Monica Wikström skrifaði:
Jag undrar om det är en maska som ska ökas på vartannat varv 12 gånger (strl M) och 12 ggr på vart 4:e v? Är det någon skillnad var denna ena maska ökas på ärmen? Är det också en maska som ska ökas på fram-/bakstycke 27 ggr på vartannat varv o 8 ggr på vart 4:e varv? Är det någon skillnad var denna maska ökas på fram-/bakstycke? mvh. Monica
29.12.2024 - 19:06DROPS Design svaraði:
Hej, dessa ökningar är ökningar för raglan. Läs beskrivningen för hur det ökas till raglan högst upp i mönstret. Det ökas på varje sida av diagram A.1/A.2. På ärmarna gör du dessa ökningar på vartannat varv 12 ggr och sedan på vart 4:e varv 12 ggr. På fram- och bakstycke ökas det på vartannat varv 27 ggr och sedan på vart 4:e varv 8 ggr.
06.01.2025 - 18:35
Heidi Jensen skrifaði:
Hej Jeg undre mig meget over at der skal tages ud inden ribben , da man strikke oppefra vil det da være at man skal tage ind ?
24.11.2024 - 12:02DROPS Design svaraði:
Hei Heidi. For å få en penere overgang mellom bol og vrangbord, økes det masker og byttes pinne str. Du får da en jevn og fin overgang, og ikke en vrangbord som snurpes inn (lik de som var på 80-tallet). mvh DROPS Design
25.11.2024 - 14:24
Inge skrifaði:
Model Sage Twist: Mein Pullover wirft im Vorderteil zwischen den Zöpfen Falten. habe ich zu wenig oder zu viele Maschen? Wie kann ich den Faltenwurf vermeiden? Freue mich auf eine Antwort.
14.10.2024 - 20:39DROPS Design svaraði:
Liebe Inge, haben Sie die richtigen Maschenprobe behalten? Haben Sie die richtigen Reihenanzahl (7 Reihen) zwischen jedem Zopf gestrickt? Am besten zeigen Sie Ihr Strickstück Ihr Wollladen (auch ein Foto per Mail), so kann Ihnen jemand dort besser helfen. Viel Spaß beim Stricken!
15.10.2024 - 09:45
Carla Lacroix skrifaði:
Volgens mij klopt het patroon niet bij het meerderen na het breien van de dubbele hals. Ik heb dan 128 steken op de naald. Voor de pas heb ik 10 steken voor de mouw, 26 steken voor het voorpand, 10 steken voor de andere mouw en 26 steken voor het achterpand. Dat zijn bij elkaar 72 steken. Maar ik heb r 128 op de naald staan. Ergens klopt het niet.
11.10.2024 - 16:42DROPS Design svaraði:
Dag Carla,
Even zonder de meerderingen: Je breit A.1, 10 mouwsteken, A.1 26 steken, A.1, 10 steken, A.1, 26 steken = 128 steken.
12.10.2024 - 08:37
Maryse Rheaume skrifaði:
Pour ce modèle 237-31 comment je fait pour savoir si je prends taille small ou medium
24.06.2024 - 17:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Rheaume, mesurez un pull similaire que vous avez et dont vous aimez la forme et comparez ses mesures à celles du schéma, vous trouverez ainsi la taille adéquate; retrouvez plus d'infos ici. Bon tricot!
25.06.2024 - 08:41
Susi skrifaði:
Ärgert mich auch deshalb, weil man ohne Verzopfung weiter stricken soll bis zum angegebenen Maß. Ich hätte bei dieser Höhe locker noch einmal zopfen können...
15.05.2024 - 11:59
Susi skrifaði:
Warum ist das Maß am Oberkörper ( Halsblende bis zur Teilung) so lang? Bei mir in Größe L sind das 28cm. Andere Pullover in der Größe liegen bei erwa 25cm Höhe. Woran liegt das? Ein besonderer Schnitt mit extra weiten Ärmeln ? Möchte nichts falsch machen...
15.05.2024 - 11:42DROPS Design svaraði:
Liebe Susi, so wurde der Pullover konstruirt, dh mit so eine "länge" Passe, dh 28 cm Passe + 4 cm Schulter + 24 cm Rumpfteil (einsch. Bündchen) = 56 cm vom Schulter bis untere Kante. Viel Spaß beim Stricken!
15.05.2024 - 12:41
Hilary skrifaði:
Thank you. Those yarn-over increases apprar in the RAGLAN instructions, but not in the YOKE instructions, where the final stitch count of 148cannot be achieved. I assume that the yarn-over increases should take place in the YOKE section, otherwise the final 148 can't happen. Thanks again for being so prompt. Much happier knitting now!
26.01.2024 - 20:48
Hilary skrifaði:
I am struggling with pattern 237-31. I have knit the double neck and am trying to set up the yoke. I initially cast on 120 stitches, but when I add up all the stitches needed for the yoke, there need to be 128 stitches ( 16 for A1x4, 10 for sleeves x2, 22 for main body x2). Where do the other 8 stitches come from? At the end of the set-up, with 20 stitches increased, there should be 148, but I will only have 140, and I can't make the pattern work.
26.01.2024 - 07:12DROPS Design svaraði:
Hi Hillary, You originally have 120 stitches: You increase 4 after the first A.1, 6 after the second, 4 after the third , 6 after the fourth A.1. In addition you increase 2 stitches (2 yarn overs) on the first row in each A.1 = 8 increased stitches. You therefore have 148 stitches after all the increases. Hope this helps and happy knitting!
26.01.2024 - 07:36
Gunilla Olofsson skrifaði:
Har lagt upp 128 maskor och stickat första A1 När A1 är färdigt blir det 126 stickade maskor plus 2 omslag Har sen försökt vidare x flera och mönstret bli fel Kan ni hjälpa mig? Mönster 237-31 Vänligen Gunilla
06.01.2024 - 17:00DROPS Design svaraði:
Hej Gunilla, du har 128m och börjar på nedersta varvet i A.1 och ökar 2 m i alla 4 raglan, du ökar även på ärmarna och på fram och bakstycke så du har 152 eller 156m allt efter vilken storlek du stickar :)
11.01.2024 - 14:41
Sage Twist#sagetwistsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, tvöföldum kanti í hálsmáli, köðlum og sléttprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 237-31 |
|||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við mynsturteikningu A.1/A.2. Aukið út með því að slá einu sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður í næstu umferð þannig: Á UNDAN A.1/A.2: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann. Lykkjan snýr til hægri. Á EFTIR A.1/A.2: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann. Lykkjan snýr til vinstri. Aukið svona út hvoru megin við A.1/A.2, nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 120-128-128-136-136-140 lykkjur með DROPS Baby Merino yfir stuttan hringprjón 3 og stuttan hringprjón 2,5 sem haldið er saman. Dragið út stuttan hringprjón 3 og haldið eftir lykkjunum á stuttum hringprjóni 2,5 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 9 cm. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í stroffprjóni eins og áður, jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli, héðan er nú stykkið mælt. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið nú útaukningu þannig: Prjónið A.1, prjónið sléttprjón og aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir næstu 10 lykkjur (14 lykkjur fyrir ermi), prjónið A.1, prjónið sléttprjón og aukið út um 6-4-6-4-6-8 lykkjur jafnt yfir næstu 22-26-26-30-30-34 lykkjur (28-30-32-34-36-42 lykkjur fyrir framstykki), prjónið A.1, prjónið sléttprjón og aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir næstu 10 lykkjur (14 lykkjur fyrir ermi), prjónið A.1, prjónið sléttprjón og aukið út um 6-4-6-4-6-8 lykkjur jafnt yfir næstu 22-26-26-30-30-34 lykkjur (28-30-32-34-36-42 lykkjur fyrir bakstykki) = 148-152-156-160-164-176 lykkjur. Lestu næsta kafla áður en þú prjónar áfram! Lestu LASKALÍNA í útskýringu að ofan og byrjið útaukningu í næstu umferð. JAFNFRAMT þegar mynsturteikning A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina er mynsturteikning A.2 prjónuð yfir mynsturteikningu A.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Mismunandi er aukið út á ermum og framstykki/bakstykki þannig: ERMAR: Aukið út í annarri hverri umferð 10-12-10-20-30-40 sinnum, aukið síðan út í 4. hverri umferð 10-12-15-12-9-4 sinnum. FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI: Aukið út í annarri hverri umferð 24-27-31-40-49-54 sinnum, aukið síðan út í 4. hverri umferð 7-8-7-3-0-0 sinnum. Þegar öll útaukning fyrir laskalínu hefur verið gerð til loka eru 352-388-408-460-516-568 lykkjur í umferð. Á milli hverra A.2 eru 54-62-64-78-92-102 lykkjur fyrir hvorri ermi og 90-100-108-120-134-150 lykkjur fyrir framstykki og bakstykki. Nú er prjónað sléttprjón, mynstur án útaukninga og án þess að gera kaðla í A.2 (prjónið einungis slétt og brugðið eins og í mynsturteikningu) þar til stykkið mælist 25-27-28-30-32-34 cm frá eftir kanti í hálsmáli. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar (í miðju á A.2) þannig: Prjónið 8 lykkjur slétt (miðja á A.2), setjið næstu 70-78-80-94-108-118 lykkjur á þráð fyrir ermi án þess að prjóna þær, fitjið upp 12-12-14-14-16-16 nýjar lykkjur í hlið undir ermi, prjónið 106-116-124-136-150-166 lykkjur slétt (framstykki), setjið næstu 70-78-80-94-108-118 lykkjur á þráð fyrir ermi án þess að prjóna þær, fitjið upp 12-12-14-14-16-16 nýjar lykkjur í hlið undir ermi, prjónið 98-108-116-128-142-158 lykkjur slétt (bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig og stykkið er núna mælt héðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 236-256-276-300-332-364 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 19-19-20-20-20-20 cm frá skiptingu eða prjónið að óskaðri lengd (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-16-20-24-28-28 lykkjur jafnt yfir = 252-272-296-324-360-392 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 70-78-80-94-108-118 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 3, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 12-12-14-14-16-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 82-90-94-108-124-134 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í lykkjur sem prjónaðar voru upp undir ermi. Sjá ÚRTAKA! Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4-4-4-4-2-2 cm fækkið lykkjum mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ S, M, L, XL og XXL: Fækkið lykkjum með 2½-2-1½-1-1-½ cm millibili alls 12-15-16-21-28 sinnum. STÆRÐ XXXL: Fækkið lykkjum til skiptis með ½ og 1 cm millibili alls 32 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: = 58-60-62-66-68-70 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 36-34-34-32-31-30 cm frá skiptingu eða prjónið að óskaðri lengd (nú eru eftir 4 cm að loka máli). Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 10-8-10-6-8-10 lykkjur jafnt yfir = 68-68-72-72-76-80 lykkjur. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sagetwistsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.