Susi skrifaði:
Bitte folgendes klären: Das erste Knopfloch soll direkt nach Beendigung der 22 Zunahmen gefertigt werden. Damit liegt der V Ausschnitt bei mir in Größe L etwa 10 Krausrippen höher, als bei Ihren Modell Fotos die sicher eine kleinere Größe zeigen. Nach den Angaben erreiche ich lange nicht die angegebene Ausschnitt Tiefe von 22cm in Größe L. Was ist da falsch erklärt ??? Bitte dringend um Antwort.
23.03.2025 - 17:45DROPS Design svaraði:
Liebe Susi, die Maßskizze ist etwas standard, der Halsausschnitt in L wird nach 50 Reihen ca 15 cm fertig sein + die 4 cm Schulter sind es nach 19 cm - den Armausschnitt ist tiefer mit 22 cm + 4 cm Schulter. Viel Spaß beim Stricken!
24.03.2025 - 09:36
Susi skrifaði:
Andrea hat Recht. Die Beschreibung zur Zunahme am V- Ausschnitt ist mißverständlich und sollte im Text entsprechend Ihrer gut erklärten Antwort geändert werden.
11.03.2025 - 13:03
Anna Johansson skrifaði:
Hej Jag har stickat en provbit och 26 maskor blir 10 cm. Men 34 varv blir bara 8,5 cm. Hur ska jag tänka, det kommer ju inte stämma med raglan…. Mvh Anna
11.03.2025 - 11:19DROPS Design svaraði:
Hej Anna, da må du strikke en ekstra pind imellem raglanøkningerne en gang imellem, så du kommer op i ret antal cm i højden :)
14.03.2025 - 12:08
Susi skrifaði:
Wie komme ich nach dem Maschenanschlag 17 M auf die erste Hin Reihe? Stricke ich erst eine Rückreihe linke Maschen, um dann in der Hin Reihe mit A1 beginnen zu können?
08.03.2025 - 09:59DROPS Design svaraði:
Liebe Susi, bei der rechten Blende stricken Sie zuerst die Hinreihen mit zuerst A.1, dann wie unter RECHTE BLENDE MIT I-CORD: erklärt, bei den Rückreihen stricken Sie zuerst die rechte Blende mit I-cord, dann A.1 (lesen Sie das Diagram links nach rechts bei den Rückreihen). Viel Spaß beim Stricken!
10.03.2025 - 08:07
Andrea skrifaði:
Liebes Drops-Team, ich verstehe nicht, wo die Zunahme für den V-Ausschnitt erfolgen soll. Sie schreiben „ Für den V-Ausschnitt wird beidseitig innerhalb von A.1 und der Blende in Hin-Reihen zugenommen“ . Wenn ich zwischen A.1 und der Blende zunehme, läuft doch das Muster auseinander, weil die Maschen zwischen A1 und den Blendenmaschen immer mehr werden. Muss es nicht heißen, dass NACH bzw. VOR A.1 zugenommen werden muss? Vielen Dank für die Hilfe und liebe Grüße, Andrea
06.03.2025 - 19:19DROPS Design svaraði:
Liebe Andrea, so wird man zunehmen: am Anfang einer Hinreihe nach den 8 Blenden-Maschen + A.1 (= nach den 17 ersten Maschen -mit jeweils 9 M in A.1 gezählt), am Ende einer Rückreihe: vor den 17 letzten Maschen, dh vor A.1 (mit 9 M gezählt) + den 8 Blenden-Maschen. Viel Spaß beim Stricken!
07.03.2025 - 08:57
Shirley Williamson skrifaði:
There is no Chart A1
28.02.2025 - 21:55DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Williamson, you will find diagram A.1 at the bottom of the page on the right side of chart. Happy knitting!
03.03.2025 - 12:12
White River Cardigan#whiterivercardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa DROPS Flora eða DROPS Baby Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, v-hálsmáli, i-cord og rúllukanti. Stærð S - XXXL.
DROPS 258-28 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. A.1 er alltaf talið sem 9 lykkjur. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Prjónið 6 lykkjur garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í garðaprjóni. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í garðaprjóni. RANGA: Prjónið 6 lykkjur garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð (= ranga) prjónið uppsláttinn þannig: Á UNDAN MERKI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Á EFTIR MERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. V-HÁLSMÁL: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð (= ranga) er uppslátturinn prjónaður þannig: Á EFTIR HÆGRI KANT AÐ FRAMAN: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið uppsláttinn til baka yfir á vinstri prjón í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Á UNDAN VINSTRI KANT AÐ FRAMAN: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 6 lykkjur eru eftir í umferð þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið kant að framan eins og áður og prjónið uppsláttinn brugðið, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að útaukning fyrir v-hálsmál hefur verið gerð til loka. Fellið síðan af fyrir 3-4-4-4-4-4 næstu hnappagötum með ca 8½-7-7½-8-8-8½ cm á milli hverra hnappagata. LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar lykkjur eru prjónaðar upp mitt undir ermi, getur myndast smá gat í skiptingunni á milli lykkja frá fram- og bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja – þessi þráður er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkju á milli fram- og bakstykkis og ermi, þannig að gatið lokist. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Fyrst eru prjónaðir 2 kantar að framan, síðan eru lykkjur fitjaðar upp fyrir berustykki á milli kanta að framan. Berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað til loka niður á við og fram og til baka á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantar að framan eru saumaðir saman, saumur = miðja að aftan, síðan eru kantar að framan saumaðir meðfram berustykki aftan í hnakka. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Fitjið upp 17 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Flora eða DROPS Baby Merino. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: Prjónið A.1, prjónið HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Haldið svona áfram fram og til baka þar til kantur að framan mælist 19-19-20-20-21-21 cm, endið með umferð frá röngu. Klippið þráðinn og setjið lykkjur á hjálparprjón, það á að prjóna fyrst yfir kant að framan þegar lykkjur eru fitjaðar upp fyrir berustykki. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Fitjið upp 17 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Flora eða DROPS Baby Merino. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: Prjónið VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið A.1. Haldið svona áfram fram og til baka þar til kantur að framan mælist 19-19-20-20-21-21 cm, endið með umferð frá röngu. Ekki klippa þráðinn, næsta umferð er síðan prjónuð með þessum þræði frá réttu eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Nú eru lykkjur fitjaðar upp fyrir berustykki á milli kanta að framan. Snúið og prjónið síðan með hringprjón 2 frá réttu þannig: Prjónið vinstri kant að framan eins og áður frá réttu, þ.e.a.s. fyrst 8 kantlykkjur að framan með i-cord, síðan A.1, fitjið upp 105-109-111-113-117-119 nýjar lykkjur í umferð, prjónið hægri kant að framan eins og áður frá réttu, þ.e.a.s. fyrst A.1, síðan 8 kantlykkjur að framan með i-cord = 139-143-145-147-151-153 lykkjur. Setjið 1 merki að innanverðu í kanti að framan í annarri hlið á stykki (= framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. Nú eru sett 4 merki í stykkið jafnframt því sem næsta umferð er prjónuð, merkin eru sett í lykkju og þessar lykkjur eru nú kallaðar fyrir laskalykkjur og eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið 8 kantlykkjur að framan og A.1 eins og áður, prjónið 1 lykkju brugðið (= hægra framstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju og prjónið þessa lykkju brugðið (= laskalykkja), prjónið 21 lykkju brugðið (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju og prjónið þessa lykkju brugðið (= laskalykkja), prjónið 57-61-63-65-69-71 lykkjur brugðið (= bakstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju og prjónið þessa lykkju brugðið (= laskalykkja), prjónið 21 lykkju brugðið (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju og prjónið þessa lykkju brugðið (= laskalykkja), prjónið 1 lykkju brugðið og endið eins og áður með A.1 og 8 kantlykkjur að framan (= vinstra framstykki). Nú er prjónað sléttprjón, A.1 og kantar að framan eins og áður JAFNFRAMT sem aukið er út bæði fyrir LASKALÍNA og V-HÁLSMÁL – lesið leiðbeiningar að ofan og lesið báða kaflana að neðan áður en prjónað er áfram. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 laskalykkjur (= 8 lykkjur fleiri). Aukið út í annarri hverri umferð alls 29-31-33-38-39-40 sinnum. Síðan er einungis aukið út á framstykkjum og bakstykki – ekki er lengur aukið út á ermum (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 1-2-2-1-4-8 sinnum. Aukið hefur verið út alls 30-33-35-39-43-48 sinnum fyrir laskalínu á framstykkjum og bakstykki og 29-31-33-38-39-40 sinnum á ermum. V-HÁLSMÁL: Aukið út fyrir v-hálsmál frá réttu í báðum hliðum á stykki innan við A.1 og kant að framan (= 1 lykkja fleiri í hvorri hlið). Aukið út í annarri hverri umferð 16-18-19-20-22-23 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 3 sinnum í öllum stærðum. Aukið hefur verið út alls 19-21-22-23-25-26 sinnum fyrir v-hálsmáli í hvorri hlið. Eftir að öll útaukning fyrir laskalínu og v-hálsmáli hefur verið gerð til loka, eru 413-441-461-501-529-557 lykkjur í umferð. Munið eftir HNAPPAGAT – lesið leiðbeiningar að ofan og prjónið síðan án þess að auka út þar til stykkið mælist 19-20-22-23-26-28 cm mælt beint niður frá merki að framan (þ.e.a.s. ekki mæla meðfram halla meðfram v-hálsmáli). Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið kant að framan og A.1 eins og áður, prjónið 51-56-59-64-70-76 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 79-83-87-97-99-101 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-12-16-18-22-26 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 119-129-135-145-157-169 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 79-83-87-97-99-101 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-12-16-18-22-26 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 51-56-59-64-70-76 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 og kant að framan eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 275-299-319-343-375-407 lykkjur. Prjónið sléttprjón, A.1 og kanta að framan eins og áður þar til stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm frá merki að framan – síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið 4 umferðir stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir allar lykkjur (einnig yfir kanta að framan). Prjónið 4 umferðir í sléttprjóni og fellið aðeins laust af (= rúllukantur). Peysan mælist 48-50-52-54-56-58 cm frá merki að framan og ca 52-54-56-58-60-62 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 79-83-87-97-99-101 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 3 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 10-12-16-18-22-26 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ERMI = 89-95-103-115-121-127 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 10-12-16-18-22-26 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið sléttprjón umferðina hringinn – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 2-2-2-2-4-3 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 3-2½-2-1½-1-1 cm alls 13-15-18-23-25-27 sinnum = 63-65-67-69-71-73 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 42-41-40-39-37-35 cm frá skiptingunni. Prjónið 4 umferðir stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 1 lykkju jafnt yfir í umferð 1 = 64-66-68-70-72-74 lykkjur. Prjónið 4 umferðir sléttprjón og fellið af aðeins laust (= rúllukantur). Ermin mælist ca 43-42-41-40-38-36 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. Kantar að framan frá hvoru framstykki eru saumaðir saman – saumur = miðja að aftan, saumið síðan kanta að framan við berustykkið aftan í hnakka. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #whiterivercardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 258-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.