Taylor skrifaði:
Hello, I am following the pattern for the front piece as it is written on the webpage, however, I think it slightly differs from the "lesson" tab for the European Shoulder (part 3/5). On the European Shoulder lesson page, it tells me to do a set of increases under the armpit. Which is correct?
26.01.2026 - 21:10DROPS Design svaraði:
Hi Taylor, Our tutorial videos will not be exactly the same as the written pattern because they are to be used for a variety of patterns with European shoulders. So follow the instructions for your particular pattern, using the video as an aid when working the shoulders on the back piece. Regards, Drops Team.
27.01.2026 - 06:19
Ruta skrifaði:
This is my most favourite sweater to wear, very comfortable design, classic, warm.
24.01.2026 - 09:37
Bettina skrifaði:
Guten Morgen, ich würde diesen Pullover gerne nur mit einem Garn und einem angenehmen zu tragenden stricken. Soft Tweed finde ich etwas "kratzig" bin da sehr empfindlich. Mit welchem Garn könnte ich denn tauschen ? LG und vielen Dank schon im Voraus
21.01.2026 - 07:12
Conny skrifaði:
Ik vind het een super leuk patroon , al een paar keer gemaakt . Maar hoe krijg ik de achterkant wat korter , of gelijk met de voorkant ?
04.01.2026 - 16:56DROPS Design svaraði:
Dag Conny,
Het is voor ons helaas niet mogelijk om patronen aan te passen naar persoonlijke wensen. De voor- en achterkanten zijn even lang volgens mij. Om de achterkant korter te maken zou je een split in de zijkanten kunnen maken voordat de boordsteek aan de onderkant begint en op de achterkant de boordsteek eerder stoppen.
07.01.2026 - 10:31
Asz skrifaði:
Dzień dobry, widzę już odpowiedź na moje pytanie w komentarzach dotyczące dodawania 4 oczek na przód po przerobieniu 5cm. Mają być dodawane tylko na prawej stronie jak w opisie. Jednak na instrukcji video oczka na przód dodawane są dwa na prawej i dwa na lewej stronie.Skąd ta różnica ?
01.01.2026 - 12:47DROPS Design svaraði:
Witaj, video pokazuje ogólną technikę wykonania takiego swetra, co do szczegółów (liczba dodawanych oczek, częstotliwość, wymiary. ...) zawsze należy je brać z opisu konkretnego wzoru. Pozdrawiamy!
02.01.2026 - 13:28
Natalia skrifaði:
Dzień dobry, mam pytanie - będę robić teraz przód lewe ramię. Po przerobieniu 5cm mam dodać 4 oczka na dekolt - czy dodaję je tylko na prawej stronie, a lewą przerabiam bez dodawania? Czy dodaję i na prawej i na lewej?
06.12.2025 - 12:28DROPS Design svaraði:
Witaj Natalio, na prawe ramię przodu dodajesz oczka na dekolt na końcu każdego rzędu na prawej stronie robótki, na lewej stronie nie dodajesz. Pozdrawiamy!
07.12.2025 - 08:34
Cristina skrifaði:
Buongiorno, vorrei adattare questo modello ai ferri dritti, usando filato alpaca brush silk per una tg L. È possibile avere il modello? Grazie.
11.11.2025 - 16:36DROPS Design svaraði:
Buonasera Cristina, in questa sede non ci è possibile adattare le spiegazioni alle singole esigenze. Il modello inizia in piano e prosegue in tondo. Buon lavoro!
12.11.2025 - 17:03
Sarah skrifaði:
Ignore my previous question please - Since the jumper is knitted top down, I had assumed I started with the neck, not the back first, then the neck later. Note to self - Read the pattern fully first!
09.09.2025 - 17:37
Sarah skrifaði:
The pattern picture has a ribbed collar, but the pattern itself shows the collar in plain stocking stitch? Given that i am increasing each row, this makes keeping to a rib pattern quite difficult - can i have some guidance on how to do this please?
09.09.2025 - 09:39DROPS Design svaraði:
Hi Sarah, the neck is worked at the end, in rib. You don't increase stitches in the neck, you cast on from 68 to 84 (it depends on your size, number of stitches should be divisible by 4) and the rib is K2, P2. Happy knitting!
12.09.2025 - 12:17
Małgorzata skrifaði:
Witam. Chciałabym zrobić ten sweter włóczką Drops MERINO EXTRA FINE i bez dodatku DROPS KID-SILK. Czy to wyjdzie? I czy coś muszę zmienić w schemacie?
10.08.2025 - 22:04DROPS Design svaraði:
Witaj Małgosiu, kluczowe będzie otrzymanie takiej samej próbki jak we wzorze. Spróbuj wykonać próbkę 2 nitkami włóczki Drops MERINO EXTRA FINE i sprawdź ile oczek wchodzi na 10 cm. W razie konieczności zmień rozmiar drutów. I ostatnia uwaga - zobacz czy powstała dzianina spełnia Twoje oczekiwania, ponieważ gdy zmienimy włóczkę, gotowe ubranie będzie wyglądać inaczej niż na zdjęciu, będzie też inne w dotyku, ze względu na indywidualne właściwości każdej z włóczek. Pozdrawiamy!
12.08.2025 - 11:48
Sweet Weekend#sweetweekendsweater |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Soft Tweed og 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni, með evrópskri öxl / skáhallandi öxl og háum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 237-2 |
||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri Á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. Aukið út til hægri Á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til hægri Á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. Aukið út til vinstri Á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efri hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp í kringum hvorn handveg. Ermar eru fyrst prjónaðar fram og til baka, síðan í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 26-28-28-30-32-32 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði DROPS Soft Tweed og 2 þráðum DROPS Kid-Silk (3 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 merki innanverðu við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Merkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR merki í byrjun á umferð (séð frá réttu) og á UNDAN merki í lok umferðar – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið á sama hátt – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 26-28-30-32-32-34 sinnum. Eftir síðustu útaukningu eru 78-84-88-94-96-100 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt! Síðan er prjónað sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 15-15-16-17-18-19 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 26-28-30-32-32-34 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu, aukið út á eftir 3 lykkjum, munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum = 30-32-34-36-36-38 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 26-28-30-32-32-34 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið út á undan 3 lykkjum, munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum = 30-32-34-36-36-38 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 30-32-34-36-36-38 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 18-20-20-22-24-24 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón eins og áður yfir 30-32-34-36-36-38 lykkjur frá vinstra framstykki = 78-84-88-94-96-100 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 23-25-26-27-28-29 cm, mælt yst meðfram handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón yfir 78-84-88-94-96-100 lykkjum frá framstykki, fitjið upp 4-6-8-8-14-18 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 78-84-88-94-96-100 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-6-8-8-14-18 nýjar lykkjur í lok umferðar = 164-180-192-204-220-236 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Skiptið yfir á hringprjón 6, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-16-16-16-20-20 lykkjur jafnt yfir = 180-196-208-220-240-256 lykkjur. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 10 cm. Fellið af. Peysan mælist alls 58-60-62-64-66-68 cm, mælt efst á öxl inn að hálsmáli. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 7 og 1 þráð DROPS Soft Tweed og 2 þræði DROPS Kid-Silk (3 þræðir), prjónið upp frá réttu 33-35-36-38-40-41 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 21-21-22-24-24-27 lykkjur frá öxl og niður að botni á handveg í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 54-56-58-62-64-68 lykkjur meðfram handvegi. Setjið 1 merki mitt í umferð – ermin er nú mæld frá þessu merki. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 1-2-3-3-4-6 cm frá merki. Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 7 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 4-4-4-4-5-7 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5-5-5-4-4-3 cm millibili alls 6-6-6-7-7-8 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 34-34-34-33-33-33 cm frá merki. Nú eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 2-4-2-4-2-4 lykkjur jafnt yfir = 44-48-48-52-52-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 44-44-44-43-43-43 cm frá merki. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, en prjónið upp lykkjur öfugt við vinstri ermi, þ.e.a.s. prjónaðar eru upp 21-21-22-24-24-27 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 33-35-36-38-40-41 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 68 til 84 lykkjur á stuttan hringprjón 6 með 3 þráðum. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 22-22-22-24-24-24 cm. Fellið af aðeins laust. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetweekendsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.