Donna Pike skrifaði:
Just can’t get my pattern right…. I change to larger size needle and work round … do I do the three raglan sleeves in knit stitches or English rib? By doing English rib I end up with more than 3 stitches. Desperately need your help!
02.12.2025 - 14:15DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Pike, you work English rib just as shown in A.1 then increase on each side of the 3 raglan sts as explained under RAGLAN at the beginning of written pattern every 10, 8 or 6 round (see for your size). You should always keep these 3 sts for raglan and increase should be worked first at the beg of each front/back pieces + sleeves, then only at the beg and end of front and back pieces (not anymore on sleeves). Happy knitting!
02.12.2025 - 17:35
Donna Pike skrifaði:
Having problems with this pattern…..where it says increase every 6 rounds (ie every 3 round) what does this mean? Also, reading the graph right to left is it a two stitch repeat across round? Then do I keep repeating those eight rows? I love this pattern and want to get it right so I really appreciate any help you can give me!
22.11.2025 - 12:29DROPS Design svaraði:
Hi Donna, When working English rib, every 2nd round does not have visible knitted stitches, so the second part of the sentence (every 3rd round with visible knitted stitches) is because these rounds are easier to count than 6 worked rounds. The diagram is 2 stitches in width and you repeat row 1 (from right to left) until you have finished the round, then work row 2 on the whole round, etc.. The 8 rows are then repeated in height. Regards Drops Team.
24.11.2025 - 07:36
Monika skrifaði:
Jak liczyć okrążenia przy dodawaniu oczek w karczku. Czy dodać oczka w jednym okrążeniu w kolejnym je przerobić a następnie zrobić 8 okrążeń i w 9 dodać kolejne oczka? Czy też liczyć to okrążenie w którym dodaję oczka jako pierwsze przerobić dalej 7 okrążeń i w kolejnym dodawać oczka? Proszę o odp. Robię taki sweterek pierwszy raz w życiu
21.11.2025 - 13:36DROPS Design svaraði:
Witaj Moniko, nie wiem, który rozmiar wykonujesz, ale weźmy np. drugi rozmiar czyli S: dodawać oczka co 8 okrążeń oznacza, że dodajesz oczko w 1-szym okrążeniu, następnie 9-tym, 17-tym itd. Pozdrawiamy!
21.11.2025 - 13:49
Martin Violaine skrifaði:
Où pouvons-nous acheter la laine pour vos modèles de pulls à tricoter ? Merci
11.11.2025 - 19:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Martin, découvrez la liste des magasins DROPS en Belgique / qui expédient en Belgique, ici. Bon tricot!
12.11.2025 - 16:25
Marja Wouters skrifaði:
Ik moet met patroon A 1 beginnen. De de laatste steek is een recht . De eerste steek een lus plus een afgehaalde averechtse strek. Hoe ga ik verder ? Ik weet hoe het moet. Toch klopt het steeds niet.
02.11.2025 - 11:37DROPS Design svaraði:
Dag Marja,
Je breit A.1 steeds over een oneven aantal steken, dus aan het eind brei je alleen de eerste steek van A.1, zodat het patroon symmetrische wordt.
12.11.2025 - 16:33
Rosemareine skrifaði:
Weet iemand of er een filmpje is vanaf na het invoegen van de markeerders? Als ik de opzetronde volg: 1) omslag, 2) 1 averecht afhalen (= 1e raglansteek), 3) 1 rechtbreien (= 2e raglansteek), 4) omslag, 5) 1 averecht afhalen (=3e raglansteek). Dan komt de markeerder. Nu heb ik dus op de raglan lijn 5 steken. Hoe laat je daar een A1 patroon van herhalingen van 2 op los?!?
29.10.2025 - 23:04DROPS Design svaraði:
Dag Rosemareine,
Je kunt dan 2,5 keer A.1 in de breedte breien, op die manier wordt het patroon ook symmetrisch over de raglanlijnen.
22.11.2025 - 14:35
Daria skrifaði:
I’m working on the increases and the number for the front/back increase does not calculate to 55 after doing 7 increases in size small. I only will have an additional 28 stitches added to the 21. That’s only 49. What am I missing? Thank you for your help. I’ve asked this question below but no response so was it missed?
28.10.2025 - 15:26DROPS Design svaraði:
Hi Daria, this is because 3 raglan stitches are included in the front/back. So after 7 increases, you will have 49+3+3=55 sts for the front, and the same for the back. Happy knitting!
17.11.2025 - 09:26
Joyce skrifaði:
I'm working on the sleeve decreases and the directions describe both decrease as being left leaning. Is this correct? Also. Do I place the marker in the middle stitch on top of the sleeve and just move it down to the same stitch each row until the next decrease? Thank you
28.10.2025 - 00:46DROPS Design svaraði:
Hi Joyce, On top of the sleeve you decrease towards the left x 2 before the marker and decrease towards the right x 2 after the marker (4 stitches decreased). And, yes, keep the marker in the same stitch as it is moved down the sleeve. Regards, Drops Team.
28.10.2025 - 06:50
Daria skrifaði:
I’m working on the increases and the number for the front/back increase does not calculate to 55 after doing 7 increases in size small. I only will have an additional 28 stitches added to the 21. That’s only 49. What am I missing? Thank you for your help.
25.10.2025 - 15:50DROPS Design svaraði:
Hi Daria, you should add 3 reglan stitches in each side to the front and back. So the front/back is 49+6=55 sts. Happy knitting!
18.11.2025 - 12:06
Fluffhase skrifaði:
Habt ihr einen Rechenfehler bei der Größe XS? Wenn ich insgesamt 7x in der Höhe zugenommen habe, komme ich für Vorder- und Rückenteil auf 49 Maschen, + die 8. Runde für die Teile auf 53 Maschen. Ärmel stimmen, nur Vorder- und Rückenteil stimmt die Rechnung nicht.
24.10.2025 - 23:10DROPS Design svaraði:
Hallo, die Zahlen müssten stimmen. Sie haben anfangs 21 Maschen für jeden Ärmel und nehmen an jedem Ärmel 4 Maschen pro Zunahmerunde zu (2 an jeder Seite des Ärmels). Das machen Sie 7x, es werden also insgesamt 28 Maschen am Ärmel zugenommen = 39 Maschen insgesamt für den Ärmel. Für das Vorder- und Rückenteil haben Sie nach den 7 Zunahmerunden 55 Maschen (die Raglanmaschen werden zum Vorder- und Rückenteil gezählt). Viel Spaß beim Weiterstricken!
24.10.2025 - 23:29
Casual Lines Sweater#casuallinessweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og klukkuprjóni. Stærð XS - XXXL.
DROPS 263-3 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 3 laskalykkjurnar, þ.e.a.s. aukið út í slétta lykkju og uppslátt á eftir og á undan laskalykkjum með merki). Það eru alltaf 3 klukkuprjónslykkjur í laskalínu. Aukið út 2 lykkjur í hverri útaukningu þannig að klukkuprjónsmynstrið heldur áfram, aukið út þannig: Aukið út 2 lykkjur í slétta lykkju og uppsláttinn með því að prjóna 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn þannig: Prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman, en bíðið með að lyfta lykkjunni og uppslættinum af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið sömu lykkju og uppsláttinn slétt saman einu sinni til viðbótar, sleppið síðan sléttu lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni (= 2 lykkjur fleiri). Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í klukkuprjóni (A.1), en athugið að í fyrstu umferð á eftir umferð með útaukningu, eru brugðnu lykkjurnar í útaukningu prjónaðar brugðið án þess að þær séu prjónaðar með uppslætti þar sem uppslátturinn hefur ekki verið gerður enn. LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar prjónaðar eru upp lykkjur fyrir miðju undir erminni getur myndast lítið gat í skiptingunni á milli lykkja á fram- bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja - þráðurinn er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkjunni á milli fram- og bakstykkis og erma, þannig að gatið lokist. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við ofan á ermi): Fækkið um 4 lykkjur ofan á ermi. Öll úrtaka er gerð í umferð þar sem uppslátturinn og slétta lykkjan er prjónað slétt saman! FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR TIL VINSTRI: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir að lykkju með merki í. Lyftið næstu sléttu lykkju og uppslætti yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (þ.e.a.s. 1 lykkja brugðið + slétt lykkja og uppsláttur), steypið síðan lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman (= 2 lykkjur færri). FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR TIL HÆGRI: Prjónið 1 lykkju fram hjá lykkju með merki í. Lyftið næstu sléttu lykkju og uppslætti yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið síðan lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir brugðnu lykkjuna, lyftið síðan til baka lykkjunni yfir á vinstri prjón, lyftið næstu sléttu lykkju og uppslætti yfir lykkjuna sem var sett til baka yfir á vinstri prjón, steypið síðan þeirri lykkju sem eftir er yfir á hægri prjón (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 92-100-106-110-114-120-126 lykkjur á hringprjón 3 með 1 þræði DROPS Flora og 1 þræði DROPS Kid-Silk. Prjónið 3 umferðir sléttprjón. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4-4-4-4-5-5-5 cm. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 16-20-22-22-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 76-80-84-88-92-96-100 lykkjur. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 28-30-31-33-33-34-35 lykkjur í umferð (= ca fyrir miðju að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Nú eru sett 8 merki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkin eru sett hvoru megin við 3 lykkjur, þessar 3 lykkjur eru nú kallaðar fyrir laskalykkjur og auka á út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalykkjurnar. Merkin eru sett á milli lykkja. Laskalykkjurnar eru prjónaðar í klukkuprjóni (A.1) eins og afgangur af stykkinu. Setjið 1. merki í byrjun umferðar, teljið 3 lykkjur (laskalykkjur), Setjið 2. merki á undan næstu lykkju, teljið 11-13-13-13-13-13-13 lykkjur (= ermi), Setjið 3. merki á undan næstu lykkju, teljið 3 lykkjur (= laskalykkjur), Setjið 4. merki á undan næstu lykkju, teljið 21-21-23-25-27-29-31 lykkjur (= framstykki), Setjið 5. merki á undan næstu lykkju, teljið 3 lykkjur (= laskalykkjur), Setjið 6. merki á undan næstu lykkju, teljið 11-13-13-13-13-13-13 lykkjur (= ermi), Setjið 7. merki á undan næstu lykkju, teljið 3 lykkjur (= laskalykkjur), Setjið 8. merki á undan næstu lykkju, það eru eftir 21-21-23-25-27-29-31 lykkjur á eftir síðasta merki (= bakstykki). Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið næstu umferð þannig: * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið MYNSTUR A.1 – lesið leiðbeiningar að ofan og byrjið útaukningu fyrir LASKALÍNA í umferð 1 í mynstri, aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalykkjurnar – sjá útskýringu að ofan með leiðbeiningum hvernig auka á út. ATH: Í byrjun umferðar er aukið út á eftir 2. merki og í lok umferðar er aukið út á undan 1. merki. Haldið áfram með mynstur A.1 og endurtakið útaukningu í 10-8-8-8-6-6-6 hverri umferð (þ.e.a.s. í 5-4-4-4-3-3-3 hverri umferð með sýnilegum klukkuprjónslykkjum á hæðina), aukið út hvoru megin við 3 laskalykkjurnar alls 7-7-7-8-9-9-10 sinnum (= 16 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð) = 188-192-196-216-236-240-260 lykkjur. Það eru 39-41-41-45-49-49-53 lykkjur á hvorri ermi og 55-55-57-63-69-71-77 lykkjur á framstykki/bakstykki. Munið að fylgja prjónfestunni. Nú breytist útaukningin, ekki er lengur aukið út á ermum. Það er að segja: Aukið út á eftir 4. og 8. merki og aukið út á undan 5. og 1. merki. Aukið svona út 1-2-3-3-3-4-5 sinnum til viðbótar (= 8 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð) í 10-8-8-8-6-6-6 hverri umferð eins og áður. Aukið hefur verið út alls 8-9-10-11-12-13-15 sinnum á framstykki/bakstykki og 7-7-7-8-9-9-10 sinnum á ermum = 196-208-220-240-260-272-300 lykkjur. Prjónið síðan eins og áður án þess að auka út þar til stykkið mælist 21-22-24-25-26-28-30 cm frá merki fyrir miðju að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Jafnframt sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 3 lykkjur eins og áður (= laskalykkjurnar, tilheyra bakstykki), setjið næstu 39-41-41-45-49-49-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9-9-11-11-13-15-17 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið 59-63-69-75-81-87-97 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 39-41-41-45-49-49-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9-9-11-11-13-15-17 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi) og prjónið síðustu 56-60-66-72-78-84-94 lykkjur eins og áður (= afgangur af bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 136-144-160-172-188-204-228 lykkjur. Prjónið A.1 eins og áður þar til stykkið mælist 44-47-49-51-52-54-56 cm frá merki fyrir miðju að framan – stillið af að síðasta umferð sé umferð þar sem uppslátturinn og lykkjan er prjónað slétt saman. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff þannig: Prjónið sléttu lykkjurnar slétt og prjónið 1 lykkju brugðið í uppsláttinn og 1 lykkju brugðið í brugðnu lykkjuna (= 1 lykkja slétt / 2 lykkjur brugðið). Það eru 204-216-240-258-282-306-342 lykkjur í umferð. Þegar stroffið mælist 5-5-5-5-6-6-6 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 49-52-54-56-58-60-62 cm frá merki fyrir miðju að framan og ca 53-56-58-60-62-64-66 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 39-41-41-45-49-49-53 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 4,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 9-9-11-11-13-15-17 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi, byrjið í miðjulykkju undir ermi og prjónið upp í 5-5-6-6-7-8-9 lykkjur – lesið LEIÐBEININGAR ERMI, prjónið yfir lykkjur á ermi eins og áður og endið með að prjóna upp 4-4-5-5-6-7-8 lykkjur undir ermi = 48-50-52-56-62-64-70 lykkjur. Setjið 1 merki mitt í 9-9-11-11-13-15-17 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkið – nýjar lykkjur undir ermi eru prjónaðar inn í mynstur A.1 í fyrstu umferð. Prjónið mynstur A.1 hringinn eins og áður – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 23-22-20-20-18-16-12 cm frá skiptingunni, er lykkjum fækkað fyrir miðju ofan á ermi, setjið eitt merki í miðjulykkjuna ofan á ermi (= slétt lykkja). Nú er fækkað um 4 lykkjur ofan á ermi þannig: Prjónið hringinn í mynstri A.1 og fækkið lykkjum fyrir miðju ofan á ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 18-18-18-18-14-14-14 hverri umferð (þ.e.a.s. í 9-9-9-9-7-7-7 hverri umferð með sýnilegum klukkuprjónslykkjum á hæðina) alls 3-3-3-3-4-4-5 sinnum = 36-38-40-44-46-48-50 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 38-37-35-35-33-31-30 cm frá skiptingunni – stillið af að síðasta umferð sé umferð þar sem uppslátturinn og lykkjan er prjónað slétt saman. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff þannig: Prjónið sléttar lykkjur slétt og prjónið 1 lykkju brugðið í uppsláttinn og 1 lykkju brugðið í brugðnu lykkjuna (= 1 lykkja slétt / 2 lykkjur brugðið). Það eru 54-57-60-66-69-72-75 lykkjur í umferð. Þegar stroffið mælist 5-5-5-5-6-6-6 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-42-40-40-39-37-36 cm frá skiptingunn. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #casuallinessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 263-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.