Í þessu DROPS myndbandi sýnum við stutt yfirlit hvernig flík er prjónuð með evrópskri öxl.
Stykkið er prjónað eins og útskýring 1 – 3.
1 - BAKSTYKKI: Byrjað er á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Eftir það er bakstykkið prjónað niður á við JAFNFRAMT því sem lykkjur eru auknar út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið áfram niður yfir handveg. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkið prjónað.
2 - FRAMSTYKKI: Framstykkið er fyrst prjónað í 2 hlutum. Byrjað er á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, mynstur er prjónað samtímis sem lykkjur eru auknar út við hálsmál. Þetta er endurtekið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykkið er síðan sett saman þegar útaukningu fyrir hálsmáli er lokið. Eftir það er framstykkið prjónað niður að handvegi.
3 – BERUSTYKKI: Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón, lykkjur eru fitjaðar upp undir ermi og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna að tilgreindu máli.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð
Ni har fantastiska videos och lärt mig så mycket, tack!! Men jag undrar vad är skillnaden på europeiskt Ok och europeiskt Axel?
26.10.2025 - 09:22DROPS Design :
Hei Hson. Tusen takk for hyggelig tilbakemelding :) En enkel forklaringer: Europeisk axel - en konstruktion där axeln börjar en bit ner på ryggen. Europeiskt ok - en konstruktionsteknik där axlarna börjar en bit ned på ryggen samtidigt som man stickar ärmarna. Om du ser på start-bildet til videoene: Europeisk axel - Kort översikt og Europeiskt ok - kort översikt. Og: Halsen är färdig efter att ärmmaskorna har stickats upp. Vil du se at på siste video strikker man også ermene. mvh DROPS Design
27.10.2025 - 08:23