Dominique skrifaði:
Bonjour, merci pour ce très joli modèle ! Pour les augmentations dans le col "dans une section une maille envers sur deux", le jeté doit-il suivre la maille envers ou la précéder ? merci pour votre aide
11.05.2023 - 22:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Dominique et merci; vous pouvez faire ce jeté soit au début soit à la fin des mailles envers, au choix. Bon tricot!
12.05.2023 - 07:52
Catherine skrifaði:
Can you explain what A1 is and A3 please I’m totally confused.
28.03.2023 - 00:15DROPS Design svaraði:
Hi Catherine, A.1 and A.2 refer to the diagrams at the bottom of the pattern, these diagrams are worked alternately on the yoke. Then you work A.3 and A.4/A.5 as described in the text, depending on which size you are working. Happy knitting!
28.03.2023 - 06:48
Yolanda skrifaði:
De ribbel die je op de foto ziet na de 6 cm breien in A1 en A3 wordt in de beschrijving niet genoemd, volgens mij
24.03.2023 - 10:35
Jeanne Metcalfe skrifaði:
Can I get the chart written out as I’m having problems following the chart. Would be much appreciated. Thank you.
06.03.2023 - 23:21DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Metcalfe, we only have diagrams to this pattern, but this lesson explains how to read knitting diagrams and should help you. Happy knitting!
07.03.2023 - 10:27
Jeanne skrifaði:
Is the chart always worked from right to left?
06.03.2023 - 03:53DROPS Design svaraði:
Hi Jeanne, When working from the right side, the chart is read from right to left and bottom up. When working from the wrong side the chart is read from left to right. Happy crafting!
06.03.2023 - 07:08
Jean Zamin skrifaði:
For Button holes it says: Work the buttonholes on the right band (when the garment is worn). Work from the right side when there are 3 stitches left: Make 1 yarn over, knit 2 together and knit 1. On the next row (wrong side) knit the yarn over to leave a hole. If I am working with the right side of the work toward me and I go to the last 3 stitches, it seems that the button hole would be on the left side of the garment. Please explain what I am missing. Thank you.
22.01.2023 - 22:27DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Zamin, the jacket is worked from top down, ie from RS you start with left front piece and end with right front piece, then the buttonholes will be on the right front piece. Happy knitting!
23.01.2023 - 10:13
Helga skrifaði:
Wenn man die Aermel aufnimmt, sind das bei meiner gewünschten Grösse 46M. Dann nimmt man 1cm nach Teilung 2M ab = 44. Dann wiederholt man diese Abnahme 1x nach 4cm = 42M, nicht 44, wie in der Anleitung steht, richtig?
20.01.2023 - 18:40DROPS Design svaraði:
Liebe Helga, es wird in diese Größe nur einmal abgenommen, dh wenn die Ärmel 1 cm ab der Teilung misst, dann stricken Sie weiter bis die Ärmel 13 cm ab der Teilung misst und dann nehmen Sie 4 Maschen regelmäßig verteilt für das Bündchen ab. Viel Spaß beim stricken!
23.01.2023 - 08:34
Neveux skrifaði:
Bonjour, Le diagramme n’apparaît pas dans les explications …
03.12.2022 - 22:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Neveux, avez-vous réussi à les voir s'afficher depuis? Si ce n'est pas le cas, tentez un nettoyage de votre navigateur (cookies/cache), et/ou bien essayez avec un autre navigateur, vous devriez pouvoir les voir (entre la légende et le schéma des mesures). Bon tricot!
06.12.2022 - 09:07
Bente Flückiger skrifaði:
In dieser Anleitung muss man ein Umslag links stricken. Da es kein Loch geben muss, soll man sie verschränkt stricken, was mir aber sehr viel Mühe bereitet hat. Gibt es ein Trick, oder ist es einfach etwas schwierig. Wenn man es kann natürlich nicht. Danke für eure Antwort.
15.11.2022 - 10:13DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Flückinger, dieses Video zeigt, ab 1:13 wie man einen Umschlag links verschränkt strickt - beachten Sie, daß der Umschlag auch nicht zu locker ist - dieses Video zeigt eine andere Technikk, um linke Maschen zuzunehmen. Viel Spaß beim stricken!
15.11.2022 - 14:13
Julia skrifaði:
Holaaa 🙋♀️ Quisiera saber si se puede tejer este cárdigan a dos agujas comunes, ya que no tengo experiencia con las circulares. Muchas gracias 😊
24.10.2022 - 14:46DROPS Design svaraði:
Hola Julia, este modelo tiene canesú redondo, por lo que se trabaja en redondo con agujas circulares.
06.11.2022 - 23:50
Sweet Gleam Cardigan#sweetgleamcardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og stroffprjóni á berustykki. Stærð fyrirburar til 2 ára.
DROPS Baby 43-6 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um fyrir miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir í umferð þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkjuna slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar kanturinn í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm, fellið síðan af fyrir (3) 4-5-5-5 (5) næstu hnappagötum með ca (5) 5-5-5-5½ (6) cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp (59) 63-71-75-79 (83) lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Sky. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í (2) 2-3-3-4 (4) cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Í næstu umferð frá réttu er önnur hver ein lykkja brugðið aukin út til tvær lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn – byrjið útaukningu í 2. lykkju brugðið á eftir kanti að framan (frá röngu er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat) = (12) 13-15-16-17 (18) lykkjur fleiri = (71) 76-86-91-96 (101) lykkjur. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist (3) 3-4-4-5 (5) cm. Setjið 1 merki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan, berustykkið er nú mælt frá þessu merki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um (3) 2-0-3-2 (1) lykkjur jafnt yfir = (74) 78-86-94-98 (102) lykkjur. Eftir garðaprjón er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * A.1, A.2 *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.1 og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Á eftir fyrstu umferð eru (107) 113-125-137-143 (149) lykkjur í umferð. Prjónið A.1 og A.2 til loka, síðan er haldið áfram með 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist (4) 5-5-5-6 (6) cm frá merki við hálsmál. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ (fyrirburar): 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * A.3, A.4 *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. STÆRÐ 0/1 – 1/3 – 6/9 – 12/18 mánaða (2 ÁRA): 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * A.3, A.5 *, prjónið *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Á eftir fyrstu umferð eru (141) 166-184-202-211 (220) lykkjur í umferð. Prjónið A.3 og A.4/A.5 til loka, síðan er haldið áfram með 5 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið í stærð (fyrirburar) og 5 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið í hinum stærðum þar til stykkið mælist (8) 10-10-10-12 (12) cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til (139) 163-175-191-195 (207) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist (10) 11-12-12-13 (14) cm frá prjónamerki við hálsmál. Í næstu umferð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu (22) 26-28-30-31 (33) lykkjur eins og áður, setjið næstu (30) 34-36-40-40 (42) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp (4) 4-6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu (35) 43-47-51-53 (57) lykkjur eins og áður, setjið næstu (30) 34-36-40-40 (42) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp (4) 4-6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu (22) 26-28-30-31 (33) lykkjur eins og áður. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = (87) 103-115-123-131 (139) lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan þar til stykkið mælist (6) 9-12-12-15 (16) cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um (12) 14-16-18-18 (20) lykkjur jafnt yfir = (99) 117-131-141-149 (159) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í (2) 2-2-3-3 (3) cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca (20) 24-28-30-34 (36) cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið (30) 34-36-40-40 (42) lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af (4) 4-6-6-8 (8) lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = (34) 38-42-46-48 (50) lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, þ.e.a.s. mitt í (4) 4-6-6-8 (8) lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi (á ekki við um stærð fyrirburar og 0/1 mánaða) – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls (0) 0-1-1-1 (2) sinnum á hæðina = (34) 38-40-44-46 (46) lykkjur. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist (5) 8-10-13-15 (19) cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca (2) 2-2-3-3 (3) cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um (0) 0-0-4-4 (2) lykkjur jafnt yfir = (34) 38-40-40-42 (44) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í (2) 2-2-3-3 (3) cm. Fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca (7) 10-12-16-18 (22) cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetgleamcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 43-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.