Graillot skrifaði:
Le modèle existe t il avec des aiguilles non circulaires
09.12.2025 - 18:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Graillot, ce gilet se tricote en allers et retours sur aiguille circulaire, vous pouvez donc également le tricoter sur aiguilles droites; pour les manches, des aiguilles doubles pointes en allers et retours peuvent être plus pratiques; retrouvez ici quelques astuces complémentaires. Bon tricot!
10.12.2025 - 07:49
Barbara skrifaði:
Do you have advice or a video tutorial explaining how to sew the under arm openings closed? Your pattern mentions to do this after the seams are sown together in a flat manner. I would like to avoid holes remaining. I'd appreciate help on this. Thank you.
11.11.2025 - 01:33DROPS Design svaraði:
Hi Barbara, Here is a link to our video, showing you how to sew the hole under the sleeves: https://www.garnstudio.com/video.php?id=569&lang=en Regards, Drops Team.
11.11.2025 - 06:37
Francesca skrifaði:
Buongiorno, nel modello si dice: Avviare 72-76-80-84 (90-94) maglie (comprese 4 maglie per il bordo a ogni lato) ma non mi pare sia spiegato come lavorare le 4 maglie del bordo. Grazie
05.11.2025 - 18:53DROPS Design svaraði:
Hi Francesca, 4 band stitches in each side are worked in garter stitch. Happy knitting!
30.11.2025 - 21:09
Karen skrifaði:
J’ai monté le gilet 6/9 mois, lorsque j’ai monté mes 7 mailles sous la manche, je bloque, je ne sais pas quoi faire, je me demande comment les tricoter sans jeté pour faire mes petites côtes anglaise. Car mes côtes auparavant avaient 5 mailles et l’a j’en ai 7. On dirait que ça ne fait pas de sens avec l’instruction côté anglaise ci-haut. Désolé j’en suis à mes début.
04.11.2025 - 17:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Karen, au 1er rang sur l'envers après la division, continuez les côtes anglaises comme avant: tricotez les mailles endroit à l'endroit (sans jeté car au rang précédent, vous avez monté ces mailles) et faites glissez les mailles envers avec 1 jeté comme avant. Bon tricot!
04.11.2025 - 17:25
Nicki skrifaði:
I've just watched the video for the i-cord cast off which seems quite straight forward. However, how do I work i-cord castoff into the fishermans rib? Is the single stitch treated as a single stitch without a yarn over? Is the double stitch treated as a single stitch too or two separate stitches? Thank you
03.11.2025 - 22:18
Maj Hamilton Poulsen skrifaði:
Storlek 1-3 månader: När jag delar på arbetet, ska jag då sticka de 42 maskorna (ärm)+ 7 när jag sätter dom på en avmaskningssticka?
08.05.2025 - 19:34DROPS Design svaraði:
Hei Maj. De 42 maskene til erme settes på en tråd (skal ikke strikkes), og når de sitter på en tråd, legges det opp 7 nye maker (under ermet). mvh DROPS Design
12.05.2025 - 13:39
Cecile Thobie skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas comment faire pour monter 7 mailles sous la manche ? Une fois que j'ai relevé les 48 mailles sur un fil pour la manche, dois je monter les 7 mailles juste avant les côtes anglaise ? Merci pour vos eclaircissements. Cécile
08.03.2025 - 18:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Cécile, ces 7 mailles vont remplacer les mailles de la manche et vont se tricoter elles aussi en côtes anglaises, pour les côtés du gilet. Montez ces mailles comme dans cette vidéo ou dans cette leçon. Retrouvez également comment diviser un pull (dans la leçon), à partir de la photo 10 dans cette leçon. Bon tricot!
10.03.2025 - 08:22
Nicki skrifaði:
Under Yoke the instructions say to insert the markers on a right side row. Then knit one row from the wrong side. Then i get confused as it says increase the Raglan every second row, ie a wrong side. But under the Raglan instructions at the beginning it says increase on the right side. Please can you explain what this means as it seems to contradict itself. Thanks
19.11.2024 - 16:47DROPS Design svaraði:
Hi Nicki, The first increases for raglan are on the next row from the right side (row 3), then every 2nd row thereafter, always from the right side. Happy knitting!
20.11.2024 - 06:55
Inger Nilsson skrifaði:
Vill ersätta garnet drops alpacka 500 gram 2 trådar med drops mix 4 trådar. Hur mycket garn behövs med drops mix 4 trådar 500 g?
14.11.2024 - 17:30DROPS Design svaraði:
Hej Inger. Jag förstår inte vilket garn du vill byta till, men du kan använda vår garn konverterare för att få fram hur mycket garn du behöver vid byte av garn. Mvh DROPS Design
15.11.2024 - 08:07
Jpv skrifaði:
What is British English? English is English, the clue is in the name of the country it comes from - England!!! It does not need to be qualified with the word British. Americans do not know how to speak English properly, so have to explain the poor spelling and pronunciation, by putting American in front. Please do not put British in front of English it’s our language, and should just be called ENGLISH.
28.10.2024 - 18:18
Happy Sunflower Cardigan#happysunflowercardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, klukkuprjóni, garðaprjóni og i-cord kanti. Stærð 0 til 4 ára.
DROPS Baby 43-10 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KLUKKUPRJÓN: UMFERÐ 1 (rétta): * Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum og prjónið 1 lykkju slétt. UMFERÐ 2 (ranga): * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næsta uppslátt og lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. UMFERÐ 3 (rétta): * Prjónið uppsláttinn og lykkjuna sem lyft var af prjóni slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum og prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman. Endurtakið umferð 2 og 3. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið er út um 8 lykkjur í umferð þannig: Prjónið garðaprjón fram að prjónamerki á undan klukkuprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið prjónamerkinu yfir á hægri prjón, prjónið klukkuprjón yfir 5 lykkjur, færið prjónamerkið yfir á hægri prjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við öll prjónamerkin umferðina hringinn (= 1 lykkja fleiri hvoru megin við hverja einingu með klukkuprjóni = 8 lykkjur fleiri alls í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til að koma í veg fyrir göt. Útauknar lykkjur eru síðan prjónaðar í garðaprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki þannig: Prjónið 1 lykkju garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið garðaprjón þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og endið með 1 lykkju garðaprjón (= alls 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist ca 1 cm, fellið síðan af fyrir 3-3-4-4 (5-5) næstu hnappagötum með ca 5-6-5-6 (5-6) cm millibili. Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð) frá réttu þannig: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. I-CORD AFFELLING: * Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman, setjið 3 lykkjur af hægri prjóni yfir á vinstri prjón (setjið þær í sömu röð og þær voru á hægri prjóni) *. Prjónið frá *-* þar til einungis 3 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni. Prjónið þessar 3 lykkjur slétt saman, klippið þráðinn frá og dragið þráðinn í gegnum síðustu lykkjuna. Festið þráðinn vel. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður, fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna og þær eru saumaðar saman í lokin. BERUSTYKKI: Fitjið upp 72-76-80-84 (90-94) lykkjur (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna 3 með DROPS Nord. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan og aukið út um 8-8-8-8 (6-6) lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð = 80-84-88-92 (96-100) lykkjur. Í næstu umferð frá réttu eru sett prjónamerki sem fylgja eiga stykkinu: Prjónið 11-12-13-14 (15-16) lykkjur í garðaprjóni (vinstra framstykki), setjið eitt prjónamerki, prjónið 5 lykkjur KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, setjið eitt prjónamerki, prjónið 12 lykkjur í garðaprjóni (ermi), setjið eitt prjónamerki, prjónið 5 lykkjur klukkuprjón, setjið eitt prjónamerki, prjónið 14-16-18-20 (22-24) lykkjur í garðaprjóni (bakstykki), setjið eitt prjónamerki, prjónið 5 lykkjur klukkuprjón, setjið eitt prjónamerki, prjónið 12 lykkjur í garðaprjóni (ermi), setið eitt prjónamerki, prjónið 5 lykkjur klukkuprjón, setjið eitt prjónamerki, prjónið 11-12-13-14 (15-16) lykkjur í garðaprjóni og fellið af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan (hægra framstykki). Nú hafa verið sett 8 prjónamerki í stykkið sem merkja hvar prjóna á klukkuprjón og hvar auka á út fyrir laskalínu. Frá röngu eru sléttar lykkjur prjónaðar yfir allar lykkjur nema 4 einingar með klukkuprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nú byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA hvoru megin við hverja einingu með klukkuprjóni: Aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð 4-6-7-10 (11-14) sinnum, síðan 1 lykkju í 4. hverri umferð 8-9-9-8 (8-8) sinnum = 176-204-216-236 (248-276) lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið eins og áður án útaukninga þar til stykkið mælist ca 9-10-11-12 (13-14) cm frá uppfitjunarkanti. Í næstu umferð frá réttu er stykkinu skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar, prjónað er þannig: Prjónið 23-27-29-32 (34-38) lykkjur garðaprjón og 5 lykkjur klukkuprjón. Setjið næstu 36-42-44-48 (50-56) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7 lykkjur undir ermi, prjónið 5 lykkjur klukkuprjón, 38-46-50-56 (60-68) lykkjur garðaprjón, 5 lykkjur klukkuprjón, setjið næstu 36-42-44-48 (50-56) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7 lykkjur undir ermi, prjónið 5 lykkjur klukkuprjón og 23-27-29-32 (34-38) lykkjur garðaprjón. Nú er fram- og bakstykkið prjónað fram og til baka héðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 118-134-142-154 (162-178) lykkjur. Haldið áfram í garðaprjóni og klukkuprjóni eins og áður, að auki eru nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi prjónaðar inn í klukkuprjónsmynstur (í fyrstu umferð eru lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi prjónaðar inn í klukkuprjónsmynstri án þess að prjóna þær með uppslætti). Prjónið þar til stykkið mælist 12-15-16-18 (20-23) cm. Sjá I-CORD AFFELLING og fellið af frá réttu. Stykkið mælist ca 24-28-30-33 (36-40) cm frá öxl. ERMI: Setjið til baka 36-42-44-48 (50-56) lykkjur frá öðrum þræðinum á hringprjón 3. Nú er prjónað fram og til baka í garðaprjóni, í fyrstu 2 umferðum eru fitjaðar upp 4 lykkjur í lok hverrar umferðar = 44-50-52-56 (58-64) lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 2 cm er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 8.-8.-6.-6. (8.- 8.) hverri umferð alls 4-7-8-9 (8-10) sinnum = 36-36-36-38 (42-44) lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist ca 13-15-17-19 (23-27) cm. Fellið af með i-cord affelling frá réttu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermasauma í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði ekki þykkur. Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #happysunflowercardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 43-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.