Lena skrifaði:
Jag uppskattar både Drops garner och stickbeskrivningar som jag ofta stickar efter. Däremot uppskattar jag inte er fotograf. Nästan alla bilder är på plaggens framsida och tagna snett från vänster. Till denna beskrivning finns 4 bilder tagna på det sättet och modellen håller armarna framför sig så det inte går att se axelskärningen ordentligt. Kan ni inte byta till en fotograf som själv stickar och som förstår vad vi stickare vill se?
04.01.2023 - 22:44DROPS Design svaraði:
Hei Lena. Takk for ditt innspill, vi vil ta det videre. mvh DROPS Design
06.01.2023 - 12:45
Anne Lise Weigand skrifaði:
Hallo 1 Reihe tiefe reinstecken, wird dann aus diese Masche dann zwei Maschen?
30.12.2022 - 11:35DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Weigand, dieses Video zeigt, wie man so eine Masche strickt. Viel Spaß beim stricken!
02.01.2023 - 13:18
Lorraine skrifaði:
Dusk rose jacket - increase to the very neck says to increase INSIDE the 6 band stitches, BUT increase tip 1 says NOT to increase on bands. ???
29.12.2022 - 04:18DROPS Design svaraði:
Hi Lorraine, Inside the band stitches means: Increase after the first band and increase before the last band. Happy festive season!
29.12.2022 - 10:00
Lorraine skrifaði:
I am using a 5mm circular needle and have pureled all stitches and placed my markers. (YOKE). I BELIEVE I NOW HAVE TO DO 6 GARTER STITCHES, THEN THE FIRST INCREASE AND THEN FOLLOW A1 for the shoulder stitches, etc. My dilemma is - the wrong side of the garter band is facing me. Is this how it should be? My working yarn is coming from the right. If this is wrong, how do I fix it? I look forward to your early reply. Thank you. Lorraine
27.11.2022 - 23:49DROPS Design svaraði:
Dear Lorraine, last row on both neck band is worked from the wrong side, then you work from the right side both neck band pieces together casting on sts between both of them, you work the next row from the wrong side knitting the 6 sts on each side and purling all remaining stitches. Happy knitting!
28.11.2022 - 10:21
Lorraine skrifaði:
I understand that there is a correction to the Dusk Rose jacket pattern knit in DROPS Air yarn. Please tell me what the correction is and where I might find it. Thank You? Lorraine
17.11.2022 - 00:44DROPS Design svaraði:
Dear Lorraine, this correction only applies if you printed the pattern before the date of the correction, if you didn't, then correction is included. Happy knitting!
17.11.2022 - 10:08
Kirsten Asmussen skrifaði:
Hej. ja jeg er kommet til delingen og hvis jeg vælger at ændre i udtagninger, skal jeg pille op men at tage m fra forstykke med til ærme må have betydning for design. Jeg kan ikke helt gennemskue det. Skal cardiganen falde i folder på forstykket så man ikke ser den anderledes ærmeudtagning?
27.09.2022 - 12:15DROPS Design svaraði:
Hej Kirsten, det er rigtig nok, sådan gør vi når vi strikker sadelskulder, se også på måleskitsen hvordan det ser ud. Jeg synes du skal prøve :)
27.09.2022 - 13:56
Kirsten Asmussen skrifaði:
Hej igen. Jeg spørger videre til ærmemasker på tråd: Vil det sige at nogle af hvad vi traditionelt kalder forstykkemasker bliver til ærmemasker, så udtagningslinjen fra saddelskulder og ned til deling ikke markerer delingen? Det ved jeg ikke om jeg visuelt kan leve med, det vil jo se "forkert" ud. Hvis de fem masker jeg mangler til ærmem. skal komme fra forstykket kunne jeg da lige så godt tage dem ud til ærme i stedet og få et pænt udtryk? Vh Kirsten
27.09.2022 - 10:40DROPS Design svaraði:
Hej igen Kirsten, Hvis du tager alle masker ud ifølge opskriften, så vil også nogle af "udtagningerne til bærestykket" også være en del af ærmerne... så du bør ikke komme til at mangle, men er du kommet dertil hvor du sætter ærmemaskerne på en tråd?
27.09.2022 - 10:44
Kirsten Asmussen skrifaði:
Hej. Jeg kan ikke få udtagninger til ærme til at passe. Jeg strikker str. xl. og har 27 saddelskulder masker, tager 2x3=6 m ud til ærme og senere 8x2 m = 16 ærmeudtagning ialt 49 m men skal sætte 59 m på tråd til ærme. Jeg mangler at tage 10 m ud, hvor er de? Venlig hilsen Kirsten Asmussen
26.09.2022 - 10:42DROPS Design svaraði:
Hej Kirsten, du har 27 skuldermasker, tager ud på hver side af sadelskulderen 26 gange, og tager ud til V-hals og ærme samtidigt. Inden du deler stykket skal du have 302 masker på pinden. Når du har det kan du dele op så de 49+49+59 (+dem du slår op i hver side under ærmet) danner for & bagstykke. Du vil da have 59 masker i hver side som skal være ærmer (uanset hvor mange du har taget ud just til ærmer) :)
27.09.2022 - 10:26
Marie-Andrée Gratton skrifaði:
Bonjour Astuce tricot (encolure V ): combien de fois faut-il répéter la côte mousse mentionnée à la fin des augmentations empiècement Merci J'apprécie beaucoup votre site
11.08.2022 - 16:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gratton, ces rangs raccourcis ne se tricotent qu'une seule fois de chaque côté: tricotez 2 rangs sur les 6 premières, vu sur l'endroit, tricotez toutes les mailles sur l'endroit comme avant (augmentez si besoin, etc.), tricotez 2 rangs sur les 6 premières mailles, vu sur l'envers, tricotez toutes les mailles sur l'envers comme avant. Et continuez comme avant. Bon tricot!
11.08.2022 - 16:34
Marie-Andrée Gratton skrifaði:
Bonjour, augmentation manche marteau. comment augmenter avant ou après le marqueur si celui-ci est entre les 2 mailles. Merci pour votre aide
27.07.2022 - 15:09
Dusk Rose Jacket#duskrosejacket |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með axlarsæti og köðlum á ermum. Stærð XS - XXL.
DROPS 226-13 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 152 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d.12 lykkjur) og deilið þeim 140 lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 23) = 6,1. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (frá réttu): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚTAUKNING-3 (frá röngu): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING-4 (á við um v-hálsmál): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR (á við um v-hálsmál): Til að koma í veg fyrir að það myndist hak neðst í v-hálsmáli þegar útaukningu er lokið, prjónið 2 auka umferðir garðaprjón einungis yfir kanta að framan eftir að síðustu útaukningu er lokið. Þetta er gert í hvorri hlið þannig: Byrjið frá réttu, prjónið slétt einungis yfir 6 lykkjur garðaprjón í vinstri kanti að framan, snúið, herðið á þræði og prjónið 6 lykkjur slétt frá röngu, snúið og prjónið eina umferð frá réttu yfir allar lykkjur eins og áður, snúið, prjónið slétt frá röngu einungis yfir 6 lykkjur garðaprjón í hægri kanti að framan, snúið, herðið á þræði og prjónið 6 lykkjur slétt frá réttu, snúið og prjónið eina umferð frá röngu yfir allar lykkjur eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið 2 síðustu lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu ca 1 cm eftir að útaukningu fyrir v-hálsmáli er lokið. Fellið síðan af fyrir næstu 3 hnappagötum með ca 7-7-7½-8-8½-8½ cm millibili. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjið á að prjóna 2 lausa kanta í hálsmáli. Þeir eru settir inn á hringprjóninn þegar lykkjur eru fitjaðar upp fyrir hálsmáli aftan í hnakka eins og útskýrt er í uppskrift. Kantar í hálsmáli eru síðar saumaðir saman mitt að aftan og síðan saumaðir við hálsmál aftan í hnakka. Síðan er allt stykkið prjónað ofan frá og niður. Fyrst er berustykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, jafnframt eru lykkjur auknar út fyrir v-hálsmáli, alxir, ermar og berustykki. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. HÆGRI KANTUR Í HÁLSMÁLI/AÐ FRAMAN (á hægra framstykki þegar peysan er mátuð): Fitjið upp 6 lykkjur á sokkaprjóna 5,5 með DROPS Air (notið 2 sokkaprjóna – lykkjurnar sitja nú á öðrum prjóninum og prjónað er með hinum). Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þar til kantur í hálsmáli mælist ca 18-19-19-21-22-23 cm – endið eftir 1 umferð slétt frá röngu. Setjið þessar 6 lykkjur á þráð eða hjálparprjón. Geymið stykkið. VINSTRI KANTUR Í HÁLSI/AÐ FRAMAN (á vinstra framstykki þegar peysan er mátuð): Fitjið upp 6 lykkjur á sokkaprjóna 5,5 með DROPS Air. Prjónið garðaprjón þar til kantur í hálsmáli mælist 18-19-19-21-22-23 cm – endið eftir 1 umferð slétt frá röngu. Setjið nú þessi stykki saman í berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið sléttar lykkjur yfir 6 lykkjur frá vinstri kanti í hálsi/kanti að framan, fitjið upp 68-72-72-80-82-86 nýjar lykkjur á prjóninn og prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 6 lykkjurnar frá hægri kanti í hálsi/að framan = 80-84-84-92-94-98 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni). Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, strax eftir 6 kantlykkjur að framan. Þetta prjónmerki er notað til að mæla berustykkið frá! Að auki eru sett 4 ný prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar og hvert og eitt af þessum 4 prjónamerkjum eru sett á milli 2 lykkja. Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir axlarsæti. Fyrsta prjónamerki: Byrjið frá réttu í byrjun á umferð, teljið 6 lykkjur (= kantur framan á framstykki), setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju. Annað prjónamerki: Teljið 23-23-23-27-27-27 lykkjur frá 1. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju. Þriðja prjónamerki: Teljið 22-26-26-26-28-32 lykkjur frá 2. prjónamerki (= bakstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju. Fjórða prjónamerki: Teljið 23-23-23-27-27-27 lykkjur frá 3. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 6 lykkjur eftir á framstykki á eftir 4. prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út lykkjum við hvert og eitt þessa prjónamerkja. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú á að prjóna mynstur, auka út fyrir axlarsæti, ermum og berustykki jafnframt því sem aukið er út fyrir v-hálsmáli. Lestu MYNSTUR, AXLARSÆTI, V-HÁLSMÁL, ÚTAUKNING FYRIR ERMAR og ÚTAUKNING Á BERUSTYKKI áður en þú prjónar áfram! MYNSTUR: Stykkið er prjónað í sléttprjón með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og A.1 yfir 23-23-23-27-27-27 axlalykkjur í hvorri hlið (þ.e.a.s. á milli 1. og 2. prjónamerkis og á milli 3. og 4. prjónamerkis). ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI (prjónað fram og til baka með útaukningu í hverri umferð): JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og aukið út á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2. Einungis er aukið út á framstykki og bakstykki og fjöldi axlalykkja verður sá sami. Í næstu umferð frá röngu eru auknar út 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 4. og 2. prjónamerki og aukið út á EFTIR 3. og 1. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-3. Þ.e.a.s. það er aukið út í hverri umferð og aukið er út mismunandi frá réttu og frá röngu, þannig að lykkjurnar leggist fallega. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum í sléttprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út alveg eins í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og frá röngu) alls 22-22-24-26-26-26 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 11-11-12-13-13-13 cm frá prjónamerki. V-HÁLSMÁL: JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 2 umferðir með útaukningu fyrir axlarsæti og næsta umferð er frá réttu, byrjar útaukning fyrir v-hálsmáli í hvorri hlið við miðju að framan – sjá ÚTAUKNING-4. Aukið út fyrir v-hálsmáli í 4. hverri umferð alls 6 sinnum í öllum stærðum og síðan í annarri hverri umferð alls 5-7-7-7-8-10 sinnum í hvorri hlið. ÚTAUKNING FYRIR ERMAR: Þegar útaukning fyrir axlarsæti er lokið, byrjar útaukning fyrir ermar í næstu umferð frá réttu. Haldið áfram með sléttprjón eins og áður með 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og A.1 yfir axlalykkjur eins og áður (útaukninga fyrir v-hálsmál heldur áfram eins og áður). JAFNFRAMT eru auknar út 4 lykkjur fyrir ermar þannig: Aukið út á EFTIR 1. og 3. prjónamerki og aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki – munið eftir ÚTAUKNING-2. Nú eru einungis aukið út á ermum og fjöldi lykkja á framstykki og bakstykki verður sá sami. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjón (A.1 heldur áfram yfir miðju 23-23-23-27-27-27 lykkjur á ermum eins og áður). Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 5-6-5-3-3-2 sinnum. Stykkið mælist ca 16-17-17-16-16-15 cm frá prjónamerki. Aukið síðan út fyrir berustykki eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING Á BERUSTYKKI: Færið 4 prjónamerkin frá útaukningu á ermum, þannig að hvert og eitt af 4 prjónamerkjunum sitja í ystu lykkjunni í hvorri hlið á framstykki og bakstykki. Nú eru 33-35-33-33-33-31 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í hvorri ermi. Í næstu umferð frá réttu, aukið út um 8 lykkjur fyrir berustykki með því að auka út bæði á undan og á eftir hverjum af 4 lykkjum með prjónamerki í – munið eftir ÚTAUKNING-2. Lykkjur eru nú auknar út á framstykki, bakstykki og báðum ermum. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 3-3-5-6-8-10 sinnum. Lesið LEIÐBEININGAR og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Eftir allar útaukningar fyrir axlarsæti, v-hálsmáli, ermar og berustykki eru 234-246-266-282-302-322 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 19-20-22-22-24-25 cm frá prjónamerki við háls. Ef stykkið mælist minna en þetta er prjónað áfram án útaukninga að réttu máli. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 38-40-44-46-49-53 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 47-49-51-55-59-61 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 64-68-76-80-86-94 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 47-49-51-55-59-61 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-8-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 38-40-44-46-49-53 lykkjur eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 152-164-180-192-208-228 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan þar til stykkið mælist 21-22-22-23-23-24 frá skiptingu. Þegar ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Til að stroffið sem prjóna á dragi ekki stykkið saman, aukið út lykkjur eins og útskýrt er að neðan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 23-25-27-29-31-35 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING-1= 175-189-207-221-239-263 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, *1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 47-49-51-55-59-61 lykkjur af þræði í annarri hlið á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 5,5 - prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-8-8-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 53-57-59-65-71-75 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi – mitt í 6-8-8-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn með A.1 yfir miðju 23-23-23-27-27-27 lykkjur á ermi eins og áður. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-3-3-3-2½-2½ cm millibili alls 3-3-3-4-5-6 sinnum = 47-51-53-57-61-63 lykkjur. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist 42-42-41-42-40-39 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Þegar eftir eru ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-7-7-9-9-9 lykkjur jafnt yfir = 54-58-60-66-70-72 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 45-45-44-45-43-42 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið kanta í hálsmáli saman mitt að aftan með sauminn inn að röngu. Saumið kant í hálsmáli við hálsmál – kantur í hálsmáli á að strekkjast aðeins þegar saumað er. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #duskrosejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 226-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.