Liz skrifaði:
Could I make this with two strands only? I don’t want it to be too thick and warm but I really like the style. I also want a fairly loose stitch
17.03.2025 - 20:28DROPS Design svaraði:
Dear Liz, you can work it with 2 strands yarn group E to get the same thickness but if you like to work with only 2 strands Brushed Alpaca Silk, tension would be different (approx. yarn group D) so you would have to recalculate the pattern with your own tension - for ex. here for a tension 15-14 stitches - adjuster filters/tension if required. Happy knitting!
18.03.2025 - 10:06
Liz skrifaði:
So you work 5 yarns at the same time? I don’t understand how that works. Are each of the balls of wall very long?
16.03.2025 - 23:40DROPS Design svaraði:
Dear Liz, yes, you work with 5 threads at the same time. DROPS Brushed Alpaca Silk is a 25g ball, each of which has a yardage of 140m. If you work with all 5 colours then you will use 1 thread of each colour as you work and change when the ball is finished; you will need 7 balls of each colour for this pattern. Happy knitting!
17.03.2025 - 00:03
Liz skrifaði:
I’m confused about knitting with 5 strands. Doesn’t 5his use a lot of wool and make the jumper very thick?
16.03.2025 - 20:26DROPS Design svaraði:
Dear Liz, that's right; the sweater will be quite thick and you can see the total amount of yarn used: 525-600-650-700-775-850 g (if you work in one colour) or between 125-175g of each colour (depending on the size). Even if the pattern is in the summer collection summer isn't always hot everywhere. So this model is considered for the cooler days in summer. DROPS Brushed Alpaca Silk is a light but warm thread so it shouldn't be too heavy to wear, while still keeping us warm. Happy knitting!
16.03.2025 - 22:43
Rikke Melgaard skrifaði:
Er det muligt at udskifte garnet med max to tråde af noget andet? Og i så fald, hvad for eksempel? Jeg har brugt jeres garnomregner uden held
27.02.2025 - 09:22DROPS Design svaraði:
Hej Rikke, du kan strikke den i 1 tråd DROPS Brushed Alpaca Silk og 1 tråd DROPS Snow, men sørg for at holde strikkefastheden. Skriv hvilken størrelse du skal strikke hvis du vil have hjælp med at regne garnforbruget ud :)
06.03.2025 - 11:03
Kathie skrifaði:
En français correct, on dit "on augmente de 8 mailles". Le "de" n'est pas optionnel, sinon ce n'est pas du français...
26.02.2025 - 01:17
Azure Bliss Sweater#azureblisssweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð overzise / stór peysa úr 5 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með laskalínu. Stærð S - XXXL.
DROPS 259-27 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI Á UNDAN MERKI: Sláið 1 sinni um hægri prjón með því að leggja þráðinn yfir hægri prjón, prjóna aftan frá og fram, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðið í fremri lykkjubogann. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI Á EFTIR MERKI: Sláið 1 sinni um hægri prjón með því að leggja þráðinn framan við prjóninn og síðan draga þráðinn aftur á bak, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðið í aftari lykkjubogann. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 116 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 12) = 9,6. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 9. og 10. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar lykkjur eru prjónaðar upp mitt undir ermi, getur myndast smá gat í skiptingunni á milli lykkja frá fram- og bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja – þessi þráður er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkju á milli fram- og bakstykkis og ermi, þannig að gatið lokast. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur að röngu og saumaður niður. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 48-48-56-56-56-64 lykkjur á hringprjón 8 með 1 þræði í hverjum lit í DROPS Brushed Alpaca Silk (= 5 þræðir), fitjað er upp með grófari prjóna svo uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til kantur í hálsmáli mælist 14 cm í öllum stærðum. Síðar er kantur í hálsmáli brotinn inn að röngu og við frágang þá verður kantur í hálsmáli ca 7 cm. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. BERUSTYKKI: Nú eru settir 4 merkiþræði í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja frá stroffi, þessar lykkjur eru nú kallaðar fyrir laskalykkjur. Teljið 1 lykkju (= tilheyrir bakstykki), setjið 1. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, teljið 8-8-8-8-8-12 lykkjur (= ermi), setjið 2. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, teljið 16-16-20-20-20-20 lykkjur (= framstykki), setjið 3. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, teljið 8-8-8-12-12-12 lykkjur (= ermi), setjið 4. merkiþráðinn á undan næstu lykkju. Það eru 15-15-19-19-19-19 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta merkiþræði (= bakstykki). Setjið 1 merki á eftir fyrstu 17-17-19-19-19-19 lykkjur í umferð (= ca fyrir miðju að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan – þannig: UMFERÐ 1: Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalykkjur (= 8 lykkjur fleiri) – ATH: Í byrjun umferðar er aukið út á eftir 2 laskalykkjum við 1. merki og í lok umferðar. Prjónið sléttprjón. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 2 8-9-7-10-13-10 sinnum (16-18-14-20-26-20 umferðir prjónaðar) = 112-120-112-136-160-144 lykkjur. Prjónið síðan og aukið út fyrir laskalínu þannig: UMFERÐ 1: Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalykkjur (= 8 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2: Prjónið sléttprjón. UMFERÐ 3: Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu á framstykki og bakstykki, þ.e.a.s. aukið út á undan laskalykkjum við 1. og 3. merkiþráðinn, á eftir laskalykkjum við 2. og 4. merkiþráðinn – lykkjur eru ekki auknar út á ermum (= 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 4: Prjónið sléttprjón. Prjónið UMFERÐ 1 til 4 alls 4-4-6-5-4-6 sinnum (= 16-16-24-20-16-24 prjónaðar umferðir = 4-4-6-5-4-6 sinnum fleiri á ermum og 8-8-12-10-8-12 sinnum fleiri á framstykki/bakstykki) = 160-168-184-196-208-216 lykkjur. Þegar allar útaukningar fyrir laskalínu er lokið, hefur verið aukið út 16-17-19-20-21-22 sinnum á framstykki/bakstykki og 12-13-13-15-17-16 sinnum á ermum. Nú eru merkiþræðirnir teknir frá og prjónað er í sléttprjóni án þess að auka út, þar til stykkið mælist 23-25-27-29-30-32 cm frá merki fyrir miðju að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar.. Byrjið við 1. merkiþráðinn og prjónið þannig: Prjónið 2-3-1-2-3-4 lykkjur sléttprjón (= tilheyrir bakstykki), setjið næstu 28-28-32-34-36-36 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-10-12 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 52-56-60-64-68-72 lykkjur í sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 28-28-32-34-36-36 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-10-12 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 50-53-59-62-65-68 lykkjur í sléttprjóni (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 116-128-136-148-156-168 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 48-50-52-53-55-55 cm frá merki fyrir miðju að framan. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 12-12-12-16-16-16 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan = 128-140-148-164-172-184 lykkjur. Þegar stroffið mælist 8-8-8-9-9-9 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 56-58-60-62-64-64 cm frá merki fyrir miðju að framan ca 60-62-64-66-68-70 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 28-28-32-34-36-36 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 8 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 6-8-8-10-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 34-36-40-44-46-48 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 6-8-8-10-10-12 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið sléttprjón umferðina hringinn – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 0-0-2-2-2-2 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 0-0-2-2-2-2 cm alls 0-0-1-2-2-2 sinnum = 34-36-38-40-42-44 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 35-34-31-29-29-27 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 7 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 2-4-2-4-6-4 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 36-40-40-44-48-48 lykkjur. Þegar stroffið mælist 8-8-8-9-9-9 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-42-39-38-38-36 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #azureblisssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 259-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.