Jette skrifaði:
Farven på pige trøjen i det garn har i ikke det? Den farve ville jeg gerne have
25.01.2024 - 20:37DROPS Design svaraði:
Hej Jette, jo her ser du alle vores farve i DROPS Merino Extra Fine: DROPS Merino Extra Fine - farvekort
31.01.2024 - 10:53
Roussel Anne Marie skrifaði:
Je ne comprends pas à quel moment on doit augmenter les 28 mailles pour le 2 ans est-ce juste avant les côtes du bas du pull . Je vous remercie e attendant votre réponse
22.12.2023 - 21:05
Ulla Hansen skrifaði:
Ups fandt fejlen
21.10.2023 - 18:35
Ulla Skovby Hansen skrifaði:
Hejsa kan det passe at i rib til ærmer jeg skal tage 4 msk ud til 44 ? For så passer det ikke med 1 ret/1vrang Mvh Ulla Tak for lækker trøje
21.10.2023 - 18:05DROPS Design svaraði:
Hej Ulla, du tager ud i glatstrik og strikker de 44 m i rib 1r,1vr og det stemmer rundt :)
24.10.2023 - 08:58
Giancarla Coco skrifaði:
Gentilissimi ,vorrei segnalare un'imperfezione nella traduzione in italiano riguardo alla descrizione nel diagramma della diminuzione con 'accavallata doppia , risulta poco chiara la spiegazione. Grazie per l'attenzione
07.09.2023 - 12:24DROPS Design svaraði:
Buonasera Giancarla, abbiamo corretto la traduzione: grazie per la segnalazione. Buon lavoro!
07.09.2023 - 23:20
Running Circles Sweater#runningcirclessweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, gatamynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð 2 - 12 ára.
DROPS Children 47-8 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi, síðan er fram- og bakstykkið og ermar prjónað til loka hvert fyrir sig. Fram- og bakstykkið heldur áfram hringinn á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 74-78-84-86-88-92 lykkjur með DROPS Merino Extra Fine yfir stuttan hringprjón 4 og stuttan hringprjón 3 sem haldið er saman. Dragið út stutta hringprjón 4 og haldið lykkjum eftir á stuttum hringprjóni 3 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroffprjón hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið þar til stroffið mælist ca 6½ cm, brjótið stroffið niður þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í stroffprjóni eins og áður þar sem 4. hver lykkja er prjónuð saman með 4. hverja lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. BERUSTYKKI: Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 14-18-20-18-24-20 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING = 88-96-104-104-112-112 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í stykkið hér, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón 4. Nú er prjónað A.1 mismunandi eftir stærðum – lesið MYNSTUR í útskýringu að ofan, jafnframt því sem aukið er út í hverri umferð merktri með ör í mynsturteikningu þannig: UMFERÐ 1: Aukið út um 24 lykkjur jafnt yfir = 112-120-128-128-136-136 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! UMFERÐ 2: Aukið út um 24-24-28-28-32-32 lykkjur jafnt yfir = 136-144-156-156-168-168 lykkjur. UMFERÐ 3: Aukið út um 24-24-28-28-32-32 lykkjur jafnt yfir = 160-168-184-184-200-200 lykkjur. UMFERÐ 4: Aukið út um 24-24-26-32-28-36 lykkjur jafnt yfir = 184-192-210-216-228-236 lykkjur. UMFERÐ 5: Aukið út um 26-30-26-32-32-36 lykkjur jafnt yfir = 210-222-236-248-260-272 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 13-14-15-16-17-18 cm frá prjónamerki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 30-32-35-37-39-41 lykkjur slétt (hálft bakstykki), setjið næstu 44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð án þess að prjóna þær (ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur í hlið undir ermi, prjónið 61-65-70-74-78-82 lykkjur slétt (framstykki), setjið næstu 44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð án þess að prjóna þær (ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur í hlið undir ermi, prjónið síðustu 31-33-35-37-39-41 lykkjur slétt (hálft bakstykki). Stykkið er nú mælt héðan! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 134-142-152-160-168-176 lykkjur. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni þar til stykkið mælist 13-15-18-21-24-25 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 28-30-30-32-34-36 lykkjur jafnt yfir = 162-172-182-192-202-212 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 33-36-40-44-48-50 cm frá öxl. ERMI: Setjið 44-46-48-50-52-54 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Setjið einn merkiþráð mitt í nýju lykkjurnar og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Prjónið hringinn í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 2½-3½-4½-5-6-7 cm millibili alls 5 sinnum = 40-42-44-46-48-50 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist ca 16-20-24-28-31-35 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð sléttprjón og aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #runningcirclessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 47-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.