Anna skrifaði:
Hallo, ik ben net begonnen met de dubbele hals. Die heeft volgens mij een echte voorkant (1 gedraaid recht, 2 averecht). De hals wordt later dubbel gevouwen, maar hoe zit het dan met de pas die eraan vast gebreid wordt? Volgens mij kom je dan uit bij een averechte tricotsteek, of zie ik nu iets over het hoofd? Hartelijke groet.
12.10.2023 - 11:15DROPS Design svaraði:
Dag Anna,
De hals wordt op het einde naar de binnenkant (en niet naar de buitenkant) gevouwen en vastgenaaid.
15.10.2023 - 17:13
Maja skrifaði:
Hei! Når man strikker ferdig bærestykke, står det at man skal klippe tråden og begynne på bol fra de nye maskene som ble lagt opp. Hva skal man gjøre med pinnene da? Forstår ikke helt hvordan å starte i helt annet sted på arbeidet uten å miste/ flytte pinnene. (Strikker genser for første gang
27.09.2023 - 00:31DROPS Design svaraði:
Hej Maja, du kan også bare strikke frem til mærket under ærmet, så du starter omgangen derfra :)
05.10.2023 - 10:10
Sandra skrifaði:
Tere! Kahjuks esineb mustris tõsine viga. Nimelt on kirjas, et kaeluse soonikut tuleb kududa 1 parempidine keerdsilmus, 1 pahempidine silmus. Teiste keelte mustrites on soonikuks 1 parempidine keerdsilmus, 2 pahempidist silmust. Mõtlesingi, et miks silmuste arv ei klapi :)
27.08.2023 - 21:12
Sabine skrifaði:
Mit welcher der beiden Nadelstärken sollte die Maschenprobe erreicht werden - mit der dünneren oder der dickeren?
28.11.2022 - 18:27DROPS Design svaraði:
Liebe Sabine, die Maschenprobe soll mit der dickeren Nadelstärken erreicht werden. Viel Spaß beim stricken!
29.11.2022 - 09:44
Gabriela Tóthová skrifaði:
Hello, very nice model, is there going to be a translation of this manual into Czech in the near future? Thank you, kind regards. Gabi
09.11.2022 - 14:23DROPS Design svaraði:
Dear Gabi, thank you - we will add this pattern in CZ ASAP, so stay in touch :-) Have a nice day, Hana
10.11.2022 - 11:35
Christel skrifaði:
Jeg kan se, at en anden har kommenteret vedrørende samme problem med opskriften som jeg har skrevet om. I skriver ganske vist at der ikke er fejl i opskriften, men kunne I lige dobbelttjekke? I diagrambeskrivelsen står der ‘masken under’. Det står ikke længere oppe, der står ikke hvad man skal gøre med den markerede maske og videoen er ikke det der står i diagrambeskrivelsen.
02.11.2022 - 18:42DROPS Design svaraði:
Hej igen Christel, jo i opskriften her stikker du højre pind ind i masken under og strikker de 7 masker som i videoen, når du har 7 masker på højre pind løfter du masken af venstre pind. Hvis du hellere vil strikke i selve masken som i videoen så går det også fint :)
03.11.2022 - 14:23
Jennyfer skrifaði:
Ho trovato un errore nella descrizione del diagramma A.1 1 maglia diritto nella maglia sotto la maglia con il segnapunti, ma non farla cadere dal ferro sinistro, non si deve prendere il punto nella maglia sottostante ma semplicemente nellal maglia sul ferro sinistro per favore correggete, io ho sbagliato molti ferri per questo motivo grazi
31.10.2022 - 11:40DROPS Design svaraði:
Buonasera Jennyfer, al momento non sono stati riportati errori in questo modello: se il modello dovesse essere corretto, troverà la correzione direttamente online. Buon lavoro!
01.11.2022 - 16:56
Christel skrifaði:
Ja, jeg har ser videoen. I diagram skrivelsen står der at man ska l strikke i masken under den markerede maske - det er ikke det videoen viser.
25.10.2022 - 14:46
Christel skrifaði:
Jeg forstår ikke raglanudtagningen A1 helt. Som jeg læser det, skal de 6 masker tages ud i masken under masken man har sat mærke i. Når jeg gør det, har jeg ganske rigtigt de syv masker jeg skal have, men masken med mærke i er jo ikke strikket. Der står ikke noget om hvad man skal med den og hvis jeg blot strikker den som normalt, vil jeg have 8 masker. Hvad skal man gøre med den maske?
23.10.2022 - 12:56DROPS Design svaraði:
Hej Christel, har du set videoen vi har lavet til? Hvordan tages der ud ved at strikke 7 masker i 1 maske
25.10.2022 - 13:38
Riikka skrifaði:
Hei! Minulla jää hurjan iso reikä tuon raglanlisöyksen jälkeen, vaikka tekisin kuinka tiukkaa tahansa. Otan ohjeen mukaan edellisen silmukan ja teen samoin kuin ohjevideossa. Mallipaidassa en näe reikiä, enkä sellaisia haluaisi. Miten välttää reiät tässä neuleessa?
25.09.2022 - 17:23DROPS Design svaraði:
Hei, työhön jää aina pieni tai isompi reikä, riippuen siitä millä langalla neulotaan. DROPS Alpaca- ja Baby Merino -langat ovat kuitenkin hyvin joustavia lankoja, joten tämä reikä pienenee itsestään, kun jatkat neulomista.
29.09.2022 - 18:31
Chill Chaser Sweater#chillchasersweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca eða DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsi, laskalínu og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 227-35 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 147 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 23) = 6,4. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna til skiptis ca 5. og 6. hverja lykkju og 6. og 7. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út, er í þessu dæmi slegið 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 6. og 7. hverja lykkju - í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu með því að prjóna A.1 yfir hverja lykkju með prjónamerki í eins og útskýrt er í uppskrift. Þegar A.1 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina við hvert og eitt af 4 prjónamerkjum hafa verið auknar út alls 16 lykkjur. Aukið síðan út með því að prjóna A.2 yfir hverja lykkju með prjónamerki í eins og útskýrt er í uppskrift. Þegar A.2 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina við hvert og eitt af 4 prjónamerkjum hafa verið auknar út alls 8 lykkjur. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður að byrjun á stroffi. Síðan skiptist stykkið í hvorri hlið fyrir klauf og prjónað er stroff á framstykki og bakstykki fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið aðeins laust upp 147-153-159-171-177-183 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með DROPS Alpaca eða DROPS BabyMerino. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 2,5. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 25-25-27-27-29-29 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 23-25-27-27-29-31 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 124-128-132-144-148-152 lykkjur. Síðar á að brjóta kant í hálsmáli saman tvöfalt og við frágang þá verður kanturinn í hálsmáli ca 12-12-13-13-14-14 cm. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Prjónið berustykkið eins og útskýrt er að neðan – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan. Hvert prjónamerki er sett í lykkju – þessi prjónamerki verða að hafa annan lit en prjónamerki sem er á eftir kanti í hálsmáli til að aðgreina þau. Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 22-23-24-25-26-27 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 16-16-16-20-20-20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 44-46-48-50-52-54 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 16-16-16-20-20-20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju. Nú eru 22-23-24-25-26-27 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (= ½ bakstykki). Prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í annarri umferð í sléttprjóni byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið er út við hvert og eitt af 4 prjónamerkjum með því að prjóna A.1 yfir hverja lykkju með prjónamerki í (miðjulykkja í A.1 á að passa við lykkju með prjónamerki í – byrjið A.1 einni lykkju á undan lykkju með prjónamerki í). Aukið svona út með því að endurtaka A.1 alls 13-14-16-18-20-21 sinnum á hæðin = 332-352-388-432-468-488 lykkjur. Í næstu umferð er aukið út við hvert og eitt af 4 prjónamerkjum með því að prjóna A.2 yfir hverja lykkju með prjónamerki í (miðjulykkja í A.2 á að passa við lykkju með prjónamerki í – byrjið A.2 þriðju lykkju á undan lykkju með prjónamerki í). Aukið svona út með því að endurtaka A.2 alls 2-3-3-2-2-3 sinnum á hæðina = 348-376-412-448-484-512 lykkjur. Í næstu umferð eru auknar út 4-4-0-4-0-0 lykkjur – útaukningin skiptist þannig að aukið er út um 1 lykkju við hverja laskalínu í stærðum sem aukið er út (prjónið 1 lykkju slétt fram og til baka í lykkju með prjónamerki í) = 352-380-412-452-484-512 lykkjur. Prjónið sléttprjón án útaukninga þar til stykkið mælist 18-20-22-24-26-28 cm frá prjónamerki mitt að framan. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 54-58-62-68-74-80 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 68-74-82-90-94-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 108-116-124-136-148-160 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 68-74-82-90-94-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 54-58-62-68-74-80 lykkjur sléttprjón. Klippið þráðinn. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 232-248-268-292-320-344 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki – mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum. Nú eru 116-124-134-146-160-172 lykkjur á milli prjónamerkja. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – prjónamerkin eru notuð þegar stykkið skiptist fyrir klauf í hvorri hlið. Byrjið umferð við annað prjónamerkið og prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 16-16-16-15-15-15 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 12 cm að loka máli – ATH: Stykkið verður ca 3 cm lengra en þetta mál þegar það er mátað – sjá teikningu. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd áður en stykkinu er skipt fyrir klauf. Nú skiptist stykkið við prjónamerkin og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig, þannig að það myndist klauf í hvorri hlið. FRAMSTYKKI: = 116-124-134-146-160-172 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 29-30-32-35-39-42 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 145-154-166-181-199-214 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1 (ranga): 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúin brugðið og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (rétta): 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúin brugðið og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 12 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 49-51-53-55-57-59 cm frá öxl og niður – mælt flatt. BAKSTYKKI: = 116-124-134-146-160-172 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 29-30-32-35-39-42 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 145-154-166-181-199-214 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1 (ranga): 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúin brugðið og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (rétta): 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúin slétt og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 12 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 49-51-53-55-57-59 cm frá öxl og niður – mælt flatt. ERMI: Setjið 68-74-82-90-94-96 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-82-92-100-106-108 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu – prjónamerkið er notað þegar fækka á lykkjum undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-3-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 9-11-15-18-19-19 sinnum = 58-60-62-64-68-70 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 37-35-34-33-31-30 cm frá skiptingu (það er styttra máli í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú eru eftir ca 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 14-12-13-14-13-14 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 72-72-75-78-81-84 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING. Ermin mælist ca 45-43-42-41-39-38 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfalt uppábrot. Til að kanturinn í hálsmáli dragist ekki saman, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chillchasersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 227-35
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.