Christel skrifaði:
Bonjour, J'aimerais avant de continuer être sûre:. 1) Pour assembler les deux épaules (qui ont été tricotées séparément) il faut d'abord l'épaule gauche puis la droite. Si c'est vraiment ainsi, pourquoi dites vous de mettre les mailles de l'épaule gauche en attente? 2) Sur le diagramme, la légende peut porter à confusion pour les torsades, le trait n'apparaît pas comme sur les dessins. Merci pour vos futures réponses.
10.01.2023 - 12:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Christel, dans ce modèle, il n' y a pas de couture d'épaule à proprement parler, vous commencez par tricoter l'épaule droite en augmentant côté devant (en fin de rang sur l'endroit) ou côté dos (en fin de rang sur l'envers), quand l'épaule droite est terminée, on fait l'épaule gauche en sens inverse et on reprend les mailles ensemble - on aura une couture au milieu dos. Merci pour le symbole, la modification a été faite. Bon tricot!
11.01.2023 - 08:56
Snowy Bee Cardigan#snowybeecardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Puna og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með býkúpumynstri, garðaprjóni og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 237-29 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1: Aukið er út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með prjónamerki (miðjulykkja). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um ermar): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir í umferð þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist ca 2 cm frá kanti í hálsmáli að framan. Síðan er fellt af fyrir 5-5-6-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 7-7-7-7½-7½-7½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hvor öxl er prjónuð fram og til baka hvor fyrir sig. Það er aukið út og nýjar lykkjur fitjaðar upp í hvorri hlið til að forma hálsmál. Stykkin eru sett saman og lykkjur eru auknar út á hvorri öxl. Síðan skiptist stykkið og hvort stykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli. HÆGRI ÖXL: Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkjuna. Lykkja með prjónamerki er prjónuð í sléttprjóni, aðrar lykkjur eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið fram og til baka yfir þessar lykkjur, JAFNFRAMT eru lykkjur auknar út þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við miðjulykkjuna – sjá ÚTAUKNING-1 og fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar (að miðju að framan) = 6 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við miðjulykkju og fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar (við miðju að aftan) = 9 lykkjur. UMFERÐ 3: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við miðjulykkju = 11 lykkjur. UMFERÐ 4: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við miðjulykkju = 13 lykkjur. Prjónið þessar 4 umferðir 4 sinnum til viðbótar. Í hvert skipti sem þessar 4 umferðir eru prjónaðar, er aukið út um 10 lykkjur. Þegar prjónaðar hafa verið alls 20 umferðir eru 53 lykkjur í umferð í öllum stærðum. UMFERÐ 21: Prjónið 26 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið miðjulykkjuna, aukið út um 1 lykkju, prjónið 26 lykkjur slétt, fitjið síðan upp 12-13-14-15-16-17 nýjar lykkjur (hálsmál + kantur á framstykki) = 67-68-69-70-71-72 lykkjur. UMFERÐ 22: Prjónið 39-40-41-42-43-44 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið miðjulykkjuna brugðið, aukið út um 1 lykkju, prjónið 27 lykkjur slétt, fitjið upp 4-5-6-7-8-9 nýjar lykkjur (hálsmál á framstykki) = 73-75-77-79-81-83 lykkjur. Geymið stykkið. VINSTRI ÖXL: Fitjið upp eins og hægri öxl og prjónið alveg eins þar til prjónaðar hafa verið 20 umferðir = 53 lykkjur í umferð. UMFERÐ 21: Prjónið 26 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju eins og áður, prjónið miðjulykkjuna, aukið út um 1 lykkju eins og áður, prjónið 26 lykkjur, fitjið upp 4-5-6-7-8-9 nýjar lykkjur (hálsmál á framstykki) = 59-60-61-62-63-64 lykkjur. UMFERÐ 22: Prjónið 31-32-33-34-35-36 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju eins og áður, prjónið miðjulykkjuna brugðið, aukið út um 1 lykkju eins og áður, prjónið 27 lykkjur slétt, fitjið upp 12-13-14-15-16-17 nýjar lykkjur (hálsmál + kantur á framstykki) = 73-75-77-79-81-83 lykkjur. Geymið stykkið. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið frá réttu yfir lykkjur frá vinstri öxl, prjónið til baka lykkjur frá hægri öxl á prjóninn, JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við miðjulykkjur = 150-154-158-162-166-170 lykkjur. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram með sléttprjón yfir lykkjur með prjónamerki og garðaprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru, JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvora miðjulykkju, en nú er einungis aukið út frá réttu. Aukið út í hverri umferð frá réttu alls 9-10-11-12-13-14 sinnum = 186-194-202-210-218-226 lykkjur. Nú eru 84-88-92-96-100-104 lykkjur á milli miðjulykkja á bakstykki og 50-52-54-56-58-60 lykkjur á hvoru framstykki. Í næstu umferð frá röngu, fellið af báðar miðjulykkjurnar. Hvort stykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 84-88-92-96-100-104 lykkjur. Nú er prjónað mynstur, með byrjun frá réttu þannig: 6-8-4-6-8-4 lykkjur sléttprjón, A.1 er prjónað 12-12-14-14-14-16 sinnum, prjónið 6-8-4-6-8-4 lykkjur sléttprjón. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 108-112-120-124-128-136 lykkjur í umferð. Prjónið A.2 yfir hvert A.1. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið, fækkið lykkjum með 3 cm millibili alls 3 sinnum, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman innan við 1 lykkju í hvorri hlið = 102-106-114-118-122-130 lykkjur. Prjónið svona þar til stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm frá yst á öxl (þar sem miðjulykkjan var felld af). Fitjið upp 2-3-4-6-9-12 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 106-112-122-130-140-154 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni, mynstur heldur áfram eins og áður. Prjónið þar til stykkið mælist 18-18-19-19-19-20 cm frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp. Aukið út um 1-2-1-1-0-1 lykkjur jafnt yfir 5-8-5-9-14-13 lykkjur í hvorri hlið = 108-116-124-132-140-156 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Nú er prjónað stroff yfir allar lykkjur frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm, mælt frá efsta punkti á öxl. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Prjónið mynstur frá réttu þannig: 8 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 er prjónað 6-6-7-7-7-8 sinnum, 6-8-4-6-8-4 lykkjur sléttprjón. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 62-64-68-70-72-76 lykkjur í umferð. Prjónið A.2 yfir hvert A.1. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju í hlið, fækkið lykkjum með 3 cm millibili alls 3 sinnum, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman innan við 1 lykkju = 59-61-65-67-69-73 lykkjur. Prjónið svona þar til stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm frá yst á öxl (þar sem miðjulykkjan var felld af). Fitjið upp 2-3-4-6-9-12 nýjar lykkjur í lok næstu umferðar frá réttu = 61-64-69-73-78-85 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni, mynstur heldur áfram eins og áður. Prjónið þar til stykkið mælist 18-18-19-19-19-20 cm frá þar sem nýjar lykkjur voru fitjaðar upp. Aukið út 1-2-1-1-0-1 lykkjur jafnt yfir 5-8-5-9-14-13 lykkjur í hlið = 62-66-70-74-78-86 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Nú er prjónað stroff yfir allar lykkjur þannig: Prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður, A.3 er prjónað 6-6-6-7-7-8 sinnum, prjónið 1 lykkju slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* 1-2-1-2-3-3 sinnum, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Prjónið mynstur frá réttu þannig: 6-8-7-6-8-4 lykkjur sléttprjón A.1 er prjónað 6-6-7-7-7-8 sinnum, 8 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, það eru 62-64-68-70-72-76 lykkjur í umferð. Prjónið A.2 yfir hvert A.1. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju í hlið, fækkið lykkjum með 3 cm millibili alls 3 sinnum, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman innan við 1 lykkju = 59-61-65-67-69-73 lykkjur. Prjónið svona þar til stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm frá yst á öxl (þar sem miðjulykkjan var felld af). Fitjið upp 2-3-4-6-9-12 nýjar lykkjur í lok næstu umferðar frá röngu = 61-64-69-73-78-85 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni, mynstur heldur áfram eins og áður. Prjónið þar til stykkið mælist 18-18-19-19-19-20 cm frá þar sem nýjar lykkjur voru fitjaðar upp. Aukið út 1-2-1-1-0-1 lykkjur jafnt yfir 5-8-5-9-14-13 lykkjur í hlið = 62-66-70-74-78-86 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Nú er prjónað stroff yfir allar lykkjur frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-*1-2-1-2-3-3 sinnum, 1 lykkja slétt, A.3 er prjónað 6-6-6-7-7-8 sinnum, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. ERMI: Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp, í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Fitjið upp 44-44-48-48-52-52 lykkjur á sokkaprjóna 4,5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist 8 cm, skiptið yfir á sokkaprjón 5,5. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Síðan er prjónað sléttprjón. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með 5-5-4-3½-3-2½ cm millibil alls 7-7-8-9-9-10 sinnum = 58-58-64-66-70-72 lykkjur. Þegar ermin mælist 45-45-44-43-40-38 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka (frá miðju undir ermi) á hringprjón að loknu máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 46-46-46-46-45-45 cm, þ.e.a.s. það er klauf 1-1-2-3-5-7 cm efst á ermi. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermakúpuna við handveg. Síðan er saumuð klauf efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju þar til 8 cm eru eftir = klauf. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 92-112 lykkjur í kringum hálsmál á peysu á stuttan hringprjón 4,5 með einum þræði í hvorri tegund. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið þannig – fyrsta umferð er prjónuð frá röngu: 5 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 5 lykkjur garðaprjón. Prjónið stroff svona í 4 cm. Fellið af kantlykkjur að framan í hvorri hlið, haldið áfram með stroff eins og áður þar til stykkið mælist 8 cm. Fellið af. Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið það niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið saman opið við miðju framan í kanti að framan með smáu spori. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowybeecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.