Mette skrifaði:
Hei! Jeg er i gang med bærestykket. "Videre strikkes det glattstrikk og mønster som forklart over". Skal man strikke hele omganger med glattstrikk? Eller var det kun på omgang nr 2 på bærestykket?
19.01.2026 - 21:30DROPS Design svaraði:
Hei Mette, Du fortsetter med glattstrikk og rad 2 i A.1, i samme rekkefølge som beskrevet i første omgangen (glattstrikk over glattstrikk og A.1 over maskene i A.1). Hilsen Drops Team.
20.01.2026 - 08:11
EB skrifaði:
Vilka stickor ska man ha för att sticka provlapp? Det står inte. "STICKFASTHET: 17 maskor på bredden och 22 varv på höjden med 2 trådar och slätstickning = 10 x 10 cm." Det är 2 olika stickor i mönstret. Hur vet jag??
01.01.2026 - 16:40DROPS Design svaraði:
Hi EB, you should take bigger needles for the swatch, in this case no 5. Happy knitting!
02.01.2026 - 12:40
Ellen skrifaði:
Hej! Jag har en fråga angående första varvet på A1. "= mellan 2 maskor görs det 1 omslag om stickan, på nästa varv stickas omslaget vridet rätt (det ska inte bli hål)" Är det en rätmaska inräknat i denna? För jag får inte ihopa det med antalet annars. Är det Rät, omslag, rät? Mvh Ellen
27.12.2025 - 07:25DROPS Design svaraði:
Hei Ellen. Du strikker A.1 over 21 masker og det gjøres 4 kast , så når 2. omgang av A.1 skal strikkes, strikkes A.1 over 25 masker (A.1 / 1. omgang = 2 rett - 2 vrang - 1 rett - 1 omslag - 3 rett - 1 omslag - 5 rett - 1 omslag - 3 rett - 1 omslag- 1 rett - 2 vrang - 2 rett = 21 masker og 4 omslag). mvh DROPS Design
19.01.2026 - 13:22
Lena Olofsson skrifaði:
Jag har till slut fått ihop ert tänk vid halsen, men när jag räknar ut hur stor den kommer att bli vid storlek Xl så blir jag mycket fundersam. 340 m totalt på 17 m stickfastighet blir 340/17=20 x10cm=200 cm. Eller hur har ni tänkt?
03.11.2025 - 09:25DROPS Design svaraði:
Hei Lena. 340 masker er når bærestykket er ferdig (målet over ermene og brystet og da har man noe bevegelse rom), deretter skal arbeidet deles. Se målene på målsissen. Ut fra bildene er denne genseren ganske løs-sittende / vid. mvh DROPS Design
24.11.2025 - 10:50
Laetitia skrifaði:
Bonjour Au niveau du dos et devant je fais les augmentations à quel moment au début ou à la fin quand j'aurais fait les 25 cm? Merci
23.10.2025 - 13:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Laetitia, les augmentations en bas du pull se font juste avant les côtes, autrement dit, après les 25 cm après la division. Bon tricot!
29.10.2025 - 14:35
Stefania skrifaði:
Salve, non riesco a capire come fare il collo con bordo a onde. Mi date un aiuto? Grazie
05.10.2025 - 19:49DROPS Design svaraði:
Buonasera Stefania, quale parte del paragrafo non le è chiara? Buon lavoro!
05.10.2025 - 21:45
Madelyn skrifaði:
How exactly is the pattern worked after the first two rows? Do I continue to add in the one yarn over x3 as per the pattern? If so, then I assume I would place it in the middle of the raglan increases?
22.09.2025 - 00:11DROPS Design svaraði:
Hi Madelyn, from the 3rd row of A.1 diagram, you start to increase for raglan in each side of A.1 (then A.2) diagram (see RAGLAN). You stop making yarn overs 3 times over sleeves stiches. The only yarn overs will be those for raglans (increases) and in the middle of the diagram. Happy knitting!
03.11.2025 - 09:42
Teresa skrifaði:
I’m confused. A2 is worked twice in both the front and back, separated by 7 stocking stitches. In the pic it appears the increases are in the 7 stitches as the center panel gets wider. If I increase after I complete the A2,7 stitches,A2 and then increase, I end up with a straight panel. So…where exactly do I place the increase stitch for the body???
31.08.2025 - 15:15DROPS Design svaraði:
Dear Teresa, remember that, in the raglan increases, you increase before/after A.1/A.2. So some of these increases will be on the sides of the center panel. And the increases stitches are worked in stocking stitch so these increases will end up enlarging the sections in stocking stitch between A.1/ A.2 repeats. Happy knitting!
31.08.2025 - 20:49
Mrs Vanessa Mann skrifaði:
There are cable instructions: hold 1 to the back (or front) on a cable needle...
28.05.2025 - 16:32DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Mann, you will find how to work such a small cable in this video - both way: in front/back. Happy knitting!
28.05.2025 - 16:58
Mrs Vanessa Mann skrifaði:
I am struggling to do the cables on my very fine yarn. Can you suggest an alternative stitch instead of the cable?
27.05.2025 - 19:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Mann, there are no cables in this pattern, but to work the decreases (5 sts together) in both diagrams you will find these videos: How to knit 5 together and how to knit 5 twisted together, this might help you. You can also use a crochet hook to help if it can help. Happy knitting!
28.05.2025 - 08:28
Wave Romance#waveromancesweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og öldumynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-3 |
|||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LASKALÍNA: Lykkjur eru auknar út í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma með því að auka út á undan/eftir A.1/A.2. Þar sem ekki er aukið út eins á fram- og bakstykki og ermum, þá er mismunandi hvort aukið sé út um 8 eða 4 lykkjur í hverri útaukningsumferð. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI MEÐ BOGALAGA UPPFITJUNARKANTI: Fitjið upp 84-88-92-96-100-104 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Eftir 4 umferðir með stroffi er næsta umferð prjónuð þannig: 1 lykkja slétt, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, setjið hægri prjón framan við stykkið og undir uppfitjunarkantinn, notið síðan hægri prjón og lyftið ystu lykkjunni á vinstra prjóni yfir á hægri prjón, setjið síðan hægri prjóninn til baka undir uppfitjunarkantinn (einungis ysta lykkjan á hægri prjóni liggur nú utan um uppfitjunarkantinn), setjið þessa lykkju til baka yfir á vinstri prjón og prjónið lykkjuna slétt (passið uppá að lykkjan sé ekki snúin) *, prjónið frá *-* umferðina hringinn – ATH: Í síðasta skipti sem lykkjunni er «snúið» þá kemur hún til með að vera fyrsta lykkjan í næstu umferð. Stykkið er núna með litlum bogum meðfram öllum kantinum. Haldið áfram með stroff eins og áður og 1 lykkjur slétt, 1 lykkju brugðið þar til stroffið á eftir bogum mælist ca 5 cm – JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 20-16-12-12-8-8 lykkjur jafnt yfir = 104-104-104-108-108-112 lykkjur. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: * 1 uppsláttur, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, 1 uppsláttur (ermi), A.1, prjónið 7-7-7-9-9-11 lykkjur sléttprjón, A.1 (framstykki), * 1 uppsláttur, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, 1 uppsláttur (ermi), A.1, prjónið 7-7-7-9-9-11 lykkjur sléttprjón, A.1 (bakstykki). Nú eru 128-128-128-132-132-136 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð mynstur í sléttprjóni eins og útskýrt er að ofan, án þess að auka út fyrir ermar – þessir 4 uppslættir sem auknir voru út í fyrri umferð á milli A.1 á hvorri ermi, eru prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA – lestu allan kaflann áður en þú prjónar: Prjónið nú sléttprjón og mynstur eins og útskýrt er að ofan. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.2 yfir 25 lykkjur í A.1. Endurtakið síðan A.2 á hæðina. JAFNFRAMT í 3. umferð í A.1 byrjar útaukning fyrir laskalínu eins og útskýrt er að neðan. LASKALÍNA: Aukið út fyrir LASKALÍNA með því að auka út um 1 lykkju á undan/eftir A.1/A.2 – sjá útskýringu að ofan. Mismunandi er aukið út á framstykki/bakstykki og ermum þannig: FRAMSTYKKI/BAKSTYKKI: Aukið út í annarri hverri umferð alls 7-11-14-17-23-27 sinnum og síðan í 4. hverri umferð alls 7-6-6-6-4-3 sinnum. ERMAR: Aukið út í annarri hverri umferð alls 21-23-25-29-30-31 sinnum. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka, eru 268-288-308-340-360-380 lykkjur í umferð. Prjónið án útaukningar þar til stykkið mælist 22-24-26-28-30-32 cm frá prjónamerki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar: Setjið fyrstu 49-53-57-65-67-69 lykkjur á þráð fyrir ermi (lykkjur á milli A.2 á bakstykki og framstykki), fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 85-91-97-105-113-121 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 49-53-57-65-67-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið þær 85-91-97-105-113-121 lykkjur sem eftir eru eins og áður (bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 182-194-210-226-246-262 lykkjur. Prjónið hringinn eins og áður með A.2 og sléttprjóni – de 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið undir ermum, eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist ca 25 cm frá skiptingu – stillið af að prjónaðar séu 3 eða 5 umferðir sléttprjón eftir umferð með uppslætti/úrtöku í A.2. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-18-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 200-212-230-248-270-288 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 49-53-57-65-67-69 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 55-59-65-73-77-79 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið er notað þegar fækka á lykkjum. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4-4-3-3-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5-4-3-2-2-1½ cm millibili alls 6-7-9-12-13-13 sinnum = 43-45-47-49-51-53 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 34-33-31-30-28-26 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 3 lykkjur jafnt yfir = 46-48-50-52-54-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca 39-38-36-35-33-31 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #waveromancesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.