George skrifaði:
Hello Can you clarify the v neck instruction of number divisible. You have 4 + 3 ? Is this meaning divisible by 7? Tack!
27.03.2023 - 12:26DROPS Design svaraði:
Hi George! It means the number of stitches should be divisible by 4, plus 3 stitches middle of the front neck. I hope it helps!
27.03.2023 - 13:20
George skrifaði:
On front pieces - I am knitting 3rd size - am I decreasing 11 times in total for each side?
24.03.2023 - 17:49DROPS Design svaraði:
Dear George, please clarify, do you mean decreasing after the ribbing? (there you decrase 15 stitches, once), for the armholes? (there you cast off 3 stitches 1 time, 2 stitches 1 time, and 1 stitch 4 time) or at the V neck (there you decrease 1 stitch every second row 5 times, and every 4th row 6 times - all together, you decrease 11 times). Happy Knitting.
24.03.2023 - 23:50
Hanna Björkman skrifaði:
Hej! DROPS RUNDSTICKA NR 8: Längd 80 cm enligt mönstret. Hittar ej nr 8. Motsvarar det 8mm?
15.03.2023 - 22:27DROPS Design svaraði:
Hej Hanna Ja det stämmer det är rundsticka 8 mm och längd 80 cm. Mvh DROPS Design
16.03.2023 - 10:43
Elke skrifaði:
Sunny Heartwarmer
18.01.2023 - 18:05
Marta skrifaði:
Seaside Sunshine Vest
18.01.2023 - 16:17
Campus Rally Vest#campusrallyvest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti úr 1 þræði DROPS Snow eða 2 þráðum DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í sléttprjóni, v-hálsmáli og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 240-28 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (á við um v-hálsmál og kant á ermum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan sléttri lykkju mitt framan í hálsmáli / mitt undir ermi, lyftið 2 lykkjum af prjóni eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, steypið 2 lyftu lykkjunum yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Með þessu þá kemur kanturinn til með að leggjast fallega og slétta lykkjan kemur til með að fylgja sem bein lína. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig, neðan frá og upp. Stykkið er saumað saman á öxlum og í hliðum. Að lokum er prjónaður kantur í stroffprjóni í kringum v-hálsmál og handveg. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-72-76-80-88-96 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði DROPS Snow eða 2 þráðum DROPS Air. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 10 cm og næsta umferð er frá réttu. Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, prjónið sléttprjón og fækkið um 13-13-15-15-17-19 lykkjur jafnt yfir og endið með 1 lykkju í garðaprjóni = 55-59-61-65-71-77 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið sléttprjón með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm, fellið af fyrir handveg í annarri hverri umferð (í byrjun á hverri umferð) í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-1-1-1-2-2 sinnum, 2 lykkjur 0-1-1-1-1-1 sinnum og 1 lykkja 6-5-4-4-3-3 sinnum = 37-39-43-47-49-55 lykkjur. Prjónið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm, fellið af miðju 19-19-21-23-23-25 lykkjur fyrir hálsmáli og axlir eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig. Prjónið sléttprjón og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 8-9-10-11-12-14 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm og fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins. FRAMSTYKKI: Fitjið upp jafn margar lykkjur og á bakstykki og prjónið alveg eins og bakstykki þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29 cm. Nú er fellt af fyrir handvegi í hvorri hlið á sama hátt og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 29-31-33-34-36-37 cm, skiptist stykkið fyrir v-hálsmáli þannig: Setjið miðju lykkjuna í umferð á þráð (= miðjulykkja) – miðjulykkjan á að vera á þræðinum alveg þar til kantur í hálsmáli er prjónaður. Setjið lykkjurnar eftir miðjulykkjuna (séð frá réttu) á þráð eða látið þær hvíla á öðrum prjóni og prjónið vinstra framstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið sléttprjón með 1 lykkju garðaprjón við miðju að framan – haldið áfram með úrtöku fyrir handvegi. Í fyrstu umferð frá réttu byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. Fækkið um 1 lykkju í lok umferðar frá réttu þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), endið með 1 lykkju garðaprjón. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 4-4-5-5-5-5 sinnum og í 4. hverri umferð 6-6-6-7-7-8 sinnum. Þegar allar úrtökur fyrir v-hálsmáli hafa verið gerðar til loka eru 8-9-10-11-12-14 lykkjur fyrir öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm. Fellið af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið sléttprjón með 1 lykkju garðaprjón við miðju að framan – haldið áfram með úrtöku fyrir handvegi. Í fyrstu umferð frá réttu byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. Fækkið um 1 lykkju í byrjun á umferð frá réttu þannig: 1 lykkja garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 4-4-5-5-5-5 sinnum og í 4. hverri umferð 6-6-6-7-7-8 sinnum. Þegar öll úrtaka fyrir v-hálsmáli hefur verið gerð til loka eru 8-9-10-11-12-14 lykkjur fyrir öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið hliðarsauma frá handvegi og niður í ystu lykkjubogana, en skiljið eftir 10 cm klauf í hvorri hlið. V-HÁLSMÁL: Byrjið frá réttu mitt að framan með 1 þræði DROPS Snow eða 2 þráðum DROPS Air. Notið stuttan hringprjón 7 og prjónið upp ca 83 til 91 lykkjur í kringum hálsmál (meðtalin þessi eina lykkja á þræði að framan = miðjulykkjan). Lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4 + 3. Byrjið við miðjulykkjuna og prjónið hana slétt. Prjónið 2 lykkjur brugðið og haldið áfram hringinn í stroffprjóni (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). JAFNFRAMT í annarri hverri umferð er fækkað um 2 lykkjur mitt að framan – sjá ÚRTAKA. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. KANTUR Í HANDVEGI: Byrjið mitt undir ermi með 1 þræði DROPS Snow eða 2 þráðum DROPS Air. Notið hringprjón 7 og prjóni upp frá réttu innan við 1 lykkju, ca 71-83 lykkjur í kringum handveg (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4 + 3). Setjið eitt prjónamerki í fyrstu lykkju (= miðjulykkja) og prjónið hana slétt. Prjónið 2 lykkjur brugðið og haldið áfram hringinn í stroffprjóni (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). JAFNFRAMT í annarri hverri umferð er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – munið eftir ÚRTAKA. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið kant í kringum hinn handveginn á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #campusrallyvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.