NGO THI skrifaði:
Bonjour , Je ne comprend pas pour le devant après avoir monter 73 mailles comment on peut avoir 65 mailles apres 2x 8 diminutions . Pouvez vous me dire ou j’ai mal compris svp ? D’avance je vous remercie
13.03.2024 - 06:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Thi, on diminuant 2 x 8 mailles, on tricote en même temps le 1er rang de A.1 et on augmente ainsi 4 mailles à chaque fois, on va donc diminuer 16 m et augmenter 12 mailles pour les torsades, on a bien: 73-16+12=69 mailles. Bon tricot!
13.03.2024 - 08:26
Nathalie skrifaði:
Bonjour , je tricote ce pull sans emmanchures ( je fais deux rectangles identiques pour le dos et devant) , lorsque je fais les manches en rond , est-ce que les derniers rangs je les tricote quand même en aller/ retour ?
13.02.2024 - 13:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Nathalie, si vous n'avez pas rabattu de mailles pour les emmanchures devant et dos, vous pouvez terminer la manche en rond, car vous n'aurez pas les derniers cm de la manche à monter le long des emmanchures. Bon tricot!
14.02.2024 - 07:23
Nathalie Bernd skrifaði:
Bonjour, je vais tricoter ce modèle pour une amie ; faut-il absolument utiliser des aiguilles doubles pointes pour les manches ou puis-je utiliser des petites aiguilles circulaires ?
03.01.2024 - 20:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bernd, vous pouvez les tricoter en rond sur aiguille circulaire avec la technique du magic loop ou bien en allers et retours, cette leçon vous aidera à faire les ajustements nécessaires. Bon tricot!
04.01.2024 - 08:23
Miroslava skrifaði:
Hello, For which needle size is originaly meant the knitting tension? 7 or 8? Thank you
21.10.2023 - 08:13DROPS Design svaraði:
Hello Miroslava, the knitting tension is always meant for the needles on which the main part is worked, so this time for size 8 (size 7 is just for edges). Happy knitting! Hana
21.10.2023 - 18:54
Stefania skrifaði:
Buongiorno, per il davanti il tutorial dice \'Lavorare il ferro successivo dal diritto del lavoro come segue: 1 maglia a maglia legaccio, 12-14-16-18-20-22 maglie diritto e diminuire 8 maglie in modo uniforme su queste maglie, \' io sto facendo la taglia M, con 14 maglie, una volta fatte le diminuzioni devono restarne 6. Ma anche lavorando tutte le 14 maglie \'due insieme\' , mi troverei con 7 maglie, non 6. Come devo fare le diminuzioni?\r\nGrazie
17.08.2023 - 15:28DROPS Design svaraði:
Buomasera Stefania, può anche lavorare 3 maglie insieme tra le diminuzioni. Buon lavoro!
22.08.2023 - 22:55
Magda skrifaði:
Witam. „Przerabiać kolejny rząd na prawej stronie robótki następująco: 1 oczko ściegiem francuskim, 12-14-16-18-20-22 oczka prawe, równomiernie zamykając 8 oczek, 4 oczka lewe, A.1, 3 oczka lewe, A.1, 3 oczka lewe, A.1, 4 oczka lewe, 12-14-16-18-20-22 oczka prawe, równomiernie zamykając 8 oczek, 1 oczko ściegiem francuskim = 69-73-77-81-85-89 oczek.”Nie bardzo wiem jak mam zamknąć te 8 oczek? W tych 12 ocz. mam się zamknąć? Proszę o pomoc. Dziękuję
06.08.2023 - 22:30DROPS Design svaraði:
Witaj, jeśli wykonujesz najmniejszy rozmiar to zamkniesz 8 oczek ponad 12 oczkami przerabiając 3 oczka razem na prawo 4 razy: z 12 oczek zostanie 4. Pozdrawiamy!
06.08.2023 - 23:10
Grace Day skrifaði:
Hello, I would love to make this pattern for my son. How do I figure out what size I should make him?
17.07.2023 - 19:19DROPS Design svaraði:
Hi Grace, please see the lesson DROPS HERE. Happy knitting!
17.07.2023 - 22:00
Maria Laursen skrifaði:
Kan denne trøje strikkes rundt på rundpind?
13.07.2023 - 07:57DROPS Design svaraði:
Hei Maria. Ja, det kan den. Bare husk å tilpass den vedr. maskeantallet når du ikke skal ha kantmasker. mvh DROPS Design
24.07.2023 - 14:58
Kat skrifaði:
Bonjour, quand on rabat 2 mailles de chaque côté pour les manches, comment faire pour les torsades (sur 15 mailles) suivantes s'il manque 2 mailles de chaque côté ? Merci :)
22.03.2023 - 08:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Kat, pour les emmanchures, on ne rabat que 2 mailles de chaque côté, on ne touche pas les torsades - quelle taille tricotez-vous?
22.03.2023 - 09:01
Kat skrifaði:
Bonjour, quand on rabat 2 mailles de chaque côté pour les manches, comment faire pour les torsades (sur 15 mailles) suivantes s'il manque 2 mailles de chaque côté ? Merci :)
18.03.2023 - 15:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Kat, quand on rabat 2 m de chaque côté pour les emmanchures, on diminue le nombre de mailles jersey de part et d'autre du devant, on ne diminue pas de mailles dans les 2 torsades de part et d'autre de celle du milieu. Vous tricotez ensuite simplement moins de mailles jersey endroit en début et en fin de rang. Bon tricot!
20.03.2023 - 08:25
Golden Hour#goldenhoursweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Wish eða DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum, klauf í hliðum og háum kraga. Stærð S - XXXL.
DROPS 235-21 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat = 2 lykkjur fleiri. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum og frágangur er gerður eins og útskýrt er í uppskrift. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, neðan frá og upp. Að lokum er prjónaður upp hár kantur í hálsmáli. BAKSTYKKI: Fitjið upp 73-77-81-85-89-93 lykkjur á hringprjón 7 með DROPS Wish eða DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan stroff með byrjun frá réttu: 2 lykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 19 lykkjur jafnt yfir = 54-58-62-66-70-74 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 42-43-44-45-46-47 cm, fellið af 2 lykkjur fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 50-54-58-62-66-70 lykkjur. Þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm, fellið af miðju 14-14-16-18-18-20 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 17-19-20-21-23-24 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm (= 24-25-26-27-28-29 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handvegi). Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 73-77-81-85-89-93 lykkjur á hringprjón 7 með DROPS Wish. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan stroff með byrjun frá réttu: 2 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið síðan þannig – frá réttu: 1 lykkja í garðaprjóni, sléttar lykkjur yfir næstu 12-14-16-18-20-22 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 8 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, 4 lykkjur brugðið, A.1, 3 lykkjur brugðið, A.1, 3 lykkjur brugðið, A.1, 4 lykkjur brugðið, sléttar lykkjur yfir næstu 12-14-16-18-20-22 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 8 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, 1 lykkja í garðaprjóni = 69-73-77-81-85-89 lykkjur. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur, þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.2 yfir hvert A.1. endurtakið A.2 á hæðina. Þegar stykkið mælist 42-43-44-45-46-47 cm, fellið af 2 lykkjur fyrir handvegi í byrjun á næstu 2 næstu umferðum = 65-69-73-77-81-85 cm. Þegar stykkið mælist 60-62-64-65-67-69 cm, setjið miðju 17-17-19-21-21-23 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan er fellt af í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 1 lykkja 2 sinnum = 22-24-25-26-28-29 lykkjur. Lykkjur í A.1 á öxl er nú prjónað í sléttprjóni, þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm fækkið um 5 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur = 17-19-20-21-23-24 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm (24-25-26-27-28-29 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg). Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp, í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Fitjið upp 32-32-36-36-40-40 lykkjur á sokkaprjóna 7 með DROPS Wish eða DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið stroff í 6 cm, skiptið yfir á sokkaprjón 8. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 6-6-8-8-10-10 lykkjur, jafnframt er aukið út um 4-5-4-5-4-5 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, 4 lykkjur brugðið, A.1, 4 lykkjur brugðið, sléttar lykkjur yfir síðustu 7-7-9-9-11-11 lykkjur, jafnframt er aukið út um 3-4-3-4-3-4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina og lykkjur hafa verið auknar út jafnt yfir, eru 43-45-47-49-51-53 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.2 yfir lykkjur í A.1 og sléttar lykkjur / brugðnar lykkjur eins og áður. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Þegar stykkið mælist 9 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið út með 9-9-9-8-8-8 cm millibili alls 5 sinnum í öllum stærðum = 53-55-57-59-61-63 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-45-44-43-42-41 cm, prjónið lykkjur í A.2 áfram í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 49-48-47-46-45-44 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka (frá miðju undir ermi) á hringprjón að loka máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 51-50-49-48-47-46 cm, þ.e.a.s. það er klauf 2 cm efst á ermi. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermakúpu við handveg. Saumið síðan klauf efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana, þannig að saumurinn verði flatur, en skiljið eftir neðstu 8 cm = klauf. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið stuttan hringprjón 7, byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp ca 60 til 84 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði). Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 13-13-14-14-15-15 cm. Fellið af aðeins laust. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #goldenhoursweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 235-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.