Cathie VILLATE skrifaði:
Juste pour vous remercier de proposer tous ces beaux modèles et ces belles matières que j'achète chez Kalidou. Et en plus de répondre à toutes nos questions. J'ai trouvé réponse à la question que je me posais grâce aux "commentaires/questions". Merci beaucoup ! votre site est tellement précieux
30.04.2025 - 11:22
Marianne skrifaði:
Opskriften er meget åben i halsen. Kan man gøre halsen 'højere' - og i så fald hvordan? Tak.
12.03.2025 - 11:58DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, du kan eventuelt vælge at slå op efter den mindste størrelse og så tage ud så du har det maskeantal i den størrelse du vil strikke :)
14.03.2025 - 13:42
Véronique skrifaði:
Bonjour, combien faut-il de pelotes ou de grammes en Drops Melody ? Merci
14.02.2025 - 21:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Véronique, retrouvez ici comment procéder; Rappelez-vous toutefois que vous devrez avoir exactement le même échantillon, soit 14 m x 16 rangs pour que ce calcul fonctionne correctement (autrement dit aussi bien en largeur qu'en hauteur). Bon tricot!
17.02.2025 - 07:44
Nancy skrifaði:
Est-il possible de ne tricoter cette veste qu'avec de la brushed alpaca, et alors quelle quantité de laine utiliser ?
04.02.2025 - 16:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Nancy, en ne tricotant que Brushed Alpaca Silk seule, vous n'aurez pas la bonne tension/le bon échantillon, vous pouvez remplacer Kid-Silk par une autre laine du groupe E, mais il vaut probablement mieux tricoter 2 fils comme ici pour avoir une texture similaire. Utilisez éventuellement le convertisseur pour voir les alternatives possibles et les quantités correspondantes. Bon tricot!
05.02.2025 - 07:41
Nadine skrifaði:
Bonjour, pouvez vous me confirmer si les rangs pairs sont indiqués sur les diagrammes ?
11.10.2024 - 10:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Nadine, tout à fait, tous les rangs sont dessinés dans les diagrammes, les rangs sur l'endroit mais aussi les rangs sur l'envers. Bon tricot!
11.10.2024 - 16:15
Meizepol skrifaði:
Bonjour! Je voulais juste vous dire que j'ai réalisé ce cardigan en taille S et j'ai dû acheter une pelote de plus en drops kid-silk. C'est la première fois que j'ai ce problème... C'est donc peut être mieux de recommander 100 gr au lieu de 75gr? Merci encore pour vos laines et votre aide avec les patrons. Je me régale!
30.08.2024 - 10:02
Ledru Michèle skrifaði:
Bonjour, je désire commander la laine pour tricoter le pull Round Lake Cardigan. J'hésite entre Alpaga et soie et Mahairet soir. LEquel est le plus doux et moelleux ? Combien de pelotes dois-je commander svp. Merci
24.08.2024 - 17:31
Елена skrifaði:
Перевод?
18.09.2023 - 13:49DROPS Design svaraði:
Dear Елена, we only have now 16 languages and hope one of them can help you. Thanks for your comprehension. Happy knitting!
18.09.2023 - 16:09
Becky skrifaði:
Oh thanks so much for helping me understand pattern! Just 1 more question diagram says slip 1 st knit and passover on row 3 of LG cardigan. Is it ssk . Or sk. Slip 1st or slip 2 st knit then pass over?
27.03.2023 - 22:45DROPS Design svaraði:
Dear Becky, this video shows how to work: slip 1, K1, psso. Happy knitting!
28.03.2023 - 10:19
Becky skrifaði:
For large cardigan On row 3 on diagram is it knit 2 together for whole row minus garter edges? Cause if I do yarn overs after each knit 2tog it's alot more then 36 yarn overs on whole row. I'm stuck can you explain. Can u explain why increase arrow is on row 7. And also I am to do yarn overs on row 3 and 5 ?rows also I am told. Pattern says 36 yarn overs on row 7. Can u explain how to do rows 3 5 7?
26.03.2023 - 05:46DROPS Design svaraði:
Dear Becky, on row 3 you knit 2 together and make 1 yarn over the whole row, except for the 5 band stitches and 1 stitch in stocking stitch on each side. The number of yarn overs is not relevant for this row, since it's compensated by knitting 2 together, so the number of stitches remains the same. Row 5 is worked similar to row 3, but you work the yarn over first and then work a simple decrease. Rows 7 and 15 have arrows which indicate that you need to work 36 increases in these rows. These increases are independent of the pattern/charts and simply need to be evenly distributed on the row (see INCREASE TIP for more information). Happy knitting!
26.03.2023 - 22:14
Round Lake Cardigan#roundlakecardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-13 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð – á við um A.2). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 111 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 33) = 3. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 3. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 8 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 8 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist 4 cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-5-5-5-5 næstu hnappagötum með ca10-10½-9-9½-9½-10 cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 86-92-92-98-101-107 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 4,5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig (fyrsta umferð = rétta): 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1 (þannig að stroffið verði alveg eins í hvorri hlið), 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju í hverri brugðinni einingu með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 brugðinna lykkja (= 25-27-27-29-30-32 lykkjur fleiri) = 111-119-119-127-131-139 lykkjur. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið þar til stykkið mælist 4 cm frá prjónamerki (= 8 cm frá uppfitjunarkanti) – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 6. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að prjóna mynstur, JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir í hverri umferð með ör – lestu því allan næsta kafla áður en þú prjónar áfram. MYNSTUR: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, sléttprjón þar til 5 lykkjur eru eftir, jafnframt er aukið út um 33-39-41-41-47-53 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 144-158-160-168-178-192 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan mynstur þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 1 lykkja sléttprjón, A.2 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð) þar til 6 lykkjur eru eftir, 1 lykkja sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. ÚTAUKNING: ÖR-1: Aukið út um 30-34-36-40-42-48 lykkjur jafnt yfir = 174-192-196-208-220-240 lykkjur. ÖR-2: Aukið út um 30-34-36-42-42-48 lykkjur jafnt yfir = 204-226-232-250-262-288 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 18-19-20-22-23-24 cm, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið sléttprjón þar til 5 lykkjur eru eftir, jafnframt því sem aukið er út um 22-24-26-28-28-30 lykkjur jafnt yfir, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 226-250-258-278-290-318 lykkjur. Þegar stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki (ca 24-26-28-30-32-34 cm frá uppfitjunarkanti), skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 37-40-42-45-48-53 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 44-50-50-54-54-58 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 64-70-74-80-86-96 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 44-50-50-54-54-58 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 37-40-42-45-48-53 lykkjur (= framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 150-162-174-186-202-222 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist ca 28 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Til að koma í veg fyrir að stroffið sem prjóna á dragi stykkið saman, aukið út 26-26-26-32-31-35 lykkjur jafnt yfir = 176-188-200-218-233-257 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Prjónið nú stroff þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1 (þannig að mynstrið byrji alveg eins í hvorri hlið), 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir snúnar sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 44-50-50-54-54-58 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 6. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 50-56-58-62-64-68 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar 6-6-8-8-10-10 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 0-6½-6-3-2½-2 cm millibili alls 1-4-4-6-7-7 sinnum = 48-48-50-50-50-54 lykkjur. Prjónið svona þar til stykkið mælist 26-24-23-21-19-17 cm. Fækkið nú lykkjum alveg eins hvoru megin við prjónamerki – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í öðrum hverjum cm alls 4 sinnum = 40-40-42-42-42-46 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 34-32-31-29-27-25 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú eru eftir ca 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 1-1-0-0-0-1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman = 39-39-42-42-42-45 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið A.1 hringinn út umferð. Þegar stroffið mælist 8 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir snúnar sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 42-40-39-37-35-33 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #roundlakecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.