Christine Wilson skrifaði:
Is there a typing mistake in the last instruction for knitting the back - should it be 23-25-26-28 etc cms? “Continue with stocking stitch until the piece measures 15-15-16-17-18-19 cm (measured outermost along the armhole). Cut the yarn, lay the piece to one side on a thread or on an extra needle and work the front piece.”
08.12.2024 - 19:21DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Wilson, back piece will be here shorter than front piece, shoulder line will come diagonally towards the back - see under tabs Video/Lessons some videos & lessons showing how to work such a jumper with European shoulders. Happy knitting!
09.12.2024 - 09:19
Henri skrifaði:
Hallo, ich würde den Pullover gerne in Air zusammen mit Muskat stricken, ist das möglich? Vielen Dank im Voraus.
20.10.2024 - 11:00DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Henri, also ja da man 2 Fäden Kid-Silk durch 1 Faden Air ersetzen kann und Muskat gehört zur selben Garngruppe wie Soft-Tweed. Benutzen Sie den Garnumrechner wenn nötig. Viel Spaß beim Stricken!
21.10.2024 - 08:59
Rebecca skrifaði:
Ich habe leider eine lange Pause zwischen Rumpf und Ärmeln gemacht, jetzt bin ich ein wenig verwirrt beim Aufnehmen der neuen Maschen für den Ärmel: ... – aus dem unteren, waagerechten Rand werden keine Maschen aufgefasst Wenn ich aus dem waagerechten Rand keine Maschen auffasse, entsteht doch ein Loch? Insbesondere auch dann, wenn ich den Ärmel erst nach 2cm zur Runde schließe?
19.10.2024 - 20:48DROPS Design svaraði:
Liebe Rebecca, bei diesem Modell wird man keine Maschen auffassen, in die Maschen, die am Anfang Rumpfteil angeschlagen wurden; dann werden die ersten cm die in hin und Rückreihen gestrickt sind (b in der Skizze) zusammen mit den angeschlagenen Maschen (B in der Skizze) genäht. Viel Spaß beim Stricken!
21.10.2024 - 08:41
Peter skrifaði:
I’m looking for a top down sweater for a thin tall 8 yr with a tall collar ( so she can flip it up like a mask). Is there a conversion table to match sizes s m l xl etc to cm’s?
19.10.2024 - 06:35DROPS Design svaraði:
Dear Peter, since each piece have its own fit and drape, and each person has his/her own preference, we do not use one cm/size conversion table. Each pattren has a schematic drawing and we usually suggest that you look for a similar piece in that fits the intended wearer and compare measurements. Happy Knitting!
19.10.2024 - 07:28
Marie skrifaði:
Guten Tag, ich möchte gerne diesen Pullover stricken. Allerdings verstehe ich die Größenangaben nicht. Wonach soll ich mich richten? So daß ich die richtige Garnmenge bestellen kann? Danke und liebe Grüße
29.07.2024 - 19:06DROPS Design svaraði:
Liebe Marie, messen Sie einen ähnlichen Pullover, den Sie gerne haben und vergleichen Sie alle Maßen mit den in der Maßskizze, so finden Sie die beste passende Größe. hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim Stricken!
30.07.2024 - 08:35
Marianne skrifaði:
Beste mevrouw, Laatste zin voorpand: brei 25 cm(voor medium) langs armsgat. Aan de hand van de video en de antwoorden voor Duitstaligen hieronder begrijp ik wel dat je de schoudernaad wat naar achter moet leggen om te meten: is het totale armsgat dan 2 X 25…..???die maat vind ik ook nergens op de tekening. Ik zie in de opmerkingen dat dit voor verschillende breisters niet duidelijk is. Kan u het me nog eens proberen uit te leggen. Alvast dank u.
15.07.2024 - 14:43DROPS Design svaraði:
Dag Marianne,
Je meet het werk van boven naar beneden, vanaf de schouder en je meet niet aan de kant van de hals, maar aan de kant waar het armsgat zit. (vanwege de schuine schouder). Omdat de schoudernaad op het achterpand zit is het voorpand langer, dus vandaar die 25 cm. (Op het achterpand is dit veel korter.)
16.07.2024 - 17:21
Mia skrifaði:
Haluaisin neuloa taman puseron vain yhdesta langasta. Mikä lanka Dropsin valikoimasta sopisi siihen?
27.02.2024 - 16:59DROPS Design svaraði:
Hei, voit kokeilla DROPS Melody-lankaa, mutta tarkista tällöin neuletiheys!
04.03.2024 - 17:37
Mia skrifaði:
Hei,
27.02.2024 - 16:57
Lotta skrifaði:
Hej! Kan jag byta ut garnet till 1 tråd Drops Merino extra fine och 1 tråd Drops Big Merino istället?
11.02.2024 - 12:35DROPS Design svaraði:
Hej Lotta, ja det kan du, men den vil nok blive lidt tung, og kan derfor vokse lidt i længden :)
22.02.2024 - 11:09
Karin Ceylan skrifaði:
Ich bekomme die Anleitung nicht gedruckt. Passt da was in der Datei nicht? Alle anderen funktionieren immer einwandfrei.
17.01.2024 - 18:41DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ceylan, prüfen Sie mal die Ausstellungen von dem Drucker, damit alle Seiten ausgedruckt werden. Sie können auch mal versuchen, den Cache und die Cookies zu leeren, es hilft manchmal auch. Viel Spaß beim stricken!
18.01.2024 - 08:41
Sweet Weekend#sweetweekendsweater |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Soft Tweed og 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni, með evrópskri öxl / skáhallandi öxl og háum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 237-2 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efri hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp í kringum hvorn handveg. Ermar eru fyrst prjónaðar fram og til baka, síðan í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 26-28-28-30-32-32 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði DROPS Soft Tweed og 2 þráðum DROPS Kid-Silk (3 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 merki innanverðu við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Merkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR merki í byrjun á umferð (séð frá réttu) og á UNDAN merki í lok umferðar – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið á sama hátt – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 26-28-30-32-32-34 sinnum. Eftir síðustu útaukningu eru 78-84-88-94-96-100 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt! Síðan er prjónað sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 15-15-16-17-18-19 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 26-28-30-32-32-34 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu, aukið út á eftir 3 lykkjum, munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum = 30-32-34-36-36-38 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 26-28-30-32-32-34 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið út á undan 3 lykkjum, munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum = 30-32-34-36-36-38 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 30-32-34-36-36-38 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 18-20-20-22-24-24 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón eins og áður yfir 30-32-34-36-36-38 lykkjur frá vinstra framstykki = 78-84-88-94-96-100 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 23-25-26-27-28-29 cm, mælt yst meðfram handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón yfir 78-84-88-94-96-100 lykkjum frá framstykki, fitjið upp 4-6-8-8-14-18 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 78-84-88-94-96-100 lykkjum frá bakstykki, fitjið upp 4-6-8-8-14-18 nýjar lykkjur í lok umferðar = 164-180-192-204-220-236 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Skiptið yfir á hringprjón 6, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-16-16-16-20-20 lykkjur jafnt yfir = 180-196-208-220-240-256 lykkjur. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 10 cm. Fellið af. Peysan mælist alls 58-60-62-64-66-68 cm, mælt efst á öxl inn að hálsmáli. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 7 og 1 þráð DROPS Soft Tweed og 2 þræði DROPS Kid-Silk (3 þræðir), prjónið upp frá réttu 33-35-36-38-40-41 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 21-21-22-24-24-27 lykkjur frá öxl og niður að botni á handveg í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 54-56-58-62-64-68 lykkjur meðfram handvegi. Setjið 1 merki mitt í umferð – ermin er nú mæld frá þessu merki. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 1-2-3-3-4-6 cm frá merki. Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 7 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 4-4-4-4-5-7 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5-5-5-4-4-3 cm millibili alls 6-6-6-7-7-8 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 34-34-34-33-33-33 cm frá merki. Nú eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 2-4-2-4-2-4 lykkjur jafnt yfir = 44-48-48-52-52-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 44-44-44-43-43-43 cm frá merki. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, en prjónið upp lykkjur öfugt við vinstri ermi, þ.e.a.s. prjónaðar eru upp 21-21-22-24-24-27 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 33-35-36-38-40-41 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 68 til 84 lykkjur á stuttan hringprjón 6 með 3 þráðum. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 22-22-22-24-24-24 cm. Fellið af aðeins laust. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetweekendsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.