Marie Andersson skrifaði:
A1 mönstret är 31 maskor högt. 27 maskor ska bli 10 cm. HUR ska jag då lägga det åt sidan när det mäter 17 cm. Då är mönstret färdigt sedan länge och bottenfärgen är påbörjad. Ni verkar inte hålla stickfastheten! Förklaring!
12.09.2025 - 11:41DROPS Design svaraði:
Hei Marie. Fint om du kan opplyse hvor i oppskriften du er, hvilken str. du strikker og hva er strikkefastheten din, så skal vi hjelpe/forklare deg så godt vi kan. Husk når det strikkes mønster er det viktig at trådene ikke strammes på baksiden av arbeidet. Gå evt opp på pinne nummer når det strikkes mønster dersom mønsteret strammer litt. mvh DROPS Design
15.09.2025 - 10:38
Emma skrifaði:
Hi there! when i cast on 4 stitches for the body, is that on the right or left needle? there are 3 more stitches to be cast on at the end of the round so if i cast onto left needle then do i need to work those stitches? thanks alot!
07.09.2025 - 07:30DROPS Design svaraði:
Hi Emma, You cast onto the right needle. Regards, Drops Team.
08.09.2025 - 06:51
Emma skrifaði:
Hi there! another question. I am making the M size. when working the front pieces (left and right) it says to begin A1 with 37 stitches and 2 stocking stitch in background by the armhole. This leaves 35 stitches in pattern but each repeat is 20 stitches (work the first 7-1-3-7-1-7 stitches in A.1 (so the pattern is symmetric) this part doesn't matter to M size right because it starts at the start of the chart?). Therefore, what do i do with the 5 stitches in the front piece? thanks a lot
07.09.2025 - 05:59
Emma skrifaði:
Hi there! Could you please clarify what it means by: "2 stocking stitches with background colour, see start-arrow for your size and work the last 0 stiches"? what does it mean by 2 stocking stitches? aslo what does this mean: "Work 2 rows of colour pattern according to A.1 with 2 stitches in background colour by the armhole. " to work 2 sitches background colour by armhole? thank you so much!
06.09.2025 - 11:24
Kay skrifaði:
Would it look weird due to the shoulders being a bit more dropped and loose if i did the pattern at a smaller size with negative ease or is it recommended that i do the size i usually knit? (If i did it the size i normally knot would it be as loose as in the photos?)
15.07.2025 - 19:54DROPS Design svaraði:
Hi Kay, how to choose the right size for you you will find HERE. Happy knitting!
16.07.2025 - 14:54
Moa skrifaði:
Hej! Jag undrar hur jag ska sticka när det kommer till minskningen under armen? Det står "minska 2 maskor x gånger på varannan varv". Vartannat varv hur länge då? Det stycker tycker jag är otydligt och jag kommer inte vidare på min tröja :(
27.06.2025 - 19:56DROPS Design svaraði:
Hej Moa, jo du minskar det antal ggr som står i din storlek (har du markerat din storlek) :)
01.07.2025 - 08:30
Alice skrifaði:
Hello, I’m starting to make this patern. When working the diagram on the wrong side, should I start the row at the arrow for my size (wich is XL) reading from left to right or do I need to start at the begining of the row? Thank you
26.05.2025 - 03:09DROPS Design svaraði:
Hi Alice, Yes, if the first row in A.1 is worked from the wrong side, it is worked from left to right. But you still have to work the last 6 stitches on the row first, before starting at the beginning of the row, repeating this row until you have worked across 100 stitches, then work the first 7 stitches on the row. You will then have a symmetrical pattern on both sides of the back piece and the pattern nicely position on the jumper. Regards, Drops team.
26.05.2025 - 06:49
Johi skrifaði:
Hello, I just started this pattern and I just finished the first A1 pattern. I'm making it in XL size and it says that I should continue until the piece measures 17 cm from the marker but it's only 15 cm so far and I finished A1. Should I start the 4cm in background colour you mentioned when working in the round on the body?
04.02.2025 - 16:34DROPS Design svaraði:
Hi Johi, It sounds like your knitting tension is a bit tight and this could affect the width measurements as well as the length measurementss. The answer to this is to start again with a larger needle size, working a swatch first, until you get the correct tension. If you don't want to do this and you are happy with the width of the jumper, you can work broader white stripes to get the correct lengths onwards. Happy knitting!
05.02.2025 - 06:55
Jarle skrifaði:
Prøvt med både chrome og safari
23.01.2025 - 12:52
Jarle skrifaði:
Det er ikke mulig og skrive ut denne oppskrift Kan dere sende fil i mail?
21.01.2025 - 14:48DROPS Design svaraði:
Hej, jo det går, prøv at åbne opskriften i en anden weblæser. Skriv gerne hvilken weblæser du ikke får til at fungere :)
23.01.2025 - 12:30
Far Away#farawaysweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS BabyMerino og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, norrænu mynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-8 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Mynstur er prjónað þannig: * Prjónið A.1 einu sinni á hæðina, prjónið 4-4-4-4-5-5 cm með grunnlit *, prjónið frá *-* þar til A.1 hefur verið prjónað 3 sinnum á hæðina, síðan er peysan prjónuð til loka með grunnlit. Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þegar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir í eitt númer grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið lykkju með merki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Prjónið síðan bakstykkið niður á við samtímis sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til lykkjufjöldi fyrir axlarvídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið smá skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er hægt að láta bakstykkið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 stykkjum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu er lokið fyrir hálsmáli. Síðan er framstykkið prjónað með mynstri niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg og ermar eru prjónaðar niður á við. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu, síðan eru ermarnar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur að röngu og saumaður niður. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 37-37-41-45-45-49 lykkjur á hringprjón 3,5 með 1 þræði DROPS Baby Merino í litnum hvítur og 1 þræði DROPS Kid-Silk í litnum natur (= 2 þræðir, héðan í frá kallaðir grunnlitur). UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur brugðið. Á EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 15-17-17-18-20-22 sinnum (= 30-34-34-36-40-44 prjónaðar umferðir), eftir síðustu útaukningu eru = 97-105-109-117-125-137 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hliðina. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið síðan þannig: Prjónið 2 lykkjur með grunnlit, sjá ör sem sýnir byrjun á þinni stærð og prjónið síðustu 6-0-2-6-0-6 lykkjur í A.1, prjónið A.1 yfir næstu 80-100-100-100-120-120 lykkjur, prjónið 7-1-3-7-1-7 fyrstu lykkjur í A.1 (þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt í hvorri hlið), prjónið 2 lykkjur með grunnlit. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 14-15-16-17-17-18 cm frá merki yst í hliðinni, endið með umferð frá röngu og athugið í hvaða umferð í mynstri þetta sé. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er vinstra framstykkið prjónað meðfram vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur frá þræði / hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál með litnum hveiti og prjónið upp lykkjur út að handvegi þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju með grunnlit = 30-34-34-36-40-44 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið sléttprjón (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu). Þegar stykkið mælist 10-10-10-10-12-12 cm, aukið út lykkjur að hálsmáli þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1, prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið út umferðina. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3 sinnum (= 6 prjónaðar umferðir) = 33-37-37-39-43-47 lykkjur (næsta umferð er prjónuð frá réttu). Prjónið 2 umferðir með mynstur eftir A.1 með 2 lykkjur í grunnlit við handveg. Umferð 1 og 2 í A.1 hefur nú verið prjónað til loka. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er hægra framstykkið prjónað eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við öxl og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju = 30-34-34-36-40-44 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið sléttprjón (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu). Þegar stykkið mælist 10-10-10-10-12-12 cm, aukið út lykkjur að hálsmáli þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3 sinnum (= 6 prjónaðar umferðir) = 33-37-37-39-43-47 lykkjur (næsta umferð er prjónuð frá réttu). Prjónið 2 umferðir með mynstur eftir A.1 með 2 lykkjur með grunnlit við handveg. Umferð 1 og 2 í A.1 hefur nú verið prjónað til loka. Setjið síðan framstykkin saman eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI (hægra og vinstra stykki sett saman): Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu með grunnlit þannig (þessi umferð er umferð 3 í A.1): Prjónið 33-37-37-39-43-47 lykkjur frá hægra framstykki eins og áður, fitjið upp 31-31-35-39-39-43 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið 33-37-37-39-43-47 lykkjur frá vinstra framstykki eins og áður = 97-105-109-117-125-137 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með grunnlit (þessi umferð er umferð 4 í A.1). Prjónið síðan þannig, frá umferð 5 í A.1: 2 lykkjur með grunnlit, sjá ör sem sýnir byrjun í þinni stærð og prjónið síðustu 6-0-2-6-0-6 lykkjur í A.1, prjónið A.1 yfir næstu 80-100-100-100-120-120 lykkjur, prjónið 7-1-3-7-1-7 fyrstu lykkjur í A.1 (þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt í hvorri hlið, prjónið 2 lykkjur með grunnlit). Prjónið síðan þar til stykkið mælist 26-27-28-29-31-32 cm – passið uppá að þetta sé sama umferð og á bakstykki. Nú eru stykkin sett saman. Klippið þráðinn. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 4-4-6-7-9-9 nýjar lykkjur í umferð, haldið áfram með mynstur eins og áður yfir 97-105-109-117-125-137 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 7-7-11-13-17-17 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (= í hlið mitt undir ermi), haldið áfram með mynstur yfir 97-105-109-117-125-137 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 3-3-5-6-8-8 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) = 208-224-240-260-284-308 lykkjur í umferð. Nú er prjónað í hring í umferðinni, A.1 er prjónað yfir allar lykkjur. ATH! Mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hliðum, prjónið mynstur eins langt og hægt er inn að hliðum á fram- og bakstykki. Miðjulykkja af nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið er alltaf prjónuð með grunnlit. Prjónið þar til framstykkið mælist 61-63-65-66-68-70 cm. Skiptið yfir á hringprjón 2,5, prjónið stroff með grunnlit (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 20-22-24-26-28-30 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 228-246-264-286-312-338 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4-4-4-5-5-5 cm fellið af. Framstykkið mælist 65-67-69-71-73-75 cm mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, framstykkið er ca 3 cm lengra en loka mál þar sem lykkjur voru prjónaðar upp er ekki fyrir miðju ofan á öxl, heldur aðeins niður á bakstykki, peysan mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður á við. Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg = mitt ofan á öxl (ATH! Mitt ofan á öxl er ekki á sama stað og lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 6-6-6-6-7-7 cm niður á framstykki). Prjónið upp lykkjur í kringum handveg, notið hringprjón 2,5 og grunnlit og byrjið í miðjulykkju sem fitjuð var upp mitt undir ermi - prjónið upp 82-86-94-102-110-114 lykkjur með grunnli – stillið af að prjónaðar sé upp jafnmargar lykkjur hvoru megin við merki. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Setjið 1 merki í miðjulykkju undir ermi og færið merkið frá öxl að miðjulykkju mitt ofan á ermi – það eiga að vera jafnmargar lykkjur á milli lykkja með merki. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu svo að ermin passi betur og fái betra form, umferðin byrjar mitt undir ermi þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 8-8-12-12-12-14 lykkjur fram hjá lykkju með merki ofan á öxl, snúið stykkinu – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 8-8-12-12-12-14 lykkjur fram hjá lykkju með merki, snúið stykkinu . UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 5 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 5 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. Prjónið UMFERÐ 3 og 4 þar til snúið hefur verið við alls 8 sinnum (= 4 sinnum í hvorri hlið og síðasta prjónaða umferðin sé frá röngu). Á EFTIR SÍÐASTA SKIPTI SEM SNÚIÐ ER VIÐ: Í síðasta skipti sem umferð 4 er prjónuð þá endar umferðin með að snúa stykkinu, síðan er prjónað frá réttu að byrjun umferðar (mitt undir ermi). Setjið 1 merki í miðju af nýjum lykkjum undir ermi. Nú er prjónað í hring yfir allar lykkjur í sléttprjóni og mynstur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað undir ermi – lesið MYNSTUR og ÚRTAKA að neðan áður en prjónað er áfram. MYNSTUR: Munið eftir úrtöku áður en prjónað er áfram. Þegar ermakúpan hefur verið prjónuð til loka og prjóna á ermina í hring, prjónið mynstur þannig: Prjónið með grunnlit þar til stykkið mælist 4-4-4-4-5-5 cm, prjónið síðan A.1 hringinn á ermi - mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi, en teljið út frá lykkju með merki mitt ofan á öxl hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi – lykkja með merki í mitt ofan á ermi á að passa við merkingu fyrir miðjulykkju í A.1. Prjónið mynstur eins og á fram- og bakstykki, en þegar prjónaðar hafa verið 2 mynstureiningar með A.1 á hæðina, prjónið ermina til loka með grunnlit. ÚRTAKA: Lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA að ofan og fækkið lykkjum þannig: Þegar ermin mælist 1 cm mælt mitt undir ermi fækkið um 2 lykkjur 4-4-5-6-7-8 sinnum í annarri hverri umferð, síðan er fækkað um 2 lykkjur í hverjum 3-3-2½-1½-1½-1½ cm alls 9-10-12-15-17-17 sinnum = 56-58-60-60-62-64 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 45-44-44-42-41-39 cm mælt frá öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 6-6-6-6-6-6 lykkjur jafnt yfir í umferð 1= 62-64-66-66-68-70 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm fellið af. Ermin mælist ca 51-50-50-49-48-46 cm frá merki mitt ofan á öxl. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 2,5 og grunnlit. Byrjið frá réttu við aðra axlalínuna og prjónið upp ca 112 til 148 lykkjur innan við 1 lykkju – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 9-9-9-10-10-10 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og fellið af aðeins laust. Brjótið stroffið niður að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður með nokkrum sporum við hvora öxl. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #farawaysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.