Anders skrifaði:
Hej Jag förstår inte hur man kan öka till raglan på båda sidor. Alltså både på rätsidan och avigsidan (HALSRINGNING i detta mönster). Hittar bara instruktioner på hur man ökar på rätsidan med ett omslag och hur man stickar omslaget på avigsidan. Det visas inte hur man på avigsidan både stickar omslaget från rätsidan samtidigt som man gör ytterligare ökning till raglan.
01.01.2025 - 20:46DROPS Design svaraði:
Hei Anders. Fra avigsidan: Øk til raglan ved å lage et kast om pinnen (lik du gjør fra retten). Omslagen stickas så här från avigsidan: FÖRE MARKÖREN: Sticka omslaget avigt i bakre maskbågen (omslaget vrids mot höger). EFTER MARKÖREN: Lyft över omslaget på höger sticka, och sätt tillbaka det på vänster sticka, men åt motsatt håll, sticka det avigt i främre maskbågen (omslaget vrids mot vänster). mvh DROPS Design
07.01.2025 - 10:22
FABIENNE skrifaði:
Bonjour, "quand l'ouvrage mesure 13 cm à partir du col, tricoter les RAYURES" A partir de la fin du col (début de l'encolure) , dos ou devant ? car il y a les rangs raccourcis...
30.12.2024 - 15:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Fabienne, mesurez après les côtes du col (avec les rangs raccourcis). Bon tricot!
02.01.2025 - 14:59
Fabienne skrifaði:
Bonjour, "quand l'ouvrage mesure 13 cm à partir du col, tricoter les RAYURES" A partir de la fin du col (début de l'encolure) ou col compris (4 cm) ?
10.12.2024 - 07:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Fabienne, mesurez après le col. Bon tricot!
11.12.2024 - 08:28
Sharmaa skrifaði:
Hello I m working with the size M of this pattern. So when I first come to the stitch where a stitch marker has to be inserted should I knit and insert the marker or just insert it. And when I continue when the stitch with stitch marker comes what should I do then ?
09.12.2024 - 08:58DROPS Design svaraði:
Dear Sharmaa, the stitches with the markers are also worked. As specified in RAGLAN, these stitches with markers are worked in stocking stitch (so knit on the right side and purl on the wrong side). Happy knitting!
15.12.2024 - 13:17
Lilia Escobar skrifaði:
Que patrón tan difícil, he tejido muchos patrones de estas publicaciones pero este que enredo, deberían corregirlo y simplificarlo. Gracias
11.11.2024 - 03:42
Bea skrifaði:
Außerdem ist man nach Anleitung in der hinteren Mitte, also liegen der erste und zweite MM über dem Ärmel. Folglich nimmt man beim linken Ärmel mehr zu als an anderen Stellen. Des weiteren wird immer zugenommen, auch neben Machen die noch eine Schlinge sind, sieht das dann nicht seltsam aus? Ich brauche da Hilfe oder eine andere Anleitung. Die Erklärungen zum Raglan kenne ich, helfen nur leider nicht. Wer weiß da Rat? LG
15.09.2024 - 13:36DROPS Design svaraði:
Liebe Bea, die Runden beginnen in der hintere Mitte, richtig, dann wird es für die verkürzten Reihen beim Halsausschnitt jeweils 4 Maschen bei jeder Markierung zugenommen: bei der 1. Reihe nehmen Sie für Rückenteil, Ärmel und Vorderteil (4 Maschen), bei der 2. Reihe (Rückreihe) wird man 8 Maschen zunehmen (Vorderteil, rechte Ärmel, Rückenteil, linke Ärmel, Vorderteil), bei der 3. und bei der 4. Reihe wird man auch genauso 8 Maschen zunehmen und bei der letzten Reihen wird man bei dieser letzten HinReihe 4 Maschen zunehmen: Vorderteil, linke Ärmel und Rückenteil (bis zur hinteren Mitte). Viel Spaß beim Stricken!
16.09.2024 - 09:03
Bea skrifaði:
Die Anleitung scheint mehrere Fehler zu haben. Für M müssen wohl Markierer nach dem Kragen bei 12,21,25 21 und 13 gesetzt werden Und wie ist das mit dem Halsausschnitt zu verstehen? Wenn ich wende und dann rechts stricke, erhalte ich linksmachen auf der rechten Seite. Wie muss das gestrickt werden?
15.09.2024 - 13:03DROPS Design svaraði:
Liebe Bea, Sie stricken die 3. Größe, richtig? dann stricken Sie die 1. Runde mit Zunahmen und Markierungen wie folgt: 12+1 (1/2 Rückenteil), 1 M mit Mark., 21 M (Ärmel), 1 M mit Mark., 25+2 M (Vorderteil), 1 M mit Mark., 21 M (Ärmel), 1 M mit Mark, 13+1 M (1/2 Rückenteil); dann stricken Sie ab der hintere Mitte die verkürzten bzw verlängerten Reihen wie beschreiben, bei jeder Reihe wird man für Raglan zunehmen (bei der 1. Reihe nur bei 2 Markierungen und bei der letzten Reihe nur bei den 2 letzen Markierungen), so wird man insgesamt 4 Mal bei jeder Markierung nach den 6 Reihen zunehmen. Viel Spaß beim Stricken!
16.09.2024 - 08:54
Cruz skrifaði:
Hola al final del cuello tengo 136 cuando hago las 10 vueltas me salen 216 y no 212 como dice el patrón , después falta 5cm para los 13 cm sigo haciendo los aumentos para el rangla?
13.09.2024 - 09:58
Hélène Gervais skrifaði:
Un bonjour du Kébec Après le 1er rang des augmentations au cou, il me reste 4 mailles après avoir compté 13 mailles après le 4e marqueur. Est-ce normal?
29.04.2024 - 18:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gervais, les 4 marqueurs doivent chacun être placés dans une maille et pas entre les mailles, ce sont peut-être les 4 mailles qui vous manquent? Bon tricot!
30.04.2024 - 07:45
Brittneg skrifaði:
Nevermind my question! I see now it is increase 10 times, not 10 rounds made :)
16.04.2024 - 13:18
Meet the Captain#meetthecaptainsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Alaska. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með röndum, tvöföldum kanti í hálsmáli og laskalínu. Stærð S - XXXL.
DROPS 233-22 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð á undan / eftir 1 lykkju í sléttprjóni (lykkja með prjónamerki í). Aukið út fyrir fram- og bakstykki á undan 1. og 3. prjónamerki og á eftir 2. og 4. prjónamerki þegar prjónað er frá réttu / á eftir 1. og 3. prjónamerki og á undan 2. og 4. prjónamerki þegar prjónað er frá röngu. Aukið út fyrir ermar á eftir 1. og 3. prjónamerki og á undan 2. og 4. prjónamerki (alltaf er aukið út frá réttu á ermum). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður frá röngu þannig: Á UNDAN PRJÓNAMFERKI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann (uppslátturinn snýr til hægri). Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Lyftið uppslættinum á hægri prjón og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt, prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann (uppslátturinn snýr til vinstri). Uppslátturinn er prjónaður frá réttu þannig: Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Lyftið uppslættinum á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, setjið til baka yfir á vinstri prjón, þ.e.a.s. uppslátturinn er snúinn, prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann (uppslátturinn snýr til hægri). Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann (uppslátturinn snýr til vinstri). RENDUR: Byrjið við 1. prjónamerki (þannig að litaskiptin í röndum verði ekki sýnileg mitt aftan á peysu) og prjónið rendur þannig: * Prjónið 5 umferðir með litnum natur (ca 2 cm), prjónið 8 umferðir með litnum gráblár (ca 3,5 cm) *, prjónið frá *-*. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-92-96-100-104-108 lykkjur með DROPS Alaska með litnum gráblár yfir stuttan hringprjón 5 og stuttan hringprjón 4 sem haldið er saman (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Dragið út stutta hringprjón 5 og haldið lykkjum eftir á hringprjóni 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð slétt JAFNFRAMT því sem fjórða hver lykkja er prjónuð saman með fjórðu hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Héðan er nú stykkið mælt. Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið, þetta er gert samtímis sem aukið er út um 4 lykkjur umferð eins og útskýrt er að neðan – prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu: Prjónið 10-12-12-14-14-16 lykkjur slétt og aukið jafnframt út um 1 lykkju (hálft bakstykki), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju, prjónið 21 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju, prjónið 21-23-25-27-29-31 lykkjur slétt og aukið jafnframt út um 2 lykkjur jafnt yfir (framstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, prjónið 21 lykkjur slétt (ermi), setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju, prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 11-11-13-13-15-15 lykkjur og aukið jafnframt út um 1 lykkju (hálft bakstykki) = 92-96-100-104-108-112 lykkjur. HÁLSMÁL: Nú er prjónað hálsmál með stuttum umferðum eins og útskýrt er að neðan. Byrjið mitt að aftan. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, hvoru megin við 2 fyrstu prjónamerkin (4 lykkjur fleiri), snúið þegar prjónaðar hafa verið 3 lykkjur fram hjá lykkju með 2. prjónamerki. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri), snúið þegar prjónaðar hafa verið 3 lykkjur fram hjá síðasta prjónamerki. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri), snúið þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri), snúið þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning. UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 2 fyrstu prjónamerkin (4 lykkjur fleiri), prjónið að miðju að aftan. Stuttar umferðir hafa nú verið prjónaðar til loka og aukið hefur verið út 4 sinnum fyrir laskalínu við hvert prjónamerki = 124-128-132-136-140-144 lykkjur í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: Síðan er berustykkið prjónað í hring yfir allar lykkjur eins og útskýrt er að neðan. STÆRÐ S, M, L og XL: Lestu allan kaflann áður en þú prjónar áfram! Byrjið mitt að aftan, prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu – lesið LASKALÍNA, á fram- og bakstykki og ermum (þ.e.a.s. hvoru megin við 4 lykkjur með prjónamerki í) í annarri hverri umferð alls 2-8-10-11 sinnum = 140-192-212-224 lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13 cm frá kanti í hálsmáli eru prjónaðar rendur – lesið RENDUR í útskýringu að ofan. Haldið áfram í sléttprjóni, rendur og útaukningar fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, aukið einungis út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 18-15-14-16 sinnum á fram- og bakstykki (9-7-7-8 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 24-27-28-31 sinnum á fram- og bakstykki og 15-19-21-23 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 248-280-296-320 lykkjur í umferð. Farðu áfram í ALLAR STÆRÐIR. STÆRÐ XXL og XXXL: Lestu allan kaflann áður en þú prjónar áfram! Byrjið mitt að aftan, prjónið sléttprjón og haldið áfram með útaukningar fyrir laskalínu – lesið LASKALÍNA, í hverri umferð á fram- og bakstykki 2-6 sinnum og í annarri hverri umferð á ermum 1-3 sinnum = 152-180 lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13 cm frá kanti í hálsmáli eru prjónaðar rendur – lesið RENDUR í útskýringu að ofan. Síðan er aukið út á fram- og bakstykki og ermum (þ.e.a.s. hvoru megin við 4 lykkjur með prjónamerki í) í annarri hverri umferð alls 10-7 sinnum = 232-236 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni, með röndum og útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hver skipt sem aukið er út er nú einungis aukið út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 18-22 sinnum á fram- og bakstykki (9-11 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 34-39 sinnum á fram- og bakstykki og 24-25 sinnum á ermum. Eftir síðustu útaukningu eru 340-368 lykkjur í umferð. Farðu áfram í ALLAR STÆRÐIR. ALLAR STÆRÐIR: = 248-280-296-320-340-368 lykkjur. Prjónið sléttprjón og rendur án útaukninga þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-32 cm Mælt mitt að framan eftir stroffi í hálsmáli. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 37-42-43-48-51-58 lykkjur (hálft bakstykki), setjið næstu 49-57-61-65-67-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 75-83-87-95-103-115 lykkjur (framstykki), setjið næstu 49-57-61-65-67-69 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið þær 38-41-44-47-52-57 lykkjur sem eftir eru (hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 162-178-190-206-226-250 lykkjur. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni og röndum þar til stykkið mælist 30-30-30-30-30-29 cm frá skiptingu – stillið af að endað sé með nokkrum umferðum í litnum gráblár fyrir stroff (nú eru eftir ca 5 cm að loka máli) og afgangur af stykki er prjónað í litnum gráblár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-22-22-26-26-34 lykkjur jafnt yfir = 180-200-212-232-252-284 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 49-57-61-65-67-69 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 55-63-69-73-77-79 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Haldið áfram hringinn með sléttprjóni og röndum. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 7-4-3-2½-2-2 cm millibili alls 6-9-12-13-15-15 sinnum = 43-45-45-47-47-49 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 43-41-40-38-36-35 cm frá skiptingu – stillið af að endað sé með nokkrum umferðum í litnum gráblár fyrir stroff (nú eru eftir ca 5 cm að loka máli) og afgangur af stykki er prjónaður í litnum gráblár. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 5-7-7-9-9-9 lykkjur jafnt yfir = 48-52-52-56-56-56 lykkjur. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 48-46-45-43-41-40 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #meetthecaptainsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 233-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.