Ingrid Nødtvedt skrifaði:
Hei, Jeg lurer på om det er feil i teksten til høyre/andre forstykke. Her står det 20 m i den største str, men det står 18 på motsatt side og lengre nede i teksten. Her er setningen: Øk 1 maske totalt 4 ganger = 14-14-14-16-16-"'20"" masker.
17.02.2024 - 21:21DROPS Design svaraði:
Hej Ingrid, ja det er en fejl, vi skal få rettet det til 18 masker med det samme - tak for info :)
23.02.2024 - 11:23
Joyce skrifaði:
Snap niks van het patroon.
24.09.2023 - 10:52
Janet skrifaði:
Dear Drops Design, Are the pattern instructions for this pattern incomplete? I don’t see any instruction for how many stitches to cast on etc.
13.09.2023 - 08:28DROPS Design svaraði:
Dear Janet, thanks for noticing, the pattern is now online. Happy knitting!
13.09.2023 - 08:35
Janette skrifaði:
Chunky Monkey
04.08.2023 - 05:57
Claire skrifaði:
Snuggly
03.08.2023 - 12:58
Sand Road Vest#sandroadvest |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónað vesti úr DROPS Polaris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í perluprjóni með skáhallandi öxl / evrópskri öxl og háu hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-13 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. PERLUPRJÓN (prjónað fram og til baka): UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. PERLUPRJÓN (prjónað í hring): UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. ÚTAUKNING: AUKIÐ ÚT TIL VINSTRI Á EFTIR PRJÓNAMERKI / 3 LYKKJUR SLÉTTPRJÓN: Notið vinstri prjón til að taka þráðinn upp á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp framan frá og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT TIL HÆGRI Á UNDAN PRJÓNAMERKI / 3 LYKKJUR SLÉTTPRJÓN: Notið vinstri prjón til að taka þráðinn upp á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem lykkjur eru auknar út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 hlutum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram vinstri öxlinni, prjónið samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hægri öxlinni. Hægri og vinstri öxl er sett saman fyrir framstykki þegar útaukning fyrir hálsmáli er lokið. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna niður að klauf. Eftir það er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig að loka máli. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er hár kragi í hálsmáli. BAKSTYKKI: Fitjið upp 12-14-14-12-14-12 lykkjur á hringprjón 20 með DROPS Polaris. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 prjónamerki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Nú er prjónað PERLUPRJÓN fram og til baka – lesið útskýringu að ofan, en 3 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í sléttprjóni. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR prjónamerki í byrjun á umferð og á UNDAN prjónamerki í lok umferðar – lesið ÚTAUKNING. Haldið svona áfram og aukið út í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) 10-10-10-12-12-14 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 32-34-34-36-38-40 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt! Síðan er prjónað perluprjón yfir allar lykkjur, fram og til baka þar til stykkið mælist 16-17-18-19-20-20 cm, mælt yst meðfram handvegi. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Klippið þráðinn, geymið stykkið og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 10-10-10-12-12-14 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í annarri hverri umferð frá kanti efst á bakstykki). Prjónið fram og til baka í perluprjóni og 3 lykkjur sléttprjón við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 6 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið lykkjum út við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu, aukið er út á eftir 3 lykkjum – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið út 1 lykkju alls 4 sinnum = 14-14-14-16-16-18 lykkjur. Klippið þráðinn og geymið stykkið þegar síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 10-10-10-12-12-14 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram hægri öxl á bakstykki. Prjónið fram og til baka í perluprjóni og 3 lykkjur sléttprjón við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 6 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið lykkjum út við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á undan 3 lykkjum – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið út 1 lykkju alls 4 sinnum = 14-14-14-16-16-18 lykkjur. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í perluprjóni. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið perluprjón yfir 14-14-14-16-16-18 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 4-6-6-4-6-4 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið perluprjón eins og áður yfir 14-14-14-16-16-18 lykkjur frá vinstra framstykki = 32-34-34-36-38-40 lykkjur. Prjónið perluprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 32-33-34-35-36-38 cm, mælt yst meðfram handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið perluprjón yfir 32-34-34-36-38-40 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 2-2-4-4-6-6 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið perluprjón yfir 32-34-34-36-38-40 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 2-2-4-4-6-6 nýjar lykkjur í lok umferðar = 68-72-76-80-88-92 lykkjur. Prjónið perluprjón yfir allar lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Nú skiptist framstykkið og bakstykkið, þannig að það verður klauf í hliðum. Setjið 34-36-38-40-44-46 lykkjur frá bakstykki á þráð eða á hjálparprjón og prjónið síðan einungis yfir lykkjur frá framstykki. FRAMSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 15. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 9-9-9-11-11-11 lykkjur jafnt yfir = 43-45-47-51-55-57 lykkjur. Prjónið næstu umferð frá röngu: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 10 cm. Fellið af. BAKSTYKKI: Setjið lykkjur af þræði á hringprjón 15. Prjónið á sama hátt og framstykki. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 30 til 36 lykkjur á stuttan hringprjón 15. Prjónið stroffprjón hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 10 cm. Fellið af. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sandroadvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.