Carol McMillan skrifaði:
After dividing for body do you continue the 3 sts of the raglan bands down the body? Therefore for size XXL there is a 3 st band on each side of the 17 cast on sts?
05.11.2025 - 06:52
Maria Boe skrifaði:
Jeg tror der er flere fejl i denne opskrift, bla der hvor man skal fortsætte udtag i nogle størrelser og ikke andre. Der kommer nemlig flere masker i opskriften selv man ikke skal tage ud. Og den man forklaring hvordan mønsteret fortsætter fra bærestykket og til for og bagstykke
31.10.2025 - 22:20
Someone skrifaði:
Can you pls give me the measurements of xxxl I'm new to knitting and can't decide what size i should make
18.10.2025 - 10:39DROPS Design svaraði:
Hi, You will find a size chart at the bottom of the pattern with all the measurements for the different sizes. XXXL is the last number in each series. Regards, Drops Team.
20.10.2025 - 06:46
Abby skrifaði:
What size is the model wearing?
17.10.2025 - 20:11DROPS Design svaraði:
Hi Abby, You will find a size chart at the bottom of the page, with all the measurements for the different sizes. Choose the correct size and you will get the shape and fit as shown in the photo. Regards, Drops Team.
20.10.2025 - 07:06
Lisa skrifaði:
Should the neck be done with smaller needles? It says to use us 6 but in the next section it says to change to size 6. Also on the neck the first three stitches are A1 plus a purl. On the wrong side, I know you would use A1, but is the purl stitch from the right side done as a knit or purl on the wrong side? Thank you!
10.10.2025 - 01:35DROPS Design svaraði:
Dear Lisa, the neck is worked with 2.5mm needles/ US 1.5, while the yoke is worked with the 4mm needles/US 6. There is a typo in the US version; we will correct it as soon as possible. A.1 starts as: purl 1, knit 1, purl 1. On the wrong side you work the square above the square worked in the row from the right side, reading from left to right. So, over the knit stitch we need to work a purl stitch (as indicated in the diagram explanations) while over the purl stitch we work a knit stitch from the wrong side. Happy knitting!
12.10.2025 - 19:11
Tanja Schwabe skrifaði:
I´ve been waiting for this to come online! Thank you so much, I fell in love with it!
22.09.2025 - 18:59
Braided Beauty Cardigan#braidedbeautycardigan |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Lima eða DROPS Daisy. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, köðlum og ¾ löngum ermum og belti. Stærð XS - XXXL.
DROPS 262-23 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KANTUR AÐ FRAMAN: Peysan er prjónuð með 3 lykkjur í kanti að framan. Ef óskað er eftir að hafa kantinn breiðari, fitjið upp auka 5 lykkjur í hvorri hlið sem eru prjónaðar í A.1. Fellið af fyrir hnappagötum jafnt yfir í kanti að framan. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.14. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Mynsturteikning er lesin frá hægri til vinstri þegar prjónað er frá réttu og frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu. Vegna gatakaðals er fjöldi lykkja breytilegur – fjöldi lykkja er alltaf talinn á þeirrar lykkju sem er fækkað og aukið, þ.e.a.s. gatakaðallinn er alltaf talinn sem 3 lykkjur. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan: Á UNDAN LASKALYKKJU: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Á EFTIR LASKALYKKJU: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan lykkju með merki, prjónið 3 lykkjur slétt saman eða 3 lykkjur brugðið saman þannig að það passi inn í mynstur, (merkið situr fyrir miðju í þessum lykkjum = 2 lykkjur færri). TVÖFALT PRJÓN: UMFERÐ 1 (= rétta): * Lyftið fyrstu/næstu lykkju af prjóni og setjið yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* út umferðina, snúið. UMFERÐ 2 (= ranga): * Lyftið fyrstu/næstu lykkju af prjóni og setjið yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* út umferðina. Á EFTIR UMFERÐ 2: Endurtakið UMFERÐ 1 og 2. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notaðir prjónar af mismunandi lengd, byrjað er á þeirri lengd sem hentar fjölda lykkja og breyttu eftir þörfum. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við fram og til baka á hringprjóna, á meðan ermarnar bíða. Síðan eru ermarnar prjónaðar niður á við í hring. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 121-125-131-137-143-149-155 lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS Lima eða DROPS Daisy – lesið KANTUR AÐ FRAMAN í útskýringu að ofan. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: Prjónið A.1, 1 lykkja brugðið (= 3 kantlykkjur að framan), prjónið stroff (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, 1 lykkja brugðið, A.1 (= 3 kantlykkjur að framan). Haldið svona áfram með stroff í 2-2-2-2-3-3-3 cm, endið með umferð frá réttu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur að framan halda áfram eins og áður) þar sem aukið er út um 57-53-47-73-67-61-55 lykkjur jafnt yfir = 178-178-178-210-210-210-210 lykkjur. Vegna þyngdar á stykkinu þá kemur kanturinn í hálsmáli að teygjast út við notkun. Til að herða á kanti í hálsmáli, er hægt að hekla umferð með fastalykkjum frá röngu í síðustu umferð frá kanti í hálsmáli. Þetta er hægt að gera þegar stykkið hefur verið prjónað til loka. Setjið 1 merki innan við kant að framan í aðra hliðina á stykki (= miðja að framan), stykkið er núna mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Prjónið síðan með hringprjón 4. Nú eru sett 4 merki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkin eru sett í 1 lykkju slétt. Auka á út fyrir laskalínu hvoru megin við þessa lykkju + 1 lykkja brugðið hvoru megin. Þessar 3 lykkjur eru kallaðar fyrir laskalykkjur. Útaukning fyrir laskalínu er teiknuð inn í mynsturteikningu. Teljið 23-23-23-31-31-31-31 lykkjur (= vinstra framstykki), teljið 3 lykkjur og setjið 1 merki í miðjulykkju á þessum 3 lykkjum (= laskalykkjur), teljið 40-40-40-40-40-40-40 lykkjur (= ermi), teljið 3 lykkjur og setjið 1 merki í miðjulykkju á þessum 3 lykkjum (= laskalykkjur), teljið 40-40-40-56-56-56-56 lykkjur (= bakstykki), teljið 3 lykkjur og setjið 1 merki í miðjulykkju á þessum 3 lykkjum (= laskalykkjur), teljið 40-40-40-40-40-40-40 lykkjur (= ermi), teljið 3 lykkjur og setjið 1 merki í miðjulykkju á þessum 3 lykkjum (= laskalykkjur). Það eru 23-23-23-31-31-31-31 lykkjur eftir í umferð á eftir síðustu umferð (= hægra framstykki). Prjónið MYNSTUR – lesið leiðbeiningar að ofan, með kantlykkjur að framan eins og áður, fram og til baka og aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við laskalínuna – lesið leiðbeiningar að ofan og prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: FRAMSTYKKI: Prjónið A.1, 1 lykkja brugðið (= 3 kantlykkjur að framan), prjónið A.2 0-0-0-1-1-1-1 sinni, prjónið A.3, prjónið 1 lykkju brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið (= 3 laskalykkjur). ERMI: Prjónið A.4, prjónið A.5, prjónið A.7. BAKSTYKKI: Prjónið 1 lykkju brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið (= 3 laskalykkjur), prjónið A.4, A.2 0-0-0-1-1-1-1 sinnum, prjónið A.5, prjónið A.6 0-0-0-1-1-1-1 sinnum, prjónið A.7, prjónið 1 lykkju brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið (= 3 laskalykkjur). ERMI: Prjónið A.4, prjónið A.5, prjónið A.7. FRAMSTYKKI: Prjónið 1 lykkju brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið (= 3 laskalykkjur), A.8, A.6 0-0-0-1-1-1-1 sinnum, 1 lykkja brugðið, A.1 (= 3 kantlykkjur að framan). Haldið svona áfram fram og til baka – munið eftir að prjóna uppsláttinn í LASKALÍNA eins og útskýrt er að ofan. Þegar A.3, A.4, A.6 og A.7 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 370-370-370-402-402-402-402 lykkjur í umferð = 47-47-47-55-55-55-55 lykkjur á hvoru framstykki, 88-88-88-104-104-104-104 lykkjur á bakstykki, 88-88-88-88-88-88-88 lykkjur á hvorri ermi og 3 lykkjur í hverri laskalínu. Prjónið síðan þannig: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: FRAMSTYKKI: Prjónið A.1, 1 lykkja brugðið (= 3 kantlykkjur að framan), haldið áfram með mynstur sem þegar er byrjað fram þar til 8 lykkjur eru eftir á undan 3 laskalykkjum, prjónið A.9, prjónið laskalykkjurnar. ERMI: Prjónið A.13, haldið áfram með mynstur sem þegar er byrjað þar til 1 lykkja er eftir, prjónið A.14. BAKSTYKKI: Prjónið laskalykkjurnar, A.10, haldið áfram með mynstur sem þegar er byrjað þar til 1 lykkja er eftir að laskalykkjum, prjónið A.11, prjónið laskalykkjurnar. ERMI: Prjónið A.13, haldið áfram með mynstur sem þegar er byrjað þar til 1 lykkja er eftir, prjónið A.14. FRAMSTYKKI: Prjónið laskalykkjurnar, A.12, haldið áfram með mynstur sem þegar er byrjað þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið, A.1 (= 3 kantlykkjur að framan). Þegar A.9, A.12, A.13 og A.14 hefur verið prjónað til loka á hæðina (það hefur verið prjónað upp til og með umferð með ör í A.10/ A.11), það eru 506-506-506-538-538-538-538 lykkjur í umferð, 64-64-64-72-72-72-72 á hvoru framstykki, 122-122-122-138-138-138-138 á bakstykki, 122-122-122-122-122-122-122 lykkjur á hvorri ermi og 3 lykkjur í hverri laskalínu. Í stærð XS, S og XL er útaukningu lokið. Prjónið nú frá kafla ALLAR STÆRÐIR. Í stærð M, L, XXL og XXXL er útaukningu fyrir ermum lokið, útaukning á framstykkjum/bakstykki heldur áfram eins og útskýrt er að neðan. STÆRÐ M-L-XXL-XXXL: Aukið út 4 lykkjur í annarri hverri umferð alls 0-0-3-0-4-10-15 sinnum – ekki er lengur aukið út á ermum, en einungis er aukið út á bakstykki og á framstykkjum. Uppslátturinn er prjónaður eins og útskýrt er í LASKALÍNA. Á bakstykki eru útauknar lykkjur prjónaðar jafnóðum inn í mynstur þar til A.10/A.11 hefur verið prjónað til loka, síðan eru þær prjónaðar jafnóðum inn í tvöfalt perluprjón. Á framstykkjum eru útauknar lykkjur prjónaðar jafnóðum inn í tvöfalt perluprjón. Nú eru 506-506-518-538-554-578-598 lykkjur í umferð, 64-64-67-72-76-82-87 á hvoru framstykki, 122-122-128-138-146-158-168 á bakstykki, 122-122-122-122-122-122-122 lykkjur á hvorri ermi og 3 lykkjur í hverri laskalínu. ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram með mynstur sem þegar er byrjað og kantlykkjur að framan eins og áður án þess að auka út þar til stykkið mælist 30-30-32-32-33-37-40 cm frá merki fyrir miðju að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar við laskalínur þannig: Prjónið 67-67-70-75-79-85-90 lykkjur eins og áður – til og með laskalykkjum (= framstykki), setjið næstu 122-122-122-122-122-122-122 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-9-11-13-15-17-19 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið 128-128-134-144-152-164-174 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 122-122-122-122-122-122-122 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-9-11-13-15-17-19 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi) og prjónið síðustu 67-67-70-75-79-85-90 lykkjur eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 272-280-296-320-340-368-392 lykkjur. Prjónið síðan mynstur sem þegar er byrjað. A.2, A.6 og A.5 sýnir heila mynstureiningu af mynstri á hæðina. Prjónið mynstur og kantlykkjur að framan eins og áður þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64-66 cm frá merki fyrir miðju að framan. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og aukið út 1 lykkju (kantlykkjur að framan halda áfram eins og áður) = 273-281-297-321-341-369-393 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er prjónað stroff þannig: Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið kantlykkjur að framan eins og áður, (1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt), prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið 1 umferð í stroffprjóni frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, eða ítalskri affellingu. Peysan mælist 55-57-59-61-63-65-66 cm frá merki fyrir miðju að framan og ca 62-64-66-68-70-72-74 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 122-122-122-122-122-122-122 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 4 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 5-9-11-13-15-17-19 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 127-131-133-135-137-139-141 lykkjur. Setjið 1 merki í miðju af 5-9-11-13-15-17-19 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar í þessari lykkju. Prjónið síðan tvöfalt perluprjón yfir nýjar lykkjur undir ermi og prjónið mynstur sem þegar er byrjað yfir lykkjur frá berustykki. A.2, A.6 og A.5 sýna heila mynstureiningu af mynstri á hæðina. Prjónið mynstur hringinn – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 4½-4½-3½-3½-2½-2-1½ cm alls 4-4-5-5-6-6-6 sinnum = 119-123-123-125-125-127-129 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 18-20-19-17-16-14-11 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 2-2-2-2-3-3-3 cm fellið af með ítalskri affellingu eða fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 20-22-21-19-19-17-14 cm frá skiptingunni. BELTI: Fitjið upp 16 lykkjur á sokkaprjóna 4. Prjónið TVÖFALT PRJÓN fram og til baka – lesið leiðbeiningar að ofan. Þegar beltið mælist ca 100-120 cm, prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 8 lykkjur. Fellið af. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #braidedbeautycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 262-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.