Donna Pike skrifaði:
I am really having trouble with this pattern. I don’t know if I am missing something. I k it my three rounds and do the rib , then I knit a round and decrease. Change to my larger needle and do the round “make one yarn over, slip next stitch purl wise , knit1 to end of round. I know I am supposed to keep three for the raglan but doing the English rib I end up with more. Am I supposed to do English rib up to the raglan stitches and just knit the three and continue with English rib after?
17.01.2026 - 16:00
Tanja skrifaði:
Anleitung: Vorbereitungsrunde: U + links, rechte Masche, U + links (Raglanmaschen).Die nächste Masche, aus der in der nächsten Runde (1.Vollpatentrunde)die Zunahme gestrickt wird ist eine rechte Masche.Das ist falsch.Die Raglanmaschen müssten genau andersherum starten,damit die erste Zunahmemasche in der ersten Vollpatentrunde eine Masche mit Umschlag ist. Könnt Ihr das bitte prüfen und die Anleitung ändern?
09.01.2026 - 13:10DROPS Design svaraði:
Liebe Tanja, danke für den Hinweis, unsere Designerinnen werden das noch mal prüfen.
12.01.2026 - 08:17
Tanja skrifaði:
Eva hat es am 12.12. gut beschrieben. Copy Paste klappt nicht, zu viele Wörter. Bitte einmal auf den Kommentar/die Frage zugreifen. Lieben Dank
08.01.2026 - 17:44DROPS Design svaraði:
Liebe Tanja, das Patentmuster beginnt mit (1 M links, 1 M re) vom Patentmuster, so sind die 3 Raglamnaschen (1 li, 1 re, 1 li) gestrickt, die Zunahmen werden beidseitig dieser 3 Maschen gestrickt: in die 1. Masche nach dieser 3 Maschen = 1 rechte Masche und in der Masche vor diesen 3 Maschen = 1 Masche rechts, so stricken Sie immer die Zunahmen, das sollte passen. Viel Spaß beim Stricken!
09.01.2026 - 08:45
Tanja skrifaði:
Gleiches Problem wie Eva, Melanie und Holly. Eine Antwort wäre schön, damit ich starten kann/weiterkomme. Oder kann ich einfach die drei Raglanmaschen anders starten? Nicht Umschlag-links abheben, rechts, U-links a sondern mit rechts, U-l.a., rechts beginnen. Dann hab ich die Schlagsmasche als Zunahmemasche .
07.01.2026 - 20:06DROPS Design svaraði:
Liebe Tanja, die Zunahmen entstehen in die rechte Masche vor und in die rechte Masche nach den 3 Raglanmaschen (diese 3 Raglanmaschen sind 1 links, 1 re, 1 links im Patentmuster), oder missverstehe ich Ihre Frage? Vielleicht können Sie uns mehr sagen, wo sie ein Problem haben? Danke im voraus für Ihr Verständnis.
08.01.2026 - 09:37
Holly skrifaði:
Guten Abend, bei mir tritt das Problem bei der Zunahme in der 1. Reihe ebenfalls auf. Gibt es hierfür eine Lösung? Vielen Dank und beste Grüße
02.01.2026 - 19:48
Melanie skrifaði:
Hallo, ich hab leider genau dasselbe Problem wie Eva und würde mich über eine Antwort auf ihre Frage vom 12.12.25 freuen! Dankeschön!
17.12.2025 - 11:43
Eva skrifaði:
Ich habe ein Problem mit den Zunahme. Ich habe wie beschrieben die Maschen aufgeteilt und dann das Vollpatent vorbereitet. Nun würde ich mit der ersten Runde A1 anfangen. Die Runde beginnt mit drei Raglanmaschen. Dann kommt der 2. markierer und dann kommt eine rechte Masche. Hier müsste ich eigentlich die Zunahme beginnen, diese soll ja aber in einer re. masche+ umschlag gemacht werden. Bei mir ist da aber eine einfache re. Masche, die nach vollpatent mit umschlag abgehoben werden müsste
12.12.2025 - 21:39
Cecilia skrifaði:
Ciao! Ho un problema nell'impostare il primo ferro con aumenti per il raglan: all'interno di tutti i segnapunti che limitano il raglan ho sempre "gettato/maglia passata, dritto, gettato/maglia passata", prima del segnapunti di dx una maglia dritta e dopo il segnapunti di sx un gettato/maglia passata. Non capisco come integrare il diagramma A.1 e gli aumenti per il raglan (dopo il segnapunti a sx riesco, ma prima del segnapunti a dx no perché ho appunto una maglia dritta). Potete aiutarmi?
09.12.2025 - 17:29DROPS Design svaraði:
Buongiorno Cecilia, per gli aumenti deve seguire quanto riportato nelle istruzioni all'inizio del modello. Buon lavoro!
17.01.2026 - 12:32
Donna Pike skrifaði:
Just can’t get my pattern right…. I change to larger size needle and work round … do I do the three raglan sleeves in knit stitches or English rib? By doing English rib I end up with more than 3 stitches. Desperately need your help!
02.12.2025 - 14:15DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Pike, you work English rib just as shown in A.1 then increase on each side of the 3 raglan sts as explained under RAGLAN at the beginning of written pattern every 10, 8 or 6 round (see for your size). You should always keep these 3 sts for raglan and increase should be worked first at the beg of each front/back pieces + sleeves, then only at the beg and end of front and back pieces (not anymore on sleeves). Happy knitting!
02.12.2025 - 17:35
Donna Pike skrifaði:
Having problems with this pattern…..where it says increase every 6 rounds (ie every 3 round) what does this mean? Also, reading the graph right to left is it a two stitch repeat across round? Then do I keep repeating those eight rows? I love this pattern and want to get it right so I really appreciate any help you can give me!
22.11.2025 - 12:29DROPS Design svaraði:
Hi Donna, When working English rib, every 2nd round does not have visible knitted stitches, so the second part of the sentence (every 3rd round with visible knitted stitches) is because these rounds are easier to count than 6 worked rounds. The diagram is 2 stitches in width and you repeat row 1 (from right to left) until you have finished the round, then work row 2 on the whole round, etc.. The 8 rows are then repeated in height. Regards Drops Team.
24.11.2025 - 07:36
Casual Lines Sweater#casuallinessweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og klukkuprjóni. Stærð XS - XXXL.
DROPS 263-3 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 3 laskalykkjurnar, þ.e.a.s. aukið út í slétta lykkju og uppslátt á eftir og á undan laskalykkjum með merki). Það eru alltaf 3 klukkuprjónslykkjur í laskalínu. Aukið út 2 lykkjur í hverri útaukningu þannig að klukkuprjónsmynstrið heldur áfram, aukið út þannig: Aukið út 2 lykkjur í slétta lykkju og uppsláttinn með því að prjóna 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn þannig: Prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman, en bíðið með að lyfta lykkjunni og uppslættinum af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið sömu lykkju og uppsláttinn slétt saman einu sinni til viðbótar, sleppið síðan sléttu lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni (= 2 lykkjur fleiri). Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í klukkuprjóni (A.1), en athugið að í fyrstu umferð á eftir umferð með útaukningu, eru brugðnu lykkjurnar í útaukningu prjónaðar brugðið án þess að þær séu prjónaðar með uppslætti þar sem uppslátturinn hefur ekki verið gerður enn. LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar prjónaðar eru upp lykkjur fyrir miðju undir erminni getur myndast lítið gat í skiptingunni á milli lykkja á fram- bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja - þráðurinn er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkjunni á milli fram- og bakstykkis og erma, þannig að gatið lokist. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við ofan á ermi): Fækkið um 4 lykkjur ofan á ermi. Öll úrtaka er gerð í umferð þar sem uppslátturinn og slétta lykkjan er prjónað slétt saman! FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR TIL VINSTRI: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir að lykkju með merki í. Lyftið næstu sléttu lykkju og uppslætti yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (þ.e.a.s. 1 lykkja brugðið + slétt lykkja og uppsláttur), steypið síðan lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman (= 2 lykkjur færri). FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR TIL HÆGRI: Prjónið 1 lykkju fram hjá lykkju með merki í. Lyftið næstu sléttu lykkju og uppslætti yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið síðan lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir brugðnu lykkjuna, lyftið síðan til baka lykkjunni yfir á vinstri prjón, lyftið næstu sléttu lykkju og uppslætti yfir lykkjuna sem var sett til baka yfir á vinstri prjón, steypið síðan þeirri lykkju sem eftir er yfir á hægri prjón (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 92-100-106-110-114-120-126 lykkjur á hringprjón 3 með 1 þræði DROPS Flora og 1 þræði DROPS Kid-Silk. Prjónið 3 umferðir sléttprjón. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4-4-4-4-5-5-5 cm. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 16-20-22-22-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 76-80-84-88-92-96-100 lykkjur. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 28-30-31-33-33-34-35 lykkjur í umferð (= ca fyrir miðju að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Nú eru sett 8 merki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkin eru sett hvoru megin við 3 lykkjur, þessar 3 lykkjur eru nú kallaðar fyrir laskalykkjur og auka á út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalykkjurnar. Merkin eru sett á milli lykkja. Laskalykkjurnar eru prjónaðar í klukkuprjóni (A.1) eins og afgangur af stykkinu. Setjið 1. merki í byrjun umferðar, teljið 3 lykkjur (laskalykkjur), Setjið 2. merki á undan næstu lykkju, teljið 11-13-13-13-13-13-13 lykkjur (= ermi), Setjið 3. merki á undan næstu lykkju, teljið 3 lykkjur (= laskalykkjur), Setjið 4. merki á undan næstu lykkju, teljið 21-21-23-25-27-29-31 lykkjur (= framstykki), Setjið 5. merki á undan næstu lykkju, teljið 3 lykkjur (= laskalykkjur), Setjið 6. merki á undan næstu lykkju, teljið 11-13-13-13-13-13-13 lykkjur (= ermi), Setjið 7. merki á undan næstu lykkju, teljið 3 lykkjur (= laskalykkjur), Setjið 8. merki á undan næstu lykkju, það eru eftir 21-21-23-25-27-29-31 lykkjur á eftir síðasta merki (= bakstykki). Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið næstu umferð þannig: * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið MYNSTUR A.1 – lesið leiðbeiningar að ofan og byrjið útaukningu fyrir LASKALÍNA í umferð 1 í mynstri, aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalykkjurnar – sjá útskýringu að ofan með leiðbeiningum hvernig auka á út. ATH: Í byrjun umferðar er aukið út á eftir 2. merki og í lok umferðar er aukið út á undan 1. merki. Haldið áfram með mynstur A.1 og endurtakið útaukningu í 10-8-8-8-6-6-6 hverri umferð (þ.e.a.s. í 5-4-4-4-3-3-3 hverri umferð með sýnilegum klukkuprjónslykkjum á hæðina), aukið út hvoru megin við 3 laskalykkjurnar alls 7-7-7-8-9-9-10 sinnum (= 16 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð) = 188-192-196-216-236-240-260 lykkjur. Það eru 39-41-41-45-49-49-53 lykkjur á hvorri ermi og 55-55-57-63-69-71-77 lykkjur á framstykki/bakstykki. Munið að fylgja prjónfestunni. Nú breytist útaukningin, ekki er lengur aukið út á ermum. Það er að segja: Aukið út á eftir 4. og 8. merki og aukið út á undan 5. og 1. merki. Aukið svona út 1-2-3-3-3-4-5 sinnum til viðbótar (= 8 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð) í 10-8-8-8-6-6-6 hverri umferð eins og áður. Aukið hefur verið út alls 8-9-10-11-12-13-15 sinnum á framstykki/bakstykki og 7-7-7-8-9-9-10 sinnum á ermum = 196-208-220-240-260-272-300 lykkjur. Prjónið síðan eins og áður án þess að auka út þar til stykkið mælist 21-22-24-25-26-28-30 cm frá merki fyrir miðju að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Jafnframt sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 3 lykkjur eins og áður (= laskalykkjurnar, tilheyra bakstykki), setjið næstu 39-41-41-45-49-49-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9-9-11-11-13-15-17 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið 59-63-69-75-81-87-97 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 39-41-41-45-49-49-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9-9-11-11-13-15-17 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi) og prjónið síðustu 56-60-66-72-78-84-94 lykkjur eins og áður (= afgangur af bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 136-144-160-172-188-204-228 lykkjur. Prjónið A.1 eins og áður þar til stykkið mælist 44-47-49-51-52-54-56 cm frá merki fyrir miðju að framan – stillið af að síðasta umferð sé umferð þar sem uppslátturinn og lykkjan er prjónað slétt saman. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff þannig: Prjónið sléttu lykkjurnar slétt og prjónið 1 lykkju brugðið í uppsláttinn og 1 lykkju brugðið í brugðnu lykkjuna (= 1 lykkja slétt / 2 lykkjur brugðið). Það eru 204-216-240-258-282-306-342 lykkjur í umferð. Þegar stroffið mælist 5-5-5-5-6-6-6 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 49-52-54-56-58-60-62 cm frá merki fyrir miðju að framan og ca 53-56-58-60-62-64-66 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 39-41-41-45-49-49-53 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 4,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 9-9-11-11-13-15-17 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi, byrjið í miðjulykkju undir ermi og prjónið upp í 5-5-6-6-7-8-9 lykkjur – lesið LEIÐBEININGAR ERMI, prjónið yfir lykkjur á ermi eins og áður og endið með að prjóna upp 4-4-5-5-6-7-8 lykkjur undir ermi = 48-50-52-56-62-64-70 lykkjur. Setjið 1 merki mitt í 9-9-11-11-13-15-17 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkið – nýjar lykkjur undir ermi eru prjónaðar inn í mynstur A.1 í fyrstu umferð. Prjónið mynstur A.1 hringinn eins og áður – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 23-22-20-20-18-16-12 cm frá skiptingunni, er lykkjum fækkað fyrir miðju ofan á ermi, setjið eitt merki í miðjulykkjuna ofan á ermi (= slétt lykkja). Nú er fækkað um 4 lykkjur ofan á ermi þannig: Prjónið hringinn í mynstri A.1 og fækkið lykkjum fyrir miðju ofan á ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 18-18-18-18-14-14-14 hverri umferð (þ.e.a.s. í 9-9-9-9-7-7-7 hverri umferð með sýnilegum klukkuprjónslykkjum á hæðina) alls 3-3-3-3-4-4-5 sinnum = 36-38-40-44-46-48-50 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 38-37-35-35-33-31-30 cm frá skiptingunni – stillið af að síðasta umferð sé umferð þar sem uppslátturinn og lykkjan er prjónað slétt saman. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff þannig: Prjónið sléttar lykkjur slétt og prjónið 1 lykkju brugðið í uppsláttinn og 1 lykkju brugðið í brugðnu lykkjuna (= 1 lykkja slétt / 2 lykkjur brugðið). Það eru 54-57-60-66-69-72-75 lykkjur í umferð. Þegar stroffið mælist 5-5-5-5-6-6-6 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-42-40-40-39-37-36 cm frá skiptingunn. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #casuallinessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 263-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.