Catherine skrifaði:
Bonsoir Je ne comprends pas le démarrage : tricoter en cotes en aller et retours pendant 3cm.a la fin des 2 rangs suivant, monter 7 mailles.... Est ce à dire qu'il faut terminer les 3 cm avant de monter les 7 mailles? Merci de votre réponse
15.07.2025 - 20:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Catherine, exactement. Il faut terminer les 3 cm avant de monter les 7 mailles de chaque cote des cotes. Bon tricot!
16.07.2025 - 14:49
Jannie Mejer skrifaði:
Skal til at strikke Running Circle cardigan i str. 104. Hvis strikkeprøven passer på pind nr. 3, betyder det så, at man skal strikke på på pind 3 og 2. Normalt står pind 3 og 4. Men ikke hvad pind prøven skal strikkes på.
12.07.2025 - 15:14
Christiane skrifaði:
Hallo, irgendwie mach ich was falsch. Das Muster A3 3/4 klappt mit 111 maschen nicht. 14 Bund und 97 Rest. Teilt sich nicht durch 8. komme mit dem Muster nicht hin.
01.07.2025 - 21:51DROPS Design svaraði:
Liebe Christiane, so stricken Sie in die 2. Größe: 7 BlendenMaschen, die 8 Maschen A.3 wiederholen bis 8 Maschen übrig sind (= 12 Mal), dann stricken Sie die 1. Masche A.3 (damit das Muster symmetrisch wird), und stricken Sie die 7 BlendenMaschen. Viel Spaß beim Stricken!
02.07.2025 - 16:19
Christiane skrifaði:
Ich komme mit den Diagramme nicht klar Werden sie von oben gelesen? Sind sie für die einzelnen großen angepasst? Welche gehört zu 98/104 ?
28.06.2025 - 22:08DROPS Design svaraði:
Liebe Christiane, die Diagramme werden von unten nach oben gelesen, die Hinreihen rechts nach links und die Rückreihen links nach rechts; schauen Sie mal die Symbolbeschreibung (1. und 2. Symbol), um zu wissen, wie die Maschen bei den Hin- und bei den Rückreihen gestrickt werden. Größe 98-104 ist 3/4 Jahre, so folgen Sie das Diagram A.3 für 3/4 Jahre. Viel Spaß beim Stricken!
30.06.2025 - 08:38
Mühlenbeck Martha skrifaði:
Was heißt bei A1 und A2 die Wellenlänge,wie w ird das gestrickt?..Ich bedanke mich im voraus für Ihre Hilfe.
01.05.2025 - 13:22DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Mühlenbeck, meinen Sie das 5. und das 6. Symbol? Die sind Abnahmen, mit dem 4. Symbol (Umschläge ) bleibt so die Maschenanzahl immer die gleiche. Viel Spaß beim Stricken!
02.05.2025 - 08:18
Jane skrifaði:
Hi. I\'m knitting \"Running Circle Cardigan\" I am starting yoke and have increased so I now have 111stitches ( 3/4) 111 -14 band stitches =97. A3 pattern is 8 stitches repeated =96 stitches. I have an extra stitch? Thank you for your help :-)
07.04.2025 - 17:54DROPS Design svaraði:
Hi Jane, While working A.3 on the yoke, and increasing evenly, there is 1 stitch left on the row after all the repeats, which is either knitted or purled depending on the row you are on. This makes the pattern symmetrical on both front pieces. Happy knitting!
08.04.2025 - 07:06
Maria skrifaði:
The picture above submitted by lillemystrikk, Norway shows that the rib at the bottom of the sweater is a bit narrower than the body of the sweater. This is normal. However, the instructions indicate to increase 30 stitches before starting the rib for sizes 3/4 and 5/6. I am wondering whether these increases are a mistake in the pattern. Can one ask lillemystrikk, Norway. whether she followed the pattern as written or whether she avoided increasing before the bottom rib. Thanks. Maria
28.03.2025 - 14:55
Odile skrifaði:
Bonjour, Comment réaliser le diagramme A1 et A2 : 2 mailles ensemble sur l'endroit du tricot, le rang à l'envers n'indique pas comment récupérer les mailles manquantes pour arriver à 7 m de bordure. merci de me donner la solution Cordialement
27.03.2025 - 18:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Odile, notez que dans A.1 et A.2, vous devez également faire 1 jeté (cf 4ème symbole = ovale noir) pour chaque diminution, ainsi, le nombre de mailles ne change pas; au rang suivant, tricotez les jetés à l'endroit pour qu'ils forment des trous. Bon tricot!
28.03.2025 - 08:04
Dorthe Elisabeth Jensen skrifaði:
Jeg har lidt problemer med opskriften , trøjen starter oppefra og ned gælder det også mønsteret i diagrammerne
05.03.2025 - 22:15DROPS Design svaraði:
Hej Dorthe. Nej, diagrammen stickas alltid nedifrån och upp. Mvh DROPS Design
07.03.2025 - 08:13
Pascale skrifaði:
Bonsoir (modèle u 108 bn ) je tricote la partie dos- devants. Je souhaiterais savoir à quel moment je dois faire les augmentations à intervalles réguliers . Je viens de partager la totalité des mailles comme demandé ( les manches en attente notamment ). Je vous remercie pour votre réponse.
27.02.2025 - 22:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Pascale, lorsque vous tricotez uniquement le dos et les devants après la division, tricot jusqu'à ce que l'ouvrage mesure 13 à 25 cm après la division, puis tricotez 1 rang en augmentant à intervalles réguliers avant de tricoter les côtes du bas du gilet. Bon tricot!
28.02.2025 - 09:49
Running Circles Cardigan#runningcirclescardigan |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, gatamynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð 2 - 12 ára.
DROPS Children 47-7 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynstur fyrir þína stærð (á við um A.3). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Þegar A.3 er prjónað á að prjóna síðustu lykkjuna á undan kanti að framan eins og fyrstu lykkju í A.3, þannig að mynstrið byrji og endi alveg eins við kanta að framan. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi, síðan er fram- og bakstykkið og ermar prjónað til loka hvert fyrir sig. Fram- og bakstykkið heldur áfram fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. Það eru ekki gerð hnappagöt, tölum er hneppt í gegnum gataumferðir í kanti að framan. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 75-79-85-87-89-93 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Karisma. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið stroff fram og til baka svona þar til stroffið mælist 3 cm, í næstu 2 umferðum eru fitjaðar upp 7 nýjar lykkjur fyrir garðaprjón í hvorri hlið fyrir kant að framan = 89-93-99-101-103-107 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: A.1 yfir 7 kantlykkjur að framan, prjónið stroff eins og áður þar til 7 lykkjur eru eftir og A.2 yfir 7 kantlykkjur að framan. Haldið svona áfram með mynstur þar til stroffið mælist alls 6½ cm frá uppfitjunarkanti og næsta umferð er prjónuð frá réttu. BERUSTYKKI: Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið sléttar lykkjur og aukið út 14-18-20-18-24-20 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING og prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður = 103-111-119-119-127-127 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki hér, héðan er nú berustykkið mælt. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantar að framan eru prjónaðir eins og áður). Nú er prjónað A.3 – lesið MYNSTUR í útskýringu að ofan, jafnframt er aukið út í hverri umferð merktri með ör í mynsturteikningu (kantar að framan eru prjónaðir eins og áður) þannig: UMFERÐ 1: Aukið út um 24 lykkjur jafnt yfir = 127-135-143-143-151-151 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! UMFERÐ 2: Aukið út um 24-24-28-28-32-32 lykkjur jafnt yfir = 151-159-171-171-183-183 lykkjur. UMFERÐ 3: Aukið út um 24-24-28-28-32-32 lykkjur jafnt yfir =175-183-199-199-215-215 lykkjur. UMFERÐ 4: Aukið út um 24-24-26-32-28-36 lykkjur jafnt yfir = 199-207-225-231-243-251 lykkjur. UMFERÐ 5: Aukið út um 26-30-26-32-32-36 lykkjur jafnt yfir = 225-237-251-263-275-287 lykkjur Prjónið sléttprjón (kantar að framan eru prjónaðir eins og áður) þar til stykkið mælist 13-14-15-16-17-18 cm frá prjónamerki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 37-39-42-44-46-48 lykkjur slétt (vinstra framstykki), setjið næstu 44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð án þess að prjóna þær (ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur í hlið undir ermi, prjónið 63-67-71-75-79-83 lykkjur slétt (bakstykki), setjið næstu 44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð án þess að prjóna þær (ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur í hlið undir ermi, prjónið síðustu 37-39-42-44-46-48 lykkjur slétt (hægra framstykki). Stykkið er nú mælt héðan! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 149-157-167-175-183-191 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka eins og áður þar til stykkið mælist 13-15-18-21-24-25 cm frá skiptingu, stillið af þannig að næsta umferð sé frá réttu (það eru ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Nú eru kantar að framan prjónaðir áfram í garðaprjóni, aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni jafnframt því sem aukið er út um 28-30-30-32-33-36 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur = 177-187-197-207-216-227 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni). Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff frá réttu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið garðaprjón yfir garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur í 4 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 33-36-40-44-48-50 cm frá öxl. ERMI: Setjið 44-46-48-50-52-54 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Setjið einn merkiþráð mitt í nýju lykkjurnar og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Prjónið hringinn í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 2½-3½-4½-5-6-7 cm millibili alls 5 sinnum = 40-42-44-46-48-50 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist ca 16-20-24-28-31-35 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð sléttprjón og aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið það niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að hálsmálið dragist saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið saman op mitt að framan með smáu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan, efsta talan er sett þannig að hægt sé að hneppa í gegnum 1. umferð með götum í kanti að framan – deilið síðan þeim tölum sem eftir eru meðfram götum í kanti að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #runningcirclescardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 47-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.