Marilyn skrifaði:
Looking for a Cricket sweater pattern. Do you have one? Thank you!
04.07.2025 - 20:05DROPS Design svaraði:
Dear Marilyn, we don't have the specific pattern you indicated but you can search for our sweaters (for men or women) with V-neck to find a similar pattern and adjust it yourself. Happy knitting!
06.07.2025 - 23:02
Delia Köhler skrifaði:
In der Beschreibung wird das Diagramm a1 nicht angezeigt
11.06.2025 - 15:02DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Köhler, das Diagram A.1 finden Sie bei der Maßskizze, unter den Ärmel, es wird über 2 Maschen und 4 Reihen gestrickt. Viel Spaß beim Stricken!
11.06.2025 - 16:05
Cindy skrifaði:
Goedemiddag! Ik nader de verkorte schouders in het patroon maat xxl. Nu staat er : NlD 2 brei tot-8 steken over zijn op de naald. NlD 3: Keer het werk, trek de draad aan en brei terug. NlD 4: Brei tot er 4 steken meer over zijn dan de vorige keer. Betekent dit dat ik in rij 4 stop wanneer er nog 12steken op de naald staan? Dat zijn er dan 4 meer dan de 8 vd vorige toer. Of interpreteer ik dit verkeerd? Mvg Cindy
27.03.2025 - 15:11DROPS Design svaraði:
Dag Cindy,
Je breit steeds tot er nog het aantal aangegeven steken op de linker naald staan. Dus je hoeft het vorige aantal steken er niet bij op te tellen. Gewoon het aantal steken dat in de beschrijving staat aanhouden.
30.03.2025 - 10:28
Sabine Fiedler skrifaði:
Bitte wo finde ich das Diagramm für diese Anleitung ?
16.02.2025 - 16:54DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Fiedler, das Diagram A.1 finden Sie rechts der Maßskizze, unter den Ärmel. Viel Spaß beim Stricken!
17.02.2025 - 09:54
Eva Eriksson skrifaði:
Hej igen! Om jag förstod dig rätt så ska jag fortsätta sticka rätstickning över de 6 maskorna även när jag börjar sticka hålmönstret A1?
20.12.2024 - 15:15DROPS Design svaraði:
HEi Eva. Når du begynner med diagram A.1 strikkes det slätstickning over alle maskene. Om du ser på bildet der modellen holder armene over hodet, ser du kun A.1 (som en sidesøm). mvh DROPS Design
02.01.2025 - 10:05
Eva Eriksson skrifaði:
Hej! Jag undrar om man ska fortsätta med rätstickning över de 6 maskorna där hålmönstret A1 är, eller ska jag övergå till slätstickning här?
20.12.2024 - 13:24DROPS Design svaraði:
Hej Eva, du strikker ret over alle de andre masker :)
20.12.2024 - 14:41
Cornelia skrifaði:
Det står att man ska sticka fram och tillbaka på ärmkullen. Men hur många maskor består ärmkullen av ?
14.04.2024 - 17:02DROPS Design svaraði:
Hei Cornelia. Det kommer an på hvilken str. du strikker (har du fulgt oppskriften og økningene har du 76-80-84-88-92 eller 96 masker). mvh DROPS Design
15.04.2024 - 14:26
Lyn skrifaði:
Hi, I'm working on Drops 231-37 at the binding off for armhole stage for size large. Instructions say to 'bind off (3 in my size) stitches before beginning the round. Does that mean the 3 stitches just before the 6 stitch lace pattern? Thank you!
24.01.2024 - 08:47DROPS Design svaraði:
Dear Lyn, in size L you will cast off for the armholes the 3 sts before A.1 + the 2 sts A.1 + the 3 sts after A.1 = 8 sts for each armhole. Happy knitting!
25.01.2024 - 07:56
Dossin Catherine skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas ce qu'il faut faire pour l'encolure pour les 3 mailles que l'on doit rajouter? Faut-il tricoter l'encolure en rond ou en allers-retours?
09.11.2023 - 15:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Dossin, lorsque vous avez relevé les mailles autour de l'encolure, montez 3 mailles, puis rabattez maintenant les mailles avec la technique du I-cord - comme dans cette vidéo ou bien celle-ci. Autrement dit, tricotez toujours ensemble à l'endroit la 3ème de ces 3 mailles avec la maille suivante autour de l'encolure jusqu'à ce que toutes les mailles relevées autour de l'encolure aient été tricotées; assemblez les 3 dernières mailles aux 3 mailles montées au début. Bon tricot!
09.11.2023 - 16:08
Sandra Van Oosten-van Der Weijden skrifaði:
Ik ga starten met het heen en weer breien van de mouwkop op de rondbreinaald, echter in de beschrijving staat 'brei.....tot de gewenste afmetingen'. Dit snap ik niet. Wat is de gewenste afmeting? Ik brei maat M, maar geen idee hoeveel cm ik nu nog zou moeten breien. Ik kan het ook niet uit de afbeelding opmaken. Graag uw hulp hierin. Dank alvast.
19.10.2023 - 10:04DROPS Design svaraði:
Dag Sandra,
Voor maat M is dit dus totdat de mouw 51 cm meet. (Staat in de zin eronder)
19.10.2023 - 19:54
Time to Unwind#timetounwindsweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 231-37 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 106 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 18) = 5,8. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna ca. 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. ÚTAUKNING (á við um undir ermum): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt, A.1, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig þar til klaufin hefur verið prjónuð til loka. Síðan er fram- og bakstykkið prjónað í hring á hringprjóna upp að handvegi. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/hringprjóna, upp að ermakúpu, síðan er afgangur af ermi prjónaður fram og til baka. Að lokum er prjónaður i-cord kantur aftan í hnakka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 112-124-136-148-164-180 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Belle. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað stroff þannig: Prjónið 3 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 3 cm. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 106-118-130-142-158-174 lykkjur og fækkið jafnframt um 18-24-26-28-32-36 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA, prjónið 3 lykkjur garðaprjón = 94-100-110-120-132-144 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðið með 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið. Nú er prjónað sléttprjón með 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 8 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Klippið þráðinn. Geymið stykkið. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki, en ekki klippa þráðinn frá. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón = 188-200-220-240-264-288 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með GARÐAPRJÓN yfir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan (= 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir 6 lykkjur, prjónið mynstur þannig: Prjónið 1 lykkju slétt. Setjið eitt prjónamerki hér (eftir þessa lykkju). Þetta er núna byrjun á umferð. Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 92-98-108-118-130-142 lykkjur, A.1 yfir næstu 2 lykkjur (= yfir miðju 2 lykkjur af 6 lykkjur í garðaprjóni), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 92-98-108-118-130-142 lykkjur, prjónið A.1 yfir síðustu 2 lykkjur (= yfir miðju 2 lykkjur af 6 lykkjum í garðaprjóni). Haldið svona áfram hringinn þar til stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm frá uppfitjunarkanti. Nú eru lykkjur felldar af fyrir handvegi í hvorri hlið þannig: Byrjið 0-0-3-5-9-13 lykkjur fyrir byrjun á umferð, fellið af næstu 2-2-8-12-20-28 lykkjur fyrir handveg, prjónið þar til 0-0-3-5-9-13 lykkjur eru eftir á undan næsta A.1, fellið af næstu 2-2-8-12-20-28 lykkjur fyrir handveg, prjónið út umferðina = 92-98-102-108-112-116 lykkjur bæði á framstykki og bakstykki. BAKSTYKKI: = 92-98-102-108-112-116 Prjónið fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm, setjið miðju 38-38-40-40-42-42 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja = 26-29-30-33-34-36 lykkjur fyrir öxl. Haldi áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg, jafnframt eru prjónaðir snúningar á öxlum þannig: Hægri öxl: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur. UMFERÐ 2 (ranga): Snúið, prjónið þar til 6-6-7-7-8-8 lykkjur eru eftir í umferð. UMFERÐ 3: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 4: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 5: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 6: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 7: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 8: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 9: Snúið, herðið á þræði og prjónið til baka. Þegar snúningarnir hafa verið prjónaðir til loka eru allar lykkjur felldar af með brugðnum lykkjum frá röngu. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. Vinstri öxl: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið þar til eftir eru 6-6-7-7-8-8 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 3: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 4: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 5: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 6: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 7: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 8: Snúið, herðið á þræði og prjónið til baka. Þegar snúningarnir hafa verið prjónaðir til loka eru allar lykkjur felldar af með sléttum lykkjum frá réttu. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. FRAMSTYKKI: Prjónið alveg eins og á bakstykki. Þegar stykkið mælist 43-45-46-48-49-51 cm, setjið miðju 22-22-24-24-26-26 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 3 sinnum og 1 lykkju 3 sinnum = 26-29-30-33-34-36 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg, jafnframt þegar stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm, prjónið snúninga á öxlum alveg eins og á bakstykki: Þ.e.a.s. hægri öxl er prjónuð eins og vinstri öxl á bakstykki og vinstri öxl er prjónuð eins og hægri öxl á bakstykki. Þegar snúningarnir hafa verið gerðir til loka, fellið af. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Fitjið upp 64-68-72-72-76-76 lykkjur á sokkaprjóna 3 með Belle. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 12-14-16-14-16-14 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið mynstur þannig: A.1 yfir fyrstu 2 lykkjur, sléttar lykkjur þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Þegar ermin mælist 8-8-8-8-6-7 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.1 – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 3½-3-3-2½-2½-2 cm millibili alls 12-13-14-15-16-17 sinnum = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Þegar ermin mælist 51-50-49-48-46-44 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka á hringprjóna að loknu máli. Prjónið sléttprjón frá miðju í A.1 þar til ermin mælist ca 52-51-51-51-51-51 cm. Fellið af. Prjónið hina ermin á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermakúpu við handveg. Saumið síðan klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI AÐ AFTAN: Byrjið frá réttu við annan axlasauminn og prjónið upp ca 86 til 98 lykkjur (ásamt lykkjum af þræði) í kringum hálsmál á hringprjón 3, fitjið upp 3 lykkjur í lok umferðar. Færið 3 lykkjur á vinstri prjóni þannig að síðasta lykkjan sem fitjuð var upp á prjóni verður ysta lykkjan á vinstri prjóni. Prjónið i-cord yfir þessar lykkjur frá réttu, þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið næstu lykkju snúna slétt saman með fyrstu/næstu lykkju sem prjónuð var upp í kringum kant í hálsmáli. Færið til baka 3 lykkjur frá hægri prjóni yfir á vinstri prjón (í þeirri röð sem þær eru í). Haldið svona áfram meðfram öllum kantinum í hálsmáli á bakstykki þar til ekki fleiri lykkjur eru eftir til að prjóna í. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Saumið ystu 3 lykkjur saman með 3 lykkjur sem fitjaðar voru upp í byrjun á kanti í hálsmáli. Klippið þræðina og festið. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #timetounwindsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-37
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.