Helga Z. Gústafsdóttir skrifaði:
HELP ! Somethng wrong here.... if I increase 2st+2lm+2st in the fm were the markers are (4 markers) I will have increase 16 st in every round but it reads there should be only 12 in first round you increase. Is this an error in the pattern ?
14.05.2016 - 12:32DROPS Design svaraði:
Dear Helda, we're happy you got it!! Happy crocheting!!
14.05.2016 - 18:46
Laura skrifaði:
Buongiorno, potreste cortesemente controllare la traduzione in italiano? Nella ultima parte del corpo e' scritto 4 m.a . + 2 Cat + 4 m.a come nella parte precedente. Confrontandolo con le traduzioni dovrebbe invece essere 4 m.a.d. Potreste confermarmi? Grazie molte
16.10.2015 - 23:41DROPS Design svaraði:
Buongiorno Laura. Abbiamo corretto il testo; sono m.a.d. La ringraziamo per la segnalazione. Buon lavoro!
17.10.2015 - 08:27
Giulia skrifaði:
Ciao! Vortex realizzare questo modello con le maniche lunghe, è possibile? Mi sapreste dire come fare, per favore? Grazie! Hi! Is it possible to make this pattern with long sleeves? Do you have any suggestion on how I could make it? Thanks!! Giulia
30.09.2015 - 09:19DROPS Design svaraði:
Buongiorno Giulia. Per aggiungere delle maniche, può riprendere le m intorno all’apertura delle maniche e invece di lavorare il bordo, proseguire con le maniche, riproponendo p.es lo stesso motivo del vestito o lavorando tutta la manica a maglie alte e lavorare il bordino solo sul polso. Buon lavoro!
01.10.2015 - 12:14
Viktoria Gustafsson skrifaði:
Princess Matilde SmåDrops 26-5 Undrar hur man ska virka den vita underkjolen? Kan inte hitta de i mönstret?
28.05.2015 - 00:43DROPS Design svaraði:
Hej Viktoria. Den hörer ikke til mönstret. Det er en del af den underkjole pigen har paa under. Desvaerre
28.05.2015 - 10:36
Princess Matilde#princessmatildedress |
|
![]() |
![]() |
Heklaður kjóll með laskalínu, stuttum ermum og sólfjaðramynstri, heklaður ofan frá og niður, plús hekluðu hárbandi með blómum úr DROPS BabyMerino, DROPS Safran eða DROPS ♥ You #7. Stærð börn 2-10 ára
DROPS Children 26-5 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umf með st er 1. st skipt út fyrir 3 ll. Þegar heklað er í hring endar umf á 1 kl í 3. ll frá byrjun umf. Þegar heklað er fram og til baka endar umf á 1 st í 3. ll frá byrjun fyrri umf. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 st með því að hekla 2 st í sömu l. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður. Heklað er fram og til baka frá miðju að aftan fyrir klauf á miðju baki, síðan er stykkið heklað í hring. BERUSTYKKI: Heklið 77-81-85-85-89 lausar ll (meðtalin 1 ll til að snúa við með) með heklunál nr 3,5 með Baby Merino, Safran eða DROPS ♥ You #7. Heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, heklið síðan 1 fl í hverja ll út umf = 76-80-84-84-88 fl í umf. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið fyrir laskalínu þannig (byrjið fyrir miðju að aftan – ATH: EKKI er heklað þegar prjónamerkin eru sett í stykkið): Hoppið yfir 12-13-14-14-15 fl (= hægra bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu fl, hoppið yfir 12 fl (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu fl, hoppið yfir 24-26-28-28-30 fl (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu fl, hoppið yfir 12 fl (= ermi) og setjið síðasta prjónamerki í næstu fl (nú eru 12-13-14-14-15 fl í vinstra bakstykki eftir síðasta prjónamerki. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN HEKLAÐ ER ÁFRAM! LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR og heklið næstu umf frá réttu þannig: Heklið 1 st í hverja fl, en í hverja fl með prjónamerki er heklað 2 st + 2 ll + 2 st = 88-92-96-96-100 st í umf ( = 12 st fleiri). Aukið síðan út fyrir laskalínu. Haldið áfram með st og heklið 2 st + 2 ll + 2 st um hvern ll-boga í hverri laskalínu (= 16 st fleiri í umf). Endurtakið útaukningu í hverri umf, 6-6-7-8-9 sinnum til viðbótar (= alls 7-7-8-9-10 sinnum) = 200-204-224-240-260 st í umf. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Næsta umf er hekluð frá réttu þannig: Heklið 1 st í hvern og einn af fyrstu 28-29-32-34-37 st (= hægra bakstykki), hoppið yfir næstu 44-44-48-52-56 st (= ermi), heklið 8 ll, heklið 1 st í hvern af næstu 56-58-64-68-74 st (= framstykki), hoppið yfir næstu 44-44-48-52-56 st (= ermi), heklið 8 ll og heklið 1 st í hvern af síðustu 28-29-32-34-37 st (= vinstra bakstykki). Kantur á ermum er nú lokið og stykkið er heklað í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið saman stykkið fyrir miðju að aftan með réttu út og heklið 1 umf með st (heklið 1 st í hvern st frá fyrri umf og 1 st í hverja ll undir hvorri ermi – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR) = 128-132-144-152-164 l í umf. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 4-4-4-5-5 cm, í síðustu umf er aukið út um 2-3-1-3-1 st jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 130-135-145-155-165 st. Heklið nú sólfjaðramynstur þannig: UMFERÐ 1: 1 fl í fyrsta st, * 4 ll, hoppið yfir 4 st, 1 fl í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 4 ll, hoppið yfir 4 st og 1 kl í fyrsta st = 26-27-29-31-33 ll-bogar. UMFERÐ 2: 3 st + 2 ll + 3 st um hvern ll-boga. UMFERÐ 3: Heklið kl fram að fyrsta ll-boga, heklið nú 3 st + 2 ll + 3 st um hvern ll-boga. Endurtakið UMFERÐ 3 þar til stykkið mælist 15-17-18-20-21 cm NÆSTA UMFERÐ ER HEKLUÐ ÞANNIG: Heklið kl fram að fyrsta ll-boga, heklið nú 4 st + 2 ll + 4 st um hvern ll-boga. Endurtakið þessa umf þar til stykkið mælist 25-28-31-34-36 cm. NÆSTA UMFERÐ ER HEKLUÐ ÞANNIG: Heklið kl fram að fyrsta ll-boga, heklið nú 4 tbst +b2 ll + 4 tbst um hvern ll-boga. Endurtakið þessa umf þar til stykkið mælist 35-39-43-48-52 cm. Klippið frá og festið enda. HÁLSMÁL : Til þess að fá betra form á hálsmálið og að það passi betur er hekluð smá upphækkun aftan við hnakka. Setjið 1 prjónamerki í l í hvert "horn" í hálsmáli, þ.e.a.s. í byrjun á hverri laskalínu og 1 prjónamerki fyrir miðju að framan. Heklið með heklunál nr 3,5 þannig: Byrjið fyrir miðju að aftan og heklið 1 fl í hverja l þar til 1 l er eftir á undan l með prjónamerki í, heklið 1 hst í næstu l, 1 st í l með prjónamerki og 1 hst í næstu l, heklið síðan 1 fl í hverja l þar til 1 l er eftir á undan næstu l með prjónamerki, 1 hst í næstu l, 1 st í l með prjónamerki í og 1 hst í næstu l, heklið síðan 1 fl í hverja l þar til 4-4-5-5 (5-6) l eru eftir á undan prjónamerki fyrir miðju að framan. Snúið við og heklið 1 fl í hverja fl til baka að miðju að aftan, en við hvert prjónamerki eru heklaðar 3 fl saman, þ.e.a.s. heklið 1 fl í 1 fl í hst, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 fl í st l með prjónamerki, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 fl í næsta hst, en nú er þráðurinn dreginn í gegnum allar 4 l á heklunálinni (= 2 fl færri). Klippið frá og endurtakið frá miðju að aftan að miðju að framan í hinni hliðinni. KANTUR FYRIR TÖLUR AÐ AFTAN: Heklið meðfram vinstra opi við miðju að aftan þannig: Heklið 2 fl í hverja st-umf og 1 fl í hverja fl-um. Heklið alls 4 umf fl fram og til baka, klippið frá og festið enda. Meðfram hægra opi við miðju að aftan eru hekluð hnappagöt þannig (byrjið frá réttu við hálsmál): Heklið 4 fl (2 fl um tvær fyrstu st-umf), 4 ll (= 1 hnappagat), hoppið yfir ca 1 cm, heklið fl síðan að ca miðju á kant, 4 ll, hoppið yfir ca 1 cm, heklið fl þar til 1 cm er eftir á kanti, 4 ll og festið með 1 fl í síðustu l. Klippið frá og festið enda. Saumið tölurnar í kant fyrir tölur Í vinstri hlið. HÁLSMÁL: Heklið í kringum hálsmál þannig: 1 fl í fyrstu l, * 2 ll, hoppið yfir 2 l, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* út umf, klippið frá og festið enda. SÓLFJAÐRAKANTUR Í KRINGUM ERMAKANTA: Heklið þannig: Heklið 1 fl í hverja af 8 l fyrir miðju undir ermi, heklið síðan sólfjaðrakant í kringum kant á ermum þannig: * hoppið yfir ca 2 cm, í næstu l er heklað 3 st + 2 ll + 3 st, hoppið yfir ca 2 cm, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* og endið á 1 kl í fyrstu fl frá byrjun umf (= ca 9-9-10-10-11 sólfjaðrir meðfram kant á ermum). Klippið frá og festið enda. Endurtakið neðst í kringum hinn kant á ermi. ------------------------------------------------------- HÁRBAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka. HÁRBAND: Heklið 6 ll með heklunál nr 3,5 með litnum natur. Fyrsta umf er hekluð þannig: Heklið 1 fl í 4. ll frá heklunálinni, heklið 1 fl í hvora af næstu 2 ll, snúið við = 3 fl + 3 ll í umf. UMFERÐ 2: 3 ll, 1 fl í hverja af 3 fl frá fyrri umf, snúið við. Endurtakið umf 2 þar til hárbandið mælist ca 42-44-46-48 cm (að óskaðri lengd, dragið frá ca 6-8 cm miðað við ummál höfuðs). Klippið frá og saumið saman 2 skammhliðar kant í kant með smáu spori. STÓRT HEKLAÐ BLÓM: Heklið 7 ll með heklunál nr 3,5 með litnum natur og tengið saman í hring með 1 kl í fyrstu ll. UMFERÐ 1: 3 ll (= 1 st), 2 st um hringinn, * 6 ll, 1 fl í síðasta st sem heklaður var, 3 st um hringinn *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum og endið á 6 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf = 7 ll-bogar með 3 st á milli hverra. Klippið frá og festið enda. UMFERÐ 2: Skiptið yfir í litinn rauður. Heklið 1 fl í miðju á 3 fyrstu st í umf, * 12 st um ll-boga, hoppið yfir 1 st, 1 fl í næsta st, hoppið yfir 1 st *, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 1 kl í fyrstu fl frá byrjun umf. Klippið frá og festið enda. LÍTIÐ HEKLAÐ BLÓM: Heklið 6 ll með heklunál nr 3,5 með litnum natur og tengið saman í hring með 1 kl í fyrstu ll. UMFERÐ 1: 2 ll (= 1 hst), 2 hst um hringinn, * 5 ll, 1 fl í síðasta hst sem heklaður var, 3 hst um hringinn *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum og endið á 5 ll og 1 kl í 2. ll frá byrjun umf = 6 ll-bogar með 3 hst á milli hverra. Klippið frá og festið enda. UMFERÐ 2: Skiptið yfir í litinn blár. Heklið 1 fl í miðju á 3 fyrstu hst í umf, * 10 st um ll-boga, hoppið yfir 1 st, 1 fl í næsta hst, hoppið yfir 1 hst *, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 1 kl í fyrstu fl frá byrjun umf. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið blómin í hárbandið með smáu spori. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #princessmatildedress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 26-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.