Marianne skrifaði:
For det første: forstår nå at jeg må strikke frem og tilbake, men: «2.PINNE (vrangen): Strikk glattstrikk og snu når du har strikket 3 masker forbi det siste merket» Betyr dette 4. merket?
10.11.2025 - 14:09DROPS Design svaraði:
Hei Marianne, Ja, det siste merket er 4. merket. Hilsen Drops Team.
11.11.2025 - 06:52
Marianne skrifaði:
Hei Kan man ikke bare strikke rundt, i stedet for å snu i starten av arbeidet (ragland)?
08.11.2025 - 17:30DROPS Design svaraði:
Hei Marianne. I begynnelsen strikkes det forkortede pinner, slik at det blir en forhøyning bak. Denne må strikkes frem og tilbake. mvh DROPS Design
10.11.2025 - 15:04
Anna skrifaði:
Vid uppdelning av fram- och bakstycke och ärmar. Jag stickar strl L. Om jag stickar 37 maskor så hamnar jag 2 maskor förbi M1, och efter att ha flyttat över 47 maskor för ärm har jag 5 maskor kvar innan M2. Sen blir det 2 maskor förbi M3 och 5 kvar innan M4. Blir inte detta snett? Vore mer rimligt om det te.x var 5 maskor förbi/kvar till markör närmast framstycket och 2 förbi/kvar närmast bakstycket, eller tvärt om. Eller tänker jag helt fel?
03.11.2025 - 18:56
HEIDI HAMMES skrifaði:
Hallo, stricke XXL Wie viele maschen befinden sich jeweils zwischen den Markierungen nach den verkürzte n Reihen? Für Hilfe wäre ich dankbar. Mfg Heidi
29.10.2025 - 17:02DROPS Design svaraði:
Hi Haidi, in size XXL, after short rows, you will have 19 sts between the markers 1 and 2 / 3 and 4, 29 sts between the markers 2 and 3 / 1 and 4, and 4 raglan stitches (with markers), in total 19+19+29+29+4=100 sts. Happy knitting!
18.11.2025 - 10:12
Anna skrifaði:
Vid uppdelning av fram- och bakstycke och ärmar. Jag stickar strl L. Om jag stickar 37 maskor så hamnar jag 2 maskor förbi M1, och efter att ha flyttat över 47 maskor för ärm har jag 5 maskor kvar innan M2. Sen blir det 2 maskor förbi M3 och 5 kvar innan M4. Blir inte detta snett? Vore mer rimligt om det te.x var 5 maskor förbi/kvar till markör närmast framstycket och 2 förbi/kvar närmast bakstycket, eller tvärt om. Eller tänker jag helt fel?
28.10.2025 - 16:55DROPS Design svaraði:
Hei Anna. Det er riktig slik det står. Du strikker 34 masker av 1/2 bakstykket + raglanslinje-masken + 2 masker av ermet = det nye 1/2 bakstykket. Du hadde 51 erm masker, men 2 gikk bort til 1/2 bakstykket, (og 2 går til forstykket). Sett 47 masker på 1 tråd og strikk de 2 siste ermaskene + raglanslinje-masken + de 67 maskene til forstykket + raglanslinje-masken + 2 erm masker = 73 masker. Sett de neste 47 maskene på 1 tråd. Strikk de 2 siste erm maskene + raglanslinje-masken + de siste 33 maskene på bakstykket. Du har nå "tatt" noen erm masker til frem -og bakstykket og får da en bedre pass form på plagget. mvh DROPS Design
10.11.2025 - 11:22
Heid Hammes skrifaði:
Guten Tag, wenn ich zu den verkürzten Reihen komme, muss ich die Rückseiten doch links stricken.. In der Anleitung steht, ich solle die Rückseiten glatt rechts stricken. Bin auf Ihre Antwort gespannt. LG Heidi
28.10.2025 - 12:14DROPS Design svaraði:
Hallo, glatt rechts bedeutet ja in Rück-Reihen links. Glatt rechts = Hin-Reihen rechts, Rück-Reihen links (im Gegensatz zu kraus rechts = Hin-Reihen rechts, Rück-Reihen rechts, oder glatt links = Hin-Reihen links, Rück-Reihen rechts). Viel Spaß beim Weiterstricken!
28.10.2025 - 22:36
JL skrifaði:
How should I block drops air and kid silk yarn?
27.10.2025 - 10:41DROPS Design svaraði:
Hi Jl, a general guideline for washing yarn combinations is to follow the washing instructions for the most delicate of the yarns you are working with. For Kid-Silk it will be: hand wash, max 30°C / dry flat. For more information see HERE. Happy knitting!
05.11.2025 - 16:36
VERDET skrifaði:
Bonjour, A la fin de la réalisation du dos et devant, quand vous écrivez "tricoter un tour endroit en augmentant 30 mailles à intervalle réguliers, quelle type d'augmentation doit-on réaliser ? Merci de votre réponse !
25.09.2025 - 11:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Verdet, augmentez en faisant des jetes. Le tour suivant les jetes sont tricotes torses, pour eviter des trous. Bon tricot!
25.09.2025 - 12:52
Gosia skrifaði:
Jaką metodą najlepiej zakończyć robótkę?
07.08.2025 - 09:31DROPS Design svaraði:
Witaj Gosiu, ja osobiście wykonałabym to za pomocą techniki TUTAJ. Dla bardziej zaawansowanych polecam włoskie zamykanie oczek TUTAJ, czyli za pomocą igły. Ale tutaj należy uważać, aby nie ściągnąć brzegu robótki, tym bardziej że Air +Kid-Silk nie są zbyt elastyczne. Pozdrawiam!
07.08.2025 - 09:43
Malgorzata skrifaði:
Jeszcze jedno pytanie: Po rozdzieleniu robótki na tył&przód i odłożeniu oczek na rękawy naisane jest : Przerobić 1 okrążenie na prawo, równomiernie dodając 30-30-32-36-42-46 oczek = 164-176-190-210-232-252 oczka. Ale to okrążenie z dodawaniem oczek przerabiamy na początku - przed przerobieniem 20cm, czy jako ostatni rządek przed ściągaczem?
16.07.2025 - 11:48DROPS Design svaraði:
Witaj Małgorzato, okrążenie z dodawaniem oczek wykonujesz w ostatnim okrążeniu dżersejem, przed samym ściągaczem na dole swetra. Pozdrawiamy!
16.07.2025 - 14:24
Sweet November#sweetnovembersweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu. Stærð XS - XXL.
DROPS 243-13 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju á undan / á eftir lykkju með merki í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Þegar prjónað er fram og til baka er uppslátturinn prjónaður frá röngu þannig: Á UNDAN MERKI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Á EFTIR MERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Þegar prjónað er í hring, prjónið uppsláttinn í næstu umferð þannig: Á UNDAN MERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann (uppslátturinn snýr til hægri). Það á ekki að myndast gat. Á EFTIR MERKI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann (uppslátturinn snýr til vinstri). Það á ekki að myndast gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 68-72-76-80-80-84 lykkjur með 1 þræði DROPS Air og 1 þræði DROPS Kid-Silk yfir stuttan hringprjón 4,5 og stuttan hringprjón 6 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 6 og haldið lykkjunum eftir á stuttum hringprjón 4,5 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 9 cm. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð í stroffi prjónuð eins og áður jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Nú eru sett 4 merki í stykkið eins og útskýrt er að neðan, þetta er gert án þess að prjóna umferðina. Hvert merki er sett í slétta lykkju (ekki á milli lykkja) og merkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Setjið eitt merki í byrjun á umferð = ca fyrir miðju að aftan. Teljið 10-10-12-12-12-14 lykkjur (ca hálft bakstykki), setjið 1. merki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 2. merki í næstu lykkju, teljið 17-19-21-23-23-25 lykkjur (framstykki), setjið 3. merki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 4. merki í næstu lykkju, teljið 7-9-9-11-11-11 lykkjur (ca hálft bakstykki). HÁLSMÁL: Nú er hálsmálið prjónað með stuttum umferðum eins og útskýrt er að neðan. Skiptið yfir á hringprjón 6. Byrjið fyrir miðju að aftan: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, hvoru megin við 2 fyrstu merkin (4 lykkjur fleiri), snúið við þegar prjónaðar hafa verið 3 lykkjur fram hjá öðru merkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið sléttprjón og snúið við þegar prjónaðar hafa verið 3 lykkjur fram hjá síðasta merki. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við öll merkin, (8 lykkjur fleiri), snúið við þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið sléttprjón og snúið við þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning. UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 2 fyrstu merkin (4 lykkjur fleiri), prjónið að miðju að aftan. Stuttu umferðirnar hafa nú verið prjónaðar til loka og aukið hefur verið út 2 sinnum fyrir laskalínu við hvert merki = 84-88-92-96-96-100 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt. BERUSTYKKI: Byrjið umferð við merki fyrir miðju að aftan og prjónið hringinn yfir allar lykkjur í sléttprjóni. JAFNFRAMT heldur útaukningin áfram fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 8-10-12-14-20-22 sinnum (meðtalin útaukning í stuttu umferðunum) = 132-152-172-192-240-260 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og með útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, aukið nú eingöngu á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 8-8-8-8-4-4 sinnum á fram- og bakstykki (4-4-4-4-2-2 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 16-18-20-22-24-26 sinnum á fram- og bakstykki og 12-14-16-18-22-24 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 180-200-220-240-264-284 lykkjur í umferð. Stykkið mælist nú ca 20-23-25-28-30-33 cm frá miðju að aftan (á eftir stroffi), prjónið e.t.v. áfram í sléttprjóni án útaukninga að réttu máli. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 29-31-35-37-41-45 lykkjur eins og áður (ca hálft bakstykki), setjið næstu 35-39-43-47-51-55 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12-12-12-14-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 55-61-67-73-81-87 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 35-39-43-47-51-55 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12-12-12-14-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 26-30-32-36-40-42 lykkjur eins og áður (ca hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 134-146-158-174-190-206 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 23-22-22-21-21-20 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 30-30-32-36-42-46 lykkjur jafnt yfir = 164-176-190-210-232-252 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 6 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 35-39-43-47-51-55 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 6 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 12-12-12-14-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 47-51-55-61-65-71 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 12-12-12-14-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu, það á að nota hann þegar fækka á lykkjum fyrir miðju undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 15-7-5½-3-2½-2 cm millibili alls 3-5-6-9-10-12 sinnum = 41-41-43-43-45-47 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 39-36-35-32-31-28 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-7-7-9-9-9 lykkjur jafnt yfir = 48-48-50-52-54-56 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 45-42-41-38-37-34 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetnovembersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 243-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.