Gloriana skrifaði:
I'm not sure I understand the explanation for the change in 5mm needles. I am asking about this part "Change to circular needle size 5 MM = US 8 and work the neckline with short rows AT THE SAME TIME as increasing to raglan as follows:" I'm not sure how I should change from 4mm to 5mm while doing the short rows and increasing to raglan. Do I change to the bigger needle before or after I cut the thread? Please explain further if you can, as I am new at this. Thanks again!
13.02.2024 - 06:58DROPS Design svaraði:
Dear Gloria, you will now work the neckline with larger needle, while you can leave the unworked stitches on smaller needle until you have worked all stitches with needle size 5 mm. Happy knitting!
13.02.2024 - 09:03
Gloriana skrifaði:
Hi, To switch to 5mm needles in the neckline, do I have to make the switch with a row before cutting the thread? If not, can you please explain how this is done? For reference, I am using circular needles although I don't know if that makes any difference. I would appreciate the help a lot. Thank you.
13.02.2024 - 05:40DROPS Design svaraði:
Hi Gloriana, You change to size 4 mm needles after casting on with a larger needle size to make the cast-on edge elastic. You change needles while working the first round of rib (the left needle is the 5 mm needle and you work all the rib stitches with the 4 mm needle). This applies for both double pointed and circular needles. Happy knitting!
13.02.2024 - 06:36
Lecomte Martine skrifaði:
Après avoir tricoté le colis, on a 1000 mailles pour la taille L. On doit ensuite tricoter l'encolure. Après avoir tricoté l'encolure, je me retrouve avec 124 mailles et non 132 comme il est indiqué pour l'empiècement. Pouvez -vous m'aider s'il vous plaît. Merci.
10.02.2024 - 17:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lecomte, pendant les 4 rangs de l'encolure, on doit augmenter pour le raglan aussi bien sur l'endroit que sur l'envers, on va donc augmenter 4 fois 8 mailles soit 32 mailles, on a ainsi bien 100+32=132 mailles. Bon tricot!
12.02.2024 - 07:25
E Bou skrifaði:
Bonjour, j'ai recommencé à plusieurs reprises les rangs raccourcis en suivant scrupuleusement les explications pour les augmentations. Malheureusement, il y a toujours des trous au niveau des augmentations de chaque côté de la maille médiane . Pouvez-vous m'aider? Merci beaucoup. Bien cordialement
08.02.2024 - 21:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bou, cette vidéo montre comment tricoter ces augmentations pendant la rehausse (les rangs raccourcis), elle pourra peut-être vous aider; veillez peut-être aussi à ce que vos jetés ne soient pas trop lâches. Bon tricot!
09.02.2024 - 07:54
Maria Kommandantvold skrifaði:
Hei. Jeg får ikke masketallet på den doble halskanten til å stemme når jeg har strikket 13cm og strikket neste runde der jeg har satt de fire markørene og utvidet med fire masker. Jeg strikker large (96 masker), men etter å ha strikket runden der jeg skal sette markørene inn, utvidet med fire masker og oppsummerer, får jeg det til å bli 92???? Kan der hjelpe? Hva gjør jeg feil?
05.02.2024 - 22:02DROPS Design svaraði:
Hei Maria, Du setter merkene i masker (ikke mellom masker), så tell riktig antall og sett merket i neste masken. Da får du med de 4 manglende maskene. God fornøyelse!
06.02.2024 - 06:46
Jacqueline Gouw skrifaði:
236-16 Er staat: voeg 4 markeerdraden terwijl u 4 steken meerdert op de naald. Vraag: moet ik meerderen met een omslag en na 4 x meerderen staat dat ik de draad moet afknippen om te starten met de verkorte toeren. Maar moet ik niet eerst nog een ronde breien om eerst de gemaakte omslagen te breien?
05.02.2024 - 16:11DROPS Design svaraði:
Dag Jacqueline,
Je moet de draad afknippen omdat je met de verkorte toeren ergens anders op de naald begint, namelijk 2 steken voor markeerdraad 3. Terwijl je de verkorte toeren breit maak je tegelijkertijd meerderingen voor de raglan en brei je de omslagen zoals bovenaan beschreven. (verschillend voor en na de markeerdraad en verschillend aan de goede en de verkeerde kant).
07.02.2024 - 19:32
Jessica skrifaði:
„In dieser Weise 18-15-14-16 x in der Höhe am Rumpfteil zunehmen (9-7-7-8 x an den Ärmeln). Es wurde nun insgesamt 24-27-28-31 x am Rumpfteil und 15-19-21-23 x an den Ärmeln zugenommen. Nach der letzten Zunahme sind 248-280-296-320 Maschen auf der Nadel. Wie unter ALLE GRÖSSEN beschrieben weiterstricken. „ Ist es richtig, dass bei Größe S mehr zugenommen wird, als bei den anderen Größen? Wie kann das sein?
26.01.2024 - 19:15DROPS Design svaraði:
Liebe Jessica, zuerst haben Sie in S nur 2 Mal in jeder 2. Runde zugenommen (mehr in die anderen Grössen), dann nehmen Sie insgesamt 18 Mal beim Rumpfteil in jeder 2. Runde/9 Mal bei den Ärmeln in jeder 4. Runde, so insgesamt 24 bzw 15 Mal, so weniger als in den anderen Grössen. Viel Spaß beim stricken!
29.01.2024 - 11:28
Myriam Bakens skrifaði:
Ik ben aangekomen bij de halslijn en moet nu met naalden nr 5 beginnen. Maar wanneer moet ik de langere rondbreinaald/draad gaan gebruiken? Ik zie daarvoor geen melding. Alvast hartelijk dank voor uw antwoord.
18.01.2024 - 12:28DROPS Design svaraði:
Dag Myriam,
Je begint met de korte rondbreinaald en als je te veel steken op de naald krijgt waardoor het niet meer past ga je over op de lange rondbreinaald. Dit merk je dus vanzelf.
18.01.2024 - 19:41
Patricia Aumercier skrifaði:
Je n'arrive pas à faire l'encolure, je suis surprise d'augmenter des mailles à chaque marqueur à l'endroit ET à l'envers
03.12.2023 - 16:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Aumercier, pour les rangs raccourcis de l'encolure, on va augmenter de chaque côté de chacune des 4 mailles avec 1 marqueur, aussi bien sur l'endroit que sur l'envers comme expliqué sous RAGLAN au début des explications; autrement dit, tricotez les jetés des augmentations précédentes comme indiqué avant/après le marqueur et augmentez ensuite avant/après le marqueur; et ce sur les 8 rangs de l'encolure. Bon tricot!
04.12.2023 - 08:24
Helle skrifaði:
Hej, er det muligt at strikke denne trøje nedefra og op - og bruge samme opskrift? Bare strikke i modsat rækkefølge? Jeg synes, det virker svært at strikke fra halsen og nedefter. På forhånd tak
26.11.2023 - 16:33DROPS Design svaraði:
Hei Helle. Det kan du fint gjøre :) mvh DROPS Design
27.11.2023 - 09:53
Early Moorning Mist#earlymoorningmistsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með tvöföldum kanti í hálsmáli og laskalínu. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-16 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð á undan / eftir 1 lykkju í sléttprjóni (lykkja með merki í). Aukið út fyrir fram- og bakstykki á undan 1. og 3. merki og á eftir 2. og 4. merki þegar prjónað er frá réttu / á eftir 1. og 3. merki og á undan 2. og 4. merki þegar prjónað er frá röngu. Aukið út fyrir ermar á eftir 1. og 3. merki og á undan 2. og 4. merki þega prjónað er frá réttu / á undan 1. og 3. merki og á eftir 2. og 4. merki þegar prjónað er frá röngu. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður frá röngu þannig: Á UNDAN MERKI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR MERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Uppslátturinn er prjónaður frá réttu þannig: Á UNDAN MERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann (uppslátturinn snýr til hægri). Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR MERKI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann (uppslátturinn snýr til vinstri). Það eiga ekki að myndast göt. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-92-96-100-104-108 lykkjur á stuttan hringprjón 5 með DROPS Air. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 13 cm. Í næstu umferð eru sett 4 merki í stykkið, þetta er gert jafnframt því sem aukið er út um 4 lykkjur í umferð eins og útskýrt er að neðan – merkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu: Prjónið 10-12-12-14-14-16 lykkjur slétt og aukið jafnframt út um 1 lykkju (hálft bakstykki), setjið 1. merki í næstu lykkju, prjónið 21 lykkjur slétt (ermi), setjið 2. merki í næstu lykkju, prjónið 21-23-25-27-29-31 lykkjur slétt og aukið jafnframt út um 2 lykkjur jafnt yfir (framstykki), setjið 3. merki í næstu lykkju, prjónið 21 lykkjur slétt (ermi), setjið 4. merki í næstu lykkju, prjónið slétt yfir síðustu 11-11-13-13-15-15 lykkjur og aukið jafnframt út um 1 lykkju (hálft bakstykki) = 92-96-100-104-108-112 lykkjur. Klippið þráðinn. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú er hálsmálið prjónað með stuttum umferðum JAFNFRAMT því sem aukið er út fyrir laskalínu – þetta er gert eins og útskýrt er að neðan. Byrjið frá réttu, 2 lykkjur á undan lykkju með 3. merki (þ.e.a.s. í vinstri hlið á hálsmáli að framan, séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, hvoru megin við 4 lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá lykkju með 2. merki (hægir hlið í hálsmáli að framan – það hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði, prjónið til baka frá röngu og aukið út fyrir laskalínu þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem stutta umferðin byrjaði við 3. merki (það hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði, prjónið til baka frá réttu og aukið út fyrir laskalínu þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við 2. merki (það hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði, prjónið til baka frá röngu og aukið út fyrir laskalínu þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá 3. merki (það hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Klippið þráðinn. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: = 124-128-132-136-140-144 lykkjur. Nú er prjónað hringinn yfir allar lykkjur eins og útskýrt er að neðan. STÆRÐ S, M, L og XL: Byrjið mitt að aftan, prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu á fram- og bakstykki og ermum (þ.e.a.s. hvoru megin við 4 lykkjur með merki í) í 2. hverri umferð alls 2-8-10-11 sinnum = 140-192-212-224 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 18-15-14-16 sinnum á fram- og bakstykki (9-7-7-8 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 24-27-28-31 sinnum á fram- og bakstykki og 15-19-21-23 sinnum á ermum. Eftir síðustu útaukningu eru 248-280-296-320 lykkjur í umferð. Farðu áfram í ALLAR STÆRÐIR. STÆRÐ XXL og XXXL: Byrjið mitt að aftan, prjónið sléttprjón og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í hverri umferð á fram- og bakstykki 2-6 sinnum og í 2. hverri umferð á ermum 1-3 sinnum = 152-180 lykkjur. Aukið síðan út á fram- og bakstykki og ermum í 2. hverri umferð (þ.e.a.s. hvoru megin við 4 lykkjur með merki í) alls 10-7 sinnum = 232-236 sinnum. Haldið áfram í sléttprjóni og með útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, aukið einungis út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í 2. hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 18-22 sinnum á fram- og bakstykki (9-11 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 34-39 sinnum á fram- og bakstykki og 24-25 sinnum á ermum. Eftir síðustu útaukningu eru 340-368 lykkjur í umferð. Farðu áfram í ALLAR STÆRÐIR. ALLAR STÆRÐIR: = 248-280-296-320-340-368 lykkjur. Prjónið sléttprjón án útaukninga þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm mælt mitt að framan eftir stroff í hálsmáli. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 37-42-43-48-51-58 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 49-57-61-65-67-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 75-83-87-95-103-115 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 49-57-61-65-67-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 38-41-44-47-52-57 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 162-178-190-206-226-250 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 26 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-22-22-26-26-34 lykkjur jafnt yfir = 180-200-212-232-252-284 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 49-57-61-65-67-69 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 55-63-69-73-77-79 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu, það á að nota merkiþráðinn síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 7-4-3-2½-2-2 cm millibili alls 5-8-10-11-12-12 sinnum = 45-47-49-51-53-55 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 39-38-36-35-33-31 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-5-7-5-7-5 lykkjur jafnt yfir = 52-52-56-56-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 44-43-41-40-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki og festið með 4 punktum með því að sauma það niður með spori í hverja laskalínu. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #earlymoorningmistsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.