Hanne skrifaði:
"strikk 1 rett i masken under neste maske." har dere video på hvordan det gjøres?
23.06.2022 - 21:43DROPS Design svaraði:
Hei Hanne. Vi har hjelpevideo til alle våre oppskrifter. Se videoene som ligger nederst på oppskriften eller klikk her: Hvordan strikke 1 rett i masken fra forrige omgang mvh DROPS Design
27.06.2022 - 08:43
Claudia Puckert skrifaði:
Ich versuche die Zunahmen an der Passe zu stricken. Die Hinreihen sind kein Problem. Bei den Rückreihen komme ich mit der Zusahme an der 1 und 3 Markirung nicht zurecht. Und ich finde auch kein Video oä dazu.
27.01.2022 - 21:35DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Puckert, die Zunahmen bei den Rückreihen werden ungefähr wie die bei den Hinreihen gestrickt, die Maschen werden nur links anstatt rechts gestrickt: Vor dem Markierer: den Faden von Vorne auffassen und die neue Masche verschränkt stricken und nach dem Markierer, den Faden von hinten auffassen und in das vordere Glied (= normal) links stricken. - könnte dieses Video helfen? (wie gesagt, links anstatt rechts stricken). Viel Spaß beim stricken!
28.01.2022 - 09:06
Becky skrifaði:
First time knitting this type of pattern and I'm confused by this instruction in the 'Increases for Yoke': "Move the 4 markers so each marker sits in the outermost stitch on each side of the front and back pieces.". Do you just mean put the marker through the stitch instead of between two stitches ? I think the marker will already be in the right place (like for the sleeve I will have 33 stitches between the markers in the M size).
05.11.2021 - 05:30DROPS Design svaraði:
Dear Becky, correct, the markers were previously between 2 stitches, now you insert them in one stitch (= in the first and in the last stitch of each sleeve): there were 37 sts for the sleeves, you have now: 1 st with marker, 35 sts for sleeve, 1 st with marker. Happy knitting!
05.11.2021 - 07:10
Mariati skrifaði:
Nogmaals over telpatroon: ik bedenk opeens dat als je mouw van boven naar beneden breit (zoals in patroon ) dan onderste 4 regels van telpatroon gebruiken. Je patroon komt dan op de kop...
09.10.2021 - 15:16
Mariati skrifaði:
Telpatroon kabel klopt niet met foto. Ik denk dat rij het 5 -8 moet zijn (1-4 weglaten dus)
09.10.2021 - 15:06
Sonja skrifaði:
Heide Traum
13.08.2021 - 12:28
Dusk Rose Jacket#duskrosejacket |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með axlarsæti og köðlum á ermum. Stærð XS - XXL.
DROPS 226-13 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 152 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d.12 lykkjur) og deilið þeim 140 lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 23) = 6,1. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (frá réttu): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚTAUKNING-3 (frá röngu): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING-4 (á við um v-hálsmál): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR (á við um v-hálsmál): Til að koma í veg fyrir að það myndist hak neðst í v-hálsmáli þegar útaukningu er lokið, prjónið 2 auka umferðir garðaprjón einungis yfir kanta að framan eftir að síðustu útaukningu er lokið. Þetta er gert í hvorri hlið þannig: Byrjið frá réttu, prjónið slétt einungis yfir 6 lykkjur garðaprjón í vinstri kanti að framan, snúið, herðið á þræði og prjónið 6 lykkjur slétt frá röngu, snúið og prjónið eina umferð frá réttu yfir allar lykkjur eins og áður, snúið, prjónið slétt frá röngu einungis yfir 6 lykkjur garðaprjón í hægri kanti að framan, snúið, herðið á þræði og prjónið 6 lykkjur slétt frá réttu, snúið og prjónið eina umferð frá röngu yfir allar lykkjur eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið 2 síðustu lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu ca 1 cm eftir að útaukningu fyrir v-hálsmáli er lokið. Fellið síðan af fyrir næstu 3 hnappagötum með ca 7-7-7½-8-8½-8½ cm millibili. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjið á að prjóna 2 lausa kanta í hálsmáli. Þeir eru settir inn á hringprjóninn þegar lykkjur eru fitjaðar upp fyrir hálsmáli aftan í hnakka eins og útskýrt er í uppskrift. Kantar í hálsmáli eru síðar saumaðir saman mitt að aftan og síðan saumaðir við hálsmál aftan í hnakka. Síðan er allt stykkið prjónað ofan frá og niður. Fyrst er berustykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, jafnframt eru lykkjur auknar út fyrir v-hálsmáli, alxir, ermar og berustykki. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. HÆGRI KANTUR Í HÁLSMÁLI/AÐ FRAMAN (á hægra framstykki þegar peysan er mátuð): Fitjið upp 6 lykkjur á sokkaprjóna 5,5 með DROPS Air (notið 2 sokkaprjóna – lykkjurnar sitja nú á öðrum prjóninum og prjónað er með hinum). Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þar til kantur í hálsmáli mælist ca 18-19-19-21-22-23 cm – endið eftir 1 umferð slétt frá röngu. Setjið þessar 6 lykkjur á þráð eða hjálparprjón. Geymið stykkið. VINSTRI KANTUR Í HÁLSI/AÐ FRAMAN (á vinstra framstykki þegar peysan er mátuð): Fitjið upp 6 lykkjur á sokkaprjóna 5,5 með DROPS Air. Prjónið garðaprjón þar til kantur í hálsmáli mælist 18-19-19-21-22-23 cm – endið eftir 1 umferð slétt frá röngu. Setjið nú þessi stykki saman í berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið sléttar lykkjur yfir 6 lykkjur frá vinstri kanti í hálsi/kanti að framan, fitjið upp 68-72-72-80-82-86 nýjar lykkjur á prjóninn og prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 6 lykkjurnar frá hægri kanti í hálsi/að framan = 80-84-84-92-94-98 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni). Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, strax eftir 6 kantlykkjur að framan. Þetta prjónmerki er notað til að mæla berustykkið frá! Að auki eru sett 4 ný prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar og hvert og eitt af þessum 4 prjónamerkjum eru sett á milli 2 lykkja. Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir axlarsæti. Fyrsta prjónamerki: Byrjið frá réttu í byrjun á umferð, teljið 6 lykkjur (= kantur framan á framstykki), setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju. Annað prjónamerki: Teljið 23-23-23-27-27-27 lykkjur frá 1. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju. Þriðja prjónamerki: Teljið 22-26-26-26-28-32 lykkjur frá 2. prjónamerki (= bakstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju. Fjórða prjónamerki: Teljið 23-23-23-27-27-27 lykkjur frá 3. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 6 lykkjur eftir á framstykki á eftir 4. prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út lykkjum við hvert og eitt þessa prjónamerkja. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að prjóna mynstur, auka út fyrir axlarsæti, ermum og berustykki jafnframt því sem aukið er út fyrir v-hálsmáli. Lestu MYNSTUR, AXLARSÆTI, V-HÁLSMÁL, ÚTAUKNING FYRIR ERMAR og ÚTAUKNING Á BERUSTYKKI áður en þú prjónar áfram! MYNSTUR: Stykkið er prjónað í sléttprjón með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og A.1 yfir 23-23-23-27-27-27 axlalykkjur í hvorri hlið (þ.e.a.s. á milli 1. og 2. prjónamerkis og á milli 3. og 4. prjónamerkis). ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI (prjónað fram og til baka með útaukningu í hverri umferð): JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og aukið út á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2. Einungis er aukið út á framstykki og bakstykki og fjöldi axlalykkja verður sá sami. Í næstu umferð frá röngu eru auknar út 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 4. og 2. prjónamerki og aukið út á EFTIR 3. og 1. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-3. Þ.e.a.s. það er aukið út í hverri umferð og aukið er út mismunandi frá réttu og frá röngu, þannig að lykkjurnar leggist fallega. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum í sléttprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út alveg eins í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og frá röngu) alls 22-22-24-26-26-26 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 11-11-12-13-13-13 cm frá prjónamerki. V-HÁLSMÁL: JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 2 umferðir með útaukningu fyrir axlarsæti og næsta umferð er frá réttu, byrjar útaukning fyrir v-hálsmáli í hvorri hlið við miðju að framan – sjá ÚTAUKNING-4. Aukið út fyrir v-hálsmáli í 4. hverri umferð alls 6 sinnum í öllum stærðum og síðan í annarri hverri umferð alls 5-7-7-7-8-10 sinnum í hvorri hlið. ÚTAUKNING FYRIR ERMAR: Þegar útaukning fyrir axlarsæti er lokið, byrjar útaukning fyrir ermar í næstu umferð frá réttu. Haldið áfram með sléttprjón eins og áður með 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og A.1 yfir axlalykkjur eins og áður (útaukninga fyrir v-hálsmál heldur áfram eins og áður). JAFNFRAMT eru auknar út 4 lykkjur fyrir ermar þannig: Aukið út á EFTIR 1. og 3. prjónamerki og aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki – munið eftir ÚTAUKNING-2. Nú eru einungis aukið út á ermum og fjöldi lykkja á framstykki og bakstykki verður sá sami. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjón (A.1 heldur áfram yfir miðju 23-23-23-27-27-27 lykkjur á ermum eins og áður). Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 5-6-5-3-3-2 sinnum. Stykkið mælist ca 16-17-17-16-16-15 cm frá prjónamerki. Aukið síðan út fyrir berustykki eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING Á BERUSTYKKI: Færið 4 prjónamerkin frá útaukningu á ermum, þannig að hvert og eitt af 4 prjónamerkjunum sitja í ystu lykkjunni í hvorri hlið á framstykki og bakstykki. Nú eru 33-35-33-33-33-31 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í hvorri ermi. Í næstu umferð frá réttu, aukið út um 8 lykkjur fyrir berustykki með því að auka út bæði á undan og á eftir hverjum af 4 lykkjum með prjónamerki í – munið eftir ÚTAUKNING-2. Lykkjur eru nú auknar út á framstykki, bakstykki og báðum ermum. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 3-3-5-6-8-10 sinnum. Lesið LEIÐBEININGAR og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Eftir allar útaukningar fyrir axlarsæti, v-hálsmáli, ermar og berustykki eru 234-246-266-282-302-322 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 19-20-22-22-24-25 cm frá prjónamerki við háls. Ef stykkið mælist minna en þetta er prjónað áfram án útaukninga að réttu máli. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 38-40-44-46-49-53 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 47-49-51-55-59-61 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 64-68-76-80-86-94 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 47-49-51-55-59-61 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 38-40-44-46-49-53 lykkjur eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 152-164-180-192-208-228 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan þar til stykkið mælist 21-22-22-23-23-24 frá skiptingu. Þegar ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Til að stroffið sem prjóna á dragi ekki stykkið saman, aukið út lykkjur eins og útskýrt er að neðan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 23-25-27-29-31-35 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING-1= 175-189-207-221-239-263 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, *1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 47-49-51-55-59-61 lykkjur af þræði í annarri hlið á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 5,5 - prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-8-8-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 53-57-59-65-71-75 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi – mitt í 6-8-8-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn með A.1 yfir miðju 23-23-23-27-27-27 lykkjur á ermi eins og áður. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-3-3-3-2½-2½ cm millibili alls 3-3-3-4-5-6 sinnum = 47-51-53-57-61-63 lykkjur. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist 42-42-41-42-40-39 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Þegar eftir eru ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-7-7-9-9-9 lykkjur jafnt yfir = 54-58-60-66-70-72 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 45-45-44-45-43-42 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið kanta í hálsmáli saman mitt að aftan með sauminn inn að röngu. Saumið kant í hálsmáli við hálsmál – kantur í hálsmáli á að strekkjast aðeins þegar saumað er. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #duskrosejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 226-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.