Monika Schiffer skrifaði:
Hej! Vad har modellen på bilden för normal storlek och vilken storlek är tröjan hon har på sig uppstickad i? Den ser väldigt rymlig ut på henne.
06.02.2025 - 23:14DROPS Design svaraði:
Hej Monika, vil tro at hun bruger str M. Hvis du kigger på målene i måleskitsen, så kan du se at str M har en brystvidde på 53x2=106 cm, hvilket ser ud til at stemme på billedet :)
12.02.2025 - 13:05
Ann-Iren Berntzen skrifaði:
Hei. Hva er målene på hhv M og L?
16.01.2025 - 21:36DROPS Design svaraði:
Hej Ann-Iren, du finder målene til de forskellige størrelser i måleskitsen nederst i opskriften :)
17.01.2025 - 12:01
Katarina PS skrifaði:
Hej! När man har delat arbetet och stickar på fram och bakstycket så stickar man ju A3 vid två tillfällen till efter att man har stickat färdigt A4 och stickat slät stickning i 7 cm. Ska man öka med maskor då? Mvh Katarina
18.12.2024 - 18:12DROPS Design svaraði:
Hej Katarina, nej du øker kun på oket :)
20.12.2024 - 11:27
Katarina PS skrifaði:
Hej! Gör jag ökningar varje gång jag stickar A3?
15.12.2024 - 20:16DROPS Design svaraði:
Hej Katarina, du strikker kun A3 en gang i højden og øger ved pilen. Efter A3 fortsætter du med A.4 :)
17.12.2024 - 13:46
Tina Askov skrifaði:
Når jeg har forskudt mønsteret med 2 masker i A2, skal man så i næste omgang rette forskydningen 2 masker den modsatte vej, så det er som før, eller fortsætter man bare med forskydningen? Tak.
17.09.2024 - 10:53DROPS Design svaraði:
Hei Tina. Man skal ikke fortsette med forskyvningen, det gjøres kun den ene gangen (slik du først skriver). Om du setter en maskemarkør mellom hvert diagam så har du en bedre oversikt, slik at det ikke forskyver seg flere ganger. mvh DROPS Design
19.09.2024 - 08:52
Cori Hibau skrifaði:
Thank you for responding so quickly! It is this part that I am confused on : "On round 11 in the diagram move the start of the round 2 stitches to the right so the pattern fits around the yoke. Then start the next round at the same place as before."
07.08.2024 - 13:22DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hibau, start the 11th row when 2 sts remain at the end of 10th round, and work as follows: YO, slip 1 as if to K (next to last stitch), K2 tog (last stitch 10th round + 1st st 11th round), psso (= these are now the last 2 sts of the round), YO (this is now the first stitch of the round; repeat each A.2 the same way: work the last 2 sts together with the first stitch next repeat and knit all stitches on next round. Happy knitting!
07.08.2024 - 13:33
Cori Hibay skrifaði:
I’m pretty confused on the yoke part, I’ve never done one before. Do you have a video tutorial?
06.08.2024 - 22:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hibay, you will find some video tutorials as well as lessons explaining different techniques used in this pattern; which part would you like us to explain you?
07.08.2024 - 07:57
Jane Stenberg skrifaði:
Hej jeg har et spørgsmål vedr diagram A2. Jeg kan ikke få forskydning ad omgangsstart til at passe - jeg har forsøgt 4 gange.
02.07.2024 - 20:40DROPS Design svaraði:
Hej Jane, jo 2 masker før omgangens start, laver du 1 omslag, tager 1 maske løs af pinden som om den skulle strikkes ret, strikker 2 ret sammen, løfter den løse maske over dem som blev strikket sammen, 1 omslag , 3 ret - disse 6 masker strikker du hele omgangen rundt :)
03.07.2024 - 07:57
Chiara Anagrafica Campus skrifaði:
Buongiorno, Sono in difficoltà a dividere il corpo dalle maniche: non riesco a capire dove vadano aggiunte le 12 maglie dopo aver messo in sospeso le 70 maglie. Ho messo 70 maglie in sospeso, ma poi dove devo avviare le 12 della manica? Cosa si intende per a lato sotto? Devo continuare sempre con lo stesso filo? Grazie
15.06.2024 - 08:19DROPS Design svaraði:
Buonasera Chiara, le 12 maglie vanno aggiunte a livello delle maglie in sospeso, lavora fino al punto in cui mettere le maglie in sospeso, le mette in sospeso e avvia 12 maglie a nuovo. Buon lavoro!
16.06.2024 - 20:46
Hélène Gervais skrifaði:
Que veulent dire A.1 et A.2
30.04.2024 - 15:56DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gervais, ce sont les noms des diagrammes correspondant aux points fantaisie que vous trouvez en bas de page. Retrouvez ici plus d'infos sur les diagrammes. Bon tricot!
02.05.2024 - 07:25
Sand Piper#sandpipersweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Muskat eða DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 239-4 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 122-126-130-136-142-148 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með DROPS Muskat eða DROPS Cotton Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan þannig (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 36-38-40-44-48-52 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 158-164-170-180-190-200 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið A.1 hringinn á berustykki. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4-4-5-5-6-6 cm frá prjónamerki, aukið út um 40-44-50-56-60-64 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 198-208-220-236-250-264 lykkjur. Þegar stykkið mælist 7-7-8-8-9-10 cm frá prjónamerki, prjónið A.2 hringinn á berustykki. ATH: Í 11. umferð í mynsturteikningu færist byrjun á umferð um 2 lykkjur til hægri til að mynstrið gangi jafnt upp alla umferðina hringinn. Síðan byrjar næsta umferð aftur eins og áður. JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í mynsturteikningu er aukið út jafnt yfir þannig: Ör-1: Aukið út um 42-44-50-58-62-66 lykkjur jafnt yfir = 240-252-270-294-312-330 lykkjur (nú er pláss fyrir 40-42-45-49-52-55 mynstureiningar með A.2 hringinn á berustykki). Ör-2: Aukið út um 38-42-48-56-58-58 lykkjur jafnt yfir = 278-294-318-350-370-388 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 hringinn á berustykki. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út jafnt yfir þannig: Ör-3: Aukið út um 32-36-42-50-50-52 lykkjur jafnt yfir = 310-330-360-400-420-440 lykkjur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.4 berustykkið hringinn. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka í þinni stærð, prjónið sléttprjón, en athugið að í sumum af stærðum skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan, áður en A.4 hefur verið prjónað til loka. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar berustykkið mælist 17-18-20-21-23-25 cm frá prjónamerki, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Ef ekki hefur verið búið að prjóna A.4 til loka í þinni stærð, prjónið A.4 til loka á fram- og bakstykki og ermum. Prjónið 47-51-55-61-65-69 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki), setjið næstu 60-64-70-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 95-101-110-122-130-138 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 60-64-70-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 48-50-55-61-65-69 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 210-222-244-268-288-308 lykkjur. Ef ekki er búið að prjóna A.4 til loka í þinni stærð, prjónið A.4 til loka (mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hliðum mitt undir hvorri ermi, en passið uppá að mynstrið haldið áfram yfir lykkjur frá berustykki og prjónið mynstrið eins langt og hægt er inn að hvorri hlið undir ermum, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Þegar prjónaðir hafa verið 6-6½-7-7-7½-7½ cm sléttprjón eftir A.4, prjónið A.3 hringinn á fram og bakstykki. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón í 6-6½-7-7-7½-7½ cm. Prjónið síðan A.3 aftur hringinn á fram- og bakstykki. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 25-26-26-27-27-27 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-22-22-26-28-30 lykkjur jafnt yfir = 230-244-266-294-316-338 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 60-64-70-78-80-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 70-74-82-90-94-98 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi (mitt í 10-10-12-12-14-16 lykkjur). Byrjið umferð við prjónamerki. Ef A.4 hefur ekki verið prjónað til loka á berustykki í þinni stærð, prjónið A.4 til loka (mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi, en passið uppá að mynstrið haldið áfram yfir lykkjur frá berustykki og prjónið mynstrið eins langt og hægt er inn að miðju mitt undir ermi, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn. Síðan er lykkjum fækkað mitt undir ermi og mynstrið prjónað. Lestu kaflann ÚRTAKA og MYNSTUR að neðan áður en þú prjónar áfram! ÚRTAKA: Þegar ermin mælist 4-4-4-4-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-8-4-3-2½-2½ cm millibili alls 5-5-8-11-12-13 sinnum = 60-64-66-68-70-72 lykkjur. MYNSTUR: Þegar prjónað hefur verið alls í 7-8-7-6-5-5 cm sléttprjóni eftir A.4, prjónið þannig: * Prjónið A.3 hringinn á ermi, síðan eru prjónaðir 7 cm sléttprjón *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, síðan er A.3 prjónað einu sinni til viðbótar. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Prjónið þar til ermin mælist 39-39-37-37-35-33 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-12-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir = 72-76-78-80-84-86 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 47-47-45-45-43-41 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sandpipersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.