Kerstin skrifaði:
Hej! Så fin tröja! Jag ser fram emot att sticka den. I beskrivningen, under OK, står det "Sticka varv 1 rätt där det ökas 8-8-18-14-26-26 maskor..." Är "18" en felskrivning?
27.10.2022 - 13:11
Laila Gamadia skrifaði:
Moet ik de meerderingen in A1 met wit oc zwart maken?
26.10.2022 - 21:26DROPS Design svaraði:
Dag Laila,
Met beige ;)
27.10.2022 - 20:48
Emma skrifaði:
Garnmängden stämmer inte, det ljusa garnet är nästan slut så jag måste improvisera med svarta muddar på ärmarna. Dessutom tycker jag att den är liten i storlek, stickar i M som jag brukar göra men den här blir på gränsen till liten.
06.10.2022 - 10:38
Johanne skrifaði:
Hvor skal snoningepinden bruges?
22.09.2022 - 13:02DROPS Design svaraði:
Hej Johanne, det ser ikke ud til at det skal bruges snoningspind - tak for info :)
22.09.2022 - 14:45
Eljen skrifaði:
Klopt het dat je voor je aan de boord begint moet meerderen?
19.09.2022 - 15:37DROPS Design svaraði:
Dag Eljen,
Ja, dat klopt. Voor de boord onderaan het lijf meerder je. Dit is om te voorkomen dat de boord het lijf samentrekt.
19.09.2022 - 21:12
Eljen skrifaði:
Mooie patroon! Aan het eind voor de boord moet je ineens 12 (L) steken meerderen. Meestal meerder je na de boord als je van beneden naar boven breit, dus klopt dit wel?
18.09.2022 - 21:34DROPS Design svaraði:
Dag Eljen,
Ja, het klopt dat je moet meerderen. Dit is om te voorkomen dat de boord samentrekt.
21.09.2022 - 20:01
Carolina skrifaði:
Stämmer verkligen garnmängden i detta mönster? 100g mörk+ 150g ljus i både M och L. Stickade en tröja i st m ( med rätt stickfasthet) och det ljusa garnet tog slut långt innan tröjan var färdig. Fick bli långa mörka muddar på ärmarna.
15.09.2022 - 21:51DROPS Design svaraði:
Hej Carolina, stickade du den i DROPS Melody? Och har du 14 maskor på 10 cm i bredden?
16.09.2022 - 07:19
Eva skrifaði:
Ich bin gerade dabei den Pullover zu stricken und etwa bei der Hälfte der Passe angekommen. Das, was da entsteht, gefällt mir sehr gut, aber das Stricken des Fair-Isle-Musters mit diesem extrem flauschigen Garn, ist harte Arbeit. Ich empfinde das Melody-Garn für dieses Muster als ungeeignet. Ständig verkletten sich die Fasern der beiden Fäden, so dass das Stricken nicht wirklich entspannend ist. Ein anderes Garn in der Stärke wäre besser geeignet.
13.09.2022 - 20:03
Sigrid skrifaði:
Genau richtig in Zeiten von Gas- und Strom Knappheit!
13.09.2022 - 12:21
Undine skrifaði:
Wunderschön... nur leider hier viel zu warm! Dieses Design mit etwas dünnerem Garn / oder Garnkombination wäre super.
06.09.2022 - 13:56
Inverted Peaks Sweater#invertedpeakssweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, hringlaga berustykki og marglitu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 235-4 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR PRJÓN : Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 72-72-72-76-84-84 lykkjur með litnum svartur í DROPS Melody yfir stuttan hringprjón 5 og stuttan hringprjón 6 sem er haldið saman. Dragið út hringprjón 6 og haldið lykkjunum eftir á stuttum hringprjón 5 (uppfitjunarkanturinn er gerður svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 10 cm. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í stroffprjóni jafnframt sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppiftjunarkanti. Nú er prjónaður tvöfaldur kantur í hálsmáli. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (mitt að framan) – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-8-18-14-26-26 lykkjur jafnt yfir = 80-80-90-90-110-110 lykkjur. Prjónið 0-1-3-3-3-4 umferðir sléttprjón með litnum svartur. Prjónið síðan A.1 umferðina hringinn – sjá LEIÐBEININGAR PRJÓN! Aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með A.1 þar til stykkið mælist 23-24-26-28-30-32 cm frá prjónamerki í hálsmáli. Síðasta útaukningin hefur nú verið gerð til loka og það eru 208-208-234-234-286-286 lykkjur í umferð. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan – ATH: A.1 er ekki lokið, heldur er mynstrið prjónað áfram á fram- og bakstykki og ermum. Prjónið A.1 yfir fyrstu 39-39-39-39-52-52 lykkjur (ca hálft bakstykki), setjið næstu 39-39-39-39-52-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-10-10-12-8-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), haldið áfram með A.1 yfir næstu 65-65-78-78-91-91 lykkjur (framstykki), setjið næstu 39-39-39-39-52-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-10-10-12-8-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið A.1 yfir þær 26-26-39-39-39-39 lykkjur á bakstykki. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 138-150-176-178-198-206 lykkjur. Haldið áfram með A.1 hringinn, nýjar lykkjur undir ermi eru prjónaðar í litnum beige. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn með litnum beige. Prjónið þar til stykkið mælist 18-19-19-19-19-19 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-6-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir = 144-156-188-190-212-220 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 10 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 39-39-39-39-52-52 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 6 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-10-10-12-8-12 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 43-49-49-51-60-64 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-10-10-12-8-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það er notað þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með A.1 hringinn, nýjar lykkjur undir ermi eru prjónaðar í litnum beige. Þegar A.1 er lokið, prjónið sléttprjón hringinn með litnum beige yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3-3-3-4-4-4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 12-6-6-7-4-3 cm millibili alls 3-5-5-4-6-7 sinnum = 37-39-39-43-48-50 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 33-32-31-29-27-26 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-5-9-9-8-10 lykkjur jafnt yfir = 44-44-48-52-56-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 10 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-42-41-39-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #invertedpeakssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 235-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.