Femke Zwegers skrifaði:
Ik heb een vraag over het stuk hals en diagonale schouders. Ik zie niet hoe deze al gedaan kunnen worden (er wordt gesproken van een armsgat) als alleen het achterpand af is en begrijp dus niet welk onderdeel hiermee gemaakt/bedoeld wordt. Na 'Achterband' is het achterpand, inclusief schouders, toch al afgerond?
18.03.2025 - 17:21DROPS Design svaraði:
Dag Femke,
Nadat je voor het achterpand aan beide kanten hebt afgekant voor de armsgaten brei je verder tot de hals en kant je de middelste steken af. Dan brei je beide kanten apart verder. Die beide kanten die je apart verder breit zijn de diagonale schouders. In de 2 paragrafen die volgen na het achterpand staat beschreven hoe je aan de kant van de hals breit en hoe je de diagonale schouder breit.
18.03.2025 - 20:00
Katrin skrifaði:
Ich habe es aus Versehen nicht als Frage gepostet: Ich habe eine Frage zu den V-Ausschnitt-Abnahmen (Größe M). Nach 33 cm soll in der folgenden Hinreihe mit den Abnahmen begonnen werden, also nehme ich dieser Reihe schon eine Masche ab. Dann eine Abnahme in der nächsten 4. Reihe, dann 12 Abnahmen in jeder 2. Reihe und dann 3 Abnahmen in jeder 4. Reihe. Damit käme ich mit der ersten Abnahme auf 17 Abnahmen insgesamt anstatt der 16 aus der Anleitung. Habe ich da etwas missverstanden?
23.01.2025 - 15:23DROPS Design svaraði:
Liebe Kathrin, nach der 1. Abnahmen nach 33 cm stricken Sie 3 Reihen ohne Abnahmen, dann beginnen Sie die 12 Abnahmen in jeder 2. Reihe/in jeder Hin-Reihe, dann nehmen Sie in jeder 4. Reihe ab = 16 Abnahmen. Viel Spaß beim Stricken!
24.01.2025 - 08:07
Katrin skrifaði:
Ich habe eine Frage zu den V-Ausschnitt-Abnahmen (Größe M). Nach 33 cm soll in der folgenden Hinreihe mit den Abnahmen begonnen werden, also nehme ich dieser Reihe schon eine Masche ab. Dann eine Abnahme in der nächsten 4. Reihe, dann 12 Abnahmen in jeder 2. Reihe und dann 3 Abnahmen in jeder 4. Reihe. Damit käme ich mit der ersten Abnahme auf 17 Abnahmen insgesamt anstatt der 16 aus der Anleitung. Habe ich da etwas missverstanden?
23.01.2025 - 14:45
Sandrine skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas comment se construit le biais de l'épaule. Je découvre cette nouvelle construction et serais heureuse que vous m'apportiez les explications afin de réussir. Cordialement Sandrine.
27.03.2024 - 09:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Sandrine, vous allez tricoter des rangs raccourcis en mettant les mailles de l'épaule en début de rang à partir de l'emmanchure (sur l'endroit épaule droite dos/épaule gauche devant - sur l'envers épaule gauche dos/droite devant). Dans cette vidéo, nous montrons (pour un autre modèle = nombre de mailles différent) comment procéder. Bon tricot!
02.04.2024 - 10:51
Nariman skrifaði:
Sollen wir für den V Ausschnitt (Vorderteil) immer an der selben Stelle (11 Masche) eine Masche abnehmen oder sollen wir die Abnahme auf dem Vorderteil verteilen. Bsp. Einmal an Stelle 11 M dann 20M dann 30M …
24.02.2024 - 17:31DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Nariman, die Abnahmen für den V-Halsausschnitt werden immer innerhalb die 10 ersten Maschen (rechtes Vorderteil) / die 10 letzten Maschen (linkes Vorderteil) gestrickt; Viel Spaß beim stricken!
26.02.2024 - 08:29
Paula skrifaði:
Hei, En ymmärrä, miten olan viistotus tehdään.
18.02.2024 - 17:18DROPS Design svaraði:
Olan viistotus tehdään siten, että silmukoita siirretään apulangalle kerroksen lopussa (silmukat neulotaan ennen kuin niitä siirretään apulangalle). Tämän jälkeen työ käännetään ja sitten neulotaan takaisin.
20.03.2024 - 17:27
Nariman skrifaði:
Ich habe das Rückenteil wie beschrieben gestrickt sowie die mittleren Maschen für den Halsausschnitt abgekettet und verstehe nicht warum ich jetzt danach nur 1 Masche abketten muss die am Halsrand beginnt.
06.02.2024 - 14:36DROPS Design svaraði:
Liebe Nariman, für den Halsausschnitt wird man zuerst die mittleren 29 - 31 Maschen (siehe Größe) abketten, dann noch 1 Masche beidseitig von diesen Maschen, jede Schulter strickt man separat weiter und am Anfang der nächsten Reihe ab Halsausschnitt (Rückreihe für rechte Schulter/Hinreihe für linke Schulter) wird noch 1 Masche abgekettet, gleichzeitig stricken Sie die diagonale Schulter am Anfang jeder Reihe ab Armausschnitt weiter. Viel Spaß beim stricken!
07.02.2024 - 08:02
Siobhan Schömig skrifaði:
Hallo, ich bin grade beim V-Ausschnitt des rechten Vorderteils und hab die erste Masche in einer Hinreihe abgenommen wie beschrieben. Jetzt steht dieses in der folgenden 4. Reihe wiederholen. Das wäre aber eine Rückreihe. Ist das richtig? Oder ist damit gemeint und der folgenden 4. Hinreihe?
14.09.2023 - 10:52DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Schömig, nach dieser Abnahmen-Reihe stricken Sie jetzt 3 Reihen ohne Abnahmen, und bei der nächsten Reihe = eine Hin-Reihe, nehmen Sie noch einmal wieder ab. Viel Spaß beim stricken!
14.09.2023 - 17:12
Thes skrifaði:
Hello I have a question, could you help me please? For the back panel you need to switch needles 5 after the ribbing at the bottom. But for the front panels this is not mentioned. So My question is; should or should you not switch to needles 5 for the front panels after the ribbing?
06.09.2023 - 08:26DROPS Design svaraði:
Dear Thes, this has been forgotten in the pattern but you are right, you should switch to larger needle just as you did on back piece, thanks for noticing, a correction will be made asap. Happy knitting!
06.09.2023 - 09:28
Ranveig skrifaði:
Når jeg skal starte etter vrangborden på forstykket står det ikke noe om å skifte til pinne nr 5 som det står på bakstykket. Det skal vel skiftes pinne her også?
16.07.2023 - 21:35DROPS Design svaraði:
Hei Ranveig, Ja, du skifter til pinne 5 etter vrangborden på forstykket på samme måten som på bakstykket. God sommer!
17.07.2023 - 07:37
October Sun#octobersuncardigan |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í sléttprjóni, skáhallandi öxl og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 240-20 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 11, 18, 25, 31 cm M: 11, 18, 25, 32 cm L: 11, 18, 25, 33 cm XL: 11, 18, 26, 34 cm XXL: 11, 19, 27, 35 cm XXXL: 11, 19, 27, 36 cm ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkin er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður, fyrst fram og til baka á hringprjóna, síðan er prjónað áfram í hring á sokkaprjóna. Frágangur á stykkinu er útskýrður í uppskrift. BAKSTYKKI: Fitjið upp 113-119-127-135-149-165 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið stroff þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu: 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 10 cm – endið eftir umferð frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 28-28-30-32-36-40 lykkjur jafnt yfir = 85-91-97-103-113-125 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í byrjun á næstu 2 umferðum, fellið af 2-4-4-4-7-11 lykkjur fyrir handveg = 81-83-89-95-99-103 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm. Nú eru felldar af miðju 29-29-31-31-33-33 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig eins og útskýrt er að neðan. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli og setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl eins og útskýrt er að neðan. Lestu kaflann HÁLSMÁL og SKÁHALLANDI ÖXL áður en þú prjónar áfram. HÁLSMÁL: Fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli í byrjun á næstu umferð frá hálsmáli. SKÁHALLANDI ÖXL: Setjið ystu lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Setjið 8-8-9-10-10-11 lykkjur á þráð 2 sinnum og síðan síðustu 9-10-10-11-12-12 lykkjur á þráð. Allar lykkjur hafa nú verið felldar af eða settar á þráð. Setjið til baka 25-26-28-31-32-34 lykkjur af þræði á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að sleppa við göt þegar snúið er við mitt í stykki, sækið þráðinn á milli 2 lykkja upp og prjónið þráðinn snúið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni. Fellið síðan laust af allar lykkjur. Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá uppfitjunarkanti að hæsta punkti á öxl. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 66-70-76-80-88-96 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið stroff þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu): 2 kantlykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 10 cm – endið eftir umferð frá röngu. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið (kantur að framan), prjónið sléttprjón yfir næstu 58-62-68-72-80-88 lykkjur og fækkið um 16-17-20-21-24-26 lykkjur yfir þessar lykkjur, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni = 50-53-56-59-64-70 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 11 cm, byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að fækka lykkjum fyrir V-hálsmáli jafnframt því sem fellt er af fyrir handveg – lestu því allan næsta kafla áður en þú prjónar áfram. V-HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað þannig: Prjónið 10 lykkjur eins og áður, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (1 lykkja færri), prjónið út umferðina eins og áður. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 1 sinni (fyrsta úrtaka er útskýrð að ofan), í annarri hverri umferð 12-12-13-13-14-14 sinnum og í 4. hverri umferð 3 sinnum = 16-16-17-17-18-18 lykkjur færri fyrir v-hálsmáli. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm, fellið af 2-4-4-4-7-11 lykkjur fyrir handveg í næstu umferð frá röngu. Þegar allar úrtökur fyrir v-hálsmái og handvegi hafa verið gerðar til loka eru 32-33-35-38-39-41 lykkjur eftir fyrir öxl. Prjónið sléttprjón og 7 kantlykkjur að framan eins og áður þar til stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm. SKÁHALLANDI ÖXL: Setjið ystu lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Setjið 8-8-9-10-10-11 lykkjur á þráð 2 sinnum og síðan síðustu 16-17-17-18-19-19 lykkjur á þráð. Allar lykkjur hafa nú verið felldar af eða settar á þráð. Setjið til baka 32-33-35-38-39-41 lykkjur af þræði á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að sleppa við göt þegar snúið er við mitt í stykki, sækið þráðinn á milli 2 lykkja upp og prjónið þráðinn snúið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni. Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá uppfitjunarkanti að hæsta punkti á öxl. Fellið af ystu 25-26-28-31-32-34 lykkjur frá öxl = 7 kantlykkjur að framan eftir á prjóni. Prjónið eins og áður yfir 7 kantlykkjur að framan í ca 9-9-10-10-11-11 cm. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 66-70-76-80-88-96 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið stroff þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu): 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 10 cm – endið eftir umferð frá röngu. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 1 kantlykkja, prjónið sléttprjón yfir næstu 58-62-68-72-80-88 lykkjur og fækkið um 16-17-20-21-24-26 lykkjur yfir þessar lykkjur, prjónið 1 lykkju brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt (kantur að framan) = 50-53-56-59-64-70 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að fækka lykkjum fyrir v-hálsmáli jafnframt því sem fellt er af fyrir handveg – lestu því allan næsta kafla áður en þú prjónar áfram. V-HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, mynstur eins og áður þar til 12 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (1 lykkja færri), prjónið síðustu 10 lykkjur eins og áður. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 1 sinni (fyrsta úrtaka er útskýrð að ofan), í annarri hverri umferð 12-12-13-13-14-14 sinnum og í 4. hverri umferð 3 sinnum = 16-16-17-17-18-17 lykkjur færri fyrir v-hálsmáli. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm, fellið af 2-4-4-4-7-11 lykkjur fyrir handvegi í næstu umferð frá réttu. Þegar allar úrtökur fyrir v-hálsmáli og handvegi hafa verið gerðar til loka eru 32-33-35-38-39-41 lykkjur eftir fyrir öxl. Prjónið sléttprjón og 7 kantlykkjur að framan eins og áður þar til stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm. SKÁHALLANDI ÖXL: Setjið ystu lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Setjið 8-8-9-10-10-11 lykkjur á þráð 2 sinnum og síðan síðustu 16-17-17-18-19-19 lykkjur á þráð. Allar lykkjur hafa nú verið felldar af eða settar á þráð. Setjið til baka 32-33-35-38-39-41 lykkjur af þræði á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að sleppa við göt þegar snúið er við mitt í stykki, sækið þráðinn á milli 2 lykkja upp og prjónið þráðinn snúið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni. Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá uppfitjunarkanti að hæsta punkti á öxl. Fellið af ystu 25-26-28-31-32-34 lykkjur frá öxl = 7 kantlykkjur að framan eftir á prjóni. Prjónið eins og áður yfir 7 kantlykkjur að framan í ca 9-9-10-10-11-11 cm. Fellið af. ERMI: Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður. Fitjið upp 61-65-69-71-75-79 lykkjur á stuttan hringprjón 5 með DROPS Air. Prjónið sléttprjón fram og til baka í 1-2-2-2-4-6 cm. Prjónið síðan stykkið hringinn þannig: Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð, þ.e.a.s. það verður lítil klauf í ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5 eftir þörf. Þegar ermin mælist 3-4-4-4-6-8 cm frá uppfitjunarkanti, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 5½-4-3½-3½-3-2 cm millibili alls 6-7-8-8-9-11 sinnum = 49-51-53-55-57-57 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist alls 38-38-37-37-37-36 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 17-17-17-19-19-19 lykkjur jafnt yfir = 66-68-70-74-76-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist alls 48-48-47-47-47-46 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið kanta að framan saman mitt að aftan (kragi). Saumið kragann við hálsmál aftan í hnakka. Saumið ermakúpu við handveg og saumið klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma frá handvegi og niður innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið, saumið þar til 10 cm eru eftir = klauf. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #octobersuncardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.