Céline skrifaði:
Bonjour, J'aimerais savoir si lorsqu'on utilise 2 fils Snow par exemple pour ce modèle, il est très visible que ce sont 2 fils (vs un seul fil Polaris) ou pas ? Merci !
06.11.2025 - 14:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Céline, on le voit mais peu, retrouvez en exemple ces poufs ou bien ce poncho, et cette couverture (où on voit mieux les 2 fils à cause des couleurs tricotées ensemble). Bon tricot!
07.11.2025 - 08:37
Ivory Cable Sweater#ivorycablesweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa DROPS Polaris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópsku berustykki / skáhallandi öxl og köðlum. Stærð XS - XXXL.
DROPS 264-33 |
|||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá RÉTTU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá RÉTTU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá RÖNGU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá RÖNGU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3: Þegar aukið er jafnt út í stroffi er mikilvægt að auka út yfir lykkjurnar sem prjónaðar verða brugðnar síðar, þá koma sléttu lykkjurnar til með að halda fallega áfram yfir stroffið. LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar prjónaðar eru upp lykkjur fyrir miðju undir erminni getur myndast lítið gat í skiptingunni á milli lykkja á fram- bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja - þráðurinn er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkjunni á milli fram- og bakstykkis og erma, þannig að gatið lokist. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju til skiptis á undan/á eftir merki fyrir miðju undir ermi þannig: Á UNDAN MERKI: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Á EFTIR MERKI: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notaðir prjónar af mismunandi lengd, byrjað er á þeirri lengd sem hentar fjölda lykkja og breyttu eftir þörfum. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. Stykkið er prjónað samkvæmt útskýringu 1-5. 1 BAKSTYKKI: Fitjaðar eru upp lykkjur aftan í hnakka og bakstykkið er prjónað fram og til baka niður á við jafnframt því sem lykkjum er aukið út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. 2 FRAMSTYKKI: Er prjónað í 2 stykkjum (= hvoru megin við hálsmál). Byrjað er á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, framstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem lykkjur eru auknar út við hálsmál. Þetta er endurtekið á hinni öxlinni, síðan eru nýjar lykkjur fitjaðar upp fyrir hálsmál við miðju að framan = framstykkin eru sett saman í eitt stykki. Framstykkið er prjónað fram og til baka að tilgreindu máli. 3 BERUSTYKKI: Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar á sama hringprjón – prjónað er þannig: Lykkjur eru prjónaðar frá framstykki, lykkjur prjónaðar upp fyrir ermi meðfram annarri hlið á framstykki, bakstykkið er prjónað, lykkjur prjónaðar upp fyrir ermi meðfram hinni hliðinni á framstykki = síðan er berustykkið prjónað í hring yfir allar lykkjur. 4 ÚTAUKNING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Jafnframt því sem berustykkið er prjónað, á að auka út lykkjur fyrir fram- og bakstykki og ermar, fyrst eru lykkjur einungis auknar út fyrir ermar og síðan eru lykkjur auknar út bæði á fram- og bakstykki og ermum. 5 FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar allar lykkjur hafa verið auknar út og berustykkið hefur verið prjónað að tilgreindu máli, á að skipta stykkinu fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað til loka niður á við og í hring, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og kantur í hálsmáli er prjónaður í hring. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 10-10-10-10-12-12-12 lykkjur á hringprjón 15 með 2 þráðum DROPS Polaris. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út um 1 lykkju til hægri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið 3 lykkjur brugðið. Á EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 5-5-5-6-6-6-7 sinnum, síðan er prjónuð 1-1-1-0-0-1-0 umferð frá réttu með útaukningu (= 11-11-11-12-12-13-14 umferðir prjónaðar), á eftir síðustu útaukningu eru = 32-32-32-34-36-38-40 lykkjur í umferð. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. VINSTRI ÖXL: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur frá þræði / hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að handvegi þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð, innan við ystu lykkju = 11-11-11-12-12-13-14 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið mynstur þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu): UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 2-2-2-3-4-5-6 lykkjur brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3 lykkjur slétt, 3-3-3-3-2-2-2 lykkjur brugðið og 3 lykkjur slétt = 12-12-12-13-13-14-15 lykkjur. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 3 lykkjur brugðið, 3-3-3-3-2-2-2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, prjónið uppsláttinn snúinn slétt og prjónið 2-2-2-3-4-5-6 lykkjur slétt. Prjónið síðan með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Þegar stykkið mælist 4½-4½-5-5-3-3-4 cm, aukið út lykkjur við hálsmál frá réttu þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið út umferðina eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið mynstur eins og áður, útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3-3-3-3-4-4-4 sinnum (= 6-6-6-6-8-8-8 umferðir prjónaðar = 15-15-15-16-17-18-19 lykkjur. Stykkið mælist ca 11-11-12-12-12-12-13 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Smá hluti af dýpt á hálsmáli nær að teygja sig yfir á bakstykkið. Dýpt hálsmáls að framan = 10-10-11-11-10-10-11 cm. Dýpt hálsmáls að aftan = 1-1-1-1-2-2-2 cm. Setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er hægri öxl prjónuð meðfram hægri bakstykkis skáhallandi öxl eins og útskýrt er að neðan. HÆGRI ÖXL: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við handveg og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð, innan við ystu lykkju = 11-11-11-12-12-13-14 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið mynstur þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu): UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 3 lykkjur slétt, 3-3-3-3-2-2-2 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2-2-2-3-4-5-6 lykkjur brugðið = 12-12-12-13-13-14-15 lykkjur. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 2-2-2-3-4-5-6 lykkjur slétt, prjónið uppsláttinn snúinn slétt, prjónið 3 lykkjur brugðið, 3-3-3-3-2-2-2 lykkjur slétt og 3 lykkjur brugðið. Prjónið síðan með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Þegar stykkið mælist 4½-4½-5-5-3-3-4 cm, aukið út lykkjur við hálsmál frá réttu þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið mynstur eins og áður þar til 4 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið út umferðina eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið mynstur eins og áður, útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3-3-3-3-4-4-4 sinnum (= 6-6-6-6-8-8-8 umferðir prjónaðar) = 15-15-15-16-17-18-19 lykkjur. FRAMSTYKKI: Í næstu umferð (= rétta) eru axlirnar settar saman fyrir framstykki þannig: Prjónið 0-0-0-1-2-3-4 lykkjur slétt, A.1 (= 2 lykkjur auknar út í fyrstu umferð), fitjið upp 6 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið mynstur A.3 yfir lykkjur frá vinstri öxl (= 2 lykkjur auknar út í fyrstu umferð) og endið með 0-0-0-1-2-3-4 lykkjur slétt = 40-40-40-42-44-46-48 lykkjur. Prjónið frá röngu þannig: Prjónið 0-0-0-1-2-3-4 lykkjur brugðið, A.3, A.2, A.1, 0-0-0-1-2-3-4 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka (í umferð 5 er aukið út um 2 lykkju í mynsturteikningu A.2 = 42-42-42-44-46-48-50 lykkjur), jafnframt þegar stykkið mælist 14-14-15-15-16-16-17 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp á að prjóna upp lykkjur fyrir ermar, prjónið eins og útskýrt er að neðan. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið fyrstu 2 lykkjur frá framstykki slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið mynstur eins og áður þar til 2 lykkjur eru eftir á framstykki, lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), setjið 1 merki, prjónið upp 10-10-10-10-12-12-12 lykkjur meðfram hlið á vinstra framstykki (= lykkjur fyrir ermi – lykkjur eru prjónaðar upp innan við ystu lykkju), setjið 1 merki, prjónið fyrstu 2 lykkjur frá bakstykki slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið sléttprjón þar til 2 lykkjur eru eftir á bakstykki, lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), setjið 1 merki, prjónið upp 10-10-10-10-12-12-12 lykkjur meðfram hlið á hægra framstykki (= lykkjur fyrir ermi – lykkjurnar eru prjónaðar upp innan við ystu lykkju), setjið 1 merki = 90-90-90-94-102-106-110 lykkjur. BERUSTYKKI: Síðan er stykkið prjónað í hring. UMFERÐ 1: Prjónið mynstur á framstykki eins og áður og sléttprjón á bakstykki og á ermum, aukið út 1 lykkju í hvorri hlið á hvorri ermi – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 – aukið út 1 lykkju til vinstri í byrjun á ermi, aukið út 1 lykkju til hægri í lok á ermi, lykkjufjöldinn á hvorri ermi eykst, lykkjufjöldinn á framstykki og bakstykki verður óbreyttur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið þessa umferð 3-2-2-3-3-3-3 sinnum = 16-14-14-16-18-18-18 lykkjur á hvorri ermi og 40-40-40-42-44-46-48 lykkjur á framstykki og 30-30-30-32-34-36-38 lykkjur á bakstykki = 102-98-98-106-114-118-122 lykkjur. Síðan er prjónað í hring þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið mynstur eins og áður þar til 2 lykkjur eru eftir á framstykki á undan merki, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt, færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt fram að næsta merki (= ermi), aukið út 1 lykkju til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á bakstykki á undan merki, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt, færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt fram að næsta merki (= ermi), aukið út 1 lykkju til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón (= 8 lykkjur fleiri, þ.e.a.s. aukið hefur verið út hvoru megin við 2 lykkjur í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma). Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. UMFERÐ 2: Prjónið mynstur eins og áður yfir allar lykkjur án þess að auka út. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 3-5-6-6-6-7-8 sinnum (= 6-10-12-12-12-14-16 umferðir prjónaðar. Aukið hefur verið út alls 6-7-8-9-9-10-11 sinnum á ermum og 3-5-6-6-6-7-8 sinnum á framstykki/bakstykki = 22-24-26-28-30-32-34 lykkjur á hvorri ermi, 46-50-52-54-56-60-64 lykkjur á framstykki og 36-40-42-44-46-50-54 lykkjur á bakstykki) = 126-138-146-154-162-174-186 lykkjur. Ermin mælist ca 13-16-18-20-20-23-24 cm mælt frá miðju á ermi frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Þegar peysan er brotin saman tvöföld við öxl, á stykkið að mælast ca 20-23-25-27-29-32-33 cm yst meðfram handvegi. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 46-50-52-54-56-60-64 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 22-24-26-28-30-32-34 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 2 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið næstu 36-40-42-44-46-50-54 lykkjur slétt (= bakstykki), setjið næstu 22-24-26-28-30-32-34 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 2 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 86-94-98-102-106-114-122 lykkjur. Prjónið mynstur og sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 27-25-25-24-24-24-23 cm frá skiptingunni fyrir fram- og bakstykki og ermar. Nú á að prjóna stroff og auka út, prjónið fram að 42 lykkjum í mynstri við miðju að framan og byrjið umferðina hér, til að auðveldara sé að deila/staðsetja útaukninguna. Notið hringprjón 8. Prjónið A.4 yfir A.1, A.5 yfir A.2 og A.6 yfir A.3 (aukið út og fækkið lykkjum, þ.e.a.s. það verða alls 4 lykkjur fleiri yfir 42 lykkjurnar = 46 lykkjur) síðan er prjónað stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) út umferðina jafnframt því sem aukið er út um 18-22-26-26-34-38-42 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 = 108-120-128-132-144-156-168 lykkjur. Prjónið stroff þar til prjónaðar hafa verið 6 umferðir. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68-70 cm. ERMAR: Setjið 22-24-26-28-30-32-34 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 15 – notið aðferðina magic loop og prjónið einnig upp 1 lykkju í hvora af 2 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ERMI = 24-26-28-30-32-34-36 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju í 2 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Þegar prjónaðar hafa verið 2 umferðir, fækkið um 1 lykkju til skiptis á undan og á eftir merkiþræðinum – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 1 lykkjur í hverjum 5-4-4-4-3-1½-1½ cm alls 4-6-6-6-8-10-10 sinnum = 20-20-22-24-24-24-26 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 47-48-49-48-48-48-47 cm frá öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 8 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 8-8-6-8-8-8-6 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 = 28-28-28-28-32-32-32 lykkjur. Prjónið þar til prjónaðar hafa verið 6 umferðir í stroffprjóni. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 52-53-54-53-53-53-52 cm frá öxl. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 8. Byrjið frá réttu við aðra axlalínuna og prjónið upp lykkjur, passið uppá að prjónaðar séu upp 6 lykkjur fallega yfir kaðal við miðju að framan prjónið upp ca 44 til 52 lykkjur innan við 1 lykkju, lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til prjónaðar hafa verið 6 umferðir í stroffprjóni. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ivorycablesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 40 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 264-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.