Maren skrifaði:
Meinte natürlich 108 Maschen Halsblende
25.02.2025 - 10:33
Maren skrifaði:
Hey, wie komme ich von 198 Maschen der Halsblende auf 72 Maschen der Passe?
25.02.2025 - 10:32DROPS Design svaraði:
Liebe Maren, in 2. Größe schlägt man 108 M und bei der 1. Reihe vom Patentmuster wird man abnehmen - so daß es dann nur 72 Maschen übrig sind. Viel Spaß beim Stricken!
25.02.2025 - 16:30
EB skrifaði:
Stickfråga: först stickar man ju halsen. 108 m resår. sedan ska man gå över till att sticka patent för oket, Då ska det plötsligt vara 72 maskor. Men det står inte att man ska minska på något sätt. VAR framkommer det att man ska minska halsmaskorna?
07.02.2025 - 10:27
Elle skrifaði:
Halskanten är 108 m. Sen är oket plötsligt bara 72 m, utan att det stått om någon minskning? Otydligt om man mäter från hö axel bak, där varvet börjar - eller om man mäter och räknar från mitt fram som det står sedan. Mycket otydiga beskrivningar. HJÄLP!
28.01.2025 - 11:34DROPS Design svaraði:
Hej Elle. I förklaringen till helpatent står det så här på varv 1: * Sticka 2 avigmaskor tillsammans, gör 1 omslag om stickan, ta av 1 maska från stickan som om den skulle stickas avig, *, sticka från *-* varvet ut. Du stickar alltså ihop maskor och gör omslag, så när vi skriver 72 maskor så är det för att vi inte räknar omslagen som maskor. Mvh DROPS Design
28.01.2025 - 13:55
Bita skrifaði:
Bonjour, Peut on tricoter ce pull uniquement avec le fil Daisy et ne pas ajouter le fil kid silk ? Si oui, faut-il modifier le nombre de mailles ?
17.01.2025 - 18:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Bita, si vous tricotez uniquement en Daisy, vous n'aurez pas la bonne tension, il vous faudra alors recalculer le nombre de mailles nécessaire en fonction de votre échantillon. Vous pouvez aussi remplacer Kid-Silk par une autre laine du même groupe; découvrez les alternatives possibles (et la quantité correspondante) grâce à notre convertisseur. Bon tricot!
20.01.2025 - 09:28
Tumbarello skrifaði:
Bonsoir n ayant jamais tricoter aux aiguilles circulaires j' ai vraiment du mal à suivre les explications ,,je voudrais tricoter. Avec des aiguilles droites est ce possible ,merci et en ayant les explications plus clairs merci
17.01.2025 - 17:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tumbarello, pour ce type de modèles, il peut être plus simple de tricoter en rond sur aiguille circulaire comme dans les explications - vous trouverez à cet effet dans l'onglet "vidéos" comment tricoter sur aiguille circulaire; vous trouverez également dans cette leçon quelques astuces pour adapter un modèle sur aiguilles droites. Bon tricot!
20.01.2025 - 07:24
Ashley skrifaði:
Hi! after separating the sleeves, do i work the 5 cast on stitches in knit? or continue in english rib?
12.01.2025 - 12:22DROPS Design svaraði:
Dear Ashley, after dividing for sleeves, work English Rib in the round over all stitches for body. Happy knitting!
13.01.2025 - 11:12
Caroline skrifaði:
Jeg har lavet halskanten og skal lave de 5 omgange i helpatent. Jeg har lavet 1. omgang helpatent og sat maskemarkører de 8 steder, hvor jeg skal. Men jeg forstår ikke, hvordan jeg skal flytte arbejdet til højre skulder på bagstykket (de 27 masker, str M.). Skal jeg strikke over de 27 måske med 1. omgang helpatent. Jeg kan ikke få helpatenten til at passe i omgangene og derved passer det ikke til raglanen, når jeg skal lave udtagninger. Jeg har det korrekte maskeantal uden omslag
07.01.2025 - 11:06
Mélissa skrifaði:
Bonjour, je viens de faire un échantillon avec des aiguilles 5mm, dans la largeur j'ai environ 20 mailles. J'ai donc un doute si pour l'échantillons on prend en compte toutes les mailles (mailles glissées, jetés et mailles tricotées ensembles) ou on omet les jetés aussi dans le comptage?
26.12.2024 - 00:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Mélissa, les jetés des côtes anglaises ne comptent pas dans le nombre de mailles car ils appartiennent à la maille glissée avec laquelle ils seront ensuite tricotées. Bon tricot!
02.01.2025 - 11:25
Eva skrifaði:
Ik geraak er niet uit wat ik verkeerd doe met het breien van naald 1,2 en 3. Voor en achterkant zien er helemaal niet hetzelfde uit. Ik sukkel ook met de overgang naar de volgende toer. Ik brei in het rond trouwens. Moet ik niet naald 2 blijven doorbreien? kan u stap per stap nog eens uitleggen aub? Ik vermoed dat ik ergens een verkeerde overgang maak waardoor de steken niet meer mooi boveneen uitkomen
22.12.2024 - 10:15DROPS Design svaraði:
Dag Eva,
Voor de Engelse patensteek brei je de eerste keer naalden 1, 2 en 3 en daarna herhaal je steeds naalden 2 en 3.
11.01.2025 - 15:33
Cherish Sweater#cherishsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Daisy og 1 þræði DROPS Kid-Silk eða 1 þræði DROPS Puna og 1 þræði DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og klukkuprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 252-8 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar lykkjur eru taldar er uppslátturinn ekki talinn með sem lykkja. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð í umferð þar sem uppslátturinn og slétta lykkja er prjónað slétt saman. Aukið út um 2 lykkjur í slétta lykkju og uppsláttinn með því að prjóna 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn þannig: Prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman, en bíðið með að lyfta lykkjunni yfir og uppsláttinn af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið sömu lykkju og uppsláttinn slétt saman einu sinni til viðbótar (= 2 lykkjur fleiri). Prjónið síðan nýjar lykkjur í klukkuprjóni, en athugið að útauknar lykkjur hafa ekki uppslátt í fyrsta skipti sem þær eru prjónaðar. KLUKKUPRJÓN: UMFERÐ 1: * Prjónið 2 lykkjur brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 2: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 3: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* út umferðina. EFTIR UMFERÐ 3: Endurtakið umferð 2 og 3. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Öll úrtaka er gerð í umferð þar sem uppslátturinn og slétta lykkjan er prjónað slétt saman Fækkið um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með merki þannig: FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í BYRJUN UMFERÐAR: Byrjið við fyrstu sléttu klukkuprjónslykkju eftir lykkju með merki í: Lyftið fyrstu lykkju og uppslætti yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (þ.e.a.s. 1 lykkja brugðið + slétt lykkja og uppsláttur), lyftið síðan lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman (= 2 lykkjur færri). FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í LOK UMFERÐAR: Prjónið að næst síðustu sléttu klukkuprjónslykkju á undan lykkju með merki í: Lyftið fyrstu sléttu lykkjunni og uppslættinum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir brugðnu lykkjuna, lyftið til baka lykkjunni yfir á vinstri prjón, lyftið lykkjunni og uppslættinum næst brugðnu lykkjunni með merki yfir lykkjuna sem var sett til baka yfir á vinstri prjón, lyftið að lokum yfir þá lykkju sem yfir á hægri prjón (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur að röngu og saumaður niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 102-108-114-120-126-132 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði DROPS Daisy og 1 þræði DROPS Kid-Silk, eða með 1 þræði DROPS Puna og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Skiptið yfir á hringprjón 3,5 (fitjað er upp á grófari prjóna til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur brugðið / 1 lykkja slétt) í 11 cm. Síðar er kantur í hálsmáli brotinn inn að röngu og við frágang verður kantur í hálsmáli ca 5 cm. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið umferð 1 með KLUKKUPRJÓN, lesið útskýringu að ofan = 68-72-76-80-84-88 lykkjur. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki í stykki eftir fyrstu 26-27-28-29-30-31 lykkjur í umferð (= ca mitt að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. Lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN og setjið 8 merkiþræði í umferð á milli 2 lykkja þannig: Setjið 1 merkiþráð (= byrjun umferðar). Teljið 7 lykkjur (= laskalykkja), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 5 lykkjur (= ermi), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 7 lykkjur (= laskalykkja), setjið 1 merki þráð á undan næstu lykkju, teljið 15-17-19-21-23-25 lykkjur (= framstykki), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 7 lykkjur (= laskalykkja), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 5 lykkjur (= ermi), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 7 lykkjur (= laskalykkja), setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju. Það eru 15-17-19-21-23-25 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta merkiþræði (= bakstykki). Haldið áfram að prjóna hringinn frá umferð 2 með klukkuprjóni, jafnframt er aukið út fyrir LASKALÍNA eins og útskýrt er að neðan. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. LASKALÍNA: Þegar prjónaðar hafa verið alls 5 umferðir hringinn með klukkuprjóni (= næsta umferð er prjónuð eins og umferð 2 í klukkuprjóni), aukið út um 2 lykkjur í slétta lykkju og uppsláttinn hvoru megin við 7 laskalykkjur – lestið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 16 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 8. hverri umferð (þ.e.a.s. í 4. hverri umferð með sýnilegum klukkuprjónslykkjum á hæðina) alls 9-10-10-11-11-12 sinnum á hæðina = 212-232-236-256-260-280 lykkjur. Útaukning fyrir ermar er nú lokið, en haldið áfram að auka út fyrir laskalínu á framstykki og bakstykki í 8. hverri umferð 1-1-1-1-2-2 sinnum til viðbótar = 220-240-244-264-276-296 lykkjur í umferð. Prjónið síðan án þess að auka út þar til stykkið mælist 22-24-25-26-28-30 cm frá merki eftir kanti í hálsmáli – stillið af að síðasta umferð sem er prjónuð sé samsvarandi 3. umferð í klukkuprjóni. Nú skiptist berustykki fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 5 lykkjur eins og áður (= tilheyrir bakstykki), setjið næstu 45-49-49-53-53-57 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-5-9-9-11-13 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi), prjónið 65-71-73-79-85-91 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 45-49-49-53-53-57 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-5-9-9-11-13 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 60-66-68-74-80-86 lykkjur (= afgangur af bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 140-152-164-176-192-208 lykkjur. Prjónið síðan með sama þræði, umferðin byrjar við merkiþráðinn eins og áður og haldið er áfram með klukkuprjón hringinn þar til stykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm frá merki mitt að framan – stillið af að síðasta umferðin sem prjónuð er sé samsvarandi umferð 3 í klukkuprjóni. Skiptið yfir á hringprjón 3,5, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið brugðnu lykkjuna brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* út umferðina. Prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið / 1 lykkja slétt) þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur JAFNFRAMT þar sem allir uppslættir eru prjónaðir brugðið = 210-228-246-264-288-312 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 55-57-59-61-63-65 cm frá prjónamerki mitt að framan og ca 58-60-62-64-66-68 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 45-49-49-53-53-57 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 5-5-9-9-11-13 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið umferð 1 í KLUKKUPRJÓN (prjónað í hring) = 50-54-58-62-64-70 lykkjur. Setjið 1 merki í miðju af 5-5-9-9-11-13 nýju lykkjum undir ermi – umferðin byrjar á þessari lykkju. Til að klukkuprjónslykkjurnar komi fallega yfir ermar er fyrsta umferðin prjónuð í hring þannig: Haldið áfram þar sem 5-5-9-9-11-13 lykkjur voru prjónaðar upp undir ermi, * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* út umferðina fram að lykkju mitt undir ermi – passið uppá að nýjar lykkjur hafa ekki uppslátt í fyrsta skipti sem þær eru prjónaðar. Í stærð S, M, L, XL og XXXL situr prjónamerkið í sléttri lykkju, í stærð XXL situr prjónamerki í brugðinni lykkju. Látið merkið fylgja áfram með í stykkinu, það á að nota það aðeins síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið síðan í hring með klukkuprjóni eins og áður. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 4 lykkjur í 4. hverjum cm alls 1-2-2-3-3-4 sinnum = 46-46-50-50-52-54 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 37-35-35-34-32-31 cm frá skiptingunni – stillið af að síðasta umferðin sem er prjónuð sé samsvarandi og 3. umferð með klukkuprjóni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjóni 1 umferð þannig: STÆRÐ S, M, L, XL og XXXL: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* út umferðina. STÆRÐ XXL: * Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* út umferðina. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt / 2 lykkjur brugðið) þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur JAFNFRAMT er allur uppsláttur prjónaður brugðið = 69-69-75-75-78-81 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 41-39-39-38-36-35 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cherishsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 252-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.