Kari Clausen skrifaði:
Når jeg tager ud i starten og følger opskriften kommer der hul, der hvor jeg tager ud - hvad mon jeg gør galt ?
04.10.2024 - 02:12DROPS Design svaraði:
Hei Kari. Husk å lese ØKETIPS FRA RETTEN og ØKETIPS FRA VRANGEN hvordan tråden skal strikkes (bakre eller fremste maskeledd). Se gjerne hjelpevideoene hvordan strikke en Europeisk skulder. Du finner videoene til høyre /eller under bildet. mvh DROPS Design
15.10.2024 - 11:29
Ginny skrifaði:
Hello! Is the neck actually folded and sewn down at the neckline in the picture? It looks like it is but in the video it's just folded down and free.
26.09.2024 - 10:29DROPS Design svaraði:
Dear Ginny, just choose how you rather get the neck either sewn inside or just folded double outside. Happy knitting!
27.09.2024 - 07:56
Susan skrifaði:
Hei Jos haluan tehdä pitkät hihat, paljon tarvitsen lisää lankaa?
01.09.2024 - 22:16DROPS Design svaraði:
Hei, hankkisin 3 kerää lisää kummastakin langasta. Langanmenekki riippuu tietysti hihojen pituudesta.
03.09.2024 - 18:07
Glynne skrifaði:
Thanks for another great pattern. I lovely the construction on this and the way the hem band sits. Ngā mihi nui
01.04.2024 - 10:31
Wargh Skillerstedt Camilla skrifaði:
Hur tvättar jag plagget? Skulle önska att det krympte en aning.
25.02.2024 - 19:56DROPS Design svaraði:
Hei Wargh. Følg vaskeanvisningen på garnet. Både DROPS Alpaca og DROPS Brushed Alpaca Silk skal håndvaskes maks 30°C. Både Alpaca og Brushed Alpaca Silk vil krympe / tove dersom det blir feil vasket (maskinvasket), og resultatet kan da bli en mini-vest og vaskes det i maskin har du ingen kontroll på hvor mye den vil krympe/tove før det er for sent. mvh DROPS Design
04.03.2024 - 09:40
Amalie Bekkelund Hole skrifaði:
Hei! Når jeg følger oppskriften for øking i starten av bakstykket så «buler» maskene ut fordi de er strikket vridd rett og vridd vrang (hvis jeg har tolket oppskriften riktig da). Stemmer dette? Klarte ikke se at det så sånn ut på bilde.
15.01.2024 - 20:12DROPS Design svaraði:
Hej Amalie, se videoen nederst i opskriften, her ser du tydeligt hvordan det skal se ud når du følger opskriften :)
16.01.2024 - 14:33
LUISA ROLLE skrifaði:
Io amo i vostri modelli ma sono tutti con ferri circolari. Io ho 83 quasi 84 anni e non so usare i ferri.circolari ma so usare i ferri normali. Potete fare qualche modello con ferri normali? Grazie
15.01.2024 - 13:46DROPS Design svaraði:
Buonasera Luisa, tantissimi modelli DROPS utilizzano i ferri circolari ma con la lavorazione in piano, non in tondo, quindi può seguire le stesse istruzioni e lavorare con i ferri normali. Buon lavoro!
17.01.2024 - 16:52
Emma skrifaði:
Hej! Jag stickar vänsterhänt och har svårt för det här med ökningar. När jag läser ert mönster skall jag sticka som det står i ökningar då eller skall jag tänka tvärtom? Svårt med vänsterhäntstickning när de flesta mönster är gjorda högerhänt eller videos för den delen. Några tips var jag kan leta information? Tack på förhand // Emma :)
04.01.2024 - 13:23DROPS Design svaraði:
Hej Emma, åh... det er vi ikke eksperter på.... vi vil tror at hvis du strikker modsat vej, så er du nødt til at spejlvende mønsteret.... har du prøvet at google ?
09.01.2024 - 15:29
Anne-Line skrifaði:
Hej! Stickfastheten med slätstickning på 11 m och 15 varv - gäller den st 7 eller 8? Mvh, AL
29.12.2023 - 16:23DROPS Design svaraði:
Hej Anne-Line, vi får 11 masker på 10 cm med pind 8 :)
02.01.2024 - 12:21
Baetens skrifaði:
Voorpand. Ik begrijp niet goed waar te beginnen. Achterwand is af. Weet niet waar steken op te nemen om de schouders te beginnen. 18 steken aan binnenkant van de buitenste steek over linkerschouder op achterwand als kledingstuk gedragen wordt??
18.12.2023 - 18:46DROPS Design svaraði:
Dag Beatens,
Je legt het achterpand neer met de goede kant naar boven en de schouders naar je toe. Dan neem je steken op in de linker schouder (op tafel is dat nu dus aan de rechter kant). Je zorgt ervoor dat de buitenste steek als het ware wegvalt bij het opnemen van steken. Dus je neemt de steken op tussen de een na laatste en laatste steken van het achterpand.
20.12.2023 - 19:23
Pink Salt Vest#pinksaltvest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með evrópskri öxl / skáhallandi öxl og háum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 237-3 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem lykkjur eru auknar út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 hlutum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram vinstri öxlinni, prjónið samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hægri öxlinni. Hægri og vinstri öxl er sett saman fyrir framstykki þegar útaukning fyrir hálsmáli er lokið. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna niður að klauf. Eftir það er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig að loka máli. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir kant í kringum hálsmál og kantur í hálsmáli er prjónaður. Brotið er uppá kant í hálsmáli tvöfalt að röngu og saumað niður. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp fyrir kanti í handvegi í kringum handveg. BAKSTYKKI: Fitjið upp 24-24-24-26-26-28 lykkjur á hringprjón 8 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 prjónamerki innan við ystu 4 lykkjur í hvorri hlið. Prjónamerkin eiga að sitja innan við ystu 4 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR prjónamerki í byrjun á hverri umferð (séð frá réttu) og á UNDAN prjónamerki í lok umferðar – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út alveg eins – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 14-16-18-18-20-20 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 52-56-60-62-66-68 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið áfram sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 22-22-23-24-25-26 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 14-16-18-18-20-20 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverri umferð frá kanti efst á bakstykki). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu, en aukið út innan við 3 lykkjur (í stað 4 eins og áður) – lesið ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju 4 sinnum = 18-20-22-22-24-24 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 14-16-18-18-20-20 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 5 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar í hverri umferð frá réttu, en aukið út innan við 3 lykkjur (í stað 4 eins og áður), lesið ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU = 18-20-22-22-24-24 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 18-20-22-22-24-24 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 16-16-16-18-18-20 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón eins og áður yfir 18-20-22-22-24-24 lykkjur frá vinstra framstykki = 52-56-60-62-66-68 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til framstykkið mælist 26-28-29-30-31-32 cm, mælt yst meðfram handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón yfir 52-56-60-62-66-68 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 4-4-4-8-10-14 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 52-56-60-62-66-68 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-4-4-8-10-14 nýjar lykkjur í lok umferðar = 112-120-128-140-152-164 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm, mælt frá efst á framstykki inn að hálsmáli. Nú skiptist framstykkið og bakstykkið, þannig að það myndist klauf í hliðum. Setjið 56-60-64-70-76-82 lykkjur frá framstykki á þráð eða hjálparprjón og prjónið síðan einungis yfir lykkjur frá bakstykki. BAKSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 9-11-13-13-13-13 lykkjur jafnt yfir = 65-71-77-83-89-95 lykkjur. Prjónið næstu umferð frá röngu: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 3 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 3 lykkjur brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 10 cm. Fellið af. FRAMSTYKKI: Setjið lykkjur á hringprjón 7. Prjónið á sama hátt og bakstykki. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 72 til 90 lykkjur á stuttan hringprjón 7. Prjónið stroff hringinn (3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 20 cm. Fellið af aðeins laust. Kantur í hálsmáli er brotinn inn að innanverðu á flíkinni, festið e.t.v. með nokkrum sporum í hvora hlið. KANTUR ERMI: Prjónið upp ca 60 til 78 lykkjur í kringum handveg á stuttan hringprjón 7. Prjónið stroff (3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 3 cm. Fellið af. Prjónið á sama hátt í kringum hinn handveginn. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pinksaltvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.