Cecilia skrifaði:
Hola, tengo una duda. Una vez terminados los aumentos de los hombros se coloca el primer marcador y hay que seguir en punto jersey hasta los 13 cm en mi caso porque es la talla M. Pero hay que tener 13 cm desde el marcador y antes de empezar los aumentos para la sisa o se cuentan los 13 cm desde que se empezó la labor (en el cuello)? Gracias
08.04.2025 - 11:05DROPS Design svaraði:
Hola Cecilia, para la talla M: "Continuar con punto jersey hasta que la labor mida 14 cm (13 es para la talla S y L) desde el marcapuntos." Así que comienzas a medir desde el marcapuntos, no el cuello. Recuerda medir por la sisa.
13.04.2025 - 20:19
Janet Williams skrifaði:
After Winter Cardigan Hello I am knitting the Front Pieces, I have completed the Left side Piece up to finishing the increases for the V neck and armholes, the stitches now on a holder. I have knitted the Right Front Piece up to the start of the V neck increases, the last instruction, Work ROWS 1 and 2 until the piece measures 7 cm. This instruction on the Left Side Piece was Knit until the piece measures 8 cm. Why the difference as both sides are measured from picked up edge?
14.02.2025 - 15:30DROPS Design svaraði:
Dear Janet, the pattern is correct; the difference in cm is because one of the front pieces will be over the other one, when you button up the front piece. So you work one less cm in the right front piece so that the right front piece overlaps the left one. Happy knitting!
16.02.2025 - 23:16
Patricia skrifaði:
Why the increased stitches after the row attaching pocket backs?
18.11.2024 - 21:38DROPS Design svaraði:
Dear Patricia, you need more stitches for the same width for ribbing with smaller needles than for stocking stitch with larger needles, reason why you will need to increase evenly when starting rib. Happy knitting!
19.11.2024 - 08:07
Antonia Musco' skrifaði:
Grazie per i vostri bellissimi modelli!! Gentilmente nella parte CORPO cosa intendete per maglie riprese sul davanti? Da quale punto parte questa misura? Grazie
07.11.2024 - 15:34DROPS Design svaraði:
Buonasera Antonia, in quel punto si fa riferimento alle maglie riprese sul davanti (leggere sotto DAVANTI SINISTRO e DESTRO). Buon lavoro!
17.11.2024 - 20:12
Renate skrifaði:
In der Anleitung ist ein Fehler: Am Ende des Ärmels, wenn das Rippenmuster beginnt, mit Nadelstärke 4, werden 8 bzw. 6 Maschen zugenommen. In der Anleitung steht allerdings "abnehmen". Sollte man vielleicht korrigieren...
18.10.2024 - 20:48
Sadies skrifaði:
Hi! In the photos, it looks like there is an i-Cord edge at the top of each pocket. Am I mistaken or does is pattern have instructions for creating this part? Maybe I misread it. Thank you!
20.09.2024 - 05:46DROPS Design svaraði:
Dear Sadies, the top of pocket has not an I-cord edge but a rolled edge, ie the first 4 rows stocking stitch worked on POCKET-TOPS before slipping the stitches aside. Happy knitting!
20.09.2024 - 08:53
Sisi skrifaði:
Gute Idee, weiter so
10.09.2024 - 12:07
Beate skrifaði:
Hallo, ich möchte die Jacke ohne das mitlaufende KidSilk stricken. Wieviel Tweed-Garn brauche ich dann? Liebe Grüße
06.09.2024 - 12:06DROPS Design svaraði:
Liebe Beate, dann bekommen Sie aber nicht die richtige Maschenprobe, am besten stricken Sie mit einer anderen Wolle der Garngruppe A (wie Kid-Silk, versuchen Sie den Garnumrechner); oder suchen Sie ein Modell, das mit nur 1 Faden Garngruppe B (wie Soft-Twed) gestrickt wurde. Viel Spaß beim Stricken!
09.09.2024 - 09:17
Annemiek skrifaði:
Mooie patronen. Wel veel met rondbreinaalden. Jammer.
06.09.2024 - 11:21
Christa Harrison skrifaði:
Retro Teacher Cardigan
11.08.2024 - 19:43
After Winter Cardigan#afterwintercardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Soft Tweed og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, v-hálsmáli, vösum og I-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 252-27 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt og 5 lykkjur í garðaprjóni. RANGA: Prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt og 5 lykkjur í garðaprjóni. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 6 lykkjur eru eftir í umferð þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið kant að framan eins og áður og prjónið uppsláttinn slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu ca 1 cm á eftir síðustu útaukningu fyrir v-hálsmáli, síðan er fellt af fyrir 3-3-4-4-4-4 næstu hnappagötum með ca 10-10½-8-8-8-8 cm á milli hverra hnappagata. Neðsta hnappagatið er staðsett í skiptingunni á milli sléttprjóns og stroffs. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr mitt í þessum 2 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Byrjað er á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkin eru prjónuð. Á framstykkjum er fyrst prjónaður listi með í kanti að framan sem síðar er saumaður saman meðfram hnakka í frágangi í lokin, síðan er framstykkið prjónað með því að prjónaðar eru upp lykkjur meðfram annarri öxlinni á bakstykki. Prjónið niður á við að handvegi JAFNFRAMT því sem lykkjur eru auknar út að hálsmáli. Endurtakið á hinni öxlinni. Við handveginn eru framstykkin og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við fram og til baka á hringprjóna. Vasar eru prjónaðir á framstykkjum. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg og ermar eru prjónaðar niður á við. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu, síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Listi í kanti að framan frá hvoru framstykki er saumaður saman, saumur = mitt að aftan, saumið lista í kanti að framan við lykkjur meðfram hálsmáli aftan í hnakka. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 26-26-28-30-30-32 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur brugðið. EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 13-14-15-16-18-20 sinnum (= 26-28-30-32-36-40 prjónaðar umferðir), á eftir síðustu útaukningu eru = 78-82-88-94-102-112 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hlið. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið síðan í sléttprjóni - Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu – þar til stykkið mælist 13-14-13-14-15-15 cm mælt frá merki yst meðfram handvegi. Nú er lykkjum aukið út í hvorri hlið fyrir handveg. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 2-2-3-3-3-3 sinnum (= 4-4-6-6-6-6 prjónaðar umferðir) = 82-86-94-100-108-118 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 15-16-16-17-18-18 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi, endið með eina umferð frá réttu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er vinstri listi í kanti að framan prjónaður og vinstra framstykki meðfram vinstri öxl frá bakstykki – lesið útskýringu að neðan. VINSTRI LISTI Í KANTI AÐ FRAMAN: Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 5,5. Prjónið VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til listi í kanti að framan mælist 7-7-8-9-9-9 cm, endið með umferð frá röngu, prjónið síðan eins og útskýrt er að neðan á vinstra framstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur af þræði/hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Öll mál á lengdina eru gerð héðan. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að öxl þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið fyrst 7 lykkjur frá lista í kanti að framan, prjónið síðan upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju (prjónaðar eru upp 26-28-30-32-36-40 lykkjur frá bakstykki) = 33-35-37-39-43-47 lykkjur. Öll mál á lengdina eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið slétt út umferðina. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 3 og 4 þar til stykkið mælist 8 cm. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að auka út fyrir v-hálsmál, jafnframt því sem einnig er aukið út í hlið við handveg. Útaukning í hlið byrjar áður en útaukning fyrir V-hálsmáli er lokið, lestu því báða næstu kafla áður en prjónað er áfram, til að fá betri yfirsýn yfir þegar útaukning fyrir handveg byrjar. ÚTAUKNING FYRIR V-HÁLSMÁLI: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið slétt út umferðina. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 9 sinnum (= 18 prjónaðar umferðir). Síðan er aukið út þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið slétt út umferðina. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið slétt út umferðina. UMFERÐ 4 (= ranga). Prjónið brugðið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 til 4 alls 4-4-5-6-6-7 sinnum (= 16-16-20-24-24-28 prjónaðar umferðir). Nú hefur verið aukið út alls 13-13-14-15-15-16 sinnum fyrir v-hálsmáli. Síðan er haldið áfram í sléttprjóni og kantlykkjur að framan. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: Þegar stykkið mælist 23-24-25-26-27-29 cm, aukið út í hlið við handveg þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 2-2-3-3-3-3 sinnum (= 4-4-6-6-6-6 prjónaðar umferðir). Þegar öll útaukning fyrir handveg og V-hálsmáli er lokið, eru 48-50-54-57-61-66 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 25-26-28-29-30-32 cm, mælt frá uppfitjunarkanti efst á framstykki, endið með eina umferð frá réttu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er hægri listi í kanti að framan prjónaður og framstykki meðfram hægri öxl frá bakstykki – lesið útskýringu að neðan. HÆGRI LISTI Í KANTI AÐ FRAMAN: Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 6. Prjónið HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til listi í kanti að framan mælist 7-7-8-9-9-9 cm, endið með umferð frá röngu. Klippið þráðinn og setjið lykkjur á hjálparprjón, það á að prjóna þær áfram yfir lista í kanti að framan þegar lykkjur eru prjónaðar upp fyrir hægra framstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við öxl og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju (prjónaðar eru upp 26-28-30-32-36-40 lykkjur frá bakstykki), prjónið síðan 7 lykkjur frá lista í kanti að framan inn í umferð = 33-35-37-39-43-47 lykkjur í umferð. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið út umferðina. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið slétt þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 7 cm. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að auka út fyrir v-hálsmáli, jafnframt því sem einnig er aukið út í hlið við handveg, lestu því báða næstu kafla áður en prjónað er áfram til að fá betri yfirsýn yfir þegar útaukning fyrir handveg byrjar. ÚTAUKNING FYRIR V-HÁLSMÁLI: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt þar til 9 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri – munið eftir ÚTAUKNING-1, 2 lykkjur slétt, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið út umferðina. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 9 sinnum (= 18 prjónaðar umferðir). Aukið síðan út þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt þar til 7 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur slétt, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið út umferðina. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið slétt þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið út umferðina. Prjónið UMFERÐ 1 til 4 alls 4-4-5-6-6-7 sinnum (= 16-16-20-24-24-28 prjónaðar umferðir). Nú hefur verið aukið út alls 13-13-14-15-15-16 sinnum fyrir v-hálsmáli. Haldið síðan áfram í sléttprjóni og kantlykkjur að framan. Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli hefur verið gerð til loka, byrjar úrtaka fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: Þegar stykkið mælist 23-24-25-26-27-29 cm, aukið út í hlið við handveg þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 3 lykkjur, aukið út um 1 lykkju til vinstri – munið eftir ÚTAUKNING-1, prjónið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið út umferðina. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 2-2-3-3-3-3 sinnum (= 4-4-6-6-6-6 prjónaðar umferðir). Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli og handveg hefur verið gerð til loka, eru 48-50-54-57-61-66 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 25-26-28-29-30-32 cm, mælt frá uppfitjunarkanti efst á framstykki, endið með eina umferð frá réttu. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Stykkið er nú mælt héðan ! FRAM- OG BAKSTYKKI: Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu – byrjið með lykkjur yfir hægra framstykki og prjónið umferðina þannig: Prjónið lykkjur 48-50-54-57-61-66 lykkjur frá hægra framstykki eins og áður, fitjið upp 4-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur í lok umferðar (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 82-86-96-100-108-118 lykkjur frá bakstykki eins og áður, fitjið upp 4-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 48-50-54-57-61-66 lykkjur frá vinstra framstykki eins og áður = 186-198-214-230-246-266 lykkjur í umferð. Prjónið fram og til baka frá miðju að framan yfir allar lykkjur í sléttprjóni og kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið þar til stykkið mælist 40-42-44-43-45-47 cm frá uppfitjunarkanti á framstykki – stillið af að prjónað sé frá réttu. Nú á að gera vasa. Geymið stykkið og prjónið efri hluta á báðum vösunum eins og útskýrt er að neðan. EFRI HLUT Á VASA: Fitjið upp 26-26-26-30-30-30 nýjar lykkjur á hringprjón 5,5. Prjónið 4 umferðir sléttprjón fram og til baka, setjið lykkjur á þráð. Prjónið 2 stykki með þessum hætti. Prjónið næstu umferð á fram- og bakstykki frá réttu þannig: Prjónið kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið 10-10-11-11-12-12 lykkjur slétt, setjið næstu 26-26-26-30-30-30 lykkjur á þráð fyrir innri vasa, setjið inn 26-26-26-30-30-30 lykkjur frá öðrum vasanum á vinstri prjón og prjónið síðan þessar lykkjur slétt, prjónið slétt yfir lykkjur frá fram- og bakstykki þar til 43-43-44-48-49-49 lykkjur eru eftir í umferð, setjið næstu 26-26-26-30-30-30 lykkjur á þráð fyrir innri vasa, setjið inn 26-26-26-30-30-30 lykkjur frá hinum vasanum yfir á vinstri prjón og prjónið hinn vasann á vinstri prjóni og prjónið síðan þessar lykkjur slétt, prjónið 10-10-11-11-12-12 lykkjur slétt og kantlykkjur að framan eins og áður. Í næstu umferð (= frá röngu) prjónið þannig: Prjónið 17-17-18-18-19-19 lykkjur eins og áður, prjónið * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir 24-24-24-28-28-28 lykkjur, prjónið 2 lykkjur brugðið, prjónið þar til 43-43-44-48-49-49 lykkjur eru eftir, prjónið * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* yfir 24-24-24-28-28-28 lykkjur, prjónið 2 lykkjur brugðið og prjónið 17-17-18-18-19-19 lykkjur eins og áður. Haldið áfram með kantlykkjur að framan, sléttprjón og stroffprjón (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) eins og áður yfir 26-26-26-30-30-30 lykkjur á hvorum vasa. Prjónið svona þar til stroffið mælist 4 cm. Nú er prjónað í sléttprjóni og kantlykkjur að framan þar til stykkið mælist 56-58-60-61-63-65 cm frá uppfitjunarkanti efst á framstykki, passið uppá að síðasta umferð sé prjónuð frá röngu. Geymið stykkið. INNRI VASI: Setjið 26-26-26-30-30-30 lykkjur frá öðrum þræðinum á prjón 5,5, fitjið upp 1 nýja lykkju í hvorri hlið = 28-28-28-30-30-30 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir þessar lykkjur í 16-16-16-18-18-18 cm (innri vasinn á nú að vera jafn langur og afgangur á peysu), í síðustu umferð er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið = 26-26-26-30-30-30 lykkjur. Setjið lykkjur á hjálparprjón og prjónið hinn innri vasann á sama hátt. Nú á að prjóna botninn á innri vasanum saman við peysuna, prjónið frá réttu þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 17-17-18-18-19-19 lykkjur, leggið hjálparprjóninn með 26-26-26-30-30-30 lykkjum frá innri vasanum aftan við vinstri prjón og prjónið 1 lykkju frá peysunni slétt saman með 1 lykkju frá hjálpar prjóni, endurtakið þar til allar lykkjur frá hjálparprjóni hafa verið prjónaðar saman við peysuna, prjónið þar til 43-43-44-48-49-49 lykkjur eru eftir í umferð, leggið hjálparprjóninn með 26-26-26-30-30-30 lykkjum frá innri vasanum aftan við vinstri prjón og prjónið 1 lykkju frá peysu slétt saman við peysu, prjónið síðustu 17-17-18-18-19-19 lykkjur eins og áður. Í næstu umferð frá röngu byrjar stroff JAFNFRAMT er aukið út um 22-26-26-30-30-34 lykkjur jafnt yfir í umferð (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 208-224-240-260-276-300 lykkjur, prjónað er þannig: Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið kant að framan eins og áður, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið – munið eftir útaukning) þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og kantlykkjur að framan eins og áður. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm fellið af. Framstykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm mælt frá uppfitjunarkanti, framstykkið er ca 2 cm lengra en loka mál þar sem kantur þar sem lykkjur voru prjónaðar upp er ekki mitt ofan á öxl, heldur aðeins neðar á bakstykki, peysan mælist 60-62-64-66-68-70 cm. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handvegi og niður á við. Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg = mitt ofan á öxl (ATH! Mitt ofan á öxl er ekki á sama stað þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki heldur ca 5-5-6-6-6-7 cm niður á framstykki). Prjónið upp lykkjur í kringum handveg, notið hringprjón 5,5 og byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp 68-74-76-78-84-88 lykkjur – stillið af að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur hvoru megin við merki. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu til að ermin fái betra form og passi betur, umferðin byrjar mitt undir ermi þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 8-7-7-6-5-5 lykkjur fram hjá merki ofan á öxl, snúið stykkinu – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 8-7-7-6-5-5 lykkjur fram hjá merki, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 8-7-7-6-5-5 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 8-7-7-6-5-5 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. Endurtakið síðan UMFERÐ 3 og 4. Prjónið þar til snúið hefur verið við alls 6-8-8-10-12-12 sinnum (= 3-4-4-5-6-6 sinnum í hvorri hlið og síðasta umferð er prjónuð frá röngu). Á EFTIR SÍÐASTA SKIPTI SEM SNÚIÐ ER VIÐ: Í síðasta skipti sem umferð 4 er prjónuð þá endar umferðin með því að snúa stykkinu, síðan er prjónað frá réttu að byrjun umferðar (mitt undir ermi). Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi, það á að nota hann þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Látið síðan merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Nú er prjónað í hring í sléttprjóni yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað undir ermi, lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Þegar ermin mælist 1-1-1-1-1-1 cm mælt mitt undir ermi er fækkað um 2 lykkjur 3-3-3-4-4-4 sinnum í annarri hverri umferð, síðan er fækkað um 2 lykkjur í hverjum 3½-3-2½-2½-2-2 cm alls 9-11-11-10-12-13 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 44-44-43-41-39-39 cm frá öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 8-6-8-6-8-6 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 52-52-56-56-60-60 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 50-50-49-48-46-46 cm frá miðju ofan á öxl. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. Listi í kanti að framan frá hvoru framstykki er saumaður saman – saumur = miðja að aftan, saumið síðan listann við lykkjur aftan í hnakka. Saumið hliðar á innri vasa að innanverðu á peysu. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #afterwintercardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 252-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.