Sky Ridge Sweater#skyridgesweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og klukkuprjóni. Stærð XS - XXXL.
DROPS 263-17 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- STROFF (prjónað í hring): UMFERÐ 1: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. UMFERÐ 2: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 1 og 2. KLUKKUPRJÓN (prjónað í hring): UMFERÐ 1: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna brugðið saman *, prjónið frá *-*. Endurtakið umferð 1 og 2. LASKALÍNA-1 (þegar aukið er út bæði á fram- og bakstykki og ermum): Öll útaukning er gerð í umferð þar sem uppslátturinn og slétta lykkjan er prjónað slétt saman (þ.e.a.s. umferð 1 í klukkuprjóni). Aukið út 4 lykkjur í laskalykkju þannig: Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa sléttu lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman 1 sinni til viðbótar, færið merkið yfir að þessari lykkju (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna saman 1 sinni til viðbótar (= 3 lykkjur og 2 uppslættir), sleppið lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni. Í næstu umferð eru útauknar lykkjur prjónaðar þannig: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið (= 3 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið). Merkið situr nú í miðjulykkju af 5 lykkjum (= laskalykkja), þ.e.a.s. ein slétt lykkja. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (einungis þegar aukið er út á framstykki/bakstykki): Öll útaukning er gerð í umferð þar sem uppslátturinn og slétta lykkjan er prjónað slétt saman (þ.e.a.s. umferð 1 í klukkuprjóni). Aukið út 2 lykkjur í laskalykkju þannig: Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa sléttu lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman 1 sinni til viðbótar (= 2 lykkjur og 1 uppsláttur). Setjið merki í sléttu lykkjuna sem verður næst erminni, þannig að einungis er aukið út á fram- og bakstykki og 39-39-43-47-47-47-47 lykkjur fyrir ermi verða óbreyttar. Í næstu umferð eru útauknar lykkjur prjónaðar þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið (= 2 lykkjur slétt og 1 lykkja brugðið). Merkið situr nú í sléttri lykkju næst ermi (= laskalykkja). LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt að prjóna uppsláttinn slétt eins og eigin lykkja og uppslátturinn er síðan felldur af eins og venjuleg lykkja. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Öll úrtaka er gerð í umferð þar sem uppslátturinn og slétta lykkjan er prjónað slétt saman. Fækkið um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með merki þannig: FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í BYRJUN UMFERÐAR: Byrjið við fyrstu sléttu klukkuprjónslykkjuna á eftir lykkju með merki í: Lyftið fyrstu sléttu lykkjunni og uppslættinum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (þ.e.a.s. 1 lykkja brugðið + slétt lykkja slétt og uppsláttur), steypið síðan lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman (= 2 lykkjur færri). FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í LOK UMFERÐAR: Prjónið að næst síðustu sléttu klukkuprjónslykkjunni á undan lykkju með merki í: Lyftið fyrstu lykkju og uppslættinum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir brugðnu lykkjuna, lyftið lykkjunni til baka yfir á vinstri prjón, steypið lykkjunni og uppslættinum næst brugðnu lykkjunni með merki yfir lykkjuna sem var sett til baka á vinstri prjón, lyftið í lokin þeirri lykkju sem eftir er yfir á hægri prjón (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notaðir prjónar af mismunandi lengd, byrjað er á þeirri lengd sem hentar fjölda lykkja og breyttu eftir þörfum. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur að röngu og saumaður niður. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 84-84-90-96-96-102-108 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið STROFF – lesið leiðbeiningar að ofan, hringinn í 15 cm, endið með 2. umferð. Síðar á að brjóta inn kant í hálsmáli að röngu og við frágang verður kantur í hálsmáli ca 7 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, 2 lykkjur brugðið saman *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 56-56-60-64-64-68-72 lykkjur. Byrjun umferðar er ca fyrir miðju að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 28-28-30-32-32-34-36 lykkjur í umferð (= ca fyrir miðju að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Prjónið síðan með hringprjón 5,5. Nú eru sett 4 merki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkin eru sett í lykkju, þessar lykkjur eru nú kallaðar fyrir laskalykkjur og auka á út fyrir laskalínu í hverja af laskalykkjum. Laskalykka er alltaf slétt klukkuprjónslykkja. Teljið 10-10-10-12-12-12-14 lykkjur (= ca hálft bakstykki), Setjið 1. merki í næstu lykkju, teljið 7 lykkjur (= ermi), Setjið 2. merki í næstu lykkju, teljið 19-19-21-23-23-25-27 lykkjur (= framstykki), Setjið 3. merki í næstu lykkju, teljið 7 lykkjur (= ermi), Setjið 4. merki í næstu lykkju, það eru eftir 9-9-11-11-11-13-13 lykkjur á eftir síðasta merki (= ca hálft bakstykki). Prjónið KLUKKUPRJÓN prjónað í hring – lesið leiðbeiningar að ofan. Munið að fylgja prjónfestunni. Þegar prjónaðar hafa verið 4-6-6-4-2-6-8 umferðir í klukkuprjóni, á að auka út fyrir laskalínu í hverja af laskalykkjum í næstu umferð, aukið út þannig: Aukið út 4 lykkjur í allar 4 laskalykkjurnar með merki í – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (= 16 lykkjur fleiri í hverri umferð). Aukið svona út í 6. hverri umferð (þ.e.a.s. í 3. hverri sýnilegri umferð með klukkuprjónslykkjum) alls 8-8-9-10-10-10-10 sinnum við hvert merki = 184-184-204-224-224-228-232 lykkjur í umferð. Síðan á að auka út 2 lykkjur í hverja lykkju með merki, þannig að einungis er aukið út á framstykki og bakstykki – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (= 8 lykkjur fleiri í hverri umferð). Aukið svona út í 6. hverri umferð alls 2-3-3-3-4-4-4 sinnum = 200-208-228-248-256-260-264 lykkjur. Prjónið síðan í klukkuprjóni án þess að auka út þar til stykkið mælist 22-23-25-26-27-29-30 cm frá merki fyrir miðju að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Jafnframt sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 31-33-35-39-41-41-43 lykkjur í klukkuprjóni (= ca hálft bakstykki), setjið næstu 39-39-43-47-47-47-47 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 3-5-5-5-7-9-13 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið 61-65-71-77-81-83-85 lykkjur í klukkuprjóni (= framstykki), setjið næstu 39-39-43-47-47-47-47 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 3-5-5-5-7-9-13 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi) og prjónið síðustu 30-32-36-38-40-42-42 lykkjur í klukkuprjóni (= ca hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Stykkið skiptist við hverja laskalykkju – hver lykkja með merki tilheyrir fram- og bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 128-140-152-164-176-184-196 lykkjur. Prjónið síðan þannig: Haldið áfram hringinn í klukkuprjóni eins og áður og prjónið 3-5-5-5-7-9-13 nýjar lykkjur undir ermi inn í klukkuprjón – í fyrstu umferð eru lykkjur undir ermi prjónaðar án þess að þær séu prjónaðar saman með uppslætti. Prjónið klukkuprjón þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60-62 cm frá merki fyrir miðju að framan – stillið af að síðasta umferðin sem prjónuð er sé 2. umferð í klukkuprjóni þannig að í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt saman með sléttri lykkju. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff þannig: * Prjónið slétta lykkju og uppsláttinn slétt saman eins og áður, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 192-210-228-246-264-276-294 lykkjur – uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið í næstu umferð svo ekki myndist gat. Prjónið stroff hringinn – munið eftir útskýringu að ofan. Þegar stroffið mælist 3 cm er fellt aðeins laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – lesið LEIÐBEININGAR AFFELLING! Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMAR: Setjið 39-39-43-47-47-47-47 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 5,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 3-5-5-5-7-9-13 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 42-44-48-52-54-56-60 lykkjur. Setjið 1 merki í miðju af 3-5-5-5-7-9-13 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Þessi lykkja merkir miðju undir ermi, umferðin byrjar með miðjulykkjunni. Haldið áfram hringinn í klukkuprjóni eins og áður og prjónið 3-5-5-5-7-9-13 nýjar lykkjur undir ermi inn í klukkuprjón – í fyrstu umferð eru lykkjur undir ermi prjónaðar án þess að þær séu prjónaðar saman með uppslætti. Prjónið hringinn í klukkuprjóni þar til ermin mælist 5 cm frá skiptingunni. Í stærð M til XXXL á að fækka lykkjum undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona alls 0-0-1-1-1-1-2 sinnum í 5. hverjum cm = 42-44-44-48-50-52-52 lykkjur. Prjónið síðan í klukkuprjóni þar til stykkið mælist 39-39-37-36-36-35-34 cm. Nú á að prjóna stroff á sama hátt og á fram- og bakstykki, þ.e.a.s. í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt saman með sléttri lykkju, að auki er aukið út um 1 lykkju á eftir hverri sléttri lykkju, brugðnar lykkjur eru prjónaðar brugðið = 63-66-66-72-75-78-78 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff hringinn á sama hátt og í hálsmáli og fram- og bakstykki (þ.e.a.s. 1 slétt klukkuprjónslykkja og 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 3 cm, er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. Ermin mælist ca 42-42-40-39-39-38-37 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #skyridgesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 263-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.