Sjouke skrifaði:
Hallo, doorbreiend op de vraag van Taru, zie ik niet wanneer en hoe ik de meerderingen bij A.1 kan maken. In de uitleg van het patroon staat een rechthoekig wit blok met een zwarte stip erin, maar die zie ik niet op de telpatronen terug. Ik ga er vanuit dat met dat blok de meerderingen worden bedoeld, omdat bij de beschrijving staat dat je een omslag moet maken. Hoe kom ik aan die 71 steken? Groet, Sjouke
04.12.2025 - 13:27
Florence skrifaði:
Moet er bij A3 ook tussendoor 2steken (zwarte blokjes) gebreid worden? Dus: 2 zwarte blokjes, patroon, 2 zwart blokjes of komen de 2 zwarte blokjes alleen aan het begin en eind van de toer
17.11.2025 - 17:40DROPS Design svaraði:
Dag Florence,
Als er staat dat je A.3 moet breien, brei je A.3 en als er staat dat je A.2 moet breien, brei je A.2, enzovoort. Dus als dat niet in de beschrijving staat, maak je geen extra steken bij de telpatronen. De zwarte blokjes komen dus aan het einde van iedere herhaling van A.3
22.11.2025 - 09:35
Florence skrifaði:
Ik heb normaal gesproken maat 40/42 in confectiemaat. Ik vraag mij nu af van welke maat ik uit kan gaan volgens dit patroon. Kunt u mij hierover berichten? Alvast bedankt voor de tijd en moeite
10.11.2025 - 08:33DROPS Design svaraði:
Dag Florence,
Maat 40/42 komt waarschijnlijk ongeveer overeen met maat L. Het beste is om een bestaand kledingstuk te vergelijken met de maattekening.
10.11.2025 - 20:57
Taru skrifaði:
Teen kokoa S. Olen kohdassa ETUKAPPALE. Minulla on 49s. Missä vaiheessa kaavion A.1 aikana kuuluu tehdä lisäyksiä, jotta kaavion lopussa on 67s?
08.11.2025 - 09:31DROPS Design svaraði:
Hei, lisäykset tehdään piirroksen viimeisellä kerroksella. Katso merkkien selitykset.
10.11.2025 - 17:33
Daniela skrifaði:
Nachdem ich den Kommentar von Claudia gelesen habe muss ich hier mal was loswerden. Heutzutage möchte niemand mehr mit der altmodischen Version in Teilen Stricken. Ich bin sehr froh dass es eure Seite gibt und ihr kostenlos so viel tolle moderne Anleitungen einstellt. Der einzige Verbesserungsvorschlag den ich noch hätte wären verkürzte Reihen am Rücken. Aber ansonsten sind die Anleitungen wirklich super!
27.10.2025 - 11:47DROPS Design svaraði:
Liebe Daniela, vielen Dank für Ihre tolle Rückmeldung! :-) Was das Stricken von oben nach unten oder von unten nach oben betrifft, ist das ja auch ein Stück weit Geschmackssache. Wir haben auch neuere Anleitungen, die (wie früher Standard) von unten nach oben in mehreren Teilen gestrickt werden - alles hat seine Vor- und Nachteile. Und Hauptsache, es wird jeder fündig! :-) Ihr Verbesserungsvorschlag wird weitergegeben. Viel Spaß Ihnen jedenfalls weiterhin mit unseren Anleitungen! :-)
27.10.2025 - 22:34
Riitta skrifaði:
Hej. Är den sista flätrapporten felvänd i diagrambilden? Dvs upp-och- ner?
26.10.2025 - 11:02DROPS Design svaraði:
Hei, Riitta, denne genseren strikkes ovenfra og ned, så alle diagrammene er "opp-ned" i forhold til hvordan flettene blir på den ferdige genseren. Vennlig hilsen DROPS Design
27.10.2025 - 14:11
Claudia skrifaði:
Hallo Danke für Ihre schnelle Antwort.Es kommt auch darauf an welche Modelle mir gefallen und die neuen Modelle gefallen mir sehr.Wenn ich Zeit habe werde ich mich mal anstrengen und probieren. Liebe Grüße Claudia
21.10.2025 - 17:51DROPS Design svaraði:
Liebe Claudia, schön, dass Ihnen die neuen Modelle gefallen! Und die Strickweise von oben nach unten ist nicht schwerer als die klassische von unten nach oben gestrickte Weise. Das Zusammennähen der Schultern sparen Sie sich dabei im Übrigen meistens auch. :-) Viel Spaß nochmals beim Aussuchen und Stricken!
22.10.2025 - 19:12
Claudia skrifaði:
Hallo Hier sind sehr schöne Modelle aber was für eine Art diese zu stricken.Warum nicht wie immer stricken.Vorderteil soviel Maschen und von unten nach oben.Rückenteil von unten nach oben.Tut mir leid dann werde ich woanders suchen und Wolle kaufen um einen Pullover zu stricken.
21.10.2025 - 07:58DROPS Design svaraði:
Liebe Claudia, die Strickweise von oben nach unten ist inzwischen auch recht üblich. Diese Modelle haben den Vorteil, dass sie sich besser individuell in der Länge anpassen lassen. Außerdem werden dadurch spezielle Schulterformen ermöglicht. Aber auch bei uns gibt es von unten nach oben gestrickte Modelle. Klicken Sie dazu unter "Damen" auf "Pullover", scrollen Sie dann in der Leiste am linken Bildrand bis zu "Filtern nach" und klicken Sie dort auf "Konstruktion", dort finden Sie die Auswahl "von unten nach oben". Viel Spaß beim Stöbern!
21.10.2025 - 11:09
Forest Braid Sweater#forestbraidsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Snow. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með skáhallandi öxl / evrópskri öxl, köðlum og háu hálsmáli. Stærð XS - XXXL.
DROPS 263-14 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá RÉTTU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá RÉTTU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá RÖNGU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá RÖNGU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notaðir prjónar af mismunandi lengd, byrjað er á þeirri lengd sem hentar fjölda lykkja og breyttu eftir þörfum. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til lykkjufjöldi fyrir axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið smá skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er hægt að láta bakstykkið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 stykkjum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, prjónið mynstur samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu er lokið fyrir hálsmáli. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg og ermar eru prjónaðar niður á við. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu, síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. Kantur í hálsmáli er brotinn tvöfaldur að röngu og saumaður niður. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 19-21-21-23-23-23-25 lykkjur á hringprjón 8 með DROPS Snow. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið 3 lykkjur brugðið. Á EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 8-8-9-9-10-11-11 sinnum (= 16-16-18-18-20-22-22 umferðir prjónaðar), prjónið síðan UMFERÐ 2 1 sinni til viðbótar (= 17-17-19-19-21-23-23 umferðir prjónaðar) = 53-55-59-61-65-69-71 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Fellið af 1 lykkju, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir, fellið af síðustu lykkjuna, klippið þráðinn = 51-53-57-59-63-67-69 lykkjur. Nú eru ystu 2 lykkjurnar í hvorri hlið settar þræði eða á lykkjuhaldara – þessar lykkjur eru síðar prjónaðar á ermum = 47-49-53-55-59-63-65 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hvora hlið. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið síðan í sléttprjóni - Munið að fylgja prjónfestunni – þar til stykkið mælist 10-9-9-9-10-9-7 cm mælt frá merki yst meðfram handvegi. Nú er aukið út í hvorri hlið fyrir handveg. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 1-2-2-3-3-4-6 sinnum (= 2-4-4-6-6-8-12 umferðir prjónaðar) = 49-53-57-61-65-71-77 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 11-12-12-13-14-15-16 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi, endið með umferð frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er vinstra framstykkið prjónað meðfram vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur frá þræði / hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út við handveg þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð, innan við ystu lykkju = 17-17-19-19-21-23-23 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 6-7-9-7-9-11-12 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 9-8-8-10-10-10-9 lykkjur brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 9-8-8-10-10-10-9 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 6-7-9-7-9-11-12 lykkjur slétt. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 9-10-10-11-11-12-12 cm og næsta umferð er prjónuð frá réttu, nú eru lykkju auknar út við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið eins og áður út umferðina. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið eins og áður – útauknar lykkjur eru prjónaðar brugðið frá röngu / slétt frá réttu. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3 sinnum (= 6 umferðir prjónaðar) = 20-20-22-22-24-26-26 lykkjur (næsta umferð er prjónuð frá réttu). Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er hægra framstykki prjónað meðfram hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru prjónaðar upp lykkjur meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við öxl og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju = 17-17-19-19-21-23-23 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 9-8-8-10-10-10-9 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 6-7-9-7-9-11-12 lykkjur brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 6-7-9-7-9-11-12 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 9-8-8-10-10-10-9 lykkjur slétt. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 9-10-10-11-11-12-12 cm og næsta umferð er prjónuð frá réttu, nú eru lykkjur auknar út við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið 3 lykkjur slétt – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið eins og áður – útauknar lykkjur eru prjónaðar brugðið frá röngu / slétt frá réttu. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3 sinnum (= 6 umferðir prjónaðar) = 20-20-22-22-24-26-26 lykkjur (næsta umferð er prjónuð frá réttu). Síðan eru framstykkin sett saman eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI (hægra og vinstra stykki sett saman): Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið eins og áður yfir lykkjur frá hægra framstykki (6-7-9-7-9-11-12 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, prjónið slétt út umferðina), fitjið upp 7-9-9-11-11-11-13 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar og prjónið eins og áður yfir 20-20-22-22-24-26-26 lykkjur frá vinstra framstykki = 47-49-53-55-59-63-65 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá röngu: 6-7-9-7-9-11-12 lykkjur brugðið, prjónið MYNSTUR A.1 – lesið leiðbeiningar að ofan, 6-7-9-7-9-11-12 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram fram og til baka – síðasta umferð í A.1 er frá réttu = snúningsumferð í kaðli. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 65-67-71-76-80-84-86 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6-7-9-7-9-11-12 lykkjur brugðið, prjónið A.3 alls 3 sinnum (mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu), prjónið A.2 og 6-7-9-7-9-11-12 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka og endurtakið mynstureiningu á hæðina – sjá stjörnu í mynsturteikningu (alltaf er snúið í kaðli frá réttu). Prjónið síðan þar til stykkið mælist 26-25-27-27-28-27-25 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Nú er aukið út í hvorri hlið fyrir handveg. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður – útauknar lykkjur eru prjónaðar brugðið frá röngu og slétt frá réttu. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 1-2-2-3-3-4-6 sinnum (= 2-4-4-6-6-8-12 umferðir prjónaðar) = 67-71-75-82-86-92-98 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 27-28-30-31-32-33-34 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, endið á umferð frá röngu. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Stykkið er nú mælt héðan! FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið frá réttu þannig: Prjónið 67-71-75-82-86-92-98 lykkjur frá framstykki eins og áður, fitjið upp 2-2-2-4-4-6-6 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (= í hlið mitt undir ermi), prjónið síðan 49-53-57-61-65-71-77 lykkjur frá bakstykki eins og áður og fitjið upp 2-2-2-4-4-6-6 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) = 120-128-136-151-159-175-187 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki í þessa hlið á stykki (á undan framstykki) – fyrir miðju í 2-2-2-4-4-6-6 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Merkið merkir byrjun umferðar. Nú er prjónað í hring, þ.e.a.s. prjónið mynstur eins og áður yfir miðju 53-53-53-62-62-62-62 lykkjur á framstykki og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið þar til stykkið mælist ca 32-33-33-33-34-34-35 cm frá handvegi – stillið af að prjónaðar séu 3 til 4 umferðir á eftir umferð með snúningi í kaðli. Nú á að prjóna stroff jafnframt því sem aukið er út og lykkjum fækkað jafnt yfir í umferð 1, prjónið frá merki þannig: Skiptið yfir á hringprjón 6, prjónið stroffprjón (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir fyrstu 8-10-12-12-14-18-21 lykkjur jafnframt því sem aukið er út um 2-4-2-2-4-4-5 lykkjur jafnt yfir (= 10-14-14-14-18-22-26 lykkjur stroffprjón), prjónið stroffprjón (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir 53-53-53-62-62-62-62 lykkjur frá mynstri jafnframt því sem fækkað er um 1-1-1-0-0-0-0 lykkjur yfir hverja einingu með köðlum í A.3 (= 50-50-50-62-62-62-62 lykkjur stroffprjón), prjónið stroffprjón (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir þær 59-65-71-77-83-95-104 lykkjur sem eftir eru jafnframt því sem aukið er út um 17-15-21-15-21-21-24 lykkjur jafnt yfir (= 76-80-92-92-104-116-128 lykkjur stroffprjón) = 136-144-156-168-184-200-216 lykkjur í umferð. Stroffprjónið gengur nú jafnt upp með 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið alla leiðina hringinn og passar yfir mynstur frá framstykki. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-8-8 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70-72 cm, mælt frá innst við hálsmál. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður. Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg = miðja ofan á öxl (ATH! Miðja ofan á öxl er ekki á sama stað og lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 3 til 4 cm niður á framstykki). Prjónið upp lykkjur í kringum handveg, notið hringprjón 6 og byrjið fyrir miðju í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – prjónið upp 40-42-46-50-52-56-58 lykkjur ásamt 2 lykkjum af þræði / lykkjuhaldara – stillið af að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur hvoru megin við merki. Skiptið yfir á hringprjón 8. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu til að ermin fá betra form og passi betur, umferðin byrjar fyrir miðju undir ermi þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 6-7-8-10-10-10-10 lykkjur fram hjá merki ofan á öxl, snúið stykkinu – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 6-7-8-10-10-10-10 lykkjur fram hjá merki, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 4-4-5-8-8-8-8 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skiptið, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 4-4-5-8-8-8-8 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skiptið, snúið stykkinu. Endurtakið síðan UMFERÐ 3 og 4. Prjónið þar til snúið hefur verið við alls 6-6-6-4-4-4-4 sinnum (= 3-3-3-2-2-2-2 sinnum í hvorri hlið og síðasta umferð er frá röngu). Á EFTIR SÍÐASTA SKIPTI SEM SNÚIÐ ER VIÐ: Í síðasta skipti sem umferð 4 er endurtekin, endið umferð með að snúa stykkinu, prjónið síðan frá réttu að byrjun á umferð (fyrir miðju undir ermi). Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, það á að nota hann þegar fækka á lykkjum undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Nú er prjónað í hring í sléttprjón yfir allar lykkjur JAFNFRAMT því sem fækka á lykkjum undir ermi, lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Þegar ermin mælist 1 cm mælt fyrir miðju undir ermi er fækkað um 2 lykkjur 2-2-2-3-3-3-3 sinnum í annarri hverri umferð, síðan er fækkað um 2 lykkjur í öðrum hverjum cm alls 1-1-2-2-2-3-3 sinnum = 34-36-38-40-42-44-46 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 45-45-45-44-43-41-41 cm frá miðju ofan á öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 6-8-6-8-10-8-10 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 40-44-44-48-52-52-56 lykkjur. Þegar stroffið mælist 8-8-8-9-9-10-10 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 53-53-53-53-52-51-51 cm frá miðju ofan á öxl. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 6. Byrjið frá réttu við aðra axlalínuna og prjónið upp ca 56-60-60-68-68-72-76 lykkjur innan við 1 lykkju – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 13-13-13-15-15-17-17 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8 og fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #forestbraidsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 263-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.