Patricia skrifaði:
Ich habe gerade ein Verständnisproblem.... Muster A1 stricke ich zunächst 27x (Größe XXL) und dann mache ich erst die Zunahme von 64 Maschen. Sehe ich das so richtig?
19.10.2024 - 12:00DROPS Design svaraði:
Liebe Patricia, also ja die Zunahmen werden bei der letzten Reihe vom Diagram gestrickt, so zuerst wird man A.1 27 Mal stricken, dann 64 M bei der letzten Reihe zunehmen, so sind es danach genügend Maschen für 35 Mal A.2 . Viel Spaß beim Stricken!
21.10.2024 - 07:55
Cat skrifaði:
Why has my tree worked the wrong way . I.e. upside down
06.11.2023 - 15:31DROPS Design svaraði:
Dear Cat, read all diagrams from bottom up, starting on the corner on the right side, as the jacket is worked top down, the tree will then look properly when wearing garment. Happy knitting!
07.11.2023 - 07:52
Francine Tyminski skrifaði:
An der Blende ist eine Reihe gehäkelte Muschel. Die Anleitung dafür fehlt leider! Kann ich sie irgendwie bekommen
12.10.2023 - 09:49
Trine Hemmingsen skrifaði:
Den sidste sætning i afsnittet men halskanten, står der at jeg skal sætte et mærke efter kantmaskerne, midt for. Midt for, er det midt i ribben? Altså halvejs i højden som jeg har strikket, eller er det der hvor jeg er kommet til, altså i den sidste pind i den afsnit? Er meget ny i strikning så blev lidt forvirret af det "midt for" Håber det giver mening det jeg har skrevet Vh Trine
17.08.2023 - 00:34DROPS Design svaraði:
Hej Trine, mærket skal bruges til at måle fra og det er fra efter ribben. Modsvarende bluse havde vi som KnitAlong sidste Jul og vi har rigtig gode billeder og forklaringer, som du sikkert kan have glæde af. Julebluse nederst på siden klikker du på NÆSTE for at komme videre - god fornøjelse :)
18.08.2023 - 11:50
Rosellen Russell skrifaði:
Loved this pattern , I did the cardigan with 3/4 sleeves , since I live in Fl. Lucky me we had a cold wave at Christmas, I wore it everyday. I saved yarn to lengthen sleeves if I move back north. Thanks so much for this pattern .
03.01.2023 - 14:36
Christmas Time Cardigan#christmastimecardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og marglitu mynstri með jólasveinum, jólatrjám, snjóköllum og hjörtum. Stærð S - XXXL. Þema: Jól.
DROPS 235-40 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR-1: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. LEIÐBEININGAR-2: Ef óskað er eftir meira mynstri á fram- og bakstykki og ermum, er hægt að halda áfram með mynsturteikningu í röð að eigin ósk, en munið eftir að þetta kemur til með að hafa áhrif á efnismagn. Á ermum er mynd staðsett mitt á ermi og það er talið út frá miðju á ermi hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman með litnum ljós grár, prjónið lykkjuna með prjónamerki með litnum ljós grár, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman með litnum ljós grár (2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsi mælist ca 3 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 9-9½-8½-9-9-9½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 118-122-126-134-138-142 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum skógargrænn í DROPS Karisma. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt, 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff fram og til baka jafnframt því sem rendur eru prjónaðar þannig: Prjónið 1 umferð með litnum skógargrænn, 2 umferðir með litnum ljós grár, 4 umferðir með litnum skógargrænn, haldið síðan áfram með stroff með litnum ljós grár þar til kanturinn í hálsmáli mælist 4 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu með litnum ljós grár þar sem aukið er út um 25-26-27-33-39-41 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 143-148-153-167-177-183 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni og uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið). Setjið 1 prjónamerki í stykkið við miðju að framan. Prjónið berustykkið eins og útskýrt er að neðan – berustykkið er mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið sléttprjón fram og til baka með litnum ljós grár og með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykki mælist 4-4-5-5-6-7 cm frá prjónamerki við hálsmál, aukið út um 38-41-44-46-52-54 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 181-189-197-213-229-237 lykkjur. Stillið af þannig að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið nú mynstur jafnframt því sem haldið er áfram með útaukningar eins og útskýrt er að neðan – sjá LEIÐBEININGAR-1 og MYNSTUR í útskýringu að ofan. Allur kanturinn að framan eru prjónaður með litnum ljós grár. A.1: Prjónið 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.1 (séð frá réttu), prjónið síðan A.1 alls 21-22-23-25-27-28 sinnum (mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu), endið umferð með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATH. Þegar prjónað er frá réttu er A.1 endurtekið eftir kant að framan þar til 7 lykkjur eru eftir, síðan er fyrsta lykkjan í A.1 prjónuð svo að mynstrið byrji og endi alveg eins áður en endað er með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út um 48-48-56-56-64-72 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 229-237-253-269-293-309 lykkjur. A.2: Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka í þinni stærð, prjónið A.2 frá röngu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.2 (séð frá réttu), prjónið A.2 alls 27-28-30-32-35-37 sinnum, endið með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út um 40-48-48-56-64-64 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 269-285-301-325-357-373 lykkjur. A.3: Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan, prjónið A.3 alls 32-34-36-39-43-45 sinnum, prjónið fyrstu lykkju í A.3 þannig að mynstrið byrjar og endar alveg eins, endið með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út um 32-40-48-48-48-56 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 301-325-349-373-405-429 lykkjur. A.2: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.2 frá röngu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.2 (séð frá réttu), prjónið A.2 alls 36-39-42-45-49-52 sinnum, endið með 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út um 16-16-24-40-40-48 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 317-341-373-413-445-477 lykkjur. A.4: Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.4 frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.4 alls 38-41-45-50-54-58 sinnum, prjónið fyrstu lykkju í A.4 svo að mynstrið byrji og endi alveg eins, endið með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur – jafnframt skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Prjónið þar til stykkið mælist 22-24-25-27-29-31 cm frá prjónamerki við hálsmál. Útaukningar hafa núna verið gerðar til loka, en mynstrið er ekki tilbúið enn og er prjónað áfram á fram- og bakstykki og ermum. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 52-56-60-66-72-78 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 60-64-72-80-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn með litnum ljós grár (í hlið undir ermi), prjónið 93-101-109-121-133-145 lykkjur eins og áður (bakstykki), setjið næstu 60-64-72-80-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn með litnum ljós grár (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 52-56-60-66-72-78 lykkjur eins og áður (framstykki). Klippið þráðinn. Fram- og bakstykkið og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 213-229-245-269-293-317 lykkjur. Haldið áfram með mynstur frá berustykki með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan – mynstureining (A.4) kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hlið undir ermum, en prjónið mynstur eins langt og hægt er inn að hvorri hlið undir ermum og prjónið þær lykkjur sem eftir eru undir ermi með litnum ljós grár. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.5 frá röngu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.5 (séð frá réttu), prjónið A.5 alls 25-27-29-32-35-38 sinnum (munið eftir að mynsturteikningin er lesin frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu), endið með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum ljós grár og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan – sjá LEIÐBEININGAR-2. Prjónið þar til stykkið mælist 21-21-22-22-22-22 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 41-41-45-53-57-61 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 254-270-290-322-350-378 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 7 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-64-72-80-84-88 lykkjur frá þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi með litnum ljós grár = 68-72-80-88-92-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í 5. af 8 nýjum lykkjum undir ermi (mitt undir ermi) og setjið 1 prjónamerki í 35.-37.-41.-45.-47.-49. lykkju í umferð (mitt á ermi). Prjónamerki mitt undir ermi á að nota þegar fækka á lykkjum undir ermi og prjónamerkið mitt á ermi á að nota til að telja út hvar mynstrið á að byrja. Byrjið umferð við prjónamerki mitt undir ermi og haldið áfram með mynstur frá berustykki – mynstureining (A.4) kemur ekki til með að ganga jafnt upp undir ermi, en prjónið mynstrið eins langt og hægt er mitt undir ermi og prjónið þær lykkjur sem eftir eru undir ermi með litnum ljós grár. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.5 – teljið út frá miðjulykkju á ermi hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi – lykkja með prjónamerki í á að passa við lykkju merkta sem miðjulykkja í mynsturteikningu. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með litnum ljós grár – sjá LEIÐBEININGAR-2. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4½-4-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 7-8-11-14-15-16 sinnum = 54-56-58-60-62-64 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 34-33-32-30-29-28 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 7 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-8-10-12-10-12 lykkjur jafnt yfir = 64-64-68-72-72-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 7 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 41-40-39-37-36-35 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #christmastimecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 235-40
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.