Joan Schiergott skrifaði:
Wenn ich im Rückenteil 20x je 1 M am Anfang u Ende einer Hin und Rückreihe zunehme komme ich auf 80 M. Ich soll aber nur 40 zunehmen bei gr. XXL. Wo hab ich den Denkfehler?
20.09.2022 - 08:39DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Schiergot, es wird 20 Mal in jeder Reihe zugenommen = 20 Reihen werden gestrickt mit je 2 Maschen pro Reihe = 40 Maschen + 26 angeschlagenen Maschen = 66 Maschen nach allen Zunahmen. Viel Spaß beim stricken!
20.09.2022 - 10:10
Gunilla Svanberg skrifaði:
Cotton Candy
07.08.2022 - 20:58
Susan skrifaði:
Sweet peonía
07.08.2022 - 02:33
Marta skrifaði:
Strawberry foam
06.08.2022 - 10:24
Enni skrifaði:
Namesuggest: Marshmellow
06.08.2022 - 10:11
Mayra skrifaði:
Wonderful!
05.08.2022 - 12:59
Brenda Irvine skrifaði:
I love this too!
05.08.2022 - 11:30
Stephanie Howell skrifaði:
Love this
05.08.2022 - 01:43
Pink Salt Vest#pinksaltvest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með evrópskri öxl / skáhallandi öxl og háum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 237-3 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri Á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. Aukið út til hægri Á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til hægri Á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. Aukið út til vinstri Á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem lykkjur eru auknar út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 hlutum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram vinstri öxlinni, prjónið samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hægri öxlinni. Hægri og vinstri öxl er sett saman fyrir framstykki þegar útaukning fyrir hálsmáli er lokið. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna niður að klauf. Eftir það er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig að loka máli. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir kant í kringum hálsmál og kantur í hálsmáli er prjónaður. Brotið er uppá kant í hálsmáli tvöfalt að röngu og saumað niður. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp fyrir kanti í handvegi í kringum handveg. BAKSTYKKI: Fitjið upp 24-24-24-26-26-28 lykkjur á hringprjón 8 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 merki innan við ystu 4 lykkjur í hvorri hlið. Merkin eiga að sitja innan við ystu 4 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR merki í byrjun á hverri umferð (séð frá réttu) og á UNDAN merki í lok umferðar – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út alveg eins – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 14-16-18-18-20-20 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 52-56-60-62-66-68 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið áfram sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 22-22-23-24-25-26 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 14-16-18-18-20-20 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverri umferð frá kanti efst á bakstykki). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu, en aukið út innan við 3 lykkjur (í stað 4 eins og áður) – lesið ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju 4 sinnum = 18-20-22-22-24-24 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 14-16-18-18-20-20 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar í hverri umferð frá réttu, en aukið út innan við 3 lykkjur (í stað 4 eins og áður), lesið ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU = 18-20-22-22-24-24 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 18-20-22-22-24-24 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 16-16-16-18-18-20 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón eins og áður yfir 18-20-22-22-24-24 lykkjur frá vinstra framstykki = 52-56-60-62-66-68 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til framstykkið mælist 26-28-29-30-31-32 cm, mælt yst meðfram handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón yfir 52-56-60-62-66-68 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 4-4-4-8-10-14 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 52-56-60-62-66-68 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-4-4-8-10-14 nýjar lykkjur í lok umferðar = 112-120-128-140-152-164 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm, mælt frá efst á framstykki inn að hálsmáli. Nú skiptist framstykkið og bakstykkið, þannig að það myndist klauf í hliðum. Setjið 56-60-64-70-76-82 lykkjur frá framstykki á þráð eða hjálparprjón og prjónið síðan einungis yfir lykkjur frá bakstykki. BAKSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 9-11-13-13-13-13 lykkjur jafnt yfir = 65-71-77-83-89-95 lykkjur. Prjónið næstu umferð frá röngu: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 3 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 3 lykkjur brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 10 cm. Fellið af. FRAMSTYKKI: Setjið lykkjur á hringprjón 7. Prjónið á sama hátt og bakstykki. KANTUR HÁLSMÁL: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 72 til 90 lykkjur á stuttan hringprjón 7. Prjónið stroff hringinn (3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 20 cm. Fellið af aðeins laust. Kantur í hálsmáli er brotinn inn að innanverðu á flíkinni, festið e.t.v. með nokkrum sporum í hvora hlið. KANTUR HANDVEGUR: Prjónið upp ca 60 til 78 lykkjur í kringum handveg á stuttan hringprjón 7. Prjónið stroff (3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 3 cm. Fellið af. Prjónið á sama hátt í kringum hinn handveginn. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pinksaltvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.