Cornelia Lezoch skrifaði:
Wäre Lima und brushed alpaca silk auch eine gute Kombination für den Pulli?
31.03.2023 - 23:07DROPS Design svaraði:
Liebe Cornelia. Ja, Sie können diese Garnkombination verwenden. Viel Spass beim stricken
09.04.2023 - 13:13
Sarah Løvaas Iversen skrifaði:
Hvilken størrelse har modellen på bildet?
19.02.2023 - 21:35DROPS Design svaraði:
Hej Sarah, det er nok en M, men du finder målene i måleskitsen nederst i opskriften. Vælg den størrelse som du vil have (mål gerne en bluse som har de mål du er ude efter) :)
23.02.2023 - 15:08
Anne-Sophie skrifaði:
Bonjour, Je souhaiterais tricoter ce modèle mais avec une seule laine au lieu de 3. Quelle laine me conseillez-vous et combien pour une taille S. Merci beaucoup
21.12.2022 - 09:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Anne-Sophie, il vous faudra complètement recalculer les explications car votre échantillon sera complètement différent - vous pouvez vous baser sur un modèle tricoté dans une laine du groupe A et un échantillon de 25-23 mailles. Bon tricot!
21.12.2022 - 10:10
Lesego skrifaði:
Hey! Hope the Drops Team is well. I'm a little confused about the sleeves... Do I knit up the amount of stitches along the arm holes of the body? Or do I cast them on and then attached the sleeves? In the video provided, the sleeves are not attached to the body. I'm just trying to understand why I have to knit back and forth before joining the round. May you please explain this to me like a baby (sorry, I'm really confused).
12.12.2022 - 09:46DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Lesego, you will pick up the stitches for sleeve along armholes, ie on the right sleeve, pick up from RS starting along back piece then down along front piece and on the left sleeve, pick up stitches along front piece first then down along back piece. Then work a few cm in rows than in the round (the first rows worked will be sewn along the sts cast of for armholes on front and back piece as shown on chart). Happy knitting!
12.12.2022 - 10:11
Sarah skrifaði:
Bonjour, le mannequin porte quelle taille ?
30.11.2022 - 17:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Sarah, nos modèles portent en général soit une taille S soit une taille M. Pour trouver votre taille, il est recommandé de mesurer un vêtement similaire que vous avez et dont vous aimez la forme et de comparer ces mesures à celles du schéma. Retrouvez plus d'infos sur les tailles ici. Bon tricot!
01.12.2022 - 10:58
Toril skrifaði:
Hvilken størrelse bruker modellen på bilde?
18.11.2022 - 01:14DROPS Design svaraði:
Hei Toril, Du finner en målskisse på bunnen av oppskriften, med alle mål til de forskjellige størrelsene. God fornøyelse!
18.11.2022 - 07:18
Molly skrifaði:
I'm knitting this pattern at the moment and having difficulty understanding why the sleeves start by knitting and purling back and forth, and then continue in the round ... and how parts B & b fit together (they are perpendicular to each other on my garment). Is there a video for this part of the process?
15.11.2022 - 00:58DROPS Design svaraði:
Hi Molly, The sleeves are started back and forth to give you a split, which is later sewn to the armhole, using point 'a' on the one sleeve and 'A' on the armhole and then 'b' on the other sleeve and 'B' on the other armhole. Here is a link to the video: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1396&lang=uk Happy knitting!
15.11.2022 - 06:58
Lene skrifaði:
Undskyld men hvem har lavet denne opskrift. Den passer ingen steder. BAGSIDE - Nu har jeg prøvet at lave udtagninger på både for og bagside. Jeg har prøvet at kun tage ud på forsiden. Intet passer til antal masker eller tegningen. Det er så uprofessionelt.
14.11.2022 - 09:59DROPS Design svaraði:
Hei Lene. Dette er en ny og veldig populær genser og mange har allerede strikket den uten problemer. Usikker på hvor det blir feil hos deg. Har du sett på de 3 hjelpevideoene som viser hvordan strikke en Europeisk skulder? Hvordan økningene strikkes for at de skal bli penest / vende "riktig" vei? Fortell oss gjerne hvilken str. du strikker og hvilken maskeantall du får, så skal vi hjelpe deg så godt vi kan. Og husk å velge "Spørsmål" når du sender inn spørsmål (Kommentarer blir ikke besvart). mvh DROPS Design
14.11.2022 - 13:45
WOJCIECHOWSKI Gloria skrifaði:
Bonjour je souhaite tricoter ce modèle avec des aiguilles droites et commencer par le bas, pouvez-vous m'aider pour le faire svp ?
04.11.2022 - 18:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Wojciechowski, nous ne sommes malheureusement pas en mesure de pouvoir adapter chacun de nos modèles à chaque demande, toutefois, cette leçon pourra peut-être vous aider pour la partie aiguille circulaire, sinon, vous pourrez retrouver ici nos pulls tricotés de bas en haut. Merci pour votre compréhension. Bon tricot!
07.11.2022 - 08:08
Monique Kankkunen skrifaði:
Bonjour! Puis-je remplacer les 2 fils kid silk par 1 fil brushed alpaca silk pour ce modèle ? Merci pour le retour.
04.11.2022 - 09:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Kankkunnen et désolée pour la réponse tardive, il semble que votre question a été oubliée - effectivement, vous pouvez remplacer les 2 fils Kid-Silk par 1 fil Brushed, l'effet sera sans doute légèrement différent - rappelez-vous de toujours bien faire votre échantillon au préalable, ce qui vous permet de vérifier la tension mais aussi la texture. Bon tricot!
06.02.2023 - 15:49
Sweet Weekend#sweetweekendsweater |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Soft Tweed og 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni, með evrópskri öxl / skáhallandi öxl og háum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 237-2 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efri hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp í kringum hvorn handveg. Ermar eru fyrst prjónaðar fram og til baka, síðan í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 26-28-28-30-32-32 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði DROPS Soft Tweed og 2 þráðum DROPS Kid-Silk (3 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 merki innanverðu við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Merkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR merki í byrjun á umferð (séð frá réttu) og á UNDAN merki í lok umferðar – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið á sama hátt – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 26-28-30-32-32-34 sinnum. Eftir síðustu útaukningu eru 78-84-88-94-96-100 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt! Síðan er prjónað sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 15-15-16-17-18-19 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 26-28-30-32-32-34 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu, aukið út á eftir 3 lykkjum, munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum = 30-32-34-36-36-38 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 26-28-30-32-32-34 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið út á undan 3 lykkjum, munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum = 30-32-34-36-36-38 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 30-32-34-36-36-38 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 18-20-20-22-24-24 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón eins og áður yfir 30-32-34-36-36-38 lykkjur frá vinstra framstykki = 78-84-88-94-96-100 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 23-25-26-27-28-29 cm, mælt yst meðfram handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón yfir 78-84-88-94-96-100 lykkjum frá framstykki, fitjið upp 4-6-8-8-14-18 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 78-84-88-94-96-100 lykkjum frá bakstykki, fitjið upp 4-6-8-8-14-18 nýjar lykkjur í lok umferðar = 164-180-192-204-220-236 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Skiptið yfir á hringprjón 6, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-16-16-16-20-20 lykkjur jafnt yfir = 180-196-208-220-240-256 lykkjur. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 10 cm. Fellið af. Peysan mælist alls 58-60-62-64-66-68 cm, mælt efst á öxl inn að hálsmáli. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 7 og 1 þráð DROPS Soft Tweed og 2 þræði DROPS Kid-Silk (3 þræðir), prjónið upp frá réttu 33-35-36-38-40-41 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 21-21-22-24-24-27 lykkjur frá öxl og niður að botni á handveg í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 54-56-58-62-64-68 lykkjur meðfram handvegi. Setjið 1 merki mitt í umferð – ermin er nú mæld frá þessu merki. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 1-2-3-3-4-6 cm frá merki. Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 7 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 4-4-4-4-5-7 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5-5-5-4-4-3 cm millibili alls 6-6-6-7-7-8 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 34-34-34-33-33-33 cm frá merki. Nú eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 2-4-2-4-2-4 lykkjur jafnt yfir = 44-48-48-52-52-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 44-44-44-43-43-43 cm frá merki. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, en prjónið upp lykkjur öfugt við vinstri ermi, þ.e.a.s. prjónaðar eru upp 21-21-22-24-24-27 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 33-35-36-38-40-41 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 68 til 84 lykkjur á stuttan hringprjón 6 með 3 þráðum. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 22-22-22-24-24-24 cm. Fellið af aðeins laust. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetweekendsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.