021 - 13:53
MJ skrifaði:
Hi there! I’m working out the ribbing at the start of the body. Where it states work the rib over the next 47 sts AT THE SAME TIME dec 9 sts evenly, The tip says p2tog over the sections with the purl in rib, there’s only 7 sets of P3 in that 47 sts. How do I decrease 9 sts evenly? Do I p2tog starting with one of the k sts?
24.10.2021 - 05:23DROPS Design svaraði:
Dear MJ, A.5a also includes a purl set, so you can decrease p2 in these sections. So you have (k3/p3) 7 times + A.5a ( you can decrease p2 2 times in these) = 9 sets of p2. Happy knitting!
24.10.2021 - 13:06
Hilde R Stensrud skrifaði:
Jeg forstår ikke felletips 2 for forhøyning i halsen. Skal jeg strikke masker før og etter merket også?
16.10.2021 - 08:46DROPS Design svaraði:
Hei Hilde, Ja du feller 2 masker på hver side av merket. God fornøyelse!
18.10.2021 - 07:17
Lyndon skrifaði:
Hi, what type of cast on and bind off do you recommend for this pattern?
29.08.2021 - 00:46DROPS Design svaraði:
Dear Lyndon, since this is a sweater knitted from th ebottom up, you don't need anything fancy, just the standard, long tail cast on, and the usual cast off. One thing, you have to be careful about, is that your cast off should not be too thight. If necessary, make a yarnover every so often while casting off and vast off those yarnovers as regular stitches. Happy Stitching!
29.08.2021 - 01:51
HS skrifaði:
Hei! Ønsker å strikke denne til kjæresten min, men klarer ikke å finne noen mål i oppskriften som viser hvilken størrelse som blir riktig? Har strikket Reykjavik-genseren deres i small til meg selv og endte opp med en "barnegenser" selv om jeg alltid bruker S i alle andre plagg og oppskrifter, vil nødig ende opp med det samme her!
05.08.2021 - 19:12DROPS Design svaraði:
Hei HS, Du finner målskissen på bunnen av oppskriften. God fornøyelse!
06.08.2021 - 09:04
The Rower#therowersweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra með köðlum, laskalínu og tvöföldum kanti í hálsmáli úr DROPS Karisma. Stærð S - XXXL.
DROPS 174-15 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. ÚTAUKNING: Prjónið þar til 1 l er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið næstu 2 (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa l), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn. Nýjar l eru prjónaðar jafnóðum inni í mynstur. ÚRTAKA (á við um stroff): Þegar l er fækkað í stroffi, fækkið l jafnt yfir með því að prjóna 2 l br saman yfir br mynstureiningu í stroffi. ÚRTAKA 2 (á við um upphækkun): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Prjónið þar til 4 l eru eftir á undan prjónamerki, prjónið næstu 3 l slétt saman (= 2 l færri), prjónið næstu 2 l slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa l), prjónið næstu 3 l snúnar slétt saman (= 2 l færri). Endurtakið við hin prjónamerkin. LASKALÍNA: Fækkið l á undan prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 l eru á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, prjónið sl (prjónamerki er staðsett hér). Fækkið l á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 1 l sl, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ATH: Þegar l í sléttprjóni í mynstri A.2, A.3, A.4, A.5 og A.6 er fækkað (þ.e.a.s. það eru ekki nægilegar margar l fyrir kaðal), haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br þar til fækkað hefur um allar l í mynstri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 268-280-292-316-340-376 l með Karisma á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 1 umf slétt. Prjónið síðan stroff þannig: * A.2a (= 12 l), A.3a (= 15 l), A.4a (= 9 l), 1 l br, (3 l sl, 3 l br), endurtakið frá (-) alls 6-6-7-7-8-8 sinnum, 3 l sl, 1 l br, A.5a (= 9 l), A.3a, A.6a (= 12 l), (3 l sl, 3 l br), endurtakið frá (-) alls 3-4-4-6-7-10 sinnum, 3 l sl *, endurtakið *-* 1 sinni til viðbótar í umf. Endurtakið 2 fyrstu umf í mynstri og prjónið sl yfir sl og br yfir br yfir þær l sem eftir eru af stroffi þar til prjónaðar hafa verið alls 12 umf. Prjónið nú þannig: * Prjónið umf 3 í mynstri yfir fyrstu 36 l, prjónið síðan stroff eins og áður yfir næstu 41-41-47-47-53-53 l JAFNFRAMT er fækkað um 11-7-9-9-11-11 l jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA 1, prjónið umf 3 yfir næstu 36 l, prjónið síðan stroff eins og áður yfir næstu 21-27-27-39-45-63 l JAFNFRAMT er fækkað um 7-9-5-5-7-9 l jafnt yfir *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar í umf = 220-236-252-276-292-324 l. Prjónið síðustu umf í mynstri A.2a til A.6a og prjónið sl yfir sl og br yfir br yfir þær l sem eftir eru í stroffi. Stroffið mælist ca 5 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4. Prjónið nú mynstur þannig: * Prjónið A.2b (= 11 l), A.3b (= 13 l), A.4b (= 9 l), prjónið A.1 yfir næstu 28-32-36-36-40-40 l, prjónið 2 fyrstu l í A.1, A.5b (= 9 l), A.3b (= 13 l), A.6b (= 11 l), prjónið A.1 yfir næstu 12-16-20-32-36-52 l, prjónið 2 fyrstu l í A.1 *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Haldið áfram með mynstur hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 15-15-16-16-17-17 cm setjið 2 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið 1. prjónamerki eftir 103-109-115-121-127-135 l og 2. Prjónamerki 7-9-11-17-19-27 l á undan lok umf (= 110-118-126-138-146-162 l á milli á hvoru prjónamerki). Í næstu umf er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 26-27-27-28-28-29 cm = 228-244-260-284-300-332 l. Þegar stykkið mælist 44-44-45-45-45-45 cm prjónið þannig: Prjónið þar til 5 l eru eftir á undan 1. prjónamerki, fellið af næstu 10 l fyrir handveg (= 5 l hvoru megin við prjónamerki), prjónið fram þar til 5 l eru eftir á undan 2. prjónamerki, fellið af næstu 10 l fyrir handveg (= 5 l hvoru megin við prjónamerki), prjónið þær l sem eftir eru í umf. Nú eru 104-112-120-132-140-156 l bæði á framstykki og á bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMAR: Ermarnar eru prjónaðar á sokkaprjóna/hringprjóna. Fitjið upp 60-60-66-66-66-72 l með Karisma á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið stroff þannig: 3 l sl, (3 l br, 3 l sl) endurtakið frá (-) alls 3-3-4-4-4-5 sinnum, A.4a (= 9 l), 3 l sl, (3 l br, 3 l sl), endurtakið frá (-) alls 3 sinnum í öllum stærðum, A.5a (= 9 l). Haldið svona áfram og endurtakið 2 fyrstu umf í mynstri þar til prjónaðar hafa verið 12 umf. Prjónið nú næstu umf frá umf 3 í mynstri þannig: Prjónið stroff eins og áður yfir fyrstu 21-21-27-27-27-33 l JAFNFRAMT er fækkað um 3-3-5-5-5-7 l jafnt yfir, haldið áfram yfir A.4a eins og áður, prjónið stroff eins og áður yfir næstu 21 l JAFNFRAMT er fækkað um 3 l jafnt yfir í öllum stærðum = 54-54-58-58-58-62 l. Prjónið síðustu umf í mynstri A.4a og A.5a og prjónið sl yfir sl og br yfir br yfir þær l sem eftir eru. Skiptið yfir á hringprjóna 4. Haldið nú áfram þannig: Prjónið sl yfir fyrstu 9-9-11-11-11-13 l, setjið eitt prjónamerki hér (= mitt undir ermi). ATH: Gerið þetta til þess að færa byrjum á umferð. Umferðin byrjar nú hér! Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið síðustu 3-3-1-1-1-3 l í mynstri A.1, síðan er allt A.1 prjónað 1-1-2-2-2-2 sinnum á breiddina, prjónið fyrstu 2 l í A.1, A.4b, prjónið A.1 yfir næstu 18 l, A.5b, prjónið A.1, 2-2-2-2-2-3 sinnum á breidd og endið með fyrstu 1-1-3-3-3-1 l í A.1. Haldið svona áfram með mynstur hringinn. Þegar stykkið mælist 7 cm í öllum stærðum byrjar útaukning undir ermum. Aukið svona út í 12.-9.-9.-7.-6.-6. hverri umf 11-5-5-17-15-15 sinnum og í 0-8.-8.-0-5.-5. hverri umf 0-10-10-0-4-4 sinnum (= alls 11-15-15-17-19-19 sinnum) = 76-84-88-92-96-100 l. Þegar stykkið mælist 54-53-52-51-49-48 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) fellið af 10 l mitt undir ermi (= 5 l hvoru megin við prjónamerki) = 66-74-78-82-86-90 l. Prjónið aðra ermi alveg á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón nr 4 og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna l) = 340-372-396-428-452-492 l. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Haldið áfram með mynstur eins og áður, nema nú eru prjónaðar 4 l sl í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 2 l sl hvoru megin við prjónamerki). ATH: Byrjun umf er við prjónamerki í skiptingu á milli hægri ermi og bakstykkis! JAFNFRAMT í fyrstu umf byrjar úrtaka fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. ATH: Fækkið l mismunandi á fram- og bakstykki og ermum! LASKALÍNA FRAM- OG BAKSTYKKI: Fækkið l í annarri hverri umf 17-20-20-22-25-26 sinnum og í hverri umf 13-13-15-17-17-22 sinnum (= alls 30-33-35-39-42-48 sinnum). LASKALÍNA ERMAR: Fækkið l í 4. hverri umf 4-3-2-3-4-5 sinnum og í annarri hverri umf 16-21-24-25-26-27 sinnum (= alls 20-24-26-28-30-32 sinnum). Þegar öll úrtaka fyrir laskalínu hefur verið gerð eru 140-144-152-160-164-172 l eftir. Prjónið 1 umf með mynstri eins og áður, en endið þegar eftir eru 24 l í umf í öllum stærðum (= eftir 2 l á eftir prjónamerki á milli framstykkis og hægri ermi). Setjið eitt prjónamerki hér! Þetta er nú byrjun umf! Prjónið nú upphækkun fram og til baka í hnakka hér: ATH: Haldið nú áfram með mynstur eins og áður og fækkið nú um 2 l í hvorri hlið á prjónamerki í skiptingu á milli erma og bakstykkis (= 8 l minni í umf frá réttu) – LESIÐ ÚRTAKA 2! JAFNFRAMT er prjónað fram og til baka þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 92-94-98-102-104-108 l (meðtaldar 8 l sem fækkuðu). UMFERÐ 2 (= ranga): snúið við og prjónið 81-83-87-91-93-97 l, UMFERÐ 3: Snúið við og prjónið 78-80-84-88-90-94 l (meðtaldar 8 l sem fækkuðu). UMFERÐ 4: Snúið við og prjónið 67-69-73-77-79-83 l. UMFERÐ 5: Snúið við og prjónið 64-66-70-74-76-80 l (meðtaldar 8 l sem fækkuðu). UMFERÐ 6: Snúið við og prjónið 53-55-59-63-65-69 l. UMFERÐ 7: Snúið við og prjónið 50-52-56-60-62-66 l (meðtaldar 8 l sem fækkuðu). UMFERÐ 8: Snúið við og prjónið til baka að prjónamerki (= byrjun umf). Nú hefur fækkað um alls 32 l í upphækkun og nú eru 108-112-120-128-132-140 l í umf. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið nú 1 umf slétt þannig: Prjónið yfir fyrstu 14 l og aukið út um 1 l (= ermi), prjónið næstu 4 l, prjónið síðan yfir næstu 24-26-30-34-36-40 l (= bakstykki) þar sem aukið er út um 3-1-3-5-3-5 l jafnt yfir, prjónið næstu 4 l, prjónið næstu 14 l og aukið út um 1 l (= ermi), prjónið næstu 4 l, prjónið næstu 40-42-46-50-52-56 l (= framstykki) þar sem fækkað er um 1-3-1-5-1-5 l jafnt yfir, prjónið næstu 4 l = 112-112-124-130-136-142 l. Prjónið nú stroff þannig: 3 l br, 3 l sl, 3 l br, 3 l sl, 3 l br, 4 l sl (3 l sl, 3 l sl), endurtakið frá (-) alls 4-4-5-6-6-7 sinnum, 3 l br, 4 l sl, 3 l br, 3 l sl, 3 l br, 3 l sl, 3 l br, 4 l sl (3 l br, 3 l sl), endurtakið frá (-) 6-6-7-7-8-8 sinnum, 3 l br, 4 l sl. Haldið áfram hringinn með sl yfir sl og br yfir br þar til stroffið mælist 7 cm. Fellið laust af. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Brjótið stroffið efst í hálsmáli niður að innanverðu á stykkinu. Saumið stroffið niður þannig að það verði tvöfalt, en passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #therowersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 174-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.