Sandra Van Oosten-van Der Weijden skrifaði:
Bij het afkanten van de steken voor de armsgaten met de rondbreinaald, is de omschrijving voor mij erg onduidelijk. Ik heb voor maat M 200 steken incl. A1 op de rondbreinaald, als ik volgens patroon brei, dan kant ik 2x 2 steken af: dus 1x op het voorpand en 1x op het achterpand, dit komt wel overeen met het aantal steken dat ik dan overhoud per pand: 98, maar er is geen symmetrie in de panden: 2 steken afgekant aan voorpand en 2 steken aan achterpand. Er klopt iets niet. Wat doe ik niet goed?
08.10.2023 - 16:20DROPS Design svaraði:
Dag Sandra,
Je kant aan beide kanten, zeg maar onder de oksel 2 steken af. Deze 2 steken zitten precies boven A.2
08.10.2023 - 16:54
Anette skrifaði:
Saknar själva diagrammet till A1, ser bara förklaringen till symbolerna.
19.07.2023 - 22:18DROPS Design svaraði:
Hei Anette. Diagram A.1 ser du under ermet på målskissen, nederst på oppskriften / under diagramteksten. Om du ikke ser målskissen eller diagrammet, sjekk hastigheten på nettet ditt. Kankje det er går veldig treigt. mvh DROPS Design
25.07.2023 - 08:58
Mader Cornelia skrifaði:
Hallo, Ich finde das Diagramm nicht. Die Erklärung der Zeichen ist da, aber nicht die Musterzeichnung . Können Sie mir helfen?? Danke und vG Cornelia Mader
06.07.2023 - 19:54DROPS Design svaraði:
Liebe Cornelia, das Diagramm finden Sie rechts neben der Maßskizze unter dem Ärmel. Viel Spaß beim Stricken!
07.07.2023 - 17:07
Fotini skrifaði:
Hello, I am currently work your pattern 231-37. I have some problems knitting short rows around neck. Is it working in "wrap and turn" method? Ι am grateful for your assistance! Your work is amazing! Fotini
05.07.2023 - 12:36DROPS Design svaraði:
Hi Fotini, you can either use wrap and turn method or the simple basic technique HERE. Happy knitting!
05.07.2023 - 12:51
Lyn skrifaði:
Thanks so much for the quick response I received today for my question, but I think I didn't ask the question properly. I don't understand what the A.1 diagram is telling me. (i.e. the A.1 diagram is that little box with 8 boxes within & with diagonal lines on it - above this section. What is it telling me to do? Or is the information in the brackets following hte A.1 in the directions telling me what to do? So sorry to be so dense!! Thanks again, Lyn
16.06.2023 - 08:50DROPS Design svaraði:
Dear Lyn, the diagram A.1 is for the lace pattern, it's worked over 2 stitches (in width) and 4 rows (in height), as follows (in the round): Round 1: *K2 tog, YO*, repeat from *-*. Round 2 and 4: K all stitches. Round 3: *YO, slip 1, K1, psso*, repeat from *-*. Repeat the 4 rounds. Hope it can now help more :) Happy knitting!
16.06.2023 - 11:22
Lyn skrifaði:
What does this mean? A.1 over next 2 stitches ( = over the middle 2 stitches over the 6 stitches in garter stitch in each side)
15.06.2023 - 13:32DROPS Design svaraði:
Dear Lynn, when joining front and back pieces together you worked with 6 stitches in garter stitch on each side; and then knit 1 stitch. You now knit the first stitches, then work the 2 next stitches as shown in diagram A.1 (these both stitches are the 2 middle stitches of the 6 stitches worked previously in garter stitch), knit the next 92-142 sts (see size) and work the last 2 sts as shown in A.1 (these both stitches are the 2 middle stitches of the 6 stitches worked previously in garter stitch on the other side of jumper). Happy knitting!
15.06.2023 - 15:26
Els Van Zantvliet skrifaði:
Beste lezers, voor de schouders: De verkorte toeren, brei ik die aan de kant vd hals of van de schouders ? (ik ben linkshandig maar brei rechts das afentoe onhandig) alvast bedankt Groetjes Els
02.06.2023 - 09:58DROPS Design svaraði:
Dag Els,
De verkorte toeren worden aan de kant van de hals gemaakt, zodat er een schuine schouderlijn ontstaat. (Zie ook de tekening onderaan het patroon.)
04.06.2023 - 10:23
Rousseau Catherine skrifaði:
Bonjour. Où est le fameux diagramme A1? Merci de votre réponse.
01.06.2023 - 20:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Rousseau, vous trouverez le diagramme A.1 à droite du schéma des mesures, sous la manche. C'est un petit diagramme qui se tricote sur 2 mailles et 4 rangs. Bon tricot!
02.06.2023 - 08:09
Els Van Zantvliet skrifaði:
Best team, dank jullie wel voor het antwoord. Ik was veeel te moeilijk aan het denken. Groetjes Els
25.05.2023 - 15:13
Els Van Zantvliet skrifaði:
Ik ben bij het armsgat. Nu lees ik dat ik eerst de mouwkop moet breien en daarna verder moet met de mouw en patroon A1 tot de lengte. Dit snap ik niet. Vanaf waar ga ik minderen? Moet ik ergens steken samen breien? Help!!
20.05.2023 - 13:34DROPS Design svaraði:
Dag Els,
Je breit eerst het voorpand en het achterpand helemaal en pas daarna brei je de mouwen vanaf de manchet naar boven. Als je de mouwen breit, dan brei je eerst in de rondt en als je bij de mouwkop bent, brei je de mouw verder heen en weer.
24.05.2023 - 21:17
Time to Unwind#timetounwindsweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 231-37 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 106 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 18) = 5,8. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna ca. 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. ÚTAUKNING (á við um undir ermum): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt, A.1, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig þar til klaufin hefur verið prjónuð til loka. Síðan er fram- og bakstykkið prjónað í hring á hringprjóna upp að handvegi. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/hringprjóna, upp að ermakúpu, síðan er afgangur af ermi prjónaður fram og til baka. Að lokum er prjónaður i-cord kantur aftan í hnakka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 112-124-136-148-164-180 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Belle. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað stroff þannig: Prjónið 3 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 3 cm. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 106-118-130-142-158-174 lykkjur og fækkið jafnframt um 18-24-26-28-32-36 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA, prjónið 3 lykkjur garðaprjón = 94-100-110-120-132-144 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðið með 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið. Nú er prjónað sléttprjón með 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 8 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Klippið þráðinn. Geymið stykkið. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki, en ekki klippa þráðinn frá. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón = 188-200-220-240-264-288 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með GARÐAPRJÓN yfir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan (= 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir 6 lykkjur, prjónið mynstur þannig: Prjónið 1 lykkju slétt. Setjið eitt prjónamerki hér (eftir þessa lykkju). Þetta er núna byrjun á umferð. Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 92-98-108-118-130-142 lykkjur, A.1 yfir næstu 2 lykkjur (= yfir miðju 2 lykkjur af 6 lykkjur í garðaprjóni), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 92-98-108-118-130-142 lykkjur, prjónið A.1 yfir síðustu 2 lykkjur (= yfir miðju 2 lykkjur af 6 lykkjum í garðaprjóni). Haldið svona áfram hringinn þar til stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm frá uppfitjunarkanti. Nú eru lykkjur felldar af fyrir handvegi í hvorri hlið þannig: Byrjið 0-0-3-5-9-13 lykkjur fyrir byrjun á umferð, fellið af næstu 2-2-8-12-20-28 lykkjur fyrir handveg, prjónið þar til 0-0-3-5-9-13 lykkjur eru eftir á undan næsta A.1, fellið af næstu 2-2-8-12-20-28 lykkjur fyrir handveg, prjónið út umferðina = 92-98-102-108-112-116 lykkjur bæði á framstykki og bakstykki. BAKSTYKKI: = 92-98-102-108-112-116 Prjónið fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm, setjið miðju 38-38-40-40-42-42 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja = 26-29-30-33-34-36 lykkjur fyrir öxl. Haldi áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg, jafnframt eru prjónaðir snúningar á öxlum þannig: Hægri öxl: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur. UMFERÐ 2 (ranga): Snúið, prjónið þar til 6-6-7-7-8-8 lykkjur eru eftir í umferð. UMFERÐ 3: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 4: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 5: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 6: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 7: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 8: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 9: Snúið, herðið á þræði og prjónið til baka. Þegar snúningarnir hafa verið prjónaðir til loka eru allar lykkjur felldar af með brugðnum lykkjum frá röngu. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. Vinstri öxl: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið þar til eftir eru 6-6-7-7-8-8 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 3: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 4: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 5: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 6: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 7: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 8: Snúið, herðið á þræði og prjónið til baka. Þegar snúningarnir hafa verið prjónaðir til loka eru allar lykkjur felldar af með sléttum lykkjum frá réttu. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. FRAMSTYKKI: Prjónið alveg eins og á bakstykki. Þegar stykkið mælist 43-45-46-48-49-51 cm, setjið miðju 22-22-24-24-26-26 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 3 sinnum og 1 lykkju 3 sinnum = 26-29-30-33-34-36 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg, jafnframt þegar stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm, prjónið snúninga á öxlum alveg eins og á bakstykki: Þ.e.a.s. hægri öxl er prjónuð eins og vinstri öxl á bakstykki og vinstri öxl er prjónuð eins og hægri öxl á bakstykki. Þegar snúningarnir hafa verið gerðir til loka, fellið af. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Fitjið upp 64-68-72-72-76-76 lykkjur á sokkaprjóna 3 með Belle. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 12-14-16-14-16-14 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið mynstur þannig: A.1 yfir fyrstu 2 lykkjur, sléttar lykkjur þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Þegar ermin mælist 8-8-8-8-6-7 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.1 – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 3½-3-3-2½-2½-2 cm millibili alls 12-13-14-15-16-17 sinnum = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Þegar ermin mælist 51-50-49-48-46-44 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka á hringprjóna að loknu máli. Prjónið sléttprjón frá miðju í A.1 þar til ermin mælist ca 52-51-51-51-51-51 cm. Fellið af. Prjónið hina ermin á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermakúpu við handveg. Saumið síðan klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI AÐ AFTAN: Byrjið frá réttu við annan axlasauminn og prjónið upp ca 86 til 98 lykkjur (ásamt lykkjum af þræði) í kringum hálsmál á hringprjón 3, fitjið upp 3 lykkjur í lok umferðar. Færið 3 lykkjur á vinstri prjóni þannig að síðasta lykkjan sem fitjuð var upp á prjóni verður ysta lykkjan á vinstri prjóni. Prjónið i-cord yfir þessar lykkjur frá réttu, þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið næstu lykkju snúna slétt saman með fyrstu/næstu lykkju sem prjónuð var upp í kringum kant í hálsmáli. Færið til baka 3 lykkjur frá hægri prjóni yfir á vinstri prjón (í þeirri röð sem þær eru í). Haldið svona áfram meðfram öllum kantinum í hálsmáli á bakstykki þar til ekki fleiri lykkjur eru eftir til að prjóna í. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Saumið ystu 3 lykkjur saman með 3 lykkjur sem fitjaðar voru upp í byrjun á kanti í hálsmáli. Klippið þræðina og festið. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #timetounwindsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-37
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.