Lella skrifaði:
Segnalo che nelle istruzioni COLLO : “sulle 6 maglie successive, maglia rasata sulle 18-22-22-26-26-30 maglie successive e aumentare 5-7-7-7-9-11 maglie in modo uniforme (= 23-29-29-33-35-41 maglie), lavorare A.1 sulle 6 maglie successive, “QUI MANCA UNA PARTE A1 + 7 maglie … “maglia rasata sulle 10-14-14-14-14-18 maglie successive e aumentare 1-0-0-2-3-2 maglie in modo uniforme (= 11-14-14-16-17-20 maglie), 6 maglie per il bordo a maglia legaccio”. Grazie
22.08.2024 - 18:45DROPS Design svaraði:
Buonasera Lella, grazie per la segnalazione, abbiamo corretto il testo. Buon lavoro!
22.08.2024 - 21:03
Lella skrifaði:
Nelle istruzioni dello sprone non sono chiari gli aumenti dove si dice “continuare con questo motivo” : ogni due ferri ,sul dritto , sono 24 maglie di aumento ? Ma le 24 maglie aumentate in quale sezione del lavoro ? Nella manica ? Tra le due sezioni di A1? 12 per manica ? Grazie
22.08.2024 - 18:38DROPS Design svaraði:
Buonasera Lella, per gli aumenti deve seguire quanto riportato nella sezione RAGLAN come indicato nelle spiegazioni. Deve aumentare prima/dopo A.1 ogni 2 giri per il numero di volte indicato per la sua taglia. Buon lavoro!
22.08.2024 - 20:32
Cathy Van Beek skrifaði:
Ik snap deze beschrijving niet van de raglan. “De omslagen worden recht gebreid aan de verkeerde kant. Voor A1: Brei averecht in de achterste lus – geen gaatje. NA A.1: Haal de omslag van de linker naald af en zet hem omgekeerd terug op de naald (voeg de linker naald in de achterkant als u hem terug zet). Brei averecht in de voorste lus – geen gaatje.” In de 1e zin staat dat ik de omslag recht gebreid moet worden en daarna wordt 2x gesproken over de omslag averecht breien…..
18.02.2024 - 15:47DROPS Design svaraði:
Dag Cathy,
Het stond inderdaad niet goed omschreven, het is veranderd in 'De omslagen worden aan de verkeerde kant gemaakt.'
25.02.2024 - 11:16
Voigt skrifaði:
^toll
27.09.2023 - 05:21
Anna skrifaði:
Kommer mönstret på svenska?
20.09.2023 - 12:59DROPS Design svaraði:
Hej Anna. Nu finns mönstret på svenska. Mvh DROPS Design
22.09.2023 - 12:01
Lígia Rodrigues skrifaði:
Lilac Cloud
07.08.2023 - 10:05
Danielle Llorens skrifaði:
Douce lavande
06.08.2023 - 16:25
Ida Varani skrifaði:
Warm lavender
05.08.2023 - 11:05
Conni Foged skrifaði:
Cozy elegance
04.08.2023 - 16:11
Gudrun Heide skrifaði:
Purple dream
03.08.2023 - 16:47
Winter Iris Cardigan#winteririscardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og háum, tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð XS - XXL.
DROPS 243-19 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju á undan / eftir A.1 í hverri skiptingu á milli framstykkja / bakstykkis og erma. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður í frá röngu þannig: Á UNDAN A.1: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Á EFTIR A.1: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merkiþræði þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (lykkja með merkiþræði er miðjulykkja á þessum 3 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir í umferð þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu 2 lykkjur slétt slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu á eftir stroffi í hálsmáli. Síðan er fellt af fyrir 4-4-5-5-6-6 næstu hnappgötum með ca 11-11-9½-10-8½-9 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 76-88-88-92-92-104 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið síðan stroffprjón frá réttu þannig: 1 lykkja GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til eftir eru 3 lykkjur í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 5 nýjar lykkjur – nú er prjónað stroff með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið (stroffið byrjar og endar með 2 lykkjur slétt við hvorn kant að framan) = 86-98-98-102-102-114 lykkjur. Prjónið svona þar til stroffið mælist 16 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, sléttprjón yfir næstu 10-14-14-14-14-18 lykkjur og aukið jafnframt út 1-0-0-2-3-2 lykkjur jafnt yfir (= 11-14-14-16-17-20 lykkjur), prjónið A.1 yfir næstu 6 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 6 lykkjur og aukið út um 1 lykkju (= 7 lykkjur), prjónið A.1 yfir næstu 6 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 18-22-22-26-26-30 lykkjur og aukið jafnframt út 5-7-7-7-9-11 lykkjur jafnt yfir (= 23-29-29-33-35-41 lykkjur), prjónið A.1 yfir næstu 6 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 6 lykkjur og aukið út 1 lykkju (= 7 lykkjur), prjónið A.1 yfir næstu 6 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 10-14-14-14-14-18 lykkjur og aukið jafnframt út 1-0-0-2-3-2 lykkjur jafnt yfir (= 11-14-14-16-17-20 lykkjur), prjónið 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan = 95-107-107-115-119-131 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka í mynstri frá röngu. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Í næstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan og prjónið þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 11-14-14-16-17-20 lykkjur sléttprjón (vinstra framstykki), A.1, 7 lykkjur sléttprjón (ermi), A.1,11-14-14-16-17-20 lykkjur sléttprjón (hægra framstykki) og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 18-20-23-24-25-27 sinnum = 239-267-291-307-319-347 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nú eru útaukningu á ermum er lokið. Útaukning heldur áfram á framstykkjum og bakstykki 2-1-1-1-2-3 sinnum til viðbótar (= 18-20-23-24-25-27 lykkjur fleiri í hvorri hlið á ermum og 20-21-24-25-27-30 lykkjur fleiri við laskalínu á framstykkjum og bakstykki) = 247-271-295-311-327-359 lykkjur. Prjónið áfram í sléttprjóni og A.1, án þess að auka út, þar til stykkið mælist 20-20-22-24-26-28 cm frá prjónamerki á eftir kanti í hálsmáli. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 40-44-47-50-53-59 lykkjur (framstykki), setjið næstu 49-53-59-61-63-67 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9-9-9-11-11-11 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 69-77-83-89-95-107 lykkjur (bakstykki), setjið næstu 49-53-59-61-63-67 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9-9-9-11-11-11 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 40-44-47-50-53-59 lykkjur (framstykki). Síðan er fram- og bakstykki og ermar prjónað til loka hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 167-183-195-211-223-247 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með kantlykkjum að framan í garðaprjóni, sléttprjóni, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir þær lykkjur sem eftir eru frá A.1, nýjar lykkjur í hlið undir ermum eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 24-26-26-26-26-26 cm frá skiptingu, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, sléttar lykkjur yfir næstu 31-35-38-41-44-50 lykkjur og aukið jafnframt út 3-3-4-5-6-8 lykkjur jafnt yfir (= 34-38-42-46-50-58 lykkjur), prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 9-9-9-11-11-11 lykkjur og aukið jafnframt út 3-3-3-5-5-5 lykkjur jafnt yfir (= 12-12-12-16-16-16 lykkjur), prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur brugðið, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 63-71-77-83-89-101 lykkjur og aukið jafnframt út 11-11-13-15-17-17 lykkjur jafnt yfir (= 74-82-90-98-106-118 lykkjur), prjónið 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 9-9-9-11-11-11 lykkjur og aukið jafnframt út 3-3-3-5-5-5 lykkjur jafnt yfir (= 12-12-12-16-16-16 lykkjur), prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur brugðið, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 31-35-38-41-44-50 lykkjur og aukið jafnframt út 3-3-4-5-6-8 lykkjur jafnt yfir (= 34-38-42-46-50-58 lykkjur), 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 188-204-220-244-260-288 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur brugðið og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 49-53-59-61-63-67 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 9-9-9-11-11-11 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermum = 58-62-68-72-74-78 lykkjur. Setjið merkiþráð í miðju lykkju af þeim nýju lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Það á að nota hann síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 6-5-3½-2½-2½-2 cm millibili alls 5-6-8-9-9-10 sinnum = 48-50-52-54-56-58 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 32-32-31-29-28-25 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-6-8-10-8-10 lykkjur jafnt yfir = 56-56-60-64-64-68 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 9 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 41-41-40-38-37-34 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið það niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að kanturinn dragi ekki stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið saman op mitt framan í köntum að framan með smáu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winteririscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 243-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.