Catherine Delacour skrifaði:
Bonjour, Peut-on faire ce modèle avec des aiguilles droites ?
17.10.2024 - 09:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Delacour, probablement, mais il vous faudra faire les ajustements nécessaires - cette leçon pourra vous aider. Bon tricot!
17.10.2024 - 10:13
Maritza skrifaði:
Hola magnífico hace mucho ke les sigo y les entiendo, a pesar del cambio de idioma .Les agradezco y felicito.Hasta pronto.
22.05.2024 - 00:53
Sophie skrifaði:
Hi, Diagram A1 just doesn’t seem to exist on this page for me. I’m currently on mobile and will check on PC but slightly confused as I’m certain it was there the other day!
12.08.2023 - 02:05DROPS Design svaraði:
Dear Sophie, diagram should be now back, it might have been any temporary bug. Happy knitting!
14.08.2023 - 08:56
Lucie Mercier skrifaði:
Would appreciate translation in french
31.01.2023 - 23:21DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Mercier, all our patterns are available in French :) Cliquez sur le menu déroulant sous la photo pour sélectionnez "français". Bon tricot!
01.02.2023 - 09:04
Gun-Mari Back skrifaði:
I början av oket, ska man först sticka 2 cm slätstickning med brunt och sen öka 24 maskor, str. L ? Eller öka på första varvet efter minskningen på halskanten?
26.03.2022 - 21:50DROPS Design svaraði:
Hei Gun-Mari. Du strikker 2 cm med bunnfargen, så strikker du en omgang der det økes med 24 masker, deretter 1 omgang rett. Så starter man med diagram A.1. mvh DROPS Design
28.03.2022 - 13:07
Anne Kuusinen skrifaði:
Onko puseron ohjeissa valmiina niin sanottu käyttövara ? Esimerkiksi: vartalon ympärys on 102cm. Pitääkö valita seuraava suurempi koko, vai onko mai onko mallissa tarvittava löysyys?
28.02.2022 - 11:01DROPS Design svaraði:
Mittapiirroksesta löytyvät mitat ovat valmiin työn mitat, eli sinun tulee valita suurempi koko. Mikäli kokosi on esim. M voit neuloa tämän koon mukaisesti.
07.03.2022 - 17:49
Martine Hermans skrifaði:
Hoeveel gram wol heb je nodig als je deze trui in 1 kleur breit ?
10.01.2022 - 21:31DROPS Design svaraði:
Dag Martine,
Bij een vergelijkbare trui (model 228-16), kom je op ongeveer 600-650-700-750-850-950 gram.
11.01.2022 - 09:53
ANTONIA SERON SERRANO skrifaði:
Is it possible to knit this sweater with Drops Air going one size down?
29.12.2021 - 22:21DROPS Design svaraði:
Hi Antonia, there will be a lot of modifications in the pattern. Remember, your DROPS store will assist you choosing the best matching yarn, even per mail or telephone. Happy knitting!
30.12.2021 - 19:35
Jensen skrifaði:
Flot model, ser frem til en opskrift, skal helt klart strikke den
13.09.2021 - 16:21
Edge of the Woods Sweater#edgeofthewoodssweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 227-52 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka/fækka eigi jafnt yfir, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 120 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d.20) = 6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, prjónið í þessu dæmi 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 120-124-128-132-136-140 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum brúnn í DROPS Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Haldið svona áfram með stroff í 11 cm. Síðar er kantur í hálsi brotinn saman tvöfaldur og við frágang þá verður hann ca 5 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 20 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 100-104-108-112-116-120 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið sléttprjón með litnum brúnn í 2 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-20-24-24-28-32 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 120-124-132-136-144-152 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Sjá LEIÐBEININGAR og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið A.1 yfir allar lykkjur (= 30-31-33-34-36-38 mynstureiningar með 4 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur, ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA: Ör-1: Aukið út 42-50-54-62-66-70 lykkjur jafnt yfir = 162-174-186-198-210-222 lykkjur (nú er pláss fyrir 27-29-31-33-35-37 mynstureiningar A.1 með 6 lykkjum). Ör-2: Aukið út 46-50-46-58-62-74 lykkjur jafnt yfir = 208-224-232-256-272-296 lykkjur (nú er pláss fyrir 26-28-29-32-34-37 mynstureiningar A.1 með 8 lykkjum). Ör-3: Aukið út 52-48-52-64-68-72 lykkjur jafnt yfir = 260-272-284-320-340-368 lykkjur (nú er pláss fyrir 65-68-71-80-85-92 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjum). Ör-4: Aukið út 48-56-68-72-76-80 lykkjur jafnt yfir = 308-328-352-392-416-448 lykkjur (nú er pláss fyrir 77-82-88-98-104-112 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjum). Prjónið A.1 til loka, síðan er prjónað með litnum ljós grágrænn þar til stykkið mælist ca 26-28-29-31-33-35 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 45-49-52-57-63-69 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 63-66-72-82-82-86 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 92-98-104-114-126-138 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 63-66-72-82-82-86 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 45-49-52-57-63-69 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= hálft bakstykki), Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 194-208-224-244-272-296 lykkjur. Haldið áfram með litnum ljós grágrænn og sléttprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 22-22-23-23-23-23 cm. Nú eru eftir ca 6 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt og aukið JAFNFRAMT út 38-44-44-48-56-60 lykkjur jafnt yfir = 232-252-268-292-328-356 lykkjur. Lykkjur eru auknar út til að koma í veg fyrir að stroffið sem prjóna á dragi stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Haldið svona áfram með stroff í 6 cm, prjónið síðan 1 umferð stroff með litnum brúnn. Fellið af með litnum brúnn, með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl. ERMI: Setjið 63-66-72-82-82-86 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 69-72-80-90-92-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi (mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Prjónið sléttprjón með litnum ljós grágrænn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3½-3-2-1½-1-1 cm millibili alls 9-10-13-17-18-19 sinnum = 51-52-54-56-56-58 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist ca 32-31-30-29-27-25 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 9-8-10-8-8-10 lykkjur jafnt yfir = 60-60-64-64-64-68 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 38-37-36-35-33-32 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi ekki stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #edgeofthewoodssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 227-52
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.