A F skrifaði:
Hello, For the rib at the end of the body I have a hard time seeing how 12 stitches can be evenly spaced and added to 140 stitches. I believe I will just add 3 extra stitches on each side of the marker at the beginning of my round. But if the pattern could be updated to indicate how exactly the increases should be worked at the end I would be grateful. Thanks in advance,
18.02.2025 - 17:00
Sabrina skrifaði:
Buonasera non mi torna il calcolo :se avvio 72 maglie (taglia 6/9mesi) aumento ogni 9 maglie una maglia per un totale di 8 maglie in piu wuindi 80 m. quando onserisco i marcapunti non possono avanzare 13 maglie finali ma 17 (come se fosse considerato 76 maglie invece di 80 credo ci sia un errore di calcolo per inserire il marcapunti nello schema per le maniche Grazie 🙏
31.10.2024 - 09:19DROPS Design svaraði:
Buonasera Sabrina, non ci sono errori nelle spiegazioni: i segnapunti vanno inseriti NELLE maglie come indicato nelle spiegazioni, non TRA 2 maglie, ed ecco le 4 maglie che mancano. Buon lavoro!
31.10.2024 - 16:46
Terri Minkin skrifaði:
To clarify my previous question on Pattern 42-2 Meow Meow -- It appears the stitch counts are off. I am working the largest size without the split. It begins with 88 sts. and is increased after ribbing to 104 sts. All good so far. The problem comes next at the distribution of stitches: 19-12-38-12-19. The total of those is 100, not 104.
29.07.2024 - 13:44DROPS Design svaraði:
Hi Terri, You insert the markers in the next stitch after counting, so 19 + next stitch (marker-stitch) = 20, then count 12 + marker-stitch = 13 and so on. This gives you your 4 missing stitches. Happy knitting!
30.07.2024 - 06:43
Terri skrifaði:
Please assist….. it appears the stitch count is off. Thank you
26.07.2024 - 17:59DROPS Design svaraði:
Dear Terri, could you please clarify which section of the pattern you are having trouble with? Which size are you working? What sentence seems incorrect? This way we can better assess the question and check if there are any mistakes. Happy knitting!
28.07.2024 - 16:51
Aviana Jensen skrifaði:
Ajoraluassusia💔
23.11.2023 - 01:12
Elena skrifaði:
Buongiorno non mi trovo con il conteggio dei punti: Avviare 82 maglie poi aumentare di 16 totale maglie 98. Contare19 maglie, segnapunti, contare 12 maglie,segnapunti, contare 32 maglie,segnapunti, contare 12 maglie, segnapunti,contare 19 maglie; il totale delle maglie contate è di 94. Dove sbaglio? Grazie
11.04.2023 - 20:46DROPS Design svaraði:
Buonasera Elena, i segnapunti devono essere inseriti NELLE maglie, non TRA le maglie: ecco le altre 4 maglie. Buon lavoro!
06.05.2023 - 23:24
Marja Rolfes skrifaði:
Bedankt, nu klopt het en kan ik verder❤️
10.05.2022 - 15:03
Marja skrifaði:
Mouw: maat 1/3: 4x minderen iedere 2 1/2 cm (plus de eerste mind.na 1 cm) zou bij mij op 38 steken komen. Ik ben dus na 3 x mind.al gestopt omdat ik dan 40 st had volgens het patroon en verder gebreid tot mouw 11cm was. Iets klopt er niet maar ik weet niet wat? Mvg Marja
03.05.2022 - 15:14DROPS Design svaraði:
Dag Marja,
Je hebt in totaal 48 steken op de naald voor de mouw. Je mindert 4 keer, dus in totaal 8 steken. Hierdoor kom je op 40 steken. De eerste mindering zit om 1 cm vanaf de oksel. De andere drie zit elk 2,5 cm tussen, dus dan zou je bij de laatste mindering op een lengte van 8,5 cm zitten.
10.05.2022 - 09:26
Plasman Dominique skrifaði:
Bonjour, est ce que le motif du chat on le réalise au jugé où il y a un truc pour reporter le dessin dans ses justes proportions ? Merci et bonne journée
07.04.2022 - 11:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Plasman, vous pouvez vous aider des indications: brodez le nez à 6 cm sous l'encolure, et délimitez les oreilles: à 1,5 pour l'une et 2 cm pour l'autre sous l'encolure, et chacune d'elles à 5 cm du raglan. Bonnes finitions!
07.04.2022 - 12:23
Cheryl skrifaði:
I’m having problems with joining wool together. My own method that I usually do and trusted has failed and other knots come loose too. Every knot in this type of wool seems to be able to undo itself. Unless I glue the wool it’s all going to come undone
13.03.2022 - 14:27
Meow Meow Sweater#meowmeowsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og útsaumsmynd með kisu. Stærð 0 - 4 ára.
DROPS Baby 42-2 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkju með prjónamerki slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið svona út við hvert prjónamerki (alls 8 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt. Útauknar lykkjur eru síðan prjónaðar í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). HNAPPAGAT (ef prjónuð er klauf mitt að aftan): Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir í umferð þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkjuna slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist ca 1½ cm. Fellið síðan af fyrir 0-0-1-1 (1-1) hnappagati þegar stykkið mælist ca 4 cm frá fyrsta hnappagati. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Ef klauf er prjónuð að aftan, er fyrst prjónað fram og til baka, áður en stykkið er sett saman og prjónað í hring. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki heldur áfram hringinn. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. PEYSA ÁN KLAUFAR MITT AÐ AFTAN: Ef þú vilt hafa klauf, lestu útskýringu að neðan. Fitjið upp 60-68-72-76 (84-88) lykkjur á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 2,5 með DROPS Alpaca. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur. Þegar stroffið mælist 2 cm, skiptið yfir á hringprjóna 3. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (mitt að aftan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 12-12-8-16 (12-16) lykkjur jafnt yfir = 72-80-80-92 (96-104) lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar þannig: Teljið 11-13-13-16 (17-19) lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 12 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 22-26-26-32 (34-38) lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 12 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, nú eru eftir 11-13-13-16 (17-19) lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í annarri hverri umferð alls 12-14-16-17 (18-19) sinnum = 168-192-208-228 (240-256) lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið áfram eins og útskýrt er undir PEYSA. PEYSA MEÐ KLAUF MITT AÐ AFTAN: Stykkið er prjónað fram og til baka, niður þar til klaufin hefur verið prjónuð til loka, síðan er prjónað áfram í hring. Fitjið upp 66-74-78-82 (90-94) lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS Alpaca. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 6 lykkjur GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið mælist 2 cm, skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki innan við 6 lykkjur í byrjun á umferð, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út um 12-12-8-16 (12-16) lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið yfir kantlykkjur að framan) = 78-86-86-98 (102-110) lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar þannig: Teljið14-16-16-19 (20-22) lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 12 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 22-26-26-32 (34-38) lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 12 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, nú eru eftir 14-16-16-19 (20-22) lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá LASKALÍNA! Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 12-14-16-17 (18-19) sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4-4-5-6 (6-6) cm, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Fellið af 6 fyrstu lykkjur, prjónið síðan eins og áður út umferðina. Prjónið nú hringinn í sléttprjóni og útaukning fyrir laskalínu heldur áfram í annarri hverri umferð. Þegar öll útaukning fyrir laskalínu hefur verið gerð til loka eru 168-192-208-228 (240-256) lykkjur í umferð. Færið umferðina til þannig að umferðin byrji mitt að aftan. PEYSA: Þegar stykkið mælist 9-10-11-12 (13-14) cm frá prjónamerki, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 23-27-29-32 (34-37) lykkjur slétt, setjið næstu 38-42-46-50 (52-54) lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6 lykkjur undir ermi, 46-54-58-64 (68-74) lykkjur slétt, setjið næstu 38-42-46-50 (52-54) lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6 lykkjur undir ermi og 23-27-29-32 (34-37) lykkjur slétt. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 104-120-128-140 (148-160) lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 10-13-14-16 (18-21) cm frá skiptingu. Í næstu umferð er aukið út um 12-12-12-12 (16-16) lykkjur jafnt yfir = 116-132-140-152 (164-176) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur. Fellið af þegar stroffið mælist 3 cm. ERMI: Setjið 38-42-46-50 (52-54) lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 44-48-52-56 (58-60) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6 lykkja undir ermi. Byrjið umferð hér. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 1 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með 2½-2½-1½-2 (2-3) cm millibili alls 3-4-6-7 (7-7) sinnum = 38-40-40-42 (44-46) lykkjur. Þegar stykkið mælist 8-11-12-15 (18-23) cm frá skiptingu, aukið út um 2-4-4-6 (4-6) lykkjur jafnt yfir = 40-44-44-48 (48-52) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5 og prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Fellið af þegar stoffið mælist 2 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. ÚTSAUMSMYND MEÐ KISU: Mynd af kisu eru saumuð út á framstykki – sjá mynsturteikningu A og B. Nefið á kisunni er saumað ca mitt á framstykki, 6 cm niður frá kanti í hálsmáli. Eyrun á kisunni eru ca 1½ og 2 cm niður frá kanti í hálsmáli og ca 5 cm inn frá hvorri laskalínu. FRÁGANGUR: Ef prjónuð er klauf mitt að aftan eru tölur saumaður í kant að framan án hnappagata. Leggið vinstri kant að framan undir hægri kant að framan og saumið saman neðst. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #meowmeowsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 42-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.