-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
LASKALÍNA:
Aukið út um 1 lykkju á undan / á eftir 2 lykkjum í hverri skiptingu á milli framstykkis / bakstykkis og erma, prjónamerkin sitja á milli þessa 2 lykkja. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni.
ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum):
Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Prjónið frá réttu þar til 4 lykkjur eru eftir í lok umferðar, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat.
Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu strax eftir stroff efst í hálsmáli. Síðan er fellt af fyrir 4-4-5-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 9½-10-8½-9-9-9½ cm millibili.
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón.
TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI:
Fitjið upp 92-92-92-108-108-108 lykkjur með 1 þræði DROPS Soft Tweed í litnum marsipan og 1 þræði í DROPS Kid-Silk í litnum natur yfir hringprjón 5,5 og hringprjón 4,5 sem haldið er saman.
Dragið út stutta hringprjón 5,5 og haldið lykkjum eftir á hringprjóni 4,5 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Síðan er prjónað þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 6 cm, eru fitjaðar upp 4 nýjar lykkjur í hvorri hlið = 100-100-100-116-116-116 lykkjur. Prjónið síðan þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið þar til stroffið mælist alls 12 cm.
Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur og prjónað er þannig: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón, síðan er prjónað stroff eins og áður jafnframt því sem fjórða hver lykkja er prjónuð saman með fjórðu hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli, stykkið er nú mælt héðan.
Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu og hvert prjónamerki er sett á milli 2 lykkja.
Teljið 18-18-18-22-22-22 lykkjur (vinstra framstykki), setjið 1 prjónamerki, teljið 20 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki, teljið 24-24-24-32-32-32 lykkjur (bakstykki), setjið 1 prjónamerki, teljið 20 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki, það eru 18-18-18-22-22-22 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (hægra framstykki):
HÁLSMÁL:
Nú er hálsmálið prjónað með stuttum umferðum eins og útskýrt er að neðan. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Klippið þráðinn og byrjið mitt að aftan (mitt í umferð):
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, hvoru megin við 2 fyrstu prjónamerkin (4 lykkjur fleiri), snúið þegar 3 lykkjur hafa verið prjónaðar fram hjá öðru prjónamerki.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri), snúið þegar 3 lykkjur hafa verið prjónaðar fram hjá síðasta prjónamerki.
UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri), snúið þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning.
UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri), snúið þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning.
UMFERÐ 5 (ranga): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri), snúið þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning.
UMFERÐ 6 (ranga): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri), snúið þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning.
UMFERÐ 7 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 2 fyrstu prjónamerkin (4 lykkjur fleiri), prjónið að miðju að aftan. Klippið þráðinn.
Stuttar umferðir hafa nú verið prjónaðar til loka og aukið hefur verið út 6 sinnum fyrir laskalínu = 148-148-148-164-164-164 lykkjur í umferð. Síðan er prjónað fram og til baka yfir allar lykkjur mitt að framan. Nú byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan.
BERUSTYKKI:
Prjónið sléttprjón (kantar að framan í garðaprjóni) og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu þannig: Aukið er út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð (í hverri umferð frá réttu), en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á framstykki / bakstykki. Þ.e.a.s. aukið er út á framstykki / bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð, aukið er út til skiptist um 8 og 4 lykkjur.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Aukið svona út 14-16-20-22-24-24 sinnum á fram- og bakstykki (7-8-10-11-12-12 sinnum á ermum). Það eru nú 232-244-268-296-308-308 lykkjur í umferð.
Stærð S, M, L, XXL og XXXL (útaukningu í stærð XL er lokið):
Haldið áfram í sléttprjóni og útaukningu fyrir laskalínu, en nú er einungis aukið út á fram- og bakstykki, útaukningu fyrir ermar er lokið. Aukið út í annarri hverri umferð alls 3-3-2-1-5 sinnum.
ALLAR STÆRÐIR:
Nú hefur verið aukið út alls 23-25-28-28-31-35 sinnum á fram- og bakstykki og 13-14-16-17-18-18 sinnum á ermum (ásamt útaukningu í stuttum umferðum í hálsmáli).
Á eftir síðustu útaukningu eru 244-256-276-296-312-328 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón og garðaprjón í kanti að framan þar til stykkið mælist ca 21-24-26-26-30-34 cm, mælt mitt að framan á eftir stroffi í hálsmáli.
Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig:
Prjónið fyrstu 41-43-46-50-53-57 lykkjur (framstykki), setjið næstu 46-48-52-54-56-56 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-12-12-14-16-18 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 70-74-80-88-94-102 lykkjur (bakstykki), setjið næstu 46-48-52-54-56-56 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-12-12-14-16-18 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið þær 41-43-46-50-53-57 lykkjur sem eftir eru (framstykki).
FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 172-184-196-216-232-252 lykkjur. Prjónið sléttprjón með garðaprjóni í kanti að framan þar til stykkið mælist 17-16-16-18-16-14 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 40-40-44-48-52-56 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 212-224-240-264-284-308 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður.
ERMI:
Setjið 46-48-52-54-56-56 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 10-12-12-14-16-18 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 56-60-64-68-72-74 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 4-3-2½-1½-1½-1 cm millibili alls 6-8-9-11-10-10 sinnum = 44-44-46-46-52-54 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 28-26-25-23-20-17 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-4-6-6-4-6 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Rendur eru prjónaðar þannig: Prjónið stroff með 1 þræði í litnum marsipan í Soft Tweed + 1 þræði í litnum natur í Kid-Silk í 7 cm, prjónið með 1 þræði í litnum marsipan í Soft Tweed + 1 þræði í litnum ljós gallabuxnablár í Kid-Silk í 7 cm, prjónið með 1 þræði í litnum vatnslitablár í Soft Tweed + 1 þræði í litnum ljós gallabuxnablár í Kid-Silk í 4 cm. (Alls 18 cm með stroffi). Fellið af. Ermin mælist ca 46-44-43-41-38-35 cm frá skiptingu.
Prjónið hina ermina á sama hátt.
FRÁGANGUR:
Saumið tölur í vinstra framstykki.
Mynstur
Het is zo jammer dat het onduidelijk is hoe de halslijn valt etc, en er geen foto's zijn van de achterkant. Zijn er verkorte toeren in dit patroon of valt het raar aan de achterkant zoals veel drops patronen?
03.04.2023 - 19:07DROPS Design answered:
Dag Aniek,
Je hebt gelijk dat er meer afbeeldingen van details zouden kunnen worden weergegeven. Dit patroon heeft wel verkorte toeren aan de achterkant van de hals om de hals daar hoger te maken.
05.04.2023 kl. 07:49